Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 15. ágúst 1975 ALBERT FÍNNEY AS POIROT Óheillakrdkan Lee Radziwill | Litla systir Jackie Onassis heit- ir Lee Radziwill, og er 41 árs gömul. Henni gengur ekki sem bezt þessa dagana, en hún er að reyna að bjarga sér eins og bezt gengur eftir að hafa skilið við pólska prinsinn Stanislaus. Þvi miður er það staðreynd, að allt sem hún tekur sér fyrir hendur misheppnast, og allir fjármála- menn hvar sem þeir eru leggja á flótta þegar þeir sjá frúna af ótta við að óheppni hennar i fjármálum sé smitandi, og þeir taki veikina sjálfir. Lee skrifaði bók sem algjörlega misheppn- aðist. Hún var ómöguleg frá sjónarhóli gagnrýnenda, og það tókst heldur ekki að selja hana. Þrátt fyrir það hafði Lee tekizt að hafa mikið fé út úr útgáfu- fyrjrtækjum fyrirfram, en for- stöðumönnum þeirra hafði hún talið trú um, að bókin myndi seljast eins og heitar lummur. Nú er Lee byrjuð að skrifa ævi- sögu sina. Hún dvelst til skiptis i ibúð sinni við Fimmtu breiðgötu i New York og i sumarhúsi sinu á Long Isiand. Lee þarf á hverj- um einasta eyri að halda, sem hún getur skrapað saman, þar sem hún hefur skapað sér slikar lifsvenjur, að venjulegar tekjur hrökkva þar skammt. Hún fékk töluverða fjárupphæð i arf, þeg- ar faðir hennar dó, og einnig fær hún peninga frá fyrrverandi eiginmanni sinum, en þetta er ekki nóg fyrir hana, þótt venju- legu fólki fyndist ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Ævi- minningar Lee eru einskis virði, þar sem enginn útgefandi hefur enn fengizt til þess að gefa þær út, svo varla græðir hún á þeim skrifunum. Nú virðist ekki vera um annað að ræða fyrir hana en gifta sig á ný, og það ekki nein- um fátæklingi. Reyndar er einn maður reiðubúinn til þess að giftast henni, en það er Lundúna-Grikkinn John C. Carras. Hann er sextugur milljónamæringur og skipseig- andi, og sagt er að hann sé ekki miklu fátækari heldur en Onass- is maður Jackiear var. Carras hefur tvivegis verið giftur og á- stóra eyju i Eyjahafinu, rétt eins og Onassis. Einnig á hann lystisnekkju fallega mjög. Carras hefur meira að segja lát- ið hafa það eftir sér, að hann vilji ganga að eiga Lee, eða Jackie, eftir þvi sem þær óski sjálfar, honum er nokkurn veg- inn sama hvor þeirra það verö- ur. En hver veit nema Carras snúist hugur, þegar hann fer að hugsa meira um Lee, og reynd- ar alla þá, sem einhvern tima Nýlega mátti sjá i bandarisku blaði viðtal við Agötu Christie, hinn fræga rithöfund, þar sem hún sagðist vera að skrifa sið- ustu bók sina um leynilögreglu- manninn heimsfræga, sem hún skóp fyrir mörgum áratugum, — Hercule Poirot. í þessari bók segist rithöfundurinn ætla að láta Poirot andast. Agatha Christie segist ekki vilja að Poirot hljóti sömu örlög og margar aðrar frægar söguhetj- ur — sem sagt að aðrir haldi á- fram að skrifa um hann þegar hún sjálf er fallín frá. Sú var raunin með Tarzan — bækur komu út um hann eftir að Edgar Rice Burroughs féll frá, og endalausar myndasögur hafa birzt um Tarzan siðan. Svipað má segja um hetjuna James Bond. Jan Fleming höfundur bókanna um Bond, andaðist, en þá tóku aðrir við og skrifuðu hin æsilegustu kvikmyndahandrit um James Bond, og breyttu bæði efni bóka og persónum eins og þeim sýndist, og hreinlega skrifuðu nýjar sögur. — Nei, þannig vil ég ekki að farið sé með hann Hercule minn, sagði Agatha. Agatha Christie verður 85 ára þann 15. sept. næstk., en hún segist ætla að halda áfram að skrifa, meðan hún hafi þetta góða heilsu. — En fleiri bækur um Poirot skrifa ég ei, sagði hún, — þvi að hann deyr i bók, sem nú er að koma út og heitir „Curtains” (Tjaldið fellur, get- um við kallað hana). Hér sjáum við mynd af Agötu sjálfri og leikaranum Albert Finney I gervi Poirot i kvikmyndinni Austurlandahraðlestin (Murder on the Orient Express). Einnig birtum við hér mynd af mál- verki, sem var málað um 1925 af W. Smithson Broadhead list- málara, og á það að sýna per- sónuna Hercule Poirot, sam- kvæmt lýsingu höfundar og I- myndun málarans. AGATHA CHRiSTiE hafa tengzt Kennedy-fjölskyld- unni á einhvern hátt. Kannski Carras þori ekki að hætta auð- æfum sinum. Hér er svo mynd af Lee og John Kennedy yngri og einum vina hans ☆ Síðasta bókin um leynilögreglumann- inn Hercule Poirot — Við söfnum nú fyrirþrennu I einu handa henni: Hún er að hætta á skrifstofunni, hún er komin að þvi að eiga Barn, — og svo ætlar hún að gifta sig. — Ég var að snyrta kringum beðið þegar skrimslið þaut út úr höndunum á mér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.