Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst 1975 Föstudagur 8. ágúst 1975 TÍMINN 11 Hulin qeimferðamiðstöð Rússa? Rússar taka geimskot sin upp á myndsegulband og sýna þau eftir á, þegar ljóst er aö ekkert hefur fariö úrskeiöis. Samvinna Bandarikjamanna og Rússa i geimnum er nú oröin áþreifanleg staöreynd eftir Appollo-Soyuz feröina á dögun- um. Rússar hafa aila tiö haidiö mikiiii leynd yfir geimskotum sinum og geimferöum andstætt Bandarikjamönnum, sem jafnan hafa látiö allt gerast fyrir opnum tjöidum. Viö Appollo-Soyuz ferð- ina uröu Rússar aö siaka svoiitiö , á leyndinni, en þó uröu biaöa- menn að láta sér lynda aö fá hvergi aö koma nærri geimskots- stöö Rússanna, heidur uröu þeir að fylgjast með geimskotinu á sjónvarpsskermum I Moskvu. Nú hafa borizt fréttir af þvi, aö svo mikla leynd kjósi Rússar aö hafa yfir geimskotsstöð sinni, aö hún sé ekki einu sinni þar, sem Rúss- ar hafa viljað ^era láta allt til þessa! Nýlega lét NASA, bandariska geimferöastofnunin, fréttamiöl- um I té myndir, sem sagöar eru vera af hinni raunverulegu geim- skotsstöö Rússa. Myndirnar tók gervihnötturinn ERTS-1 á árun- um 1972 og '73. Gervihnöttur þessi átti aö mynda landgæöi: svo sem vatna- svæöi og beitilönd, en myndirnar sýndu lika aöra hluti, sem vöktu mun meiri athygli Bandarikja- manna en landgæðin. Myndirnar sýnda nefnilega flugvelli, skot- palla fyrir geimför, vegi og járn- brautarlinur ásamt byggingum, og þessi geimferðastöð er hundruð kllómetra frá þeim staö, sem Rússarnir sjálfir segja geim- feröastöö sina vera. Tjuratam, en svo nefnist þessi leyndardómsfulla geimferöastöö Rússanna, stendur á stórri sléttu I Kazakhstan-héraöi. Þegar áriö 1957 hófu Rússar aö reisa þarna aöalgeimferöastöö sina, viö ána Syr Darja. Meöan Sputnikar, Lúnur og Vostoker svifu um geiminn, var skotstað þeirra alla tiö haldiö leyndum. Visindamenn á vesturlöndum reiknuöu samt út eftir brautum geimfaranna aö skotstaðurinn væri annar en Rússar sjálfir sögðu og nú hafa myndir Bandarikjamanna sýnt, að þessir útreikningar voru ekki fjarri lagi. Jurij Gagarin varð fyrstu manna til aö feröast um geim- inn, árið 1961. Rússarnir kváðust þar meö hafa slegið ýmis loft- ferðamet, en Alþjóöaloftferöa- stofnunin i Paris neitaöi aö viöur- kenna metin, nema Rússarnir gæfu upp, hvaðan flugiö var hafiö Á sléttum Kazakhstans er geimferða- miðstöð/ sem er svo mikilvirk að til henn- ar þarf 100.000 manna bæ. En Stjörnu- borgin, sem er mótpartur Rússa við Canaveral-höfða Bandaríkjamanna, f innst ekki á neinu korti, að því er talið er. Alla vega ekki hin raunverulega geim- ferðamiðstöð. Rússar hafa alla tíð haldið því fram, að geimferðamiðstöð þeirra væri í Baikonur, en nú er talið á Vestur- löndum, að geimferðamiðstöð þeirra sé raunverulega í hundruð kílómetra fjar- lægð frá Baikonur og hennar rétta nafn sé Tjuratam. og hvar geimfariö hefði lent Rússar kváðu lendinguna hafa átt sér stað á landsvæöi samyrkju- bús, eins,en þeir haröneituöu aö gefa nokkuð upp um það, hvaöan Gagarin heföi hafið geimferð sina. -0- Sjálfir segja Rússar geimferða- miðstöö sina vera i Baikonur og hafa alla tið haldið fast við það nafn, en Baikonur-þorp er hundruð kílómetra frá Tjuratam. Framan af tóku sérfræðingar á Vesturlöndum Baikonur gott og gilt og á meðan unnu Rússar i kyrrþey aö þvi að fjarlægja nafnið Tjuratam af kortinu. En útreikningar vestrænna