Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst 1975 íslenzk sakamáli a- o kvikmynd á i döfinni HHJ-Rvik — Um þessar mundir islenzk-sænskrar kvikmyndar er verið að vinna að undirbúningi „með sakamálaívafi”, eins og Kæruleysi veldur skipsströndum Jarðýta sleit símastrenginn Simasambandslaust varð viða á Austfjörðum i gær, er jarðýta sleit jarðsi'mastreng i námunda við Egilsstaði. Var þegar hafizt handa um viðgerð á strengnum og simasamband komið á við flesta staði eystra fyrir kvöldið. AAaðurinn sem lézt Gsal—Rvik — Maðurinn scm lé/.t er skurðbakki hrundi ofan á hann á Kleppsvegi i Reykjavik, hét Þorbjörn Jónsson og var 69 ára að aldri. Þorbjörn heitinn átti heima að Skipasundi 42 Reykjavik. BH-Reykjavik. — Erlingur Vig- fússon heldur söngskemmtun að Borg i Grimsnesi laugardaginn 9. ágúst og hefst hún kl. 17. Undir- leikari hans er Ragnar Björns- son. Erlingur V igfússon er starfandi söngvari við óperuna i Köln, en hefur dvalið undanfarið i sumar- leyfi sinu hérlendis. Hann hefur Reynir Oddsson kvikmyndatöku- maður orðaði það i viötali við Timann. t gær voru kvikmynda- tökumennirnir við upptöku i Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla tslands, en þar átti að setja á svið háskólafyrirlestur. — Við erum ennþá að þreifa fyrir okkur, sagði Reynir, og af- drif frumvarps um styrki til is- lenzkrar kvikmyndagerðar, sem kemur fyrir Alþingi i haust, munu ráða miklu um örlög þessa fyrir- tækis. Þegar hafa verið gerð drög að handriti að kvikmyndinni, og er vinnutitillinn „Iýlorðsaga”. Auk myndatökunnar i háskólanum er ætlunin að kvikmynda i Klúbbn- um, i heimahúsum og e.t.v. viðar, ef úr gerð myndarinnar verður. Ætlunin er, að islenzkir leikar- ar leiki i myndinni. Hefur þegar verið haft samband við nokkra leikara til þess að kanna, hvort þeir gætu tekið að sér hlutverk i myndinni vegna annarra starfa við leikhúsin. aðeins haldið eina söngskemmtun hér að þessu sinni. Það var 25. júli sl. á Hellissandi, en það er fæð- ingarbær Erlings. Var húsfyllir á skemmtuninni og viðtökur frá- bærar. Ekki mun fyrirhugað, að Er- lingur haldi fleiri söngskemmtan- ir hér að þessu sinni, en hann mun koma fram i útvarpi og sjónvarpi. TtMINN skýrði frá þvi I forsíðu- frétt á miðvikudag, að rann- sóknanefnd sjóslysa teldi kæru- leysi of oft vera ástæðu skips- stranda. í tveimur tilfellum, sem nefndin tilfærði, sváfu allir um borð þegar skipin strönduðu, og strand varðskipsins Þórs á Seyð- isfirði taldi ncfndin ekki unnt aö rekja til annars en kæruleysis. Hér fara á eftir hlutar úr umsögn rannsóknanefndarinnar um þessi þrjú óhöpp tekin úr skýrslu um störf ncfndarinnar árið 1974, sem er nýkomin út: Um Hópsnes- strandið A miðnætti fór skipstjórinn að sofa, en áður bað hann stýri- manninn um að hann yrði vakinn kl. 02.00. Á tilsettum tima sendir stýrimaður hásetann, sem var á vakt, til að vekja skipstjórann og háseta þann, er átti næstu vakt. Á sama tima tekur hann staðará- kvörðun.... Annar háseti kom á vakt, en kl. 02.30 er skipstjórinn ekki kominn i brúna. Fer þá stýrimaðurinn inn til hans og tal- ar við hann, kemur siðan aftur með þau skilaboð til hásetans, að hann eigi að vekja skipstjórann kl. 03.00. Fer stýrimaður siðan að sofa. Kl. 03.00 fer hásetinn inn til skipstjórans og ýtir við honum, sezt siðan á bekk i skipstjórnar- klefanum og sofnar þar. Kl. 04.50 vaknar skipstjórinn og skipsáhöfn