Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 15. ágúst 1975
Amerískar
KULDAÚLPUR
fyrir börn og fullorðna
AAITTISÚLPUR
fyrir unglinga og fullorðna
Verð síðan fyrir gengisfellingu
Já! Þetta fæst
allt í
byggingavöru-
kjördeildinni.
Hér verzla þeig
sem eru að
byggja eða
þurfa að
endurnýja.
Opið til kl. 7
á föstudögum
Lokað á
laugardögum.
Hringbraut 121
SÍMI 28-600 I
Vetrarvinna
Maður, helzt utan af landi, óskast i vetrar-
vinnu.
Gott kaup og eftirvinna.
Upplýsingar i sima 32-500 og 3-27-49.
Vélstjórar
Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að
ráða vélstjóra til starfa i frystihúsi.
Upplýsingar hjá Halldóri Halldórssyni i
sima 97-3201, Vopnafirði.
Jörundur
færði henni
sigur
í SUMAR birtist hcr í blaðinu
stutt samtal við Borgar Garðars-
son leikara og Grétu Þórsdóttuir
konu hans, en þá dvöidust þau hér
i sumarleyfi. 1 þessu viðtali kom
meðal annars fram, að Gréta
stundar nám við listiðnaðarhá-
skóla f Helsingfors, en nánar var
ekki um það rætt. En þar sem það
er ekki á hverjum degi að við rek-
umst á fólk, sem leggur stund á
slikt nám þótti ekki illa við eiga
að leita nánari fregna af þvi. Fá-
um dögum áður en dvöl þeirra
hjónanna hér heima skvldi Ijúka
að þessu sinni leit Gréta inn á rit-
stjórn Tfmans og svaraði i skyndi
nokkrum fávislegum spurningum
blaðamanns, sem varla veit hvað
listiðnaðarháskóli er.
— Hvað gerið þið i þessum list-
iðnaðarháskóla, Gréta?
— Það yrði nokkuö langt mál,
ef ég ætti aö gera þvi sæmileg
skil, svo ég verö vist aö láta
nægja aö minnast litillega á þaö
sem ég hef veriö að gera þar,
enda þekki ég þaö bezt, þótt mér
hins vegar þyki ekki neitt sérlega
gaman aö þurfa aö tala mest um
sjálfa mig.
Ég læri þarna grein, sem heitir
fatahönnun, og hef lagt aðalá-
herzlu á leikhúsbúninga. 1 þess-
um skóla er bein fatahönnun aö
visu miöuö viö þaö aö unniö sé
aöallega fyrir verksmiöjur, og
þeirri grein fatahönnunar má ég
ekki sleppa alveg, þótt leikhús-
búningar séu min aöalgrein. Þaö
getur komið sér vel seinna, ef hér
á landi skyldi veröa þörf fyrir
hönnuöi handa fataverksmiöjum I
framtiöinni.
— Hvað gerir fatahönnuður?
Teiknar hann föt, saumar föt, eða
kannski hvort tveggja?
— Fatahönnuöurinn þarf vissu-
lega aö geta teiknað föt, en hann
þarf lika aö geta „útfært” sinar
teikningar, þannig að þær veröi
aö lokum föt — aö vlsu ekki alveg
i bókstaflegri merkingu! Þaö þarf
að finna viöeigandi efni, velja
viöeigandi sniö, aö sjálfsögðu.
Með öðrum orðum: Fatahönnuö-
urinn þarf aö geta búiö til föt, allt
frá þvi að fyrsta frumteikningin
sér dagsins ljós og þangað til flik-
in er fullbúin. Siöast en ekki sizt
þarf fatahönnuðurinn aö vita,
hvernig fataverksmiðjur starfa,
enda er mikil áherzla lögö á aö
viö heimsækjum verksmiðjur og
að viö öflum okkur starfsreynslu I
verksmiöjum og á saumastofum,
á meðan á námstimanum stend-
ur. Hvað þetta siðasta áhrærir
stóö ég vel aö vigi, þvi aö ég haföi
veitt forstööu saumastofu hjá
Leikfélagi Reykjavikur, áöur en
ég fór utan. Það létti mér námiö
ákaflega mikiö og hefur meðal
annars þann stóra kost, aö ég get
lokið náminu.á skemmri tlma en
ella.
