Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. ágúst 1975 TÍMINN 7 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu vib Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Stóra blekkingin Þjóðviljinn hefur undanfarið haldið þvi fram, að kaupmáttur launa hafi rýrnað um 25—30% i tið nú- verandi stjórnar. Útreikningar Kjararannsóknar- nefndar sýna hins vegar annað. Samkvæmt þeim var kaupmáttur timakaups verkamanna 14% meiri fyrsta ársfjórðung þessa árs en hann var til jafnaðar á árinu 1971, 2,6% minni en til jafnaðar á árinu 1972, 4,5% minni en á árinu 1973 og um 13% minni en á seinasta ári. Þegar þess er gætt, hve stórkostlega viðskipta- kjörin hafa versnað siðustu misserin, eða um rúm- lega 30%, verður þetta ekki talin slæm niðurstaða. Vitanlega hefði verið æskilegast, að kaupmáttur- inn hefði haldið áfram að aukast, en slikt var úti- lokað á þeim tima, þegar afkoma þjóðarinnar stórversnaði. Þvi frekar var nokkur kjararýrnun óhjákvæmileg, að þjóðin lifði stórlega um efni fram á siðasta ári, þ.e. eyddi miklu meira en hún aflaði, og áttu febrúarsamningarnir 1974 sinn stóra þátt i þvi. Sliku var vitanlega ekki hægt að halda áfram og sizt af öllu, þegar að kreppti. Þjóðviljinn hefur nú sem fyrr gripið til þeirrar blekkingar, að lifskjörin hefðu ekki þurft að rýrna neitt, heldur hefðu þau a.m.k. átt að geta staðið i stað, þvi að þjóðartekjurnar hafi ekki minnkað nema litillega á árinu 1974. Þetta er glöggt dæmi um, hve stórfelldar blekkingar Þjóðviljinn leyfir sér. Tekjurnar einar segja ekkert til um afkomu manna eða þjóða. Til þess að vita raunverulega hver afkoman er, verða menn að hafa jafnt yfirlit yfir tekjur og gjöld. Ef ályktun Þjóðviljans væri rétt, ætti það að vera nóg að hækka tekjurnar, en láta sig engu varða útgjöldin. Það, sem hefur gerzt hér siðustu misserin, er i stuttu máli það, að út- gjöld þjóðarbúsins hafa stóraukizt vegna versn- andi viðskiptakjara. Flestar innflutningsvörur hafa stórhækkað i verði, þótt hækkun oliunnar sé langtilfinnanlegust, en sá kostnaðarliður einn hefur aukið útgjöld þjóðarbúsins um marga milljarða króna. Þegar útgjöld þjóðarbúsins stór- hækka þannig, nægir það vitanlega ekki þótt tekjurnar standi i stað eða tæplega það. Þann mis- mun, sem þannig verður til, verða þegnarnir og atvinnuvegirnir að taka á sig með einum eða öðr- um hætti. Þegar það er athugað, að viðskiptakjör þjóðar- innar hafa versnað um 30% og afkoma þjóðarbús- ins orðið lakari i samræmi við það, verður það ekki talinn slæmur árangur, að kaupmáttur timakaups verkamanna hefur minnkað miklu minna. Þessum árangri hefur tekizt að ná sökum þess, að rikis- stjórnin hefur lagt áherzlu á, að reynt yrði að skerða lágu launin sem minnst. Það er hins vegar kominn timi til, að launafólk fari að átta sig á þeim útreikningum og áróðri Þjóðviljans, að tekjurnar einar hafi allt að segja, en útgjöldin skipti ekki neinu máli. Það er þessi stóra blekking Þjóðviljans, sem á mestan þátt i þvi, að verkalýðshreyfingin hefur lagt megin- áherzlu á að hækka launin i krónutölu, en hugsað minna um, hvaða áhrif þetta gæti haft á útgjöldin. Ýmsir verkalýðsleiðtogar hafa þó bersýnilega gert sér grein fyrir þessu i seinni tið, en þar hefur verið við ramman reip að draga. Svo vel hefur Þjóðviljanum orðið ágengt með stóru blekking- una. ERLENT YFIRLIT