Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 15. ágúst 1975 J Nútíma búskapur þarfnast BJtlfER haugsugu Guóbjörn Guöjónsson ■cr? G-ÐI fyrirgódan ntat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS A.m.k. þrír féllu í átökum í Timor Reuter-Darwin, Ástraliu. Reuter-fréttastofan hefur eftir flóttamönnum frá austurhluta eyjarinnar Timor (er Portúgalir ráða), að a.m.k. þrir hafi beðið bana i miklum átökum milli andstæðra stjórnmálaflokka i höfuð- borginni Dili. í brýnu sló — að sögn flótta- mannanna — eftir fjöldagöngu annars af tveim stjórnmála- flokkum nýlendunnar. Papadopoulos: Segist bera að hluta ábyrgð á herforingjabylt- ingunni. Kúrdaleið- togi snýr aftur Reuter-Ankara. Areiðanlegar heimildir I Tyrklandi herma, að Jelal Talabani — sá, er stjórnaði skæruliðabaráttu Kúrda gegn traksstjórn — hafi snúið aftur til norðurhluta traks. Aftur á móti ér óvist, hvort hann hafi i hyggju að endurvekja fyrri baráttu. Kúrdar neyddust sem kunn- ugt er til að leggja niður vopn, er íransstjórn hætti óbeinum stuðningi við þá i marz s.l. Sið- an hafa stopular fréttir borizt af högum Kúrda. Talið er, að Mullah Mustafa Barzani — þjóðarleiðtogi Kúrda — dveljist nú i útlegð i Iran. Aftur á móti herma sögusagnir, að tveir synir hans hafi snúið aftur til fyrri heimkynna, en þær hafa þó ekki fengizt staðfestar. KHFFIÐ frá Brasiliu Samkomulag um frið á Sinai-skaga í sjónmóli: Aðilar aldrei eins bjartsýnir og nú NTB-Jerúsalem/Kairó. NTB- fréttastofan hefur eftir áreiðan- legum heimildum, að stjórnir Egyptalands og tsraels hafi náð samkomulagi um flest atriði fyrirhugaðs bráðabirgðasam- komulags um frið á Sinai-skaga. Enn á þó eftir að jafna minni háttar ágreining, svo að sam- komulagið verður væntanlega ekki undirritað fyrr en i fyrsta lagi i næstu viku. Sagt er, að aldrei hafi ríkt eins mikil bjartsýni meðal Egypta og Israelsmanna en einmitt þessa daga. Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, er væntanlegur til Miðjarðarhafs- landa i næstu viku. Þá má búast við, að skriður komist á samningaumleitanir og hægt verði að ganga frá þeim atriðum, er enn rikir ágreiningur um. Papadopoulos jót- ar fyrir rétti Á yfir höfði sér líflátsdóm Reuter-Aþenu. George Papado- poulos, fyrrum Grikklandsfor- seti, viðurkenndi I gær fyrir rétti að hafa tekið þátt i herforingja- byltingunni i Grikklandi árið 1967. Hann kvaðst jafnframt taka á sig fulla ábyrgð vegna þessa. Aftur á móti dró hann mjög i efa réttmæti þeirra ákæra, er hafðar eru uppi á hendur honum. Orörétt sagði hann svo: — Ég tek Nýtt vopn í milli- ríkjadeilum Reuter-London. Er raunveru- leg hætta á, að rikisstjórnir taki að beita hryðjuverkum, til að knýja fram kröfur sinar? Brezkur hernaðarsérfræðing- ur — Brian Jenkins að nafni — svarar spurningunni hiklaust játandi i skýrslu, er hann hef- ur samið og fjallar um framtíð alþjóðlegrar hryðjuverka- starfsemi. Jenkins bendir á, að til þessa hafi smáir hópar öfga- manna staðið aö baki hryðju- verkum. Og ekki sé hægt að neita því, að þeir hafi náð árangri með þessari aðferð. Þvi er liklegt, að rikisstjórnir sjái sér leik á borði og byrji að beita hryðjuverkum, kröfum sinum til framdráttar — ann- aö hvort með þvi að leigja skipulagða hryöjuverkahópa til að sjá um verkin eða þjálfa sérstaka hópa i þessu skyni. á mig fulla ábyrgð á þátttöku minni i herforingjabyltingunni. Ég hef ætið axlað þá ábyrgð, sem mér er lögð á herðar, i samræmi við eið þann, er ég vann á sinum tima sem foringi.i griska hernum. Papadopoulos er einn af tuttugu fyrrverandi herforingjum, sem nú standa fyrir rétti I Aþenu, ákærðir um landráð og önnur stórvægileg brot. Þeir eiga allir yfir höfði sér liflátsdóm. Skilnuðum fjölgar í Sovét Reuter-Moskvu. Sovézkt timarit skýrir svo frá, að hjónaskilnuðum hafi fjölgað