Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. ágúst 1975 TÍMINN 17 RÉTTUR ÁHUGA- MANNA- LIÐA ER ENGINN A RAÐSTEFNU norrænna knattspyrnusambanda, sem haldin var að Laugarvatni á fimmtudaginn, lagði stjórn KSÍ fram fyrirspurn um, hvaða rétt áhugamannalið hefðu, þegar leikmenn þeirra eru keyptir út i atvinnu- mennskuna. En að undan- förnu hefur verið rætt um það, hvort hægt væri fyrir stórlið út i heimi að kaupa leikmenn héðan frá islandi, án þess svo mikið sem ,,slá á þráðinn” til forráðamanna félagsins, sem sá leikmaður sem keyptur er leikur með, og án þess að er- lendu félögin greiddu þóknun til félagsins. Það kom skýrt fram á ráð- stefnunni að Laugarvatni, að félög gætu ekki sett áhuga- mönnum stólinn fyrir dyrnar — þeir væru lausir allra mála við félögin, hvenær sem þeir vildu. Norrænu fulltrúarnir bentu á, að mikil óánægja hefði risið hjá dönskum félög- um á undanförnum árum, þegar leikmenn þeirra væru fyrirvaralaust keyptir út í at- vinnumennskuna. Þessi óánægja stafar af þvi, að leik- menn hjá dönskum félögum eru i rauninni á samning hjá þeim, þar sem þeir fá ýmis hlunnindi. Það vitum við ts- lendingar mjög vel, þvi að félög annars staðar á Norður- löndum borga sinum knatt- sþyrnumönnum undir borðið stórar peningaupphæðir — t.d. greiða þeim vinnutap að fullu. Norrænu fulltrúarnir sögðu, að öðru visi væri i pottinn búið hér á tslandi, þar sem ts- lendingar væru 100% áhuga- menn, sem fórnuðu fritimum sinum og fjölskyldulifi fyrir áhugamál sitt — i þessu sam- bandi knattspyrnu. Þeir fengu ekki greitt vinnutap og væru svo gott sem bundnir félögum sinum yfir keppnistimabilið. Fulltrúarnir töldu, aö félögin hér gætu ekkert gert, þótt að beztu knattspyrnumenn þeirra legðu skóna á hilluna fyrirvaralaust, eða freistuðu gæfunnar og færu út i atvinnu- mennskuna, til að vinna fyrir fjölskyldu sinni. Einar orðinn dýr- lingur hjd Hamburaer EINAR Magnússon, markakóng- urinn úr Vikingi, er nú þegar næstum orðinn dýrlingur hjá v- þýzka liðinu Hamburger SV, en liðið tók þátt i alþjóðlegu hand- knattleiksmóti í Sviþjóð fyrir stuttu. Einar lék tvo leiki með lið- inu í mótinu og skoraði hann 6 mörk i hvorum leiknum og vakti mikla hrifningu áhorfenda fyrir skothörku sina. Viggó Sigurðsson.félagi Einars úr Vikingi, sá Einar leika báða leikina — gegn SLASK frá Pól- landi (17:18) og gegn Fredriks- borg frá Noregi (19:16). Viggó sagði, að Einar hefði átt mjög góða leiki, en hann sagðist þó hafa séð Einar leika betur — ,,það er greinilegt að Einar er nú að nálgast sitt bezta form”, sagði Viggó. — Hamburger-liðið er ágætt lið, það hefur yfir að ráða góðum markverði og sterkri vörn, en sóknarleikurinn mætti vera betri, sagði Viggó. Einar sagði Viggó, að v-þýzki handknattleikssnillingurinn og „risinn” Hansi Shmith hafði komið til Hamborgar fyrir stuttu og dvalizt hjá Hamburger-liðinu i tvo daga. Hansi sagðist ætla aö ganga i Hamburger, en þegar á reyndi, varð ekkert úr þvi. Sigurður til Aþenu SPRETTHLAUPARINN ungi og efnilegi úr Armanni, Sigurður Sigurðsson, mun keppa fyrir hönd tslands á Evrópumeistaramóti ungl- inga, sem fcr fram I Aþenu I Grikklandi dagana 21.