Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 8. ágúst 1975 1 Nútima búskapur þarfnast BJUIEl haugsugu Guöbjörn Guöjónsson fyrir gódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Indverska þingið ,,hvít- þvær" Indiru Gandhi Úrskurðarvald um kjörgengi tekið úr höndum dómstóla og fengið „sérstakri stofnun" NTB-Nýju Delhi. Neöri deild indverska þingsins samþykkti i gær lagafrumvarp þaö, er Indlandsstjórn lagöi fram fyrir skömmu. 1 frumvarpinu er að finna ákvæöi, er taka úr- skurðarvald um kjörgengi æöstu leiðtoga landsins úr höndum dómstóla og ieggja I hendur sérstakrar stofnunar, er siöar verður skipuö. Búizt er viö, aö efri deild þingsins samþykki frumvarp- iö nk. mánudag, en siöar veröur aö leggja þaö fyrir fylkisþing i tólf fylkjum Ind- lands. Kongressflokkurinn — flokkur Indiru Gandhi — hefur meirihluta i báöum deildum alrikisþingsins, svo og á þeim fylkisþingum, er kölluö veröa Meö samþykkt lagafrum- varpsins á Gandhi ekki á hættu aö veröa fundin sek um kosningamisferli i sambandi viö þingkosningarnar 1971 — a.m.k. ekki fyrir dómstólum landsins. Samþykktin þýðir og, að niöurstaða undirréttar i einu af fylkjum Indlands þess efnis, aö Gandhi hafi glatað kjörgengi, er dauö og ómerk. USA á móti aðild Víet- nams að SÞ Reuter-Sameinuðu þjóöunum. Sérstök undirnefnd í öryggis- ráöi Sameinuöu þjóöanna féllst i gær á aö mæla meö inn- göngu Norður- og Suöur-VIet- nams i S.Þ. Bandarikin hafa lagzt gegn aöild rikjanna tveggja og ætla sér að koma i veg fyrir inn- göngu þeirra i S.Þ. meö þvi að beita neitunarvaldi i sjálfu öryggisráðinu. Gíslarnir heilir á húfi NTB-Kuala Lumpur. Þotan meö japönsku hryöjuverka- mönnunum var I gærkvöldi á leið til Libiu. Siöustu gislunum — fimmtán að tölu — var sleppt, rétt áöur en þotan hóf sig til flugs af flugvellinum viö Ku- ala Lumpur i gærmorgun. Auk hryðjuverkamannanna eru fjórir embættismenn frá Jap- an og Malasiu um borö I þot- unni. Peres bjart- sýnn NTB/Reuter-Tel Aviv. Simon Peres, landvarnaráöherra israels, lýsti þvi yfir I gær, aö hann áliti nýjustu tillögur israelsmanna vel til þess failnar aö koma á bráöa- birgðasamkomulagi um friö á Sinai-skaga. Peres bætti þvi viö, aö samningaumleitanir milli Egypta og íraelsmanna væru nú aö komast á lokastig. Viðræður Smiths og Vorsters í Pretoríu: Reynist Smith ófáan- legur til að breyta afstöðu sinni? Fari svo, er allt eins víst, að blökkumenn í Ródesíu grípi til vopna NTB/Reuter-Pretoriu. Ian Smith, forsætisráöherra Ródesiu, er væntanlegur til Pretoríu, höfuö- borgar Suöur-Afriku, til viöræna viö Jahn Vorster forsætisráö- hcrra. Viðræöur þeirra snúast KHFFIÐ ffrá Brasiliu einkum um fyrirhugaöa stjórnar- skrárráöstefnu, er ráöa á til iykta stjórnskipulegri framtið Ródesiu. Vorster hefur lagt rika á- herzlu á, að Smith taki upp beinar samningaviðræður viö Afriska þjóöarráöiö (ANC), sem er sam- tök þjóöfrelsishreyfinga blökku- manna i Ródesiu. Agreiningur hefur aftur á móti risiö milli Smiths og leiðtoga ANC um til- högun fyrirhugaðrar stjórnar- skrárráöstefnu. Blökkumanna- leiötogarnir vilja halda ráöstefn- una utan Ródesiu, þ.