vis- indamanna vöktu grunsemdir um launung Rússa og ljósmyndir gervihnatta þykja nú styðja til- vist Tjuratam fullkomlega. Ekki hvaö sizt þar sem fullvist er talið, að hiö raunverulega Baikonur sé aðeins húsaþyrping — endastöö litillar námujárnbrautar,' þar sem engin geimferðartæki af neinu tagi er aö sjá. Fyrir Apollo-Soyuz-feröina höföu aðeins tveir útlendingar fengiö að koma i geimferðarmiö- stöö Rússa, Frakklandsforset- arnir De Gaulle og Pompidou fengu báöir aö fylgjast meö geim- skoti hjá Rússum. Sendiherra Bandarikjanna i Sovétrikjunum var viðstaddur skot Soyuz á dög- unum. Þá fengu bandarisku geimfararnir i Apollo smá nasa- sjón af geimferðamiðstöð Rúss- anna og nokkrir blaöamenn einn- ig. Opinberlega er svo látið heita, sem allar þessar heimsóknir hafi verið til staöarins Baikonur, en á Vesturlöndum telja menn sig full- vissa um, aö þarna hafi Rússar aðeins svipt hulunni af Tjuratam. Þegar geimferöaáætlun Rússa fór aö taka á sig raunverulega mynd og eldflaugatilraunir voru hafnar I lok sjötta áratugsins, fluttu þúsundir visindamanna og verkfræðinga með fjölskyldur sinar til Tjuratam-svæöisins. Þar sem áöur var smáþorp, reis nú 100.000 manna bær, sem I daglegu tali er nefndur Stjörnuborgin eöa Zvezdagrad — en þennan bæ er ekki aö finna á neinu korti, þó Rússar bendi alltaf á nafniö Bai- konur, þegar Stjörnubæinn ber á góma. I Stjörnubænum er allt, sem slikur bær þarfnast, skólar, leikhús, Iþróttavellir o.s.frv., en allt er þetta huliö leyndarhjúpi fyrir umheiminum og þessa er vandlega gætt. Þrjátiu kilómetra i norður frá Stjörnubænum er svo aðalstöðin fyrir samsetningu geimfara og þar eru þau reynd. Eldflaugarnar koma til Tjuratam frá borgum I Evrópuhluta-Sovétrikjanna. Flutningar fara fram með járn- brautum. Þessi samsetningastöð gengur undir nafninu Geim- flaugabærinn. í Geimflaugabæn- um er oft á tlðum unnið að sam- setningu fjöldamargra eldflauga, og þegar samsetningu er lokiö, eru eldflaugin og geimfarið sett á járnbrautarvagna og flutt að skotpöllunum, vel að merkja, þegar búið er að þrautreyna hvert tól og hvert tæki. Skotpallarnir teygja sig i 65 kilómetra og liggja frá vestri til austurs norður af Eldflaugabæn- um. Þeir eru af ýmsum gerðum. Ein erfyrir Soyuz-för, önnur fyrir hjálpareldflaugar af gerðinni Mynd úr geimferöamiðstöð Rússa. Fremst er Soyuz-geimfar flutt til með stórum krana og tilbúin eldflaug fylgir á eftir. Proton. Það eru Proton-eldflaug- ar, sem flytja Saljut-geimstöðv- ar, og gervihnetti út i geiminn. Sami skotpallurinn og var not- aður, þegar Gagarin fór fyrstur manna i geimferð, er enn i notkun fyrir Soyuz-flaugar, þvi epn nota Sovétmenn sömu hjálparflaugar og þeir byrjuðu með I upphafi. Þegar geimfar er á loft komið, stýra Sovétmenn þvi til norðaust- urs yfir auðar steppur og skóga Siberiu út yfir Kyrrahafið norð- anvert. Væri geimfarinu stýrt beint i austur fengizt betri með- byr frá snúningi jarðarinnar, en þá lægi brautin yfir Kina og það forðast Sovétmenn eins og heitan eldinn. Sjónvarpið flytur sovézkum borgurum myndir frá geimskot- um, sem siðan berast um allan heim. En þarna er munur á Sovétmönnum og Bandarikja- mönnum. Geimskot Bandarikja- manna fara fram fyrir opnum tjöldum og er sjónvarpað sam- stundis, en Sovétmenn taka sin geimskot upp á myndsegulbönd og sýna þau eftir á, þegar ljóst er, að allt gengur að óskum. Bein út- sending