-24. ágúst n.k. Sigurður er eitt mesta iþróttamannsefni, sem hefur komið fram i langan tima. Hann mun taka þátt i 100 m og 200 m hlaupi. VIÐAR StMONARSON............leikur hann meö Seltjarnarnes-liðinu? Gróttu-liðið til Svíbióðar LEIKUR VIÐAR MEÐ GRÓTTU í VETUR? Vilberg aftur til Ármanns VILBERG Sigtryggsson, linu- maðurinn snjalli úr Armanni, sem hefur dvalizt á Akranesi um tima, hefur tilkynnt félagsskipti. Vilberg, sem lék með 3. deildar- liði Akraness sl. keppnistímabil, mun aftur ganga í raðir Armenn- inga og leika með þeim i 1. deild- arkeppninni I vetur. Það er ekki að efa að það verður mikill styrk- ur fyrir hið unga og efnilega Ar- mannslið, sem kom svo skemmti- lega á óvart sl. keppnistimabil, að fá Vilberg aftur, en hann hefur verið einn sterkasti Hnumaður okkar i handknattleik undanfarin ár og leikið i landsliði. 1. DEILDARLIÐ Gróttu i hand- knattleik er nú á förum til Svi- þjóðar, þar sem liðið tekur þátt i mjög sterkri alþjóðlegri hand- knattleikskeppni — Stene Cup — i Gautaborg siðar i þessum mán- uði. Flest sterkustu handknatt- leikslið Norðurlanda taka þátt i þessari keppni, eins og t.d. dönsku liðin Arhus KFUM og Fredericia KFUM — þá taka fjögur sænsk 1. deildarlið þátt i keppninni, tvö frá Noregi og eitt frá Júgóslaviu. tþróttasiðan hefur frétt, að handknattleiksmaðurinn snjalli úr FH Viðar Simonarson, lands- liðsþjálfari, muni að öllum likind- um fara til Sviþjóðar með Gróttu- liðinu og leika með þvi i keppn- inni. Ekki er enn vitað, hvort hann gengur i raðir Gróttu- manna, og leiki þá með þeim i 1. deildarkeppninni i vetur, en sögu- sagnir ganga nú fjöllum hærra um það, að hann ætli að hætta i FH. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR 2. DEILPARKEPPNIN i bikar- keppninni i frjálsum iþróttum fer fram á Akureyri 16. ágúst n.k. Þau félög, sem taka þátt i keppn- inni, eru beðin að tilkynna þátt- töku iþróttafólks i þær greinar, sem það mun keppa i, til Skjaldar Jónssonar á Akureyri i pósthólf 386 eða sima 22630 fyrir II. ágúst. Úrslit bikarleikja í gærkvöldi: KR - Fram 2:0 ÍBV - Þróttur, Neskst 5:0 ATHUGASEAAD FRÁ VALSMÖNNUM: UM LEIKDAGA í EVRÓPUKEPPNUM 1975 Iþróttaslðunni hefur borizt bréf frá Valsmönnum, þar sem knattspyrnudeild Vals gerirnokkrar athugasemd- ir um leikdaga I Evrópu- keppnum 1975. Bréfið hljóðar þannig: „Knattspyrnudeild Vals þykir hlita vegna endurtek- inna skrifa höfðum eftir Hafsteini _ Guðmundssyni formanni ÍBK um „átroðn- ing” Valsmanna i sam- bandi við leikdaga i Evr- ópukeppni nú i haust, að eftirfarandi komi fram: Það eru mörg dæmi þess aö íslenzk knattsp.fél., er dragast með útileik fyrst, leiti hófanna hjá andstæð- ingum sinum um að snúa við leikdögum — aðallega vegna hinnar óhagstæðu veðráttu og slæmu vallar- skilyrða er búast má við i október hér á landi. Er þess skemmst að minnast, að Fram sneri við leikdögum sinum við Real Madrid 1974, og færðum við Vals- menn þvi okkar leik við Portadown fram um einn dag en Valur átti