hans viö það, að bát- urinn strandar i stórgrýttri f jöru i Staðarbót, vestan Grindavikur. Erlingur Vigfússon heldur söngskemmtun í Grímsnesi nn£ i, il hní 0 LU i Miðfjarðará. Veiðin hefur verið mjög góð i Miðfjarðará i sumar, og i gær- morgun þegar við höfðum sam- band við hana Sigrúnu Sigurð- ardóttur, sem rekur veiðiskál- ann i Laxahvammi, ásamt manni sinum, Terry Nielsen, sagði hún, að veiöimennirnir væru afskaplega ánægöir með veiðina og dvölina i Laxa- hvammi. Kvað Sigrún 1120 laxa hafa veiðzt i ánni það, sem af er þessu sumri, enda veöur hag- stætt til veiða, miklar rigningar. Nú væru seldar 9 stengur i Mið- fjarðará. Meðalþyngd laxanna kvaö Sigrún hafa verið þetta átta til tiu pund, stærsti laxinn hefði verið um 21 pund og hefði hann veiðzt fyrir um það bil mánuði. Nokkuð er það misjafnt, sem menn fá eftir daginn, en metið mun hafa sá, sem eftir þrjá daga hafði veitt 64 laxa. Aðstaða fyrir laxveiðimenn er orðin mjög góð i Laxahvammi og stendur enn til bóta. Þar voru á siöasta ári gerðar miklar endurbætur á veiðiskálanum, og hann stækkaöur til muna, þann- ig aö nú eru að komast i gagnið 10 herbergi til viðbótar þeim 9, sem fyrir voru. Þá stendur og til að setja þarna upp gufuböð og hvers konar þægindi. Veiðileyfin i Miðfjarðará eru seld hjá Böðvari I Barði, en hann er formaður Stangveiði- félagsins, og munu flestir ef ekki allir dagar hafa verið upp- teknir til þessa. Hofsá i Vopnafirði — Karl prins er afskaplega ánægður með dvölina hérna og svo auövitaö veiðina. Hann hef- ur haft góð orð um það, hversu mikils næðis hann hefur notið, enda höfum við gætt þess að hann yrði ekki fyrir truflun. Hann er mjög ánægður með veörið, og i gærkvöldi, miðviku- dagskvöid, hafði hann veitt átján laxa. Þannig komst Sólveig Einars- dóttir i Teigi að orði, þegar við ræddum við hana i gær, en auð- vitað barst Karl prins fyrst i tal. Dvöl hans eystra lýkur I dag, föstudag, en hann mun fljúga suður til Reykjavikur upp úr ha- deginu. Laxinn, sem prinsinn hefur veitt, er nokkuð mismunandi. Stærsti laxinn er eitthvað um 18 pund, en sá minnsti 5 pund. Annars er laxinn i Hofsá yfir- leitt stór, en undanfarið hefur smálax gengið i ána og veiðist talsvert ibland. Tólf stangir eru seldar i Hofsá, 6 á laxasvæðið, sem er efri hluti árinnar og þrjár á silungasvæöið, sem er neðsti hluti hennar. Friðrik Stefánsson hjá Stang- veiðifélagi Reykjavikur veitti i gærkvöldi Veiðihorninu eftir- farandi upplýsingar um þær laxveiðiár, sem Stangveiði- félagið hefur á sinum vegum. Norðurá. Þann 6. ágúst sl. voru komnir upp úr ánni 1694 laxar og er þá miðað við öll fjögur svæði árinn- ar. A sama tima i fyrra höfðu veiðzt 1036 laxar,og er þvi um 64% aukningu á veiði að ræða frá þvi i fyrra. Nú hafa tveir 20 punda laxar veiðzt i ánni, og munu þeir hinir stærstu þar á þessu sumri. Þess má geta, að óseldir eru i Norðurá nokkrir dagar frá og með 18. ágúst n.k. Grimsá. Um seinustu mánaðamót höfðu veiðzt i Grimsá 942 laxar, en veiði hófst þar 15. júni. A sama tima i fyrra höfðu veiözt þarna 667 laxar, og er þvi um 61% aukningu á veiðinni að ræða. Þar hafa nú veiðzt tveir 20 punda laxar, sem munu vera stærstu laxarnir enn sem komið er. Elliðaárnar. Úr Elliöaánum höfum við ekki nýrri tölur en frá siðustu mánaðamótum, en þar hefur verið góð veiði I allt sumar. Um mánaðamótin voru komnir 1034 laxar á land úr Elliðaánum, en á sama tima I fyrra höfðu veiðzt 928 laxar, og er þvi um 11% aukningu að ræða. Leirvogsá. í Leirvogsá hófst veiði ekki fyrr en þann 1. júli, og hefur veiði verið þar mjög góð, og far- iö vaxandi, svo að til hefur verið tekið. 