Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. ágúst 1975 TÍMINN 3 „STÓRHÆTTULEGT FYRIR GJALDKERA AÐ VERÐA VIÐ TILMÆLUM SEÐLABANKANS" Gsal — Reykjavik. — Einn af útibússtjórum Búnaöarbanka islands hafði samband viö Timann vegna fréttarinnar i gær um ávisanir Gjaldheimtunnar — og kvað hann eitt veigamikiö atriði ekki hafa komið þar fram. ,,Það er ætlast til þess að gjald- kerar beri ábyrgð á þvi að fram- sal ávisana sé rétt, en ekki Seðla- bankinn. Þar af leiðandi er það stórhættulegt fyrir gjaldkera að verða við þessum tilmælum Seðlabankans og taka við strikuð- um ávisunum frá öðrum en viðskiptamönnum bankans, sagði hann. Sagði útibússtjórinn, að meirihluti fólks kæmi með ófull- komin persónuskilriki, s.s. sjúkrasamlagsskirteini og fleiri slik, sem engar myndir væru i af viðkomandi. „Það á eftir að koma i ljós, hver á að bera ábyrgðina, ef eitthvað af þessum Gjald- heimtuávisunum hefur verið ranglega framselt.” Kvað útibússtjórinn, að fljót- færnislega hefði verið að þessu staðið af hálfu Seðlabankans. Þrír Norðursjávarbátar sviptir leyfi: ,,Eiga skipstjórarnir að hirða aflann eða henda fiskinum dauðum í sjóinn?" Gsal-Reykjavik. — Nú hafa þrir islenzkir sildveiðibátar, sem hafa verið á veiðum i Norðursjó, verið sviptir veiðileyfum vegna brota á hámarksveiðikvóta, en sem kunnugt er af fréttum mega sild- veiðiskipin ekki veiða meira en 135 tonn á þessum slóðum. Loftur Baldvinsson EA var fyrst sviptur veiðiheimild, en i fyrradag voru leyfin afturkölluð hjá tveimur öðrum islenzkum bátum, Erni KE og Skarðsvik SH. Eftir þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér, eru nú að- eins 2-3 islenzkir sildveiðibátar eftir i Norðursjónum. Hefur þvi um helmingur islenzku bátanna verið sviptur veiðileyfi. Þórður Ásgeirsson, hjá sjávarútvegsráðuneytinu, taldi að margar ástæður gætu legið að baki brotum af þessu tagi, og sagði að 135 tonn væru ekki mikið magn. „Ef bátur er t.d. kominn með 100 tonn og fær siðan 60 tonna kast, hlýtur skipstjórinn að velta þvi fyrir sér hvort betra sé að hirða aflann eða henda fiskinum dauðum i sjóinn. Þá er lika kannski erfiðleikum bundið fyrir skipstjórnarmenn að meta fisk- magnið i n’ótinni, þegar þeir eru komnir nálægt hámarksveiðitak- mörkunum,” sagði Þórður. Sinfóníuhljómsveit ungmenna heldur tón Sígljái til Sovét BH-Reykjavik. — Málningar- verksmiðjan Harpa hefur nýlega gert samninga um sölu á 5000 tunnum af hinum svokallaða „Sigljáa”, sem kunnur er hér á markaði og er þetta stærsti samningur, sem málningarverk- smiðjan hefur gert við Sovét- menn, að þvi er Magnús Helga- son, framkvæmdastjóri Hörpu, tjáði Timanum i gær. Sagði Magnús, að Harpa hefði selt málningu til Sovétrikjanna i tiu ár, eða frá 1965 og hefði fyrsta sendingin verið 2500 eins litra dósir, sem hefðu strax vakið slika eftirtekt, að þær hefðu selzt á einni viku i verzlunum i Moskvu. Siðan hefðu verið gerðir margir málningarsölusamningar við Sovétmenn en þessi nýjasti væri sá stærsti. „Sigljáinn” hefur um langt skeið verið i framleiðslu hjá Hörpu, og kvað Magnús hann hafa verið keyptan fyrir verksmiðjur eystra, sem sæju um framleiðslu alls konar húshluta, svo sem hurða. Hitabeltisloftslag á Egilsstöðum 40 einbýlishús í byggingu og sveitarfélagið byggir 16 íbúða fjölbýlishús J.K. Egilsstöðum.— Um 40 ein- býlishús eru i byggingu hér á Egilsstöðum, og er sveitarfélagið að byggja 16 ibúða fjölbýlishús samkvæmt lögum um leiguibúðir sveitarfélaga. Lokið hefur verið við ab steypa jarðhæðina, en hús- ið verður á þrem hæðum. Verið er að byggja við bama- skólann, og verður þvi verki lokið Ihaust en sex skólastofur eiga að vera i þessari nýju álmu. Unnið er að byggingu mjólkur- stöðvar á vegum Kaupfélags Héraðsbúa. Búið er að steypa upp grunninn en slegið verður upp fyrir vélasal og honum verður lokið innan tiðar. Byrjað er að byggja nýja álmu við íéiagsheimilíð Valaskjálf. Þar á aðkoma veitingasalur og gisti- rými. Unnið er af kappi við að grafa fyrir nýrri plastsundlaug og verið er að leggja siðustu hönd á bún- ingsherbergi og baðhús sem standa á við sundlaugina. Sund- laugin mun verða opnuð innan tiðar. Hér er má segja hitabeJtisveð- ur, um 20-25 stiga hiti og mikið mistur. Sláttur og hirða hefur gengið mjög vel siðustu vikuna. Spretta var seint á ferð hér vegna vorkulda og hófst þess vegna sláttur ekki fyrr en seinni partinn í jýli. Tók þá að verða votviðra- samt eg gekk erfiðlega að hirða. leika ó 20 þar i landi