á geimskoti I Sovétrikj- unum á ekki upp á pallborðið hjá yfirvöldunum, þó þeir hafi orðið að gera undantekningu varðandi Apollo-Soyuz-ferðina, þvi alltaf er hætta á,að eitthvað fari úrskeiðis og slikir atburðir eru ekki fyrir Pétur og Pál. Auk Tjuratam-stöðvarinnar, eru tvær ^ðrar geimferöamið- stöðvar i Sovétrikjunum. Yfir annarri þeirra hvilir jafnvel enn meiri leynd en yfir Tjuratam, en það er eingöngu sýslað með tæki til hernaðar. Hin miðstöðin hefur um árabil verið notuð til eld- flaugatilraunanna. Þegar leið á sjötta áratuginn voru geimskot Rússa farin að nálgast töluna 100 á ári. Flest geimskotin voru- af hernaðarlegu tagi og þegar þau bættust við all- ar almennu geimrannsóknirnar, þá annaði Tjuratam-stöðin ekki öllu saman. Arið 1966 byggðu Rússar þvi miðstöð fyrir geim- rannsóknir sinar á hernaðarsvið- inu við bæinn Plesetsk langt norð- ur af Moskvu. Sovétmenn hafa aldrei viðurkennt tilvist þessarar stöðvar og halda þvi stöðugt fram, að öll þeirra geimskot fari fram i „Baikonur”. Hin miðstöðin er I grennd við Kapustin Yar og var I notkun þeg- ar er Sovétmenn gerðu tilraunir með V-2 flaugar, sem Rússar her- tóku af Þjóðverjum. Þarna eru alls kyns eldflaugatilraunir fram- kvæmdar, sem fyrr segir og sögu- sagnir ganga um að þarna hafi mönnuðum geimförum verið skotið á loft á árunum 1958 og ’59, — áður- en Tjuratam var full- byggð, en þau geimskot hafi end- að I mistökum og ósköpum. Samvinna Rússa og Banda- rikjamanna I geimnum hefur neytt Rússa til að lyfta huliðs- hjúpnum að einhverju leyti af geimferðamiðstöðvum sinum. Hins vegar bendir ekkert til þess að þeir opni þær upp á gátt I nán- ustu framtið — eða að það verði nokkurn timann gert. (Þýttog endursagt) a ' m ' Rússnesk eldflaug á skotpallinum Þetta er myndin, sem gerfihnötturinn ERTS 1 tók, og mönnum þótti sanna þær tilgátur, sem vestrænir visindamenn höfðu uppi um leyiida geimferOamiOstöð Réssa. Dr. Jóhann M. Kristjónsson: Færeyingar og fiskveiðilögsagan Hafið, mengunin og rdnyrkjan Uppreisn hafsins NÝ „landamæri” góðu heilli gripa um sig með þjóðum heims. Það er efnahags- og fisk- veiðilögsagan svonefnda. Gott er til þess að vita, að Is- lendingareiga stærri hlut að þvi heimsmáli, en vænta mátti af svo fámennri þjóð, en það er stefntaðháum vinning „að vera eða vera ekki” þvi skilyrðið fyr- ir þvi að islenzka þjóðin geti haldið áfram að vera til, er næg og örugg fiskveiðilögsaga, en deilum veldur hve stór hún má vera, en þó fyrst og fremst hve gagnger. Að litt athuguðu máli, skal þvi ekki neitað, að það er nokkuð á þollund nágrannanna reynt, en svo sterk rök eru fyrir gagn- gerðri endurhæfingu fiskveiði þjóða, að þau standa sem ákall æðri máttar út úr þeim glund- roða, sem rikt hefir frá örofi alda um meðferð á heimshöfun- um og sjóinn i heild. Mannheim- ur allur hefur litið á sjóinn sem sjálfskapaðan safnara alls þess sora og eiturs, sem heims- byggðin hefir framleitt og af sér lagt. MÆTTI HAFIÐ mæla mundi það segja við skaðvald sinn þurrfættlinga heimsbyggðar- innar. Þú hefir vanþakkað gjaf- ir minar, vanmetið möguleika mina, inisþyrmt lífi minu og traðkað á fórnum minum með mengunargiæpnum og gegndar- lausri græðgi i stundarhags- muni. — 0 — Heimsbylting er nauðsynleg i umgengni við sjóinn. Lita ber á hann, sem gróðurreit, er náttúr- an hefir búið mannheimi til lifs- framfæris. Sýna þarf i verki að islenzka