Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst 1975 „ÞÚ GETUR SPILAÐ GOLF ALLT FRÁ SJÖ ÁRA ALDRI TIL ÞESS DAGS AÐ ÞÚ STÍGUR EKKI LENGUR í LAPPIRNAR" — segir Björgvin Þorsteinsson, sem nýlega varð íslandsmeistari í golfi Björgvin Þorsteinsson með ungu fólki MEÐ UNGU FÓLKI hitti Björgvin Þorsteinsson, ný- bakaðan Islandsmeistara i golfi fyrir skömmu, þar sem hann var við vinnu sina á golfvellin- um á Akureyri, en er Björgvin vann sinn yfirburðasigur var mótið haldið á Jaðarsvelli Golf- klúbbs Akureyrar. Björgvin er 22 ára gamall, fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann hef- ur getið sér gott orð sem snjall golfleikari, en hann hefur fjór- um sinnum orðið Islands- meistari, eða 1971, 1972, 1973, 1974 og 1975. Fyrir utan golfið stundar Björgvin laganám við Háskóla tslands. — Hvenær fékkstu fyrst áhuga á Iþróttinni? — Ætli ég hafi ekki verið átta ára eða þar um bil þegar ég fékk fyrst bakteriuna, en þar réð ef til vill miklu, að ég bjó og bý enn i nágrenni gamla vallarins, og var þvi stutt að fara og fylgjast með. Upphaflega varð ég að notast við tvær kylfur, en siðar þróaðist þetta upp I „kvenna- sett” sem ég fékk tiu ára gamall. Með þetta kvennasett að vopni tók ég svo þátt I fyrstu unglingakeppninni, sem haldin var á Akureyri og vann hana. Við spurðum hann um árang- urinn i gegnum árin. — Yfirleitt hefur mér gengið vel. Siðan 1971 hef ég oröið fjór- um sinnum Islandsmeistari I karlaflokki, einu sinni efstur i unglingaflokki, þrisvar var ég I öðru sæti þar og I önnur skipti einhvers staðar neðar. En siðan Björgvin I keppni.. 1964 hef ég tekið þátt I hverju landsmóti, sem haldið hefur verið og þá verið sjö sinnum I unglingaflokki og fimm sinnum i karlaflokki. Hins vegar var árangur minn nú I ár á lands- mótinu ekki til að hrósa mér af, og má segja, að mótið hafi verið illa spilað af öllum aðilum. Menn komu út með óvenju- mikinn höggafjölda, til dæmis var ég með 16 höggum meira núna en á Akureyrarmótinu i fyrra. Hvað olli þessum lélega árangri veit ég ekki, en það var hvasst tvo mótsdagana, og eins var alltof mikill fjöldi þátttak- enda. Sjálfur er ég og var I þolanlegri æfingu, og ekki verri en oft áður. Björgvin kvað það nauðsyn að breyta fyrirkomulagi lands- móta I framtiðinni, enda væri ekki nema einn völlur, sem gæti tekið á móti svipuðum fjölda og var á Akureyri, en það er Grafarholtsvöllur. Hins vegar sagði hann að það færi eftir þvi með hvaða hugarfari menn litu á landsmót, hvort um alls- herjarmót væri að ræða, þar sem hver og einn einasti með- limur golfklúbanna um allt land gæti mætt, en mun eðlilegra væri að klúbbarnir sendu ákveðinn fjölda, sem takmarkaðist af ákveðinni for- gjöf. Aðspurður hvernig væri bezt að koma þvi við, sagði Björgvin, að þá yrðu klúbbarnir að halda keppnir innan sinna veggja og meðlimir kæmust einfaldlega ekki á landsmót nema með lágmarksgetu. En Björgvin sagði engar reglur gilda um slikt, svo sem þó tiökaðist I öðrum íþróttagrein- um. — Ef slik forgjafarkeppni hefði farið fram á undan þessu lands- móti þá myndi fjöldi þátt- takenda hafa verið um það bil 80 manns i karlaflokki, en þar voru um 140 keppendur. Þá má til dæmis geta þess, að þegar fjöldinn er orðinn 170 manns — eins og gerðist á Akureyri um daginn — þá verður keppnis- timinn langur. Hérna var keppt frá þvi klukkan sex á morgnana og langt fram á kvöld. Völlurinn treðst einnig mikið og þá sér- staklega i kringum holurnar, en það gerir hann slæman til þess að leika á honum. Þessi atriði hafa ef. til vill hjálpað til að draga niður árangur eins og raun ber vitni. — En er aðstaðan á Akureyri nægjanlega góð? — Við höfum hér að Jaðri niu holu völl, er var vigður 1970. Stöðugt hefur verið unnið að þvi að bæta hann, og er hann nú i dag orðinn allgóður. En það er þörf á enn stærri velli og er i bígerð að stækka hann um helming og ná þannig sömu vallarstærð og er I Grafarholti, en þar eru nú átján holur. Jaðarsvöllurinn tók við af gamla golfvellinum sem er sunnan við Elliheimilið, én sá völlur var orðinn of litill og ófullkominn. Golfklúbburinn var heppinn i skiptum, sá gamli var eignarland, og þegar hann var keyptur fyrr á árum var hann jafnvirði fimm ibúðar- húsa. Völlurinn var orðinn fyrir og höfðum við eignarskipti við Akureyrarbæ á honum og Jaðri og komum nokkuð