Tíminn - 09.08.1975, Síða 13
Laugardagur 9. ágúst 1975
TÍMINN
13
Steingrímur Sigurðsson sýnir í 25. sinn:
„Þetta er mín aðalsýning"
Gsal-Reykjavlk — Steingrimur
Sigurösson, listmálari opnar i
dag, laugardag, klukkan fjögur
yfirlitssýningu á verkum sinum
aö Kjarvalsstööum viö Miklatún.
Á sýningunni veröa um 100 mynd-
ir, en þetta er 25. einkasýning
Steingrfms.
— Þetta er min aöalsýning,
sagöi Steingrimur er blm. Tlm-
ans hitti hann aö máli I gær, er
hann var aö hengja upp myndir
sinar. — Tilefni þessarar sýning-
ar er þaö, aö nú er ég oröinn
fimmtugur, sagöi hann. Stein-
grimur kvaö margar myndanna á
sýningunni vera málaöar á siö-
ustu árum og taldi.aö um helm-
ingur myndanna væri svo til nýj-
ar. ,,Ég hef reynt aö vera dugleg-
ur”, sagði hann.
Siöast sýndi Steingrimur i Eden
i Hverageröi, en þar á undan hélt
hann málverkasýningar i Svi-
þjóö. Þá hefur Steingrimur bæði
sýnt á meginlandi Evrópu, og i
Bandarikjunum og hann fullyrti
viö blm. Timans, aö hann heföi
alls ekki i hyggju aö gefast upp á
Bandarikjunum.
Viö inntum Steingrim eftir þvi,
hvort still hans hefði
,. breytzt á einhvern máta siöustu
árin, en Steingrimur svaraöi ekki
spurningunni, heldur skaut henni
til sona sinna, sem voru aö hjálpa
honum aö koma myndunum fyrir.
Hef ég breytzt i myndgerð? Hef
ég breytt um stil? Annar strák-
anna sagði, aö hann heföi litiö
breytzt, — og virtist Steingrimur
ekkert allt of ánægöur meö þaö
svar, en hinn sagöi, aö honum
fyndist hann vera orðinn betri nú
en áöur.
Aö ööru leyti fékkst ekki svar
viö spurningunni.
Sýning Steingrims verður opin
daglega frá 15—22, nema laugar-
daginn 16. ágúst og sunnudaginn
17. ágúst, en þá er hún opin kl.
15—24 s.d.
Kort af framkvæmdasvæöinu aö Sigöldu.
Hornsteinn lagður að
stöðvarhúsinu við Sigöldu
ö.B. Rvik.— Þann 15. ágúst nk.
verður hornsteinn lagður aö
stöðvarhúsi Landsvirkjunar við
Sigöldu. Mun forseti Islands
leggja hornsteininn aö stöövar-
húsinu og flytja ávarp.
1 ágúst 1973 var undirritaður
samningur viö júgóslavneska
fyrirtækiö Energoprojekt um
byggingahluta virkjunarinnar.
Var þá þegar hafizt handa um
byggingu virkjunarinnar og hefur
verkið gengið samkvæmt áætlun,
en samið var um að verkinu yröi
lokið siðla árs 1976. En vegna ó-
fyrirsjáanlegra erfiöleika, svo
sem verkfalla og slæmrar veör-
áttu, mun verkið þó tefjast um
þrjá til fjóra mánuöi. Keppzt
veröur við aö ljúka stöövarhúsinu
fyrir veturinn, svo unnt veröi aö
ganga frá þvi að innan. Er þaö
sem fyrr segir Energoprojekt,
sem sér um allar byggingafram-
kvæmdir fyrir Landsvirkjun, en
aftur á móti verða allar vélar og
túrbinur og annar vélaútbúnaöur
keyptur frá Þýzkalandi og Sovét-
rikjunum. Leitazt veröur við aö
koma fyrstu túrbinunni upp fyrir
1. nóv., og ekki mun veröa um
seinkun að ræöa á þeim tveimur
sem á eftir koma. Gert er ráö
fyrir möguleika á aö hægt sé að
hafa fjórar túrbinur I stöövarhús-
inu.