þjóðin umgengst þetta mikla forðabúr matvæla með tilhlýðilegri nærgætni og full- komlega vitandi um ábyrgð og skyldur að búa sem bezt að efl- ingu og rækt fiskistofna. Mætti það verða fordæmi hverri þeirri þjóð, sem vildi seilast til yfir- ráða stórra hafsvæða. Sama á að gilda um sjónám, sem land- nám. Lifið i sjónum þarf að ávaxta eins og ræktaða jörð. Nauðsynlegt er, að gjöra heiminum ljóst hve mikla ábyrgð þeir bera, sem eru skömmtunarstjórar svo mikils magns matvæla sem auðug fiskimið eru og skyldunnar að skila þeim afurðum rétta boð- leið þangað, sem þörfin er mest. Gjöra ljóst hverjir það hafa verið, sem hafa rányrkt mest is- lenzk fiskimið, gengið að smá- seiðum og ungfiski á stórum svæðum að fjörusteinum i is- lenzkri landhelgi, án þess að hugsa hið minnsta um afleiðing- ar. Þeir geti sizt allra vænzt ivilnana og undanþágu nú. Eng- inn þjófnaður er jafn ógeðslegur og hættulegur sem veiðiþjófnað- ur, þá er stolið margföldu magni stundarverðmæta, — lifi, sem á eftir að margfalda af- komu sina. Þetta er heimsglæp- ur þegar um matvæli er að ræða. íslenzka þjóðin verður að sannfæra aðrar þjóðir um, að þetta sé afstaða hennar til van- næringar-vandamáls mann- kynsins. Að hindra eða spilla þessum áformum hennar, þá sé ekki aðeins verið að rýra björg i eigið bú hennar, heldur auka enn á hörmungar þjóða sem svelta. Mættu sem flestar þjóðir setja sér þetta mark. Með þessum „vopnum” verð- ur islenzka þjóðin aö vinna landhelgina verja hana og nýta. önnur ráð eru ekki til. — 0 — Siðustu missiri hefir vaxið með þjóðinni uggur út af meng- un og rányrkju og meiri aðgátar veriðkrafizt. Vissast mun þó, að vera vel á verði, svo ekki slakni á þeim góða ásetningi þegar veiðisvæðið er orðið svona stórt og af svo miklu að taka og opn- ara en nokkru sinni fyrr. Hvort gæzla þessarar miklu viðáttu landhelginnar drægi ekki úr gæzlu innri fiskimiða, svo að i staðinn fyrir auðug fiskimið landgrunnsins fengjum við hálf- dauðan sjó úthafsins. — 0 — Svarið við veiðileyfum til er- lendra þjóða hlýtur að verða NEI. Forsendan er auösæ. Það er enginn fiskur til að semja um.Það verður ekki meiri fisk- ur til á þessu hafsvæði, en Is- lendingar og Færeyingar geta aflað — ég segi Færeyingar, ég geri þvi nánari skil hér á eftir — ef ekki á að ganga of mikið á fiskistofnana, hvað sem fiski- fræðingar kunna að gizka á. Hvarf ekki sildin svo snöggt, miðað við venjulegan samdrátt i fiskstofnum, að undrun sætti? Jóhann M. Kristjánsson. Gæti ekki farið eins með þorsk- inn? Eru ekki siðustu forvöð að „hemla”? En takmarkið er ekki aðeins að halda i horfinu, heldur gefa stofnunum möguleika til að vaxa. í „skiptum” fyrir betri gæzlu á landgrunnsmiðum, ef efni stæðu ekki til um fullkomna gæzlu á lögsögunni allri, gæti að skaðlitlu komið til mála tima- bundnar undanþágur á yztu 50 milunum. Efnahagslögsagan verður að gilda undantekningarlaust. Öumdeilanlegt er, að þessi mikla útfærsla landhelginnar kemur harðast niður á Færey- ingum.sem eru svo háðir fisk- veiðum að 90% heildarfram- leiðslu þjóðarinnar eru sjávar- afurðir. Til samanburðar má nefna Breta og Vestur-Þjóö- verjameð 9 >'01%ög 0í>',01%,sem raskar ekki un hársbreidd efnahagsafkomu þessara iðnað- arrisa, þegar fiskveiðar Færey- inga eru lif eða dauði færeysku þjóðarinnar. Spurningin um að semja varanlega við aðrar þjóð- ir um undanþágu til fiskveiða innan 200 