Fyrsta veturinn sem ég var I
Finnlandi vann ég meö bekkjar-
systur minni aö uppfærslu á
finnsku leikriti. Ég hlaut þvi aö
kynnast finnsku þjóölifi, búning-
um manna og háttum, býsna
hratt. Seinna fékk ég að spreyta
mig á Islenzku verki, Þiö munið
hann Jörund, eftir Jónas Árna-
son, þegar Vasa-leikhúsiö sýndi
þaö leikrit. Ég vann Jörund eins
og hvert annaö skólaverkefni, en
þegar þvl var lokiö, var mér boöiö
Gréta Þórsdóttir. Timamynd Róbert.
— Þaö var ákaflega gaman.
Minn þáttur I þvl leikriti var sér-
lega skemmtilegur vegna þess,
að þarna fléttast saman tlzka og
þjóðbúningar. Ég þurfti þvi ekki
aðeins að kynna mér þjóöbúninga
á þessum tima, heldur llka tlzk-
una, sem þá rikti i heiminum. Ég
þurfti neira að segja að afla mér
upplýsinga um einkennisbúninga.
Auðvitað veit ég ekki, hvernig
Trampe greifi hefur litið út, en ég
reyndi að fara nærri þvi sem
sennilegast má teljast. Og svo
þurfti ég nú lika að reyna aö gera
karlana dálltið spaugilega, þvi aö
I leikritinu er mikil gamansemi,
eins og allir muna, sem þaö hafa
séö. Ég notaöi rauöar rendur á
istruna á Trampe til þess aö
minna á danska fánann! Trúlega
hafa llka bæði Trampe og Jörund-
ur verið skartmenn að sinnar
tiöar hætti. Ég gekk aö minnsta
kosti út frá þvl.
— Var þetta ekki gifurlega
mikil vinna?
— t Jörundi eru ekki ýkja-
margar persónur „á heimsmæli-
kvaröa”, en fyrir mig uröu þær
ærið nógu margar. Ég gerði eitt-
hvaö um tuttugu búningateikn-
ingar, þvi aö þótt fastir leikarar I
leikritinu séu ekki nema tiu þá
skipta þeir um hlutverk og bún-
inga, og sumir þurftu aö hafa
þannig saman setta búninga, aö
þeim dygði aö skipta um jakka,
þá voru þeir orðnir aö „nýjum
manni”. Þetta var talsverö gllma
fyrir mig, aö láta einn mann
verða að tveimur meö ekki meiri
fatabreytingu.
ungu
fólki
aö hann skyldi veröa lokaverkefni
mitt — prófverkefni. Þetta var
stutt þeim rökum, aö vinna mln
við Jörund heföi veriö svo mikiö
starf og nægilega vel af hendi
leyst til þess aö vera gilt sem
slikt. Auðvitað gat ég ekki annað
en sagt já og amen og þakkaö
fyrir mig, og þetta táknar þaö, aö
nú á ég ekki eftir nema eitt ár I
skyldunámi þarna I skólanum. Þá
má þaö llka gjarna koma fram,
aö islenzka menntamála-
ráðuúeytiö veitti mér fjárhags-
lega hjálp til þess aö geta leyst
þetta verk af hendi, og einnig hef
ég notiö finnsks iönfræöslustyrks,
og mun njóta hans áfram næsta
ár.
Trampe og Jörundur
hafa sjálfsagt verið
skartmenn....
— Hvernig fannst þér aö fást
viö Jörund karlinn?