vel út úr þeim viðskiptum. Fjármagn skortir hins vegar til að koma nauðsynlegri stækkun áleiðis, en með núverandi vallargjöld- um og félagsgjöldum, stendur golfklúbburinn ekki undir þeim fjárhagslegu kvöðum, sem óhjákvæmilega verða jafnhliða framkvæmdunum. En áhugi unglinga er sifellt að aukast, til dæmis hafa gengið milli 30-40 piltar i klúbbinn nú i sumar, sem ég held að ég megi segja að sé mesta aukning sem orðið hefur i einu frá upphafi. Þessi aukning og þar með meiri tekjur klúbbsins verður til þess, að það hlýtur að veröa mun auð- veldara að fjármagna stækkun vallarins. Barst nú talið að athyglis- verðum einstaklingum meðal unglinganna, og sagði Björgvin að ekki virtist sem neinn einn þeirra ætlaöi að skera sig sér- staklega úr hópnum, sem stend- ur, en það réðist hins vegar af ýmsu hvernig einstaklingarnir stæðu sig. — Sumir spila einungis til að hafa ánægju af þvi, og leggja ekki mjög mikla rækt við æfingar, en annars er það ákaf- lega einstaklingsbundið hversu snemma hæfileikarnir koma fram. Einhver strákanna, sem hafa spilað i eitt-tvö ár getur skyndilega skotizt fram úr hópnum og orðið mjög góður. En til að auka áhugann enn frekar var til dæmis á Akureyri Englendingur, Tony Bacon að nafni, er kenndi hér golf á hverjum degi i vikutima frá þvi klukkan tiu á morgnana til sjö á kvöldin. Þetta ásamt fræðslu og kennslu á vegum klúbbsins, gerir sitt til að kveikja áhugann. Þannig verð ég meö námskeið á vegum golfklúbbsins og Æsku- lýðsráðs nú á næstunni fyrir unglinga. — Hvað eyðir þú miklum tima I æfingar? — Það er ákaflega misjafnt, en venjulega hætti ég i vinnunni um klukkan fimm og fer þá heim i mat, siðan liggur leiðin upp á völl og þar er spilað frameftir kvöldi. Hins vegar er sá timi er gefst til æfinga stuttur á hverju ári. Norðanlands er það fjórir mánuðir en Sunnlendingar hafa hálft árið til að leika golfið. En þrátt fyrir að við hér fyrir norðan erum bæði færri og höfum skemmri tínia, hefur það ekki komið i veg fyrir það, að siðan 1943 hafa Akur- eyringar átt fimmtán íslands- meistara, og yfirleitt hafa Akureyringar skipað sér I efstu sætin á mótum. En i sambandi við minar æfingar þá eru þær ekki meiri en hjá öðrum, sem stunda golf á annað borð. A veturna æfi ég mig ekkert, en aðstaða til æfinga innan húss er lika litil og ónóg. Sumir berja kúluna i netið allan liðlangan veturinn, en til dæmis hef ég einungis farið einu sinni I iþróttahúsið á Akureyri til golf- æfinga. — Nú hefur þú oftar en einu sinni verið valinn i lið sem keppt hefur erlendis? — Ég hef farið samtals fjórum sinnum utan til keppni, á tvö Evrópumót karla, eitt Norður- landamót, og á eina Pierre Robert-keppni i Sviþjóð”. — Hvar hefur svo gengið bezt? — Það var tvimælalaust á Evrópumótinu i Portúgal 1973, þar náði ég 75 höggum I undan- rásunum, sem var ellefti besti árangurinn I mótinu. En þetta var flokkakeppni, og urðu Is- lendingar næst síðastir að lok- um, hins vegar gekk okkur bet- ur I Evrópumóti, er haldið var á trlandi I sumar, þar hafnaði Is- land I fimmtánda sæti cg vorum þar á undan þjóðum eins og Finnum og Austurrikismönn- um. Björgvin kvað golfið eiga sifellt meiri vinsældum að fagna meðal fólks, og væri greinilegt að sérstaklega unglingarnir sæktu meir á golfvellina, enda væri hægt ,,að leika golf frá sjö ára aldri til þess dags, að varla væri hægt að stiga lengur i fæturna.” En golf er dýrt fyrir- tæki, ef á að kaupa full- komnustu ahöld strax i upphafi, en Björgvin sagði nægjanlegt fyrir byrjendur að kaupa hálf sett eða kvennasett, sem er alls ekki svo dýrt. En fullkomnasti útbúnaður kostar langt yfir eitt hundrað þúsund krónur og til dæmis notar Björgvin eina kylfu, sem kostar hvorki meira né minna en sextán þúsund. Það er heldur ekki kostnaðarsamt að gerast kylfingur og leika á Jaðarsvellinum. Fyrir unglinga eru það 500 krónur, sem greiðast sem félagsgjald, en fullorðnir greiða 6000 fyrir þátt- tökuna. — En hver hefur veitt þér harðasta keppni á þinum golf- leikaraferli? — spurðum við Björgvin að lokum. — Mér er óhætt að fullyrða að það sé Þorbjörn Kjærbo, en hann hefur tvisvar verið i öðru sæti á Islandsmóti, eða 1973 og 1974 — sagði Björgvin og var þar með þotinn aftur i moldar- gröftinn hjá Golfklúbbi Akur- eyrar. með ungu fólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.