milnanna, nær aðeins til einnrar undantekningar: Færeyinga. tslendingar eiga að veita Færeyingum þau fiskveiðirétt- indi er þeir þarfnast til viðbótar heimamiðum og fjarlægari mið- um, svo sem Barenshafi og Grænland, svo að fiskimið þeirra og skilyrði til fiskveiöa, eftir 200 milna útfærsluna yrðu hlutfallslega ekki lakari en Is- lendinga sjálfra. — 0 — Það er mikið lán þjóð vorri — en skyldan þá þeim mun meiri — að forsjónin skuli hafa mark- að henni skilyrði til sérhæfingar á þeim væng framvindunnar, sem er beint tengd lifsframfæri manna en t.d. ekki á þann vett- vang iðnaðarins þar sem óarga- .dýr hans — vopnaframleiðslan og eiturbyrlið er lifsbjörgin. En þessi tillitssemi forsjónarinnar, er Færeyingum sem tslending- um jafnt ætlað, þar sem báðir sitja við sama nytjasvæðið og sömu aðstæður. Ef við ekki ætlum Færeying- um sinn hlut samkvæmt sérhæf- ingarreglunni og tilvisun for- sjónarinnar, þá höfum við svipt færeysku þjóðina siðferðisleg- um rétti hennar til tilsvarandi hiuta fiskveiða á við okkur, á þvi 200 milna hafsvæði er við helgum okkur sem fiskveiðilög- sögu. — 0 — Hugsjónalega skoðað standa ekki likur til að jafnaðarmenn og sósialistar létu sér vel lynda, að bræðraþjóðinni minnstu, Færeyingum, yrði látin fyrir róða. En hér skal engin úttekt eða samanburður gerður á hug- sjónamagni einstakra stjórn- málaflokka, en óhjákvæmilega yrði Sjálfstæðisflokkurinn með forsætisráðherra, og sjávarút- vegsmálaráðherra og Fram- sóknarflokkurinn með dóms- og viðskiptamálaráðherra og utan- rikismálaráðherra, fyrst og fremst ábyrgir fyrir þeim samningum, sem gerðir yrðu við Færeyingaum fiskveiðirétt- indi. Mættu nú Sjálfstæðismenn standa við stóru og göfugu eink- unnarorðin: „Gjör rétt þol ei órétt”Og vel mættu Framsókn- armenngjöra orð Jónasar Jóns- sonar að sinum: „Engar fram- kvæmdir hafa varanlegt gildi nema þeim sé lyft til flugs á vængjum fagurra hugsjóna og drengilegra”. — 0 — Aðstaða tslendinga i sam- skiptum við aðrar þjóðir er allt- af sú, — að eiga við meiri mátt- ar, þeir hafa alltaf orðið að vera i sókn. Nú i fyrsta sinn snýst dæmið við. Með stóra „vinn- ingnum” i matarbúri heimsins. 200 milunum. Allt i einu eigum við samskipti við minnimáttar. minnstu þjóðina, vini vora og frændur Færeyinga. Við erum orðnir þeir sterku — HERRA- ÞJÓÐIN — hvernig skyldi okkur fara titilinn? Margs er að gæta, vald er mattur og vald krefst mikils sið- ferðisstyrks. Nú reynir á hve stofninn sá er sterkur. — 0 — íslendingar og Færeyingar eiga að hafa nána samvinnu með afurðasölu á heims- markaðnum, svo hvergi komi til árekstra eða óæskilegrar sam- keppni. Þeir eiga, vegna legu miðanna við og undan ströndum landanna, lifsafkomu og eðli- legri skiptingu þjóða á verkefn- um, siðferöilegan rétt öllum þjóðum fremur til að sitja einir að þessum miðum. Sækja þann rétt að sameiginlegum leiðum, þar sem þvi verður komið við, en hver i sinu lagi þegar betur þætti henta, — minnugir þess þó, hve ábyrgðin er stór, að vera settir yfir svo stóran skammt lifsbjargar milljónanna i nútið og framtið. Heitið skal þvi á mottóið Gjör rétt þol ei órétt”. góða: Þegar öllum framanrituðum skilyrðum hefir verið fullnægt, þá en fyrr ekki.þá er tvöhundr- uðmilna fiskveiðilögsaga — tSLANDS „borin til flugs á vængjum fagurra hugsjóna og drengilegra”. Reykjavik 1. ágúst 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.