Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 15. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 94 Það er ekki hægt að gefa dauðum manni loforð. Eng- inn tekur mark á slíku. Kannski ekki, en ég lofaði sjálf- um mér því. Ég verð að taka mark á því. Ég verð ekki skíts virði nokkrum manni— hvað þá sjálfum mer, ef ég kem mér ekki á lappir. Teasle hvatti sjálfan sig: Þú ert ekki þreyttur. Þú ert hræddur. Hann andaði með þungum og snöggum sogum, skreið áf ram og skrönglaðist á fætur. Rambo var á hægri hönd — bak við leif ar stöðvarinnar. En sú leið var honum lok- uð, Bakgarðurinn var afgirtur með hárri gaddavírsgirð- ingu. Hinum megin girðingarinnar var nýtekinn grunnur fyrir nýjan vörumarkað. Það yrði hátt fall fyrir hvern sem er. Teasle sá þvi, að andstæðingur sinn hefði hvorki tíma né þrótt til að klif ra yf ir og niður vírgirðinguna án þess að stofna sér í gífurlega hættu. Hann hlyti því að hlaupa lengra upp eftir götunni. Þar tóku við tvö íbúðar- hús, þá leikvöllur og svo grasi gróin slétta í eigu bæjar- ins. Grasið var þétt vaxið og hátt. Villtir rif sberjarunnar uxu á við og dreif og á einum stað höf ðu börnin byggt sér svolítinn leikkofa. Teasle reikaði áfram og notaði brattann á túninu framan við lögreglustöðina sem skjól. Hann rýndi gegn- um reykinn og reyndi að koma auga á Rambo. Hann leit ekki aftur, því sízt af öllu vildi hann horfa aftur á leif- arnar af Harris, sem voru eins og hráviði um allt. Teasle var nú kominn milli dómhússins og stöðvarinn- ar. Logarnir vörpuðu á hann skærri birtu. Reykurinn sveið i augun og hitinn brenndi andlit hans og alla húðina. Teasle skaut sér nær brattanum og reyndi að fela sig i myrkrinu. Eitt andartak dreifðist reykurinn og Teasle sá að fólkið sem bjó í húsunum tveim, skammt frá lögreglustöðinni var komið út á tröppurnar. Það ræddi saman hátt og æsilega með miklu handapati. .Teasle varð sem lamaður eitt andartak, því honum f laug í hug, að Rambo gæti tekið upp á því að sprengja einnig þessi hús í lof t upp. Myrða íbúana rétt eins og hann myrti Harris. Teasle hökti i átt til fólksins eins hratt og hann komst. Um leið svipaðist hann um eftir andstæðingi sínum. — Komið ykkur burt héðan. Forðið ykkur, hrópaði hann. — Hvað sagðir þú? hrópaði einhver úr hópnum. — Hann er rétt hjá ykkur. Hlaupið burt. Forðið ykkur. — Hvað sagðir þú? Ég heyri svo til ekkert í þér. ÁTJÁNDI KAFLI. Rambo skjögraði að anddyrinu á yzta húsinu og miðaði rifflinum á Teasle. Maðurinn og konurnar tvær, sem stóðu í anddyrinu hinum megin veittu honum enga at- hygli. Athygli fólksins beindistað Teasle, svo Rambo var óhultur á felustaðsínum. Þegar hann spennti aftur ham- arinn hlýtur fólkið að hafa heyrt hljóðið... Á svölunum f yrir ofan sig heyrði Rambo skyndilega hljóð. Kona hall- aði sér fram yf ir svalariðið, starði á hann og sagði: Guð hjálpi mér. Þessi aðvörun var meira en nóg. Teasle þeyttist af gangstéttinni upp grasblettinn og í skjól við anddyri hússins, nær rústum lögreglustöðvarinnar. Rambo lét skotið ríða af engu að síður. Hann bjóst ekki við því að hæfa, en þó myndi það skjóta honum ofurlítinn skelk i bringu. Konan á svölunum fyrir ofan hann veinaði. Rambo losaði tómt skothylkið úr rif f linum og miðaði yzt- á anddyrið fyrir framan sig. Fótur Teasles stóð fram- undan og eldtungurnar vörpuðu birtu á hann. Rambo tók í gikkinn — en ekkert gerðist. Riffillinn var tómur og enginn tími til að hlaða hann. Rambo kastaði honum því f rá sér og greip lögregluskammbyssuna. En f ótur Teasl- es sást ekki lengur. Enn veinaði konan. Þegiðu kona, sagði hann og hljóp aftur fyrir húsið. Þá kannaði hann skuggalegt umhverfið í bakgárðinum. Hann vissi að Teasle myndi ekki hætta á að koma að hon- um að