Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst 1975 Dr. Erlendur Haraldsson. Tlmamynd Gunnar. Áframhaldandi rannsóknir ó dulrænni reynslu EINS og lesendur Timans sjálf- sagt muna, þá birtist hér i blað- inu nýlega frétt, þar sem frá þvi var sagt, að stofnaður hefði ver- iö sjóöur til þess að styrkja rannsóknir i dulsálarfræöi við Háskóla Islands. Rétt þótti að afla nánari fregna af þvi, hvern- ig fénu skyldi varið, og þvl sneri blaðið sér til dr. Erlends Har- aldssonar lektors, sem er stjórnarformaður hins nýja sjóðs, en aðrir i stjórn eru sr. Jón Auöuns og dr. Slmon Jóh. Ágústsson. —■ Erlendur, hver eru, nánar tiltekið, þau verk, sem þið hygg- ist vinna fyrir þessa peninga? — Það, sem byrjað verður á, eru tvö verkefni, sem I rauninni eru framhald þeirrar könnunar, sem gerð var siðast liðinn vetur á meintri reynslu manna af dul- rænum fyrirbærum. Nú langar okkur að eiga ýtarleg viötöl við sumt af þvi fólki, sem taldi sig hafa orðið fyrir ákveðinni reynslu. I upphafi gerðum við litið annað en að spyrja hvort fólkiö hefði reynt ákveðin fyrirbæri eöa ekki. Nú eru það aðallega tveir hópar manna, sem við vilj- um tala við. I fyrsta lagi hluti þeirra, sem töldu sig einhvern tima hafa orðið vara við látinn mann, en sá hópur var allstór, eða um 31% þeirra, sem spurðir voru I vetur er leið. í annan stað viljum við tala við þá, sem telja sig hafa reynslu af huglækning- um, og sá hópur er lika allstór, um 40%. — Þetta er þá heilmikil vinna, sem þið eruð að leggja út i? — Já, hún er mikil, þvi aö nú þarf að fara til þessa fólks og tala rækilega við það, hvern ein- stakan. Það tekur að sjálfsögðu mikinn tlma, en auk þess fylgir þvi bæði undirbúningur áður og úrvinnsla á eftir. Okkur langar þvi að fá fyrrverandi eða núver- andi nemendur i sálarfræði til þess að vinna að þessu með okk- ur, vegna þess hve verkefnið er umfangsmikiö, en þessa vinnu þarf að sjálfsögðu að greiða. — Hvað gætir þú Imyndað þér að könnunin næði til margra einstaklinga? — Það er ekki fullvlst, en mér þykir liklegt að þeir verði á milli fimmtiu og hundrað i hvorum hópi. Fyrst þarf að kanna efnið, sem við höfum fyrir, þar næst að útbúa spurningalista og koma sér niður á hvaö það er, sem leitað er eftir, hvað við viljum vita, — svo að við fáum sambærilegar upplýsingar hjá þeim, sem leitað er til. — Fýsir ykkur ekki að afla nánari upplýsinga af ýmsum öðrum sviðum dulrænnar reynslu, eins og til dæmis um berdreymi? — Jú, sannarlega langar okk- ur til þess að afla vitneskju um sem allra flest svið dulrænnar reynslu, en þvi eru takmörk sett, hversu mikið er hægt að gera I einu. Verkefnin eru ótæmandi, en hitt er annað mál, að timinn og auraráðin setja okkur skorður. — Þaö er kannski of snemmt að spyrja, hvenær búast megi við niðurstöðum þessarar rann- sóknar? — Ef við getum hafiö rann- sóknina núna I haust eða I byrj- un vetrar, ætti ekki að vera óraunhæft að gera sér vonir um niðurstöður með vorinu. Og þá munum við að sjálfsögðu birta þær niðurstöður. — Var eitthvað I sambandi við rannsóknina I fyrravetur, sem kom ykkur sérstaklega á óvart? — Já, til dæmis tvennt. 1 fyrsta lagi hve margir töldu sig hafa orðið vara við látna menn, og I öðru lagi hversu margir virtust hafa reynslu af einhvers konar hug- eða bænalækning- um, og hve jákvæð sú reynsla þeirra var. Það er einmitt þetta tvennt, sem við hyggjumst kanna betur núna og fá nánari og áreiðanlegri vitneskju um. — Voru svörin I vetur aðallega já og/eða nei? — 1 spurningalistunum, sem við sendum út I vetur er leið, var til dæmis spurt, hvort menn hefðu orðið fyrir einhverri ákveðinni reynslu, meöal ann- ars hvort þeir hefðu oröið varir við látinn mann. Þessu átti að svara með jái eða neii, og ef svarið var játandi, spurðum við nokkurra spurninga til viðbót- ar: Hvort menn teldu sig hafa séð hinn látna, heyrt til hans, fundið lykt, sem hefði verið ein- kennandi fyrir hann, eða hvort um snertingu hefði verið að ræða. Enn fremur var spurt, hversu oft þetta hefði gerzt. Þá var og spurt, hvort hinn látni hefði verið ættingi eöa vinur þess, sem varð hans var, eða hvort sá sem fyrir hinni dulrænu reynslu varð, hafi yfirleitt getað gert sér grein fyrir þvi, hver sá látni væri. — Það er sem sagt um þetta, sem við nú viljum fá allmiklu ýtarlegri upplýsingar en þær, sem fengust I fyrstu könnuninni. — Heldur þú að þið munið halda áfram á þeirri braut rannsókna, sem þið hafið lagt út á með þessu? — A þvi er enginn vafi. Verk- efnin á þessum vettvangi eru óþrjótandi og málefnið merki- legt. En það er með þetta eins og alla aðra