Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 1
Landvélarhf c 178. tbl. — Föstudagur 8. ágústl975 —59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON „SKULATUNJ 6 - SIMI (91)1.9460 SÖGUALDARBÆR- INN VERÐUR FOK- HELDUR í HAUST ö.B. Reykjavík — Unnið er nú af kappi að byggingu sögualdar- bæjarins, sem reistur er í tilefni af ellefu hundruð ára afmælis Islandsbyggðar. Stefnt er að þvi að bærinn verði fokheldur i haust, en fullfrágenginn að vori. - Aö sögn sr. Eiriks J. Eiriks- sonar þjóðgarðsvarðar hafa framkvæmdir gengið að vonunv og hafa verið fengnir serþjálfaðir menn til að annast alla hleðslu á grjóti og torfi. Einnig hafa tækni- menn Landsvirkjunar lagt drjúga hönd á plógin, en bærinn stendur sem kunnugt er upp við Búrfells- virkjun. Bærinn er reistur á kostnað ýmissa aðila og má þar nefna rlkissjóð, sýslusjóð Árnessýslu, Landsvirkjun — eins og fyrr er nefnt, að Norðmönnum ógleymd- um en þeir hafa lagt til allt timb- ur, sem til byggingarinnar þarf. Það er Hörður Ágústsson sem hefur með umsjón byggingar- innar að gera, en Hörður fékk lausn frá störfum skólastjóra Handiða- og Myndlistaskdlans til þess að annast rannsóknir á bú- stöðum fornmanna bæði hér- lendis og annars staðar. Skrá og skrif um Vesturfar- ana gefin út FJ—Reykjavik — Rikisstjórnin hefur ákveðið i tilefni 100 ára af- mælis byggðar tslendinga I Vest- ur-heimi að veita Sagnfræðistofn- un háskólans fjárhæð til að láta fullvinna og gefa Ut skrá yfir nöfn Gjöf til Vestur-islendinga: LÍKAN AF PRESTSSETRINU Á VALLANESI UAA 1900 DR. KRISTJAN Eldjárn, forseti tslands, fór i gær ásamt fötuneyti frá Winnipeg tii Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada. i kveðjumóttöku, sem forseti efndi til I Winnipeg i fyrradag, afhenti hann Þjóðræknisfélagi islendinga i VcstuiIiiijni að gjöf frá islenzku þjóðinni, líkan af prestssetrinu Vallanesi á Fljótsdalshéraði með kirkju, bæjarhúsum og útihúsum, eins og það var um aldamótin 1900. Likanið er i hlutfallinu 1:60. Það er gert eftir nákvæmum lýs- ingum sr. Magnúsar Bl. Jónsson- ar, sem var prestur i Vallanesi 1892-1925, og minni sonar hans Páls Magnússonar i Reykjavik. Sonur Páls, listamaðurinn Magnús Pálsson, hefur gert lik- aniö í nánu samráði við föður sinn. Afsteypur af likaninu munu verða varðveittar i Þjóðminja- safni íslands og minjasafni Austurlands. SJA AAYNDA- SÍÐU FRÁ ÍSLENDINGA- DEGINUAA 1975 Á BLS. 7 Nýtt síð- degisblað í haust BH-Reykjavik. — Það er alveg ljóst, að það verður hafin útgáfa nýs dagblaðs hér i Reykjavik, sagði Sveinn R. Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri, er Tíiiiiiiii hafði samband við hann i gærkvöldi. — Það verður prentað i Blaðaprenti, og verður eftirmiðdagsblað. Útgáfa þess hefst allavega á þessu ári, en þar sem hér er um umfangsmikla og fyrirhafnar- saman undirbúning að ræða er ekki unnt á þessu stigi málsins að segja til um það, hvenær útgáfan hefst, en það er stefnt að þvi; að hún geti hafizt i oktöber. Við spurðum Svein að þvi, hvar nýja blaðið myndi hafa aðsetur sitt, og svaraði hann þvi til, að það væri ekki ákveðið. ^ þeirra tslendinga, sem fluttust vestur um haf á siðustu öld og i byrjun þessarar, ásamt heildar- rannsókn Helga Skúla Kjartans- sonar BA á vesturferðunum og ritgerð Júníusar Kristinssonar, cand. mag., um Vesturheims- ferðir Vopnfirðinga á timabilinu 1874 til 1920. Frá þessu skýrði Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, i ræðu, sem hann flutti við hátiðahöldin að Gimli á mánu- dag. Þá skýrði utanrikisráðherra ennfremur frá þvi, að rikisstjórn- in hefði ákveðið, að Landsbóka- safni Islands verði tryggt fjár- magn á fjárlögum til að annast áfram bókasendingar til bóka- safns Manitoba-háskóla i Winni- peg eftir breytingu á lögunum um skylduskil til safna. Einnig ætlar rikisstjórnin að hækka fjárstyrk rikissjóðs til Lögberg-Heimskringlu úr 4000 dölum i 8000 dali á ári. Allt að 200% aukning á laxveiði Sjá Veiði- hornio bls. 2 t fyrrakvöld nauðlenti tveggja sæta flugvél i Jökulsá á Brú, og fór Skúli Jón Sigurðsson, frá Loftferöaeftiriitinu austur i gær. Skömmu eftir komuna til Reykjavikur í gærkvöldi hafði Timinn tal af Skiíla og spurði hann hvort hann teldi, að hægt væri að bjarga vélinni úr jökulfljótinu, en vélin mar- ar hálf I kafi um fimmtiu metra frá Iandi. Ekki kvaðst Skúli vilja gerast spámaöur, en sagði, að það væri mjög erfitt að komast að fljótinu, þar sem vélin væri. Kvað hann það alveg ókannað, hvernig staðið yrði að björgun vélar- innar, yrði það reynt. „Vélin er talsvert mikið skemmd og hún er gegnsósa af leir og vatni", sagði hann. Myndin sýnir vélina i jökulfljótinu. Sjá frétt um nauð- lendinguna — bls. 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.