A sjötta hundrað starfsmenn
eru nú viö Sigölduvirkjun, og mun
það vera meiri fjöldi en áður hef-
ur starfaö viö virkjunina.
Framkvæmdastjóri Lands-
virkjunar er Eirikur Briem,
verkfræðingur, en stjórnarfor-
maöur er dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri.
Sjá má á korti þessu orkuöflunar og dreifingarkerfi Landsvirkjunar
omtutjrLUwáá •oc o»eifn<ewFi lawosviwkjuwaw i»?b
■ y*TM*AFL9tð«V*S
E rLO*MtrTi**TOovA»
4, S**tMMI*t!>eVAR
--- mJmnmmuu'mum
--- ------------;
O V*TM**rL*TÖ0 í *tOfilMöU
Ekkert er nýtt
undir sólinni
B. Sk. skrifar:
„Nýlega var ég að fletta
gamalli bók, Undrum tslands,
eftir Gisla biskup Oddsson. Þar
las ég eftirfarandi klausu,
ásamt mörgum öðrum fróðleg-
um og skemmtilegum.
----„Þá er grasormur, sem
kviknar i skýjunum eða loftinu
og liggur i vissum sveitum
landsins hálflifandi hópum
saman, i fyrstu er hann hvitleit-
ur og smár vexti, vart lengri en
fingursbreidd, og hann er vanur
að sjúga allan safa úr grasinu,
svo að ekkert verður eftir nema
duft eða svört mold eða einhver
sina, slik, sem sést i skamm-
deginu uppþornuð og hvitnuð,
með þessu móti vex eigi aöeins
ormurinn, heldur iklæðist ýmiss
konar lit, mest gráum og græn-
ýróttum, þangað til hann nær
nálega litlafingurs stærð,
bústinn og dökkleitur. Það má -'
merkilegt heita, aö þá þróast
annar ættliður, sjálfsagt
þannig, aö hann gýtur, þvi að
athugað hefur verið, að inn i
þeim stærstu hafa fundizt þess
konarsmádýr eða yrmlingar, 37
eða 40 að tölu, og ógnar mér
slikt. Og ekki er það siður
merkilegt, með hvaða bragði
bændurnir eru vanir að losa
engi sin og tún við þennan
eitraða urmul (þvi að honum
rignir niður nálega i einni hrið
úr loftinu eins og snjó, en ekki
smátt og smátt). Þeir grafa
þverskuröi og langskurði i
jörðina, hér um bil fjórðung áln-
ar að dýpt, og i þá hrapar orma-
urmullinn i haugum og ferst af
þunga sinum eða sulti, þvi að
þeir megna ekki að komast upp
aftur. Dauðir kroppar þeirra
eru svo ágætur áburður á gras-
lendið, að það af bithaganum,
sem á haustin sölnar út I
kuldanum, ber á næsta ári
miklu meira gras en áöur.”
Þegar ég hafði rennt augun-
um yfir þetta, datt mér i hug,
hvort búfræðingar okkar og
aðrir ágætir búvisindamenn,
sem nú berjast viö gróður-
eyðingu I Mývatnssveit og upp-
sveitum Suðurlands af völdum
„grasmaðks” hefðu lesið þetta.
— Vel mætti vera, að þeir væru
svo uppteknir af yngri og sinum
eigin visindum, að þeim hefði
sézt yfir svona fornyröi. Væri
það að visu afsakanlegt i þvi
öngþveiti sem við búum viö, en
það er oft gott sem gamlir
kveða. — Það skyldu þeir hafa i
huga.”
Orðsending til
innleggjenda
hjá Sláturfélagi
Suðurlands
Vegna viðgerðar á stórgripasláturhúsi
félagsins á Selfossi verður ekki unnt að
slátra svinum og stórgripum á tímabilinu
16. ágúst til 2. september n.k., en tekið
verður á móti kálfum til slátrunar.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Selfossi
Gleymib okkur
einu sinni -
og þið gleymib
því alarei í