á.m. i Suö- ur-Afriku. A það getur Smith hins vegar ekki fallizt. Þessi ágreiningur ógnar nú friði þeim, er rikt hefur um skeið I Ródesiu. Þeir róttækari I hópi blökkumanna vilja þegar i staö gripa að nýju til vopna og hrekja stjórn Smiths frá meö vopna- valdi. Slikt vill stjórn Vorsters i Suöur-Afriku forðast eins og heit- an eldinn, þvi aö eftir fall Ródesiu — ereinhvern tima hlyti að veröa — kæmi rööin án efa að Suður-Af- riku. Fyrir skömmu lýsti Smith þvi yfir á þingi, að hann hefði gefizt upp við að komast að samkomu- lagi viö ANC, en ætlaöi þess i staö að taka upp viöræður viö aöra hópa blökkumanna I Ródesiu. Þvi kom fréttin um heimsókn hans til Pretorlu flestum fréttaskýrend- um á óvart. Þeir álita nú, að Vorster ætii sér — enn einu sinni — að reyna aö fá Srriith til að láta undan og verða viö kröfu ANC um aö halda stjórnarskrárráðstefn- una utan Ródesiu. (Embættis- menn I Salisbury, höfuðborg Ródesiu, vlsuðu þó þeim orörómi á bug I gær). Hvaö sem þvi llöur, er ljóst, aö viöræöur Smiths og Vorsters skera úr um framtlð samninga- viðræöna ANC og Ródeslustjórn- ar. Reynist Smith ófáanlegur til að breyta afstööu sinni, er allt eins vist, aö blökkumenn I Ródeslu grlpi til vopna I þvi skyni aö ná völdum I landinu. Goncalves: Gegnir áfram embætti forsætisráöherra, þrátt fyrir haröa gagnrýni. Ósætti meðal portúgalskra herforingja: Hersveitir lýsa yfir andstöðu við Goncalves NTB/Reuter-Lissabon. Ekkert lát er á óeiröum I noröurhluta Portúgals. Fréttaskýrendur I Lissabon óttast nú, aö til stærri tiöinda dragi, þar eö ósætti virðist hafa komiö upp meöal portú- galskra herforingja. í gær réöust æstir andkommún- istar til inngöngu I aöalstöövar kommúnista I bænum Fafe. Vinstrisinnaðir landgönguliöar, er sendir voru á vettvang til aö skakka leikinn, voru hraktir burtu undir ókvæðisorðum á borð viö: — Morðingjar! Hersveitir, sem staösettar eru I noröurhluta Portúgals, hafa lýst yfir andstöðu viö Vasco Goncalv- es forsætisráðherra og þeirri stefnu, er hann aðhyllist. Nokkrir herforingjanna gáfu út yfirlýs- ingu I gær, þar sem þeir lýsa yfir stuðningi viö fjölflokka kerfi i landinu. Talsmaður Goncalves skýröi svo frá I gær, að forsætisráöherr- ann hefði myndað nýja rikis- stjórn. Tæki hún við völdum I dag. Ráöherralisti hinnar nýju stjórnar hefur enn ekki verið birt- ur. Areiðanlegar heimildir herma, að átján ráðherrar sitji I stjórninni — þar af átta herfor- ingjar. Sex þessara átján taka sæti I rikisstjórn i fyrsta sinn. Samkvæmt sömu heimildum á Goncalves að gegna áfram emb- ætti forsætisráöherra. Otelo Saraiva de Carvalho, yfirmaöur Oryggissveita landslns (COP- CON) á að verða varaforsætis- ráöherra og Mario Ruivo, fyrrum fiskveiöiráðherra, utanrikisráö- herra i stað Ernesto Melo Antunes. Hrein borgarastyrjöld í Angóla d næsta leiti: FNLA hættir þátttöku í bráða- ’órninni birgðastj NTB-Luanda. Þjóöfrelsishreyfing sú i Angóla, er nýtur stuðnings Zaire-stjórnar, (FNLA), hefur nú hætt þátttöku í bráöabirgöastjórn l Hermenn MPLA sjást á þessari mynd — gráir fyrir járn- um. i þeirri, er komið var á fót i Angóla fyrr á þessu ári. Auk FNLA áttu hinar tvær frelsishreyfingarnar I iandinu, hin marxiska MPLA og hin hlutlausa UNITA, aöild aö . stjórninni, svo og Portúgals- stjórn. Akvöröun FNLA um að hætta þátttöku I bráðabirgðastjórninni var tekin eftir aö landstjóri Portúgala I Angóla, Silva Cardoso hershöfðingi, haföi verið kallaöur heim. Östaðfestar fréttir hermdu nefnilega, aö Portúgalsstjórn hefði I hyggju að skipa I embætti landstjóra herforingja, er stæði nær MPLA en Cardoso. MPLA og FNLA hafa sem kunnugt er borizt á banaspjótum slðustu mánuöi. 1 gær rikti að mestu leyti friöur I Angóla, þótt loft væri lævi bland- aö. Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA —er til skamms tíma stóö utan viö bardaga þá, er geisað hafa I landinu, en hefur nú slegizt I lið með FNLA — sakaði i gær sveitir MPLA um að hafa skotið á flugvél, sem var á leið til höfuð- borgarinnar Luanda frá hafn- arborginni Silva Porto. Flugvélin komst við illan leik aftur til Silva Porto — mjög löskuð eftir árás- irnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.