mjög hlutfallslega I Sovét- rlkjunum á árabilinu 1960- 1973. Árið 1960 voru hjónaskilnað- ir 10,4 á móti 100 hjönavfgsl- um, árið 1973 var samsvar- andi tala komin upp I 27. Þess er getið I athugasemd- um, að þetta séu hinar opin- beru tölur um hjónaskilnaði — aftur á móti sé ljóst, að enn fleiri hjónabönd flosni upp. Timaritið birti fleiri töiur, er snerta Sovétmenn. T.d. kemur I ljós, að mismunur á meöalaldri kynjanna er hæst- ur i Sovétrikjunum af öllum rikjum heims: Sovézkar kon- ur verða að meðaltali tiu árum eldri en þarlendir karlar. Mis- munurinn er næst hæstur I Póllandi (7 ár) og þriöji hæst- ur i Sviþjóð (5 ár). - ' Biaðburðarfólk óskasf á Grímstaða holt - Holtsgötu - Framnesveg - Skjólin - Laugarnesveg - Austurbrún - Breiðholt Anker Jörgensen: Portúgalskir komm- únistar margklofn- ir og fylgislitlir Reuter-Helsinki. Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, kom i gær til Helsinki eftir þriggja daga heimsókn til Portúgais. Jörgensen ræddi stuttlega við fréttamenn við komuna til Helsinki. Forsætisráðherrann sagði, að portúgalskir kommúnistar væru nú margklofnir, hefðu misst fylgi meðal portúgalskra kjósenda frá þvi kosningarnar til stjórn- lagaþings fóru fram I apríl s.l. Jörgensen sagði, að margir fyrri stuðningsm enn kommúnista hefðu ýmist gengið til liðs við sósialista eða þá maóista. Hann gizkaði á, að fylgi kommúnista næmi nú 6%, i stað 12% i april. Jörgensen kvaðst hafa kynnt Francisco Costa Gomes efni þeirrar ályktunar, er samþykkt var á fundi tólf sósialistaleiðtoga i Stokkhólmi fyrir skömmu. í ályktuninni er þess krafizt, að lýðræði verði tryggt i Portúgal með eftirfar- andi hætti: Efnt verði til frjálsra kosninga, stjórnmála- flokkum verði leyft að starfa, svo og óháðum fjölmiðlum og óháðum verkalýðsfélögum. Að sögn Jörgensens virtist Costa Gomes samþykkur þessum kröfum, en sá þó ýmsa agnúa á að verða við þeim. ítalskir kommúnista-ogsósíalistaleiðtogar: Þjóðstjórn í Portúgal! Reuter-Róm. Leiðtogar italskra kommúnista og sósia- lista sendu I gær frá sér áskor- un, þar sem hvatt er til myndunar þjóðstjórnar I Portúgal með þátttöku allra helztu stjórnmálaflokka, svo og hersins. Kommúnistaleiðtoginn En- rico Berlinguer og sósialista- leiðtoginn Francesco De- martino kváðust hafa miklar áhyggjur af stjórnmálaþróun- inni i Portúgal. Þetta er I fyrsta sinn I mörg ár, að kommúnistar og sósialistar á Italiu gefa út sameiginíega yfirlýsingu. Réttarhöld í stærsta morðmóli í brezkri sakamólasögu: Var sakborningunum misþyrmt í Reuter-Lancaster, Englandi. Réttarhöld imáli sex Norður-tra, sem sakaðir eru um að hafa staðið að baki sprengjutilræðum i tveim börum I Birmingham I nóvember s.l., eru nú á lokastigi. Yfirheyrslur hafa þegar staðið samfleytt i nfu vikur. - Þetta er reyndar stærsta morðmál i brezkri sakamála- sögu, þvi að 21 týndi lifi i sprengjutilræðunum. Þau vöru liður i herferð Irska lýðveldis- hersins (IRA) á Bretlandi, til að leggja áherzlu á kröfur sinar um jafnrétti til handa kaþólskum á Norður-lrlandi. Auk þeirra sex, fangelsi? sem ákærðir eru um morð, eru þrir sakaðir um hlutdeild i morði. Sprengjutilræðin vöktu að von um mikla reiði almennings á Bretlandi, enda komst dómarinn I máli sexmenninganna svo að orði I gær, að sakborningarnir hefðu orðið að þola „svivirðilegar á- rásir”, meðan þeir sátu i fangelsi. Með „svivirðilegum árásum” átti hann ekki aðeins við árásir almennings, heldur bendir flest til þess, að sakborningunum hafi verið misþyrmt I fangelsinu — af starfsmönnum þess. Kviðdómur i málinu dró sig i hlé I gær og er úrskurðar hans að vænta innan skamms. Slökkviliösmenn reyna að bjarga fórnarlömbum úr rústum annars barsins f Birmingham, er sprengdur var í loft upp í nóvember s.l.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.