Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst 1975 Sofnaði 20 ára, en vaknaði 28 ára! Gene Tipps er 28 ára gamall og á heima i Seymor I Texas. Hann lenti i bilslysi fyrir átta árum og missti meðvitund. Siðan lá hann meðvitundarlaus og milli heims og helju I átta ár. Læknar höfðu nær uppgefið alla von um að hann fengi nokkurn tima bata. Samt var reynt allt sem hægt var til lækninga, og nýlega var gerð á Gene gallblööru-skuröað- gerð. Þegar aðgerðinni var lok- ið, var hjúkrunarliðið heldur en ekki hissa, er sjúklingurinn lauk skyndilega upp augunum og sagði þessi (margtöluðu og skrifuðu) orð: — Hvar er ég? Móðir Tipps segir, að ekki sé sjáanlegt, að hann hafi beðið andlegt tjón við þennan langa dásvefn. Enginn læknanna, sem hafa rannsakað hann, geta gefið nokkra skýringu á þvi, hvað hafi eiginlega orðið til þess, að Gene Tipps fékk aftur meðvitundina, — en allir eru auövitaö mjög glaðir yfir þvi. Móðir hans seg- ir, að þetta hafi verið krafta- verk. Hún sagði einnig, að sonur sinn sýndi nú mikinn áhuga á að vita hvað gerzt hefði merkileg- ast i heiminum þennan tima, sem hann hafði sofið þessum Þyrnirósarsvefni. Honum var sagt frá endalokum Viet- nam-striðsins, og ýmsar fleiri fréttir, bæði alþjóðlegar og af vinum og vandamönnum. Vinir hans hafa heimsótt hann, og finnst Tipps skrýtið að sjá þá, sem voru unglingar þegar hann sá þá siðast, en nú orðnir virðu- legir fjölskyldufeður. Sjálfur hefur hann breytzt tiltölulega litið. Forseta V-Þýzkalands boðið í bíltúr Cliff Richard og „Marilyn Monroe" t London er næturklúbbur, sem nefnist ,,Talk of the Town”, og þar eru þessi hjú aðalnúmeriö i sumar. Cliff Richard hefur lengi verið sérlega vinsæll söngvari, bæði I Bretlandi og viðar, og kemur hann nú fram með söng- og leikkonunni Jacqueline Jones, sem er hér i gervi sem á að minna á hina látnu leikkonu Marilyn Monroe. Komið hefur til tals, aö þau gefi út plötu með þeim lögum. sem þau syngja þarna saman, þvi að þau hafa ,,gert stormandi lukku”. Ekki getur hver sem er boðið forsetanum i biltúr, þaðan af siður ef farartækið, sem um er að ræða, er nýjasta útgáfa af Mercedes, ,,C 111”. En forseti Vestur-Þýzkalands, Walter Scheel (t.v. á myndinni) rótgró- inn bílaunnandi, gat alls ekki látið á móti sér að aka i þessu furðuverki á tilraunabrautinni hjá Daimler-Benz AG ásamt með framkvæmdastjóra Daimler Benz, prófessor dr. Scherenberg. Scheel forseti var i heimsókn hjá bilaverksmiðj- unni i Stuttgart, þegar freisting- in kom yfir hann. Meðan Scheel var ráðherra sást hann endrum og sinnum, undir stýri i sinum eigin BMW. En nú þegar hann er orðinn æðsti maður landsins verður hann að sætta sig við að láta bilstjóra aka sér i Mercedes rikisins — af öryggisástæðum. — Bonnbúar sjá stundum konu hans, Mildred Scheel, aka á sin- um VW Beetle (smábil) til að verzla. Hún klæðir sig þá skynsamlega — i vinnubuxur. Nei, ég hef aldrei fengiö mislinga, hvers vegna spyrjið þér? — Hann lofaöi aö láta sér liöa hörmulega illa meöan ég er i burtu. DENNI DÆMALAUSI „Enginn þarf að vitna gegn sjálfum sér.” „Ef mig langar I meiri búðing geri ég það”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.