með Sinfoniuhljóm- sveit ungmenna, sem Karsten Andersen stjórnar, en honum til aðstoðar á æfingum voru Harry Kvæbæk og Leif Jörgensen, prófessorar við Tónlistarháskól- ann I Osló. Opnunarhljómleikar voru haldnir i Elverumhallen 10. ágúst, að viðstöddu fjölmenni, sem tók hinni 100 manna hljóm- sveit og einleikurum frábærlega vel.Meðal gesta var Willy Brandt fyrrum kanslari og frú. Mánudaginn 18. ágúst kemur hópurinn til íslands til viku tón- leikahalds og eru fyrstu tón- leikarnir i Háskólabiói kl. 21 þá um kvöldið. Auk stjórnandans og leiðbein- enda eru með i förinni ein- leikararnir Camilla Wichs, Ragin Wenk Wolff, Harald Gullichsen og GIsli Magnússon. Einnig koma fréttamenn blaða og annarra fjölmiðla. Fararstjóri lslendinganna er formaður F.Í.H. Sverrir Garðarsson, en hann'h’ef- ur veg og vanda af Tónlistar- hátiðinni Noregur — Island 1975 af Islands hálfu, sem verður dag- ana 18. til 23. ágúst að báðum dög- um meðtöldum. A þessum stutta tima mun tón- listarfólkið koma fram á um 20 stöðum. Eins og komið hefur fram I fjöl- miðlum fóru 15 ungmenni til Elverum i Noregi á vegum Félags isl. hljómlistarmanna i byrjun mánaðarins. Var förinni heitið til æfinga og tónlistarhalds Sverrir Garðarsson formaður Félags Islenzkra hljóðfæra- leikara. Ragin Wenk-Wolff er sextán ára og yngsti einleikarinn á tónleikunum. „Fólk hefur komið hingað með frumstæðar hugmyndir" — norræna tónlistarráðið þingar í Reykjavík Ö.B.Reykjavik. — Þann 11. þessa mánaðar hófst i Reykiavik fund- ur Norræna Tónskáldaráðsins og lauk honum i gær. Megin tilgang- ur þessa fundar var að velja úr verk.sem félögunum hefur borizt og leikin munu verða á Tónlistar- hátið Norðurianda.sem hér verð- ur haldin 19.-26. júní 1976. Slikar tónlistarhátiðir eru haldnar ann- aðhvert ár á hinum ýmsu Norður- löndum þannig að þær eru á 10 ára fresti hér á landi og var ein slik haldin hér haustið 1967. Fund þennan sóttu mörg þekkt- ustu tónskáld Norðurlanda svo sem Per Nörgaard og Arne Nord- heim svo einhver séu nefnd, en þeir eru þekktir um viða veröld fyrir frábæra músiksmið sina. A fundinum voru va'lin sex verk en það eru: tveir hljómsveitar- konsertar, tveir kammerkonsert- ar, einn kirkjukonsert og einn electróniskur konsert. Að sögn Þorkels Sigurbjörns- sonar, tönskáldsmunoft og tiðum vera erfitt að flytja ýmis verk hér á landi sakir manneklu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef verk krefst t.d. fjögurra gitar- leikara, þá er ekki björgulegt, þvi viðhöfum aðeins einn.sem er sér- hæfður i klassik, eða ef sex flautuleikara þarf, þá er komið að sama vandamáli. Sagði Þorkell að venjulega væru 85-110 hljóð- færaleikarar i sinfóniuhljómsveit en hér væru innan við 70 manns I hljómsveitinni. Þorkell sagði er blaðamaður innti hann eftir þvi hvort hann væri ekki bjartsýnn á góða þátttöku á Tónlistarhátið Norðurlanda: — Við vonum að þetta verði vel sótt og það muni takast jafn vel og áður. Fólk hef- ur komið hingað með mjög frum- stæðar hugmyndir um hvað Is- lendingar geti. Siðan er þetta sama fólk undrandi á hvað við höfum getað afkastað og spyr þá gjarnan hver meiningin sé að fela slik ágætis tónskáld hér. Dómnefndina skipa: Þorkell Sigurbjörnsson, formaður, Svend Nielson, Danmörk, Egil Hovland, Noregi, Miklas Maros, Sviþjóð, Noregur, Kjell Mörke Karlsen, og Aulis Sallinen, Finnland. Noregur, Eskil Hemberg, Svi- A fundi norræna Tónskálda- þjóð, Daniel Börtz, Sviþjóð, ráðsins sátu: Atli Heimir Sveins- Paavo Heininen, Finnland, Leifur son, formaður, Per Nörgaard, Þórarinsson, og Jónas Kristjáns- Danmörk, Arne Nordheim, Son. White-Backman-T rio í ferð um landið Gsai-Reykjavik. — Hingað til lands er komin brezk-íslenzka hljómsveitin White-Backman Trio, sem stofnuð var af Jakobi Magnússyni, pianóleikara, ekki alls fyrir löngu. Hljómsveitin mun dveljast hér á landi um þriggja vikna skeið, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er hér ekki um raunverulegt trió að ræða, þvi hljóðfæraleikararnir eru fjórir og söngkonurnar tvær! White-Backman-Trio mun fara i reisu um landið óg hefst sú ferð strax um þessa helgi. Hljóm- sveitinni tilhalds og trausts verða Stuðmenn og Steinunn Bjarna- dóttir. Skemmta hljómsveitirnar á Norðurlandi um helgina, en halda siðan á Austfirði. Orðrómur hermir aö Stuðmenn ætli nú enn einu sinni aö koma landsmönnum á óvart! White-Backman-Trio — Jakob Magnússon er lengst tii hægri á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.