Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 2
2 TíMINN Miðvikudagur 27. ágúst 1975 Fjórðungssamband Norðlendinga með þing á Raufarhöfn ASK-Akureyri. Um 90 fulltrúar sveitar- og sýslufélaga munu sækja 17. þing FJÖRÐUNGS- SAMBANDS . NORÐLENDINGA, sem haldið verður á Raufarhöfn 1.-3. sept. næstkomandi. Þetta er i fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í Norður-Þingeyjarsýslu. Þingað verður I félagsheimilinu Hnitbjörgum, §n þingfulltrúar munu búa á Hótel Norðurljós. A þinginu veröa flutt framsögu- erindi um þau mál, sem efst eru á baugi I byggðaþróun á Norður- landi. Meðal annars ræðir Lárus Jónsson um Norðurlandsvirkjun, og Arni Jónsson landnámsstjóri ræðir um hlutverk landbúnaðar- áætlunar i byggðaþróun. Kynnt verður byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, se'm nú er á lokastigi. Reynir Karlsson æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir æskulýðskönnun fyrir Norður- land, og þá verður rædd byggða- þróun á Norðurlandi vestanverðu og gerð grein fyrir stöðu heil- brigðismála á Norðurlandi. Einn- ig verða flutt nefndarálit milli- þinganefndar i samgöngumálum, iðnþróun, mennta- og ferðamál- um, auk fleiri málaflokka. Meðal tillagna, sem lagðar verða fyrir fjórðungsþingið, er tillaga um heilbrigðismálaáætl- un, áætlun um uppbyggingu stjórnsýslumiöstöðva, um dreif- ingu opinberrar þjónustu, um iðn- þróun, um Norðurlandsvirkjun og afstöðuna til stofnunar fræðsluskrifstofa á Norðurlandi. í ár eru timamót I starfsemi sambandsins, en þann 14. júli varð það 30 ára, og þar með elztu starfandi landshlutasamtök sveitar- og sýslufélaga. Núver- andi stjórn skipa: Brynjólfur Sveinbergsson, oddviti Hvamms- tanga, Bjarni Einarsson, bæjar- stjóri á Akureyri, og Heimir Ingi- marsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn. „Vil ekki trúa tölvunni" - sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari eftir slæma tölvuspó í Laugardalshöll FB-Reykjavik. 1 sýningardeild fyrirtækisins Iðntækni á Alþjóð- legu vörusýningunni i Laugar- dalshöll geta menn fengið gerða fyrir sig tölvuspá fyrir septem- bermánuð. I tölvunni kemur fram þrennt: andriki, heilsa og tilfinn- ingalif. Einn sýningargesta, Frið- rik Ólafsson stórmeistari, kom á sýninguna á laugardaginn, og tölvan spáði fyrir um hvernig þessu þrennu yrði háttað hjá hon- um i september, en þá mun Frið- rik einmitt taka þátt i afar sterku skákmóti i Middlesborough i Englandi. Ef tölvuspáin er tekin trúanleg, væri ef til vill bezt fyrir Friðrik að sitja heima og fara hvergi, eins og hann sjálfur sagði, þegar Tim- inn spurði hann um tölvuspána. I henni fer andriki, heilsa og til- finningalif allt niður i núll um miðbik mótsins, en hækkar heldur er á liður, þó ekki svo, að nægilegt væri til vinnings. — En ég held ég ætli bara alls ekki að trúa þessu, sagði Friðrik og hló! Á mótinu i Englandi verða að minnsta kosti 12 stórmeistarar, en alls munu 16 taka þátt i mót- inu. Friðrik fer til Englands um næstu helgi. Myndin er af Friðrik Ólafs- syni með tölvuspána, sem gerð var i Laugardalshöll- inni á laugardaginn. Getur