1 júlimánuði veiddust 291 lax, en á sama tima i fyrra veiddist þar 132 laxar, og er hér um 120% aukningu að ræða. En veiðarnar virðast heldur vera að færast i aukana, og þótt ekki séu kunnar nákvæmar tölur seinustu daga má geta þess, að þann 2. ágúst veiddust 40 laxar.. Stærstu laxarnir eru um 14 pund, og hafa veiðzt tveir slikir, en yfirleitt þykir laxinn i Leir- vogsánni fullt eins stór og jafn- vel stærri en t.d. i Elliðaánum. Gljúfurá. I Gljúfurá hefur veiði verið einkar góð á þessu sumri, svo að til fádæma telst, en þar hefur aukningin frá þvi i fyrra orðið hvorki meiri né minni en 197%, og er þá miðað við 7. ágúst. Þá höfðu i sumar komið 333 laxar úr ánni, en á sama tima i fyrra 112 laxar. Laxinn þykir góður i Gljúfurá, og hefur veiðzt allt að 14punda þungur á þessu sumri. Um Andvara- strandið — ....Fóru þá allir skipverjat i koju nema skipstjóri og II. vél- stjóri. Skipstjórinn fór inn i korta- klefa og lagði sig þar á bekk, enáður hafði hann beðið vélstjór- ann að halda bátnum 3 sml. SA af höfðanum (Ingólfshöfða — innsk. Timinn) og láta sig strax vita, ef eitthvað kæmi upp á, og I siðasta lagi kl. 17.00.... Kl. 16.30 vaknar skipstjórinn við það,að báturinn tekur niðri, og þegar hann kemur fram i brúna, sér hann að báturinn er strandaður.... II. vélstjóri sat i stól I stýrishúsinu og hafði sofnað, en vaknaði um leið og skipstjór- inn. Um Þórs- strandið — Kl. 02.05 lagði v/s Þór frá bryggju á Seyðisfiröi. Upphaflega hafði brottför skipsins verið á- kveðin kl. 04.00 þann sama dag, en skipherra varðskipsins hafði ákveðið skyndilega að flýta brott- för skipsins, og fara frá Seyðis- firði kl. 02.00, þrátt fyrir að ekki væru allir komnir um borð. Vegna þessarar skyndilegu á- kvörðunar um breytingu á brott- farartima skipsins vannst eigi timi til að kveikja á og hita upp ratsjár skipsins, þannig að þær komu ekki að notum þann stutta tima, sem leið frá þvi, að land- festum var sleppt, unz skipið strandaði, þar sem þær voru þá ekki farnar að sýna.Stýrimað- ur mældi upp stefnu skipsins.... Skömmu siðar sagði skipherrann við hásetann, er stóð við stýrið, að harin mætti fara, og setti skip- herra sjálfur sjálfstýringuna og fór þá hásetinn úr brúnni. Ekki mundi skipherrann i sjóprófunum hver sú stefna heföi verið. Skömmu siðar yfirgaf skipherr- ann brúna, án þess að hafa skýrt stýrimanninum frá, hvert halda skyldi eftir að út fjörðinn var komið. t áliti nefndarinnar kemur fram, að skipherra hafi sett sjálf- stýringu á með stefnu i land. Stöðugleika sumra loðnu- skipa áfátt eða skilrúm ótraust Gsal—Reykjavik — Eitt af þeim málum er rannsóknarnefnd sjó- slysa hefur miklar áhyggjur af er veltur skipa með loðnufarma, en þær hafa verið nokkrar á umliðn- um árum. Segir nefndin i skýrslu sinni fyrir árið 1974, aö slikar veltur hafi sýnt glögglega hvilik nauðsyn er á góðum frágangi I lestum skipa og að vakandi eftir- lit sé með stöðugleika þeirra. Nefndin segir, að oftast sé erfitt að segja til með vissu um orsök þessara slysa, — en ljóst er þó, að annað tveggja kemur hér til: Stöðugleika er áfátt eða skilrúm I lest hefur látið undan. Kveður nefndin, að þessum málum þurfi að gefa frekari