Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 13
MiOvikudagur 6. ágúst 1975 ItMINN 13 Landfari góður! ÞaB lag&ist strax illa I mig, þegar þeir gáfust upp við að spila islenzka þjóðsönginn: Móri var kominn i mótorinn, Með eymdar væli kom hið heilaga nafn, siðan allt stopp og hrollvekjandi hlátur setti að áhorfendum, en svo gat lands- leikurinn við Rússa hafizt. Ahorfendur skiptu þúsundum og allir biðu spenntir, eða svo virtist það að minnsta kosti, en auðvitað vissu allir að Rússar myndu vinna þennan leik, þvi landslið þeirra er eitthvert það bezta i heimi — og jafnvel is- lenzka landsliðið gat ekki unnið það. Gordon dómari Einhver sagði að Gordon væri nafnið á þessum dómara, sem dæmdi leikinn. — Gordon er finn, sagði mað- urinn, sem hefur oft áður dæmt hér merkilega landsleiki, og hefi ég ekki annað til sanninda- merkis um það. Ég tek lika undir þessi ummæli: Gordon var finn. Hann dæmdi af öryggi, næstum fyrirbyggjandi áhuga. Nú kann svo að virðast, að með þvi að bera lof á þennan ágæta mann, hann Gordon, þá muni annarleg sjónarmið komin i málin. Nei, Gordon er ekki svoleiðis, hann dæmdiRússana hart, og ekki hlifði hann heldur Islenzka landsliðinu, sem stund- um var með brölt. En ég tel þó, að svona útkjálkalandsliði eins og þvi Islenzka sé mikill ávinn- ingur að þvi að hafa stranga, réttláta dómara, þegar leikið er við lið, sem eru sjóuð I allskonar „leikbrögðum”, sem framin eru með þeim hætti að dómarar sjá þau sjaldan. Nú ekki voru Rúss- ar svo sem með nein svoleiðis brögð, nema þau hafi verið framin á svo lævísan hátt, aö ekki einu sinni áhorfendur komu auga á þau. Gordon þarf að koma aftur Gordon var finn. Það voru linuverðirnir !einnig, þetta var vel dæmdur, niður bremsaður, en þó frjáls leikur. Meðan menn héldu sig við fótboltann skeði ekki neitt og Gordon bara val- kókaði kringum knöttinn og alla þessu sveittu menn, sem voru að berjast við að færa þjóð sinni umtalsverðan sigur I landsleik. Ef tslendingar eiga þess kost að velja hann Gordon, þá eiga þeir að gera það og helzt þyrfti siðar, eftir að hann er hættur að dæma og getur ekki lengur borgað fyrir sig með ströffum, að sýna honum einhvern sér- stakan sóma. Hann er afreksmaður i dómarastétt. JG Nefnd um Vest- fjarðavirkjun og nefnd um virkjun í Suður-Fossá HINN 28. júli skipaði iðnaðarráð- herra, dr. Gunnar Thoroddsen, tvær nefndir til að starfa að raf- orkumálum Vestfjarða: 1. Nefnd til þess að vinna að orkumálum Vestfjarða og kanna viðhorf sveitarfélaga á Vestfjörð- um til stofnunar Vestfjarðavirkj- unar, sbr. ályktun Alþingis frá 5. april 1971 um raforkumál Vest- fjaröa. Skal nefndin gera tillögur um framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru til þess að nægileg orka fáist frá vatnsaflsvirkjunum og jarð- varma til að fullnægja orkuþörf á Vestfjörðum, þannig að tekið sé Morgunstund við fánastöngina. A baöströndinni Timamyndir K.Sn. tillit til sennilegrar aukningar I næstu framtið á orkuþörf til al- mennrar notkunar og iönaðar og jafnframt séð fyrir nægilegri orku til upphitunar húsa. Ennfremur er nefndinni falið að gera tillögur um hvernig staöiö verði að stofnun Vestfjarðavirkj- unar, sem verði sameign rikisins og sveitarfélaganna þar, og hafi þaö verkefni að annast fram- leiðslu og dreifingu raforku og hagnýtingu jarðvarma I þessum landshluta. Nefndina skipa: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Orkuráðs, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar, Jóhann T. Bjarnason, framkv stjóri Fjórð- ungssambands Vestfjarða, Ólaf- ur Kristjánsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvik, Guðmund- ur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi, Hnifsdal, Ingólfur Arason, hreppsnefndarmaður, Patreksf, Engilbert Ingvarsson, rafveitu- stjóri, Snæfjallahreppi, Karl E. Loftsson, oddviti, Hólmavik. 2. Nefnd til að undirbúa vatns- aflsvirkjun i Suður-Fossá á Rauðasandi og sjá um fram- kvæmdir i samræmi við ályktun Alþingis frá 14. mai 1975. Nefndina skipa: Jóhannes Arnason, sýslumaður, Patreks- firði, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Agúst H. Péturs- son, fyrrv. oddviti, Patreksfirði, Hafsteinn Daviösson, rafveitu- stjóri, Patreksfirði. Runólfur Ingólfsson, rafstöðvarstjóri, Bildudal, Ossur Guðbjartsson, oddviti Rauðasandshrepps. Verkefni nefndarinnar eru nán- ar tiltekið sem hér segir: 1. Að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna orkuvers- ins. Sumarbúðir þjóðkirkiunnar að Holti í Önundarfirði Flateyri K.Sn — Sumarbúðir hafa verið starfræktar að Holti i