verið, að á andliti hans sé ofurlitill áhyggjusvipur, eftir að hann hefur kynnt sér slæma tölvuspá, sem nær yfir timabilið, sem næsta skákmót hans fer fram á? EINUNGIS 10% AF STARFSMONNUM SLIPPSTÖÐVARINNAR H/F Á AKUR- EYRI NOTA EYRNARHLÍFAR... ASK-Akureyri. Að sögn Arnars Einarssonar, trúnaðarm anns plötusmiða og rafsuðumanna hjá Slippstöðinni, er álitið, að einungis 10% af starfsmönnum stöðvarinnar noti eyrnahlifar, þrátt fyrir að Slippstöðin leggi öllum starfsmönnum sinum þær til. örn sagði, að sú hugmynd hefði Blanda Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum hafði sam- band við Veiðihornið i gær til þess að segja okkur fregnir af veiðiskapnum i Blöndu. Það litur út fyrir algjört metár, hvað veiði snertir i Blöndu, og liklegast verður veiðin helmingi meiri en nokkru sinni áður, eða allt að þvi. Núna eru komnir á land um 2000 laxar, en i fyrra voru þeir 1173, sem veiddust i' Blöndu, og þá urðu þeir 149 löxum fleiri en þeir höfðu nokkru sinni áður orðið. Enn hækkar talan, þvi að veiði i Blöndu lýkur ekki fyrr en 31. ágúst, svo að hún verður stunduð i viku enn. Magnús sagði, að afskaplega erfittværi að ná ■ saman heildartölum um veiðiskapinn, og stafaði það af ýmsu, en þessar tölur væru eins nákvæm- ar og unnt væri. Laxinn mun vera eitthvað léttari að meðaltali en i fyrra, en þá var meðalþyngdin 9,9 pund. Til þessa liggja ýmsar\ orsakir, meðal annars hinn mikli fjöldi laxa, sem veiðzthefur á þessu sumri. Blanda hefur hagað sér ákaflega einkennilega i sumar, og jafnan verið mikið vatn i henni. Þetta er óvanalegt, venjulega fer að minnka i henni um mitt sumar, og þá minnkar veiðin, og hefur henni stundum verið með öllu lokið um mitt sumar. Svo er ekki núna. Að visu hefur dregið úr henni, en veiði er engu að siður mjög góð ennþá. Framan af sumri var það venjan, að menn fengju 20 laxa á stöng á dag, og komust allt upp i 47 laxa, en upp á siðkastið hefur veiðin farið niður i 20 laxa á dag yfir heildina, en þrjár stengur eru leyfðar i ánni. Veiðin Isumar er öll neðst i ánni, og eru helztu staðirnir Bugur og Breið, — veiðisvæðið er sem sagt upp að laxastigunum við Ennisflúðir, sem er eins kilómetra leið ofan við brúna yfir Blöndu hjá Blönduósi. Við inntum Magnús eftir þvi, á hvað veiddist helzt, og sagðist hann halda, að það væri aðal- lega maðkur. Það eru ' stangveiðifélögin á Blönduósi og< Sauðárkróki, sem iiafa Blöndu á leigu, og við vit- um ekki betur en litið sé um sölu á veiðileyfum, ■ þvi að félagar eru margir i félögunum, og kom- ast sjálfsagt færri að en vilja. Svartá Um Svartá er það að segja, að þvi er Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum tjáði okkur, að þar hef- ur veiðin verið heldur léleg i sumar, og eru ekki komnir nema eitthvað 200 laxar á land. Hitt er annað mál, að veiðin er heldur að glæðast þessa dagana. Magnús sagði, að Pétur Pétursson á Höllu- stöðum, sem er formaður Veiðifélags Svartár teldi ástæðuna vera þá, að þéttingsflóð hefði ver- ið i Blöndu I allt sumar, og þvi hafi laxinn átt i erfiðleikum með að komast upp laxastigann hjá Ennisflúðum. Nú