gaum,en gert hafi verið til þessa. Varhugavert að vera einn á bóti Gsal—Reykjavik — Rannsóknar- nefnd sjóslysa bendir á I nýút- kominni skýrslu sinni, að mjög varhugavert sé að menn sæki sjó einir, þvi að það bjóði slysahættu heim. A siðasta ári birti nefndin áskorun i fjölmiðlum hér að lút- andi, en segir, að henni hafi borizt ábendingar, einkum frá Vest- fjörðum, um að þetta tiðkist enn I nokkrum mæli, m.a. á rækjubát- um. „Nefndin telur að beita eigi öll- um tiltækum ráðum til að koma i veg fyrir slika sjósókn, þvi að reynslan hefur sýnt margfald- lega, að hún býður slysum heim. Telur hún að hér komi m.a. til álita, að binda leyfi til rækjuveiöa þvi skilyrði, að fleiri en einn maður séu á hverjum bát.” Olíufélagið svarar skrifum Þjóðviljans VEGNA árása Þjóðviljans á Oliu- félagið h.f. siðustu daga, sneri Timinn sér til Vilhjálms Jónsson- ar forstjóra og innti hann eftiij hvað hann vildi segja um þessi árásarskrif. Vilhjálmur Jónsson lét blaðið fá eftirfarandi yfirlýs- ingu, scm hann afhenti Þjóðvilj- anum til birtingar i gær: „Út af grein i blaði yðar sl. sunnudag svo og leiðara i blaðinu i dag. 7. ágúst, vil ég biðja yður að birta eftirfarandi leiðréttingu. 1. Það er mesti misskilningur að Oliufélagið h.f. sé „angi af” erlendum auðhring. Oliufélagið h.f. er að öllu leyti islenzk eign og stjórnað af islenzkum mönnum. Það hefur umboð fyrir EXXON (Esso) fyrirtækið og kaupir frá þvi vörur, en kaupir þó meira frá Nafta i Moskva. Það væri þó jafn fráleitt að telja Oliufélagið hf. „anga af” hinu rússneska Nafta. Exxon á ekkert i Oliufélaginu h.f. og hefur engin ráð á starfsemi þess. Þess vegna verður Exxon ekki sakað um rétta eða ranga stjórnun Oliufélagsins h.f., frekar en hægt er að saka Oliufélagið h.f. um rétta eða ranga stjórnun Exx- on fyrirtækisins. 2. Oliufélagið h.f. hefur ekki veitt starfsmönnum Framsókn- arflokksins hlunnindi svo sem ó- keypis bensin. Enginn, hvorki starfsmenn Oliufélagsins h.f. né aðrir fá ókeypis bensin á bila sina hjá félaginu. Ef t.d. starfs- menn nota bila sina i þágu félags- ins fá þeir bilastyrk, sem gefinn er upp til skatts með launum, enginn fær ókeypis bensin. 3. Starfsmenn Framsóknar- flokksins hafa ekki fengið laun hjá Oliufélaginu h.f. Það kann að vera undirrót þessarar sögu að ýmsir starfsmenn Óliufélagsins h.f. hafa i fritimum sinum unnið sjálfboðaliðsstörf fyrir flokkinn, á sama hátt og ég veit að starfs- menn hafa unnið fyrir aðra flokka þar á meðal Alþýðubandalagið. Ég get ekki séð að við þetta sé neitt athugavert. Oliufélagið h.f. hefur aldrei skipt sér af pólitisk- um skoðunum starfsmanna sinna eða sett á þá fjötra um hvernig þeir verðu fritima sinum. 4. Ég kannast ekki við að Oliu- félagið h.f. hafi „greitt reglulega til starfsemi Framsóknarflokks- ins" kr. 60.000,- á mánuði eða aðr- ar upphæðir, hvorki á árinu 1972 eða öðru ári. 5. Á árinu 1973 rannsakaði skattrannsóknarstjóri bókhald Oliufélagsins h.f. eins og margra annarra fyrirtækja. Sérstaklega skoðaði hann öll fylgiskjöl fyrir fjögur ár, sem snertu gjafir, styrki, risnu og ferðakostnað. Sú athugun hefði átt að leiða i Ijós ef eitthvað hefði verið hæft i frá- sögnum i blaði yðar. Sem betur fer kom ekkert það i ljós við þessa rannsókn, sem félaginu yrði til vansa eða misferlis talið.” Reykjavik, 7. ágúst 1975 VilHjálmur Jónsson. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.