Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. ágúst 1975 TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson Svíar skelltu Norð- • • monnum Osló SVÍAR með marga af sinum frægu atvinnumönnum unnu sig- ur (2:0) yfir Norðmönnum á miðvikudagskvöldið, þegar þjöðirnar mættust I Osló I Evrópukeppni landsliða. „Þýzku- Sviarnir” Roland Andersson, sem leikur með Evrópumeisturum Bayern Munchen, og Roland Sandberg, sem leikur með v- þýzka liðinu Kaiserslautern, skoruðu mörk sænska liðsins. Sandberg og félagi hans i Kaiserslautern, markvörðurinn Ronnie Hellström, voru beztu menn sænska liðsins. STAÐAN Staðan eftir leik Svia og Norð- manna I Osld, er nú þessi i 3. riðli Evrópukeppninnar: Júgóslavia........4 3 0 1 8:4 6 N-lrland..........3 2 0 1 4:2 4 Sviþjóð...........4 2 0 2 6:5 4 Noregur...........5 1 0 4 5:12 2 Þrír leikir — í kvöld í útimótinu í handknattleik ÞRIR leikir i islandsmóti karla I handknattleik utanhúss verða leiknir á Seltjarnarnesi I kvöld Leikkvöidið byrjar á leik iR gegn Haukum kl. 18, en síðan leika KR og Valur, og Armann mætir Fram. 10 lið taka þátt I mótinu og hef- ur þeim verið skipt i tvo riðla, sem eru þannig skipaðir. A-riðill: IR, FH, Afturelding, Vikingur og Haukar. B-riðill: Armann, Grótta, KR, Valur og Fram. King til Coventry COVENTRY hefur fest kaup á hinum snjalla markverði Millwall BRIAN KING, sem Ipswich var á höttuin eftir. King mun verja mark Coventry gegn Manchester City á laugardaginn, þegar enska knattspyrnan hefst af fullum krafti. Nokkur félagsskipti hafa átt sér stað i Englandi að undanförnu. íþróttasiðan hefur sagt frá þeim flestum, en hér eru nokkur félagsskipti, sem láðst hefur að segja frá: Newcastle hefur fest kaup á Alan Gowling, fyrrum leikmanni Manchester United, frá Huddersfield. Leicester hefur keypt Steve Kemberfrá Chelsea. Sheffield United hefur keypt markaskorarann mikla, Guthrie, frá Southend. Liverpool hefur keypt ungan leikmann — Jones — frá Wrexham og Southampton hefur keypt Gibb frá Newcastle. Strákarnir veita Skotum örugglega harða keppni" segir Örn Eiðsson, formaður FRÍ. Islendingar og Skotar leiða saman hesta sína á Laugardalsvellinum í næstu viku „Skotarnir eru sigurstrang- legri, en strákarnir okkar veita þeim örugglega harða keppni — gætu komið á óvart og sigrað”, sagði örn Eiðsson, formaður FRI um landsleik islandinga og Skota i frjálsum iþróttum, sem fer fram á Laugardalsvellinum n.k. þriðjudag og miðvikudag. — Það má fastlega búast við skemmti- legri keppni, sérstaklega I hlaupagreinunum, sem eru alltaf skemmtilegustu greinarnar fyrir áhorfendur”, sagði örn. tslenzka landsliðið, sem mætir Skotum á Laugardalsvellinum hefur nú verið valið. Tveir nýliðar eru i liðinu, þeir Björn Blöndal úr KR og Strandamaðurinn Pétur Pétursson. Liðið verður annars skipað þessum mönnum: Sigurður Sigurðsson Ármanni 100 m. hlaup og boðhlaup Vilmundur Vilhjálmsson KR 100, 200, 400 m og boðhlaup Bjarni Stefánsson KR 200, 400 m og boðhlaup Jón DiðrikssonUMSB 800 og 1500 m hlaup Július Hjörleifsson 1R 800 m hlaup og m Sigfús JónssonlR 5000 m og 10000 m hlaup Jón H. Sigurðsson HSK 10000 m hlaup Stefán Hallgrimsson KR 110 400m grindahlaup boðhlaup Jón S. Þórðarson IR 400 grindahlaup Sigurður P. SigmundssonFH 3000 m hindrunarhlaup Björn Blöndal KR boðhlaup Sigurður Jónsson HSK langstökk og boðhlaup Elias Sveinsson 1R hástökk og stangarstökk Karl West UBK