rannsóknarstarf- semi, að þvl meira fé sem menn hafa handa á milli, þeim mun meira er hægt að gera. Þess vegna lögðum við út I aö stofna þennan sjóð. Ég vil svo bæta þvl við, sagði Erlendur að lokum, að gjafir til sjóðsins eru undanþegnar skatti, það er að segja, að heim- ilt er að draga þær frá skatt- skyldum tekjum. Þá má einnig geta þess, að glróreikningur sjóðsins er 60600, en ekki 60500, eins og misritaðist I Tlmanum um daginn. — VS. Hússtjórnarskólinn og Gagnfræðaskólinn d Blönduósi auglýsa: Fleiri nemendur geta komist að i 3. og 4. bekk Gagnfræðaskólans. Valgreinar: Hússtjórnarfög. Heimavist fyrir stúlkur og mötuneyti fyrir þær og nemendur, er þess óska. Umsóknir sendist sem fyrst. Upplýsingar gefur Aðalbjörg Ingvars- dóttir i sima 95-4239. Skólanefndir. Akranes — Atvinna Hér með er starf forstöðukonu leikskóla Akraness auglýst laust til umsóknar. Umsóknir, er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum, berist undirrituðum fyrir 20. ágúst n.k. Bæjarritarinn á Akranesi. Loftpressur og sprengingar Tökum að okkur borun, fleygun og sprengingar, múrbrot, rörlagnir, i tima- og ákvæðisvinnu. Margra ára reynsla. Simi 5-32-09. Þórður Sigurðsson. RÁÐSTEFNA UM KVENNA- SÖGU HALDIN í HOLLANDI — hugmyndin fæddist í Reykjavík Hugmyndin um að halda ráð- stefnu um ,,þvervísindalegar” rannsóknir I sögu kvenna (feminologi), varð til I Reykjavlk I fyrrasumar meðan stóð á fundi Alþjóðasamtaka um norræn fræði (IASS), þar sem Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor varlifor- sæti. Kvennasöguráðstefnan var haldin I Kaþólska háskólanum I Nijmegen I Hollandi dagana 8.-11. júnl s.l. Aðalhvatamenn aö ráðstefn- unni voru þau dr. Ragnhild ten Cate-Silfwerbrand við Kaþólska háskólann I Nijmegen, Mogens Bröndsted prófessor við háskól- ann I Öðinsvéum og fil. dr. Karin Westman Berg við háskólann i Uppsölum. Þau voru einnig i undirbúningsnefnd. Markmið ráðstefnunnar var að gera fræðimönnum kleift að skiptast á skoðunum, ræða um grundvallarsjónarmiö og aðferðir við rannsóknir á sögu kvenna á ýmsum sviöum, svo sem bók- mennta og lista, heimspeki og guöfræði auk þjóðfélagsfræði. A ráöstefnunni var einnig fjallað um möguleika á alþjóölegri sam- vinnu fræðimanna og stofnana, þeirra á meðal kvennasögusafna. Fyrirlesarar voru fræðimenn frá Norðurlöndum og frá Hol- landi. Fyrirlestrarnir voru fluttir á ensku og allar umræður fóru fram á þvl máli. Vinnuhópar skil- uöu áliti I lok ráðstefnunnar. Vinnuhópar voru fjórir og fjölluðu um þessi atriöi: Rannsóknir I sögu kvenna, einkum með tilliti til bókmennta, skjala- og bóka- söfn, listasögu og menntun kvenna. Gerð var grein fyrir drögum að norrænu orðasafni á vegum norrænu kvennasögusafn- anna, og erþað hugsaö sem vlsir að samnorrænni bókaskrá um sögu kvenna. Veröur safnið slðan gefið út á öllum norðurlanda- málunum og á ensku. Trúlega getur orðasafnið einnig komið að gagni hvarvetna I heiminum, þar sem kvennasögusöfn eru. Kvennasögusafn tslands er þegar byrjað á Islenska orðasafninu I náinni samvinnu viö Noröur- landasöfnin. A ráðstefnunni I Nijmegen voru tveir fulltrúar frá íslandi: Helga Kress sendikennari við háskólann I Bergen, og Else Mia Einarsdótt- ir bókasafnsfræðingur við Kvennasögusafn íslands. Meðal annars veittu norræni menn- ingarsjóðurinn og hollenzka menntamálaráðuneytið ráðstefn- unni styrk. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Ráðstefnan lýsti yfir stuðningi slnum við alla þá aðila, sem vinna að þvl, að rannsóknir á sögu kvenna verði teknar upp I háskól- um, og beinir hún þeim tilmælum til háskólanna, að hlutur kvenna verði ekki sniðgenginn innan hinna ýmsu fræöigreina, heldur dreginn fram i dagsljósiö. Enn fremur hvatti ráðstefnan rikis- valdið hvert I slnu landi til að styðja starfsemi kvennasögu- safna, þar sem tilvist þeirra er forsenda fyrir þvl að hægt sé að rannsaka sögu kvenna, og skoraði ráðstefnan á rlkisvaldið að veita fjárstyrk til þeirra stofnana, hópa og einstaklinga, sem vinna aö þessum rannsóknum. BÍLALEIGAN EKILL BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco VW-sendibiIar Land/Rover VW-fólksbllar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bílar Eldsvoði á Flateyri í GÆRKVÖLDI kom upp eldur I Ibúðarhúsinu Grundarstlgur 5 á Flateyri, sem er múrhúöað timb- urhús á tveimur hæðum með steingafli. Slökkvilið kom fljót- lega á vettvang og tókst von bráð- ar að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu talsverðar á inn- búi, auk þess sem húsið skemmd- ist verulega af vatni og reyk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.