sumar að venju, en þessi starf- semi hófst að Núpi sumarið 1964, en var siðan flutt að Holti 1965. Starf þetta hefur gengið mjög vel, og verið börnunum eftirminnileg- ur og ánægjulegur skóli. Að Holti eru mjög ákjósanlegar aðstæður. Húsnæðið er heima- vistarskóli og umhverfið ákjósan- legt: skemmtilegir sandhólar og baðstrendur, sléttar grundir, góðar baðtjarnir og loks skemmtilegt og fagurt umhverfi til útivistar bæði á dal og fjalli. t sumarbúðunum geta dvalizt allt að 40 börn hverju sinni, en tveir hópar eru teknir á sumri, telpur og drengir. Dvalartiminn er um 1/2 mánuður. Sumarbúðirnar I Holti eru fyrst \ og fremst uppeldisbúðir, mikil áherzla er að visu lögð á iþróttir og útilif, en i öllu er kristilega uppeldishliöin aðalatriöið. Dagurinn hefst með þvi, að börnin hópast saman um fána- stöng heimilisins og er þar flutt morgunbæn og sungið, og fáni æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar dreginn að húni. Að þvi loknu er morgunverður. Máltiðirnar eru mjög þýðingar- miklar, enda eru þá allir saman. Farið er með bæn áður en máltið- in hefst, en að lokinni máltið er mikið sungið og læra börnin gjarnan nýtt lag i hverjum matartima. Að loknum morgunverði búa börnin um herbergi sin, en áherzla er lögð á reglusemi og snyrtimennsku, og er gefin eink- unn daglega fyrir umbúnað á herbergjum. Þá er næst fræðslustund, sem notuð er til að kenna börnunum að búa saman sem kristið fólk. í fræðslustundunum er m.a. úbúin vinnubók, t.d. i sumar útbjuggu börnin bænabók með myndum, sem þau litskreyttu sjálf. Eftir hádegi er farið I fótbolta, synt i sjónum eða tjörnum, faríð i gönguferðir o.fl. i lengri göngu- ferðum er gjarnan farið inn i Hjarðardalsbotn um 5 km. leið, en þar er geysifallegt. í nesti er haft meðferðis ávaxtasafi og kex. A kvöldin er sýnd kvikmynd annað hvort kvöld, — og eru tékk- neskar teiknimyndir mjög vin- sælar, en hin kvöldin er kvöld- vaka, sem börn i hverju herbergi sjá um. Þá er gengið til kirkju og sung- inn náttsöngur, og flutt smáhug- leiðing, en siðan er gengið heim, fáninn dreginn niður, siðan drukkin kvöldmjólk, háttað og burstaðar tennur. Loks er lesin framhaldssaga fyrir svefninn. Börnin sjá sjálf um ýmis störf, svo sem að þjóna hvort öðru til borðs og aðstoða i eldhúsi. Alla sunnudaga er æskulýðs- guðsþjónusta og sjá börnin þá um allt nema predikunina. Vist er að börnin njóta vel þessara daga i Holti, enda minnast margir með þakklæti og ánægju dvalarinnar þar. Það starf, sem þjóðkirkjan leysir af hendi með þessum hætti er virðingarvert og gott. Að Holti er starfsemin fyrst og fremst ætl- uð vestfirzkum börnum, og hafa sveitarfélög og kvenfélög á Vest- fjörðum lagt heimilinu til fjár- hagsstuðning. Starf þetta er nokkuð fjárfrekt og er útlit fyrir verulegan halla þetta sumar. Þvi fé, sem varið er til rekstrar sumarbúða sem i Holti er vissu- lega vel varið, og er vonandi að vel rætist úr fjármalum búðanna. Forstöðumaður búöanna er sóknarpresturinn i Holti, séra Lárus Þ. Guðmundsson, en hann hefur annazt þetta starf,siðan það hófst að Núpi, en þar hóf hann starf með séra Bernharði Guð- mundssyni, sem nú starfar i Eþíópiu. Ennfremur starfar Emil Hjartarson skólastjóri á Flateyri og eiginkona hans Anna Jóhanns- dóttir við heimilið. Þessu fólki og þjóðkirkjunni má sannarlega þakka gott og árangursrikt starf, og óska góðs gengis i framtiðinni. 2. Aö láta hanna orkuverið, ásamt nauðsynlegum búnaði. 3. Að láta gera fullnaðaráætlun, byggða á þeirri hönnun, sem um getur I 2. lið, um stofnkostnaö, rekstrarkostnað og orkuvinnslu- getu stöövarinnar. 4. AB annast útboö, þar með tal- in gerð útboðslýsinga, á þeim mannvirkjum, vélum og búnaði sem til stöövarinnar þarf. 5. AB rannsaka tilboð, sem ber- ast og gera tillögur til iðnaðar- ráöuneytisins um hverju þeirra skuli tekið. 6. Að annast, eftir nánari fyrir- mælum ráöuneytisins, samninga viö verktaka. 7. Að hafa, eftir nánari fyrir- mælum ráðuneytisins og I umboði þess, yfirumsjón með fram- kvæmdum við orkuveriö. Gert er ráð fyrir, aö strax og Vestfjarðavirkjun hefur verið stofnuðag henni sett stjórn, flytj- ist það af verkefnum nefndarinn- ar, sem þá kann að vera ólokið, yfir til stjórnar Vestfjarðavirkj- unar og að störfum nefndarinnar sé þar með lokið. (Frá iðnaðarráðuneytinu) Enn ein sending heyhieðsluvagna d sérlega hag- sfæðu verði — Gerið góð kaup og eignist Welger heyhleðsluvagn strax Þurrkurinn bíður ekki! Vandldtir bændur velja heyhleðslu- vagna fró EL 41 - 18 rúmm EL 70 - 24 rúmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.