hástökk Friðrik Þór óskarsson IR langstökk og þristökk Pétur Pétursson HSS þristökk Valbjörn Þorláksson KR 110 m grindahlaup og stangarstökk Hreinn HalldórssonHSS kúluvarp Guðni HalldórssonHSÞ kúluvarp Erlendur Valdimarsson SR kringlukast og sleggjukast. Óskar Jakobsson 1R spjótkast og kringlukast Snorri Jóelsson 1R spjótkast Þórður B. Sigurðsson KR sleggjukast VILMUNDUR VILHJALMS- SON... spretthlauparinn snjalli úr KR, keppir i 5 greinum i lands- keppninni. Agúst Asgeirsson IR 1500 m og 3000 m. hindrunarhl. Gunnar P. Jóakimsson 1R 5000 m hlaup KEFLVIKINGAR ÁKVEÐA LEIKDAGA i gær, könnuðu Keflvikingar þá möguleika, að Dundee léki hér um helgi, en i gær fengu þeir skeyti frá Skotlandi, þar sem frá þvi var skýrt, að Dundee gæti ekki leikið hér um helgi, vegna skozku deildarkeppninnar. KEFLVtKINGAR og Dundee United hafa komið sér saman um leikdaga i UEFA-bikarkeppni Evrópu I knattspyrnu. Kefl- vikingar leika hér heima þriðju- daginn 23. september, en i Ðun- dee þriðjudaginn 30. september. Eins og sagt var frá hér á siðunni „Heiður fyrir okkur að hafa leikmenn f rá eldf jallaeyjunni. ASGEIR SIGURVINSSON. ÍSLENDINGARNIR snjöllu I knattspyrnu Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson verða I sviðsljósinu i Belgiu i vetur, en þá koma þeir til með að berjast um Belgiumeistaratitilinn með liðum sinum. Asgeir leikur með hinu þekkta félagi Standard Liege, en Guðgeir leikur með Charleroy. Bæði þessi lið ætla sér stóra hluti I vetur og hafa undirbúið sig mjög vel fyrir keppnistimabilið, sem hefst á laugardaginn i Belgiu, Það hefur vakið mikla athygli i Belgíu, að það eru tveir leikmenn frá Islandi á meðal beztu knatt- spyrnumanna Belgiu og hefur verið mikið skrifað um það i belgiskum blöðum. Ásgeir Sigurvinsson er nú þegar búinn að skapa sér nafn i belgiskri knattspyrnu. en hann er kominn i hóp beztu knattspyrnu- mannanna þar. Guðgeir Leifsson er aftur á móti óþekkt nafn á knattspyrnuvöllunum þar. Hann hefur leikið nokkra æfingaleiki með Charleroy og vakið mikla at- hygli og binda forráðamenn félagsins miklar vonir við hann. I sambandi við skrifin um þá Ás- geir og Guðgeir, hefur mikið verið rætt um landsleik Belgiu- manna og íslendinga, sem fer fram i Liege 6. september, en þá verða þeir Asgeir og Guðgeir i sviðsljósinu. Árangur Islendinga I Evrópukeppni landsliða hefur vakið mikla athygli og jafnframt hrifningu I Belgiu, en Belgiumenn segja að íslendingar séu þeirrar mesta hjálparhella i Evrópu- riðlinum — þeim hafi tekizt að stela þremur stigum af A-Þjóð- verjum,sem eru aðalkeppinautar þeirra i riðlinum, nokkuð sem enginn reiknaði með fyrirfram. — „Það er heiður fyrir okkur að hafa leikmenn frá eldfjalla- eyjunni i hópi beztu knattspyrnu-. manna Belgiu,” sagði eitt þekkt- asta blað Belgiu, þegar það sagði frá þeim Asgeiri og Guðgeiri, og árangri þeirra með íslenzka landsliðinu. — Það verður gaman að fylgjast með viðureign Is- lendinganna, þegar lið þeirra mætast i baráttunni um meistaratitilinn,” sagði blaðið. GUÐGEIR LEIFSSON Celtic tapaði í Edinborg Edinborgar-liöiö Hearts gerði sér lítið fyrir og vann góðan sigur (2:0) yfir Celtic í skozku deildarbikarkeppninni, þegar liðin mætt- ustí Edinborg. Jóhannes Eðvaldsson (mynd) lék með Celtic-liðinu, en eins og komið hef ur f ram, þá hefur hann skrifað undir samning hjá Celtic — til þriggja ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.