er hinsvegar að draga úr vatnsmagninu i Blöndu, og þá standa meiri likur til þess að lax- inngangi upp i Svartá. Mikið af veiðinni i sumar hefur verið niðri við ármótin. I Svartá eru leyfðar þrjár stengur, og þar er aðallega veittámaðk.ensumir veiða þó á flugu. Veiðitiminn rennur út 10. september. Það er Veiðifélag Ólafsfjarðar, sem er með Svartá á leigu. Þess má geta að lokum, sagði Magnús Ólafs- son okkur, að undanfarið hefur verið gert mikið átak i þvi að rækta upp eigin stofn þarna I Svartá, og hefur verið farið með lax úr Blöndu i eldisstöðvar að Laxalóni og Sauðárkróki. I sumarvar gerð tilraun til að rækta upp stofn- inn á náttúrlegri hátt. Farið var með hæng og hrygnu, sem tekin voru i net hjá Æsustöðum, upp i Svartá, og þeim sleppt i ána framan við Hvamm. Er ekki laust við, að menn bíði nokkuð spenntir eftir að sjá, hvort eitthvað kemur út úr þessu, þótt erfitt gæti verið að fylgjast með þvi! skotið upp kollinum að heyrnar- mæla einhvern ótiltekinn fjölda starfsmannanna nú innan skamms, en það virtist vera eina leiðin til að sannfæra menn um notagildi eyrnahlifa, ef svo siðar væri möguleiki á að sýna fram á heyrnarskemmdir með annarri rannsókn. Aðspurður um það, hvers vegna svo litill hluti starfsmannanna notaði hlifarnar, sagði örn, að mönnum þættu þær þvingandi, og væri raunar illmögulegt að nota þær við vissar aðstæður. Hins vegar væri i mörgum tilvikum um að ræða einberan trassaskap. AAjókurbíllinn með undanþágu ö.B. Reykjavik,— Bragi Thor- oddsen, r.ekstrarstjóri Vega- gerðar . rikisins á Patreksfirði, hafði samband við blaðið i gær vegna fréttar i Timanum sunnudaginn 24. ágúst s.l. Þar er haft eftir Kristjáni Péturssyni, bónda á Skriðnafelli á Barða- strönd að átta bæirhefðu fariðúr vegasambandi vegna lokunar ræsis á vegi þeim, er að bæjunum liggur. Að sögn Braga eru það að- eins fjórir bæri, sem afmarkast af þessum kafla. Ekki mun hafa komið til neinnar lokunar á ræsi þessu, heldur var aðeins um að ræða öxulþungatakmörkun til viðvörunar aðkomnum þungaflutn ingabifreiðum. Mjólkurbillinn hefur allan timann fariðþarna um, þvi aðhann hefur sérstaka undanþágu frá vega- gerðinni, en sá sem ákvað fyrir- greinda þungatakmörkun var Bragi Thoroddsen, rekstrarstjóri vegagerðarinnar. Bragi Thoroddsen gat þess einnig, að KJeifarheiðin hefði verið opin frá janúarbyrjun fram til vors, og þvi aldrei verið um snjóruðning að ræða þar á þeim tima. SPRENGT FYRIR í YTRI-LAXÁ? Gsal-Reykjavik. — Grunur leikur á, að sprengju hafi verið komið fyrir I Ytri-Laxá siðast liðið föstudagskvöld. Fundizt hafa tveir laxar úr ánni, sem bera öll einkenni þess, að sprengt hafi verið. Að sögn Jóns ísbergs, sýslumanns á Blönduósi, er málið i rannsókn. Jón sagði, að fundizt hefði dauður lax um siðustu helgi.sem bæri þessi einkenni, og á mánudag fundu laxveiðimenn við Ytri-Laxá annan dauðan lax. 1 gærdag var verið að yfir- heyra nokkra menn I sambandi við þetta mál, en að sögn Jóns er á þessu stigi málsins ekki hægt að slá þvi föstu, að sprengt hafi verið i ánni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.