framanverðu. Logarnir myndu gera hann skýrt og velupplýst skotmark. Líklegast myndi hann fara inn í bakgarðinn við hitt húsið. Þaðan myndi hann svo laumast að sér. Rambo kom sér fyrir í dimmasta skotinu og beið. Stór, gapandi skurður var á enni hans eftir að bíll hans kastaðist á bif reið Teasles. Andlit hans skall þá í lögreglutalstöðina. Ermin á skyrtu hans var þykkroðin blóði, því hann var stöðugt að þerra burt blóð- ið, sem streymdi ofan í augu hans. Við áreksturinn tóku kvalirnar í rif junum sig enn upp. Raunar vissi hann tæp- ast hvort var verra eða óbærilegra þessa stundina. Um stund var hann áltekinn sljóleika, en hristi af sér slenið. Enn beið hann. Dauðakyrrð ríkti, en honum sýnd- ist svört skuggavera líða í átt að sígrænum runnunum. Rambo þerraði blóðið f rá augunum og miðaði. En hann gat ekki komiðsértil aðskjóta. Hann vildi vera þess full- viss, að þetta væri Teasle. Ef skuggaveran var aðeins missýn myndi hann koma upp um felustað sinn með því að skjóta. Einnig væri það óþörf eyðsla á dýrmætum skotfærum. Nú átti hann aðeins eftir fimm skot í skammbyssunni. f Browning skammbyssu Teasles voru þrettán skot. Teasle hafði ef ni á að eyða skotunum. Bezt að leyfa honum það. HVELL G E I R I o D R E K I K U B B U R Hver...'▼'Engin nöfn, „^j hver ert J manstu það ekki? , Þetta er frimerkjaN/ Þarna er laufa-safnið ísafnið mitt, þetta er) og á borðinu er 11 steina-safnið.... Jtindáta-safnið. (En flott! K f Þú ert sá \ (eini sem ég þekki ) sem safnar söfnum. ■1 imi Föstudagur 15. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Frettir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauðárdalnum ” eftir Jóhann Magnús Bjarnason Orn Eiðsson les (13). 15.00 Miðdegistónleikar Eber- hard Wachter og fleiri syngja lög úr óperum eftir Rossini og Mascagni. Sinfóniuhljómsveit ung- verska útvarpsins leikur „Kossuth”, sinfóniskt ljóð eftir Béla Bartók: György Lehel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (2). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt” stuttur umferðar- þáttur i umsjá Kára Jónas- sonar. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neyt- enda. 20.00 Tónleikar frá útvarpinu i Frankfurt „Hinir himnesku bústaðir”, kantata fyrir einsöngvara, kór, hljómsveit og orgel eft- ir Charles Ives. Einsöngv- arar og Westfalen-kórinn syngja með Sinfóniuhljóm- sveitinni i Frankfurt. Peter Schwarg leikur á orgel: Klaus Ziegler stjórnar. 20.40 Vakningin á Egylsey. Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur annað erindi sitt. 21.15 Pianósónata nr. 28. i A- dúr op. 101 eftir Beethoven Wilhelm Backhaus leikur. 21.30 Dtvarpssagan: „Og hann sagði ekki eitt einasta orð” eftir Heinrich Böll Böðvar Guðmundsson þýddi og les ásamt Kristinu Ólafs- dóttur (2). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. tþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 15. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Þorskveiðar við Lófót. Fræðslumynd um fiskveið- ar við Lófót i Norður-Noregi og lif sjómanna þar. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.00 Hér gala gaukar.Á fyrstu árum Sjónvarpsins voru fluttir nokkrir skemmti- þættir eftir Ólaf Gauk undir þessu nafni. Sá þeirra, sem hér er endursýndur er i söngleiksformi og nefnist Skrallið i Skötuvik. Persón- ur og leikendur: Lina kokk- ur: Svanhildur Jakobsdótt- ir. Kapteinninn: Ólafur Gaukur. Steini stýrimaður: Rúnar Gunnarsson. Gussi grallari: Karl Möller. Halli háseti: Andrés Ingólfsson. Lubbi langi: Páll Valgeirs- son. Aður á dagskrá á annan dag páska, 1968. 21.30 Skálkarnir, Breskur sakamálamyndaflokkur. Foringinn Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.25 Dagskráriok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.