heimaleik fyrst. Ekki getum við Vals- menn neitað því, að okkur þótti óþægilegt að fá leik Fram við Real Madrid alveg ofan I okkar leik, en við gerðum okkur grein fyrir þvi, aö réttur Fram- ara I þessu máli væri ótvi- ræður og sættum okkur þvi við oröinn hlut, án þess að leggja iþróttaslður dag- blaðanna undir ásakanir um átroðning. Við gerðum okkur einnig grein fyrir þvi, aö svo gæti vel farið, að nafn andstæðings okkar i Evrópukeppni kæmi fyrst uppúr hattinum I framtlð- inni, og væri þvf nauðsyn- legt vegna erfiðra að- stæðna til knattspyrnu i október, að hægt væri að fá leikdögum snúið við. Það er meira segja hugsanlegt að þannig geti farið fyrir Keflvikingum einhvern tima f framtfðinni, og verð- ur þá væntanlega fróðlegt að bera saman athuga- semdir þeirra í þvi tilviki og nú. í reglum UEFA er bein- linis gert ráð fyrir að snúa þurfi við leikdögum og færa til um daga, eða í aðliggj- andi vikur við útdreginn leikdag, og er þar kveðiö á um, að Evrópukeppni meistaraliða sé rétthæst, þá Evrópubikarkeppnin og siðan UEFA keppnin er Keflvikingar taka nú þátt i. Jafnframt segir, að sé styttra en 50 kilómetrar milli leikstaða og viðkom- andi knattspyrnusamband hafi lýst þvi yfir, að leikir geti ekki farið fram sama dag skuli ofangreind röð um rétt liða til upphaflegra leikdaga gilda, og skuli þá færa aðra leiki á aðra daga sömu viku. Er ljóst af ofan- greindu, að hvergi er geng- iö á rétt IBK í sambandi við leikdaga, enda geta þeir haldið sínum upprunalega leikdag. í reglum UEFA segir einnig, að félögin er drag- ast sámaneigi aðkoma sér saman um leikdag, ef ástæöa þykir til breytinga, og tilkynna síðan UEFA I' gegnum viðkomandi knatt- spymusamband um sam- komulagið. í þessu tilfelli er KSt þvi aðeins sá aðili er tilkynnir UEFA um sam- komulag Vals og CELTIC, er brýtur hvergi i bága við reglur UEFA. KSt er ekki veitt neitt vald til að neita sliku samkomulagi og er aðeins tilkynningaraðili fyrir félög innán sinna vé- banda, enda er félögunum ekki ætlað að leysa mál sin beint við UEFA, heldur ávallt i gegnum viðkom- andi samband. Stjórn KSt gerði þvi aðeins skyldu sina er hún sendi tilkynningu Vals um breytta leikdaga áfram til UEFA. Um þátt formanns KSI að þessu máli má upplýsa aö það var aðeins ai^hag- kvæmnisástæðum að hann var beðinn að hafa sam- band við Celtic og hefði það komið okkur Valsmönnum nokkuð einkennilega fyrir sjónir ef formaður KSt, sem þekktur er fyrir greið- vikni og hjálpsemi við um- bjóöendur sína, hefði neit- að okkur um þennan litla greiða, enda hefði það eng- in áhrif haft á áform okkar um að fá snúið leikdögum, eða nokkur áhrif á þetta mál I heild. Að lokum viljum við Valsmenn vísa öllu tali um að verið sé að klekkja á Keflvikingum algerlega á bug, og vonum að ÍBK geti fundið sér heppilegan leik- dag fyrir framan okkar leikdag eða aftan og óskum þeim góðs gengis i keppn- inni bæði hvað aðsókn og árangur á knattspyrnuvell- inum snertir.” Virðingarfyllst, fyrir hönd knattspyrnudeildar Vals Sigtryggur Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.