Kommúnismi Títós hefur ekki heppnast Stórfelldur landflótti og mikið atvinnuleysi Titó stundar enn dýraveiðar TÍTÓ og Franco eru nú elztu þjóðarleiðtogar i Evrópu, báð- ir komnir yfir áttrætt. Titó, sem er aðeins eldri, verður 83 ára á þessu ári. Hann er mun heilsuhraustari en Franco, en sá timi getur þó vart verið langt undan, að hann láti af forustunni. Þótt súspurning sé á margra vörumhvað taki við á Spáni eftir Franco, er sú spurning að verða algengari hvað taki við i Júgóslaviu eftir Titó. Svo mjög hefur Titó verðið allsráðandi i Júgó- slavlu engu siður en Franco á Spáni. Margar ástæður valda þvi, að spáð er óvissu i Júgóslaviu eftir fráfall Titós. Tvær ástæð- ur eru þó veigamestar. Annað eru þjóðernisdeilurnar. Hitt er það, að kommúnisminn, sem er kenndur við Titó, hefur að verulegu leyti misheppnazt. TITO hefur á ýmsan hátt reynt að framkvæma komm- únismann á annan hátt en gert hefur verið i öðrum kommún- istarikjum i Evrópu. Hann hefur reynt að draga meira úr afskiptum rikisvaldsins og leyft miklu meira persónulegt frjálsræði, t.d. ferðafrelsi. Hann hefur látið verkafólki eftir rekstur viðkomandi verksmiðja og reynt þannig að auka afköst þess og áhuga. í mörgum iðngreinum hefur veriðkomiðá samkeppni milli fyrirtækja. Þetta fyrirkomu- lag hjá Titó hefur gefizt mis- jafnlega vel. Iðngreinar eru misjafnlega arðvænlegar og hefur þetta stuðlað að veru- legum launamun, auk þess, sem launakjörum er þannig háttað, að þeir, sem bera mesta ábyrgð við hvert fyrir- tæki, mega hafa allt að fimm- falt hærri laun en þeir launa- lægstu. Fyrir fáum árum vaknaði Titó við þann vonda draum, að ný stéttaskipting var að myndast i landinu, og hefur hann siðan reynt að hamla gegn þvi, m.a. með auknu miðstjórnarvaldi kommúnistaflokksins, en ekki orðið teljandi ágengt. Annað sizt ákjósaniegra er að þetta kerfi Titós hefur ekki orðið þess umkomið að skapa nægá atvinnu i landinu. Um ein milljón verkamanna frá Júgó- slaviu vinnur nú erlendis, nær eingöngu I Vestur-Evrópu, og samt er mjög mikið atvinnu- leysi I landinu. Þá ýtir þetta kerfi Titós meira undir verð- bólgu en i öðrum kommúnista- rikjum, og hefur hún undan- farin misseri verið milli 20 og 30% á ársgrundvelli. Glöggt er af þessu, að stjórnarvöld i Júgóslaviu hafa við mikla erfiöleika að striða, og eftir- maður eða eftirmenn Titós taka þvi við ærnum verkefn- um á þvi sviði. En þrátt fyrir allt það, sem miður fer efna- hagslega, er hinn tltóíski kommúnismi á ýmsan hátt geðfelldari en hinn staliniski, einkum þó varðandi flest, sem snertir persónulegt frelsi. EF TIL VILL verða þó efna- hagsmálin ekki stærsta vandamál éftirmanna Titós. Júgóslavia er sambandsriki, sem varð til upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, þegar ýms- ir landshlutar, sem sérstakir þjóðflokkar byggðu og áður höfðu ýmist tilheyrt Austur- riki eða Ungverjalandi, voru sameinaðir Serbiu. Serbar urðu valdamesti þjóðflokkur- inn, en einkum hinir næst- stærstu, eins og Króatar og Slóvenar, una illa yfirráðum þeirra. Þeir vilja fá meira sjálfræði og jafnvel helzt fullt sjálfstæði. Titó hefur reynt með ýmsu móti að ganga til móts við kröfur þeirra, en jafnhliða reynt að styrkja sambandsstjórnina. Þetta hefur gengið illa i seinni tið. Skæruliðar hafa látið i vax- andi mæli til sin taka, m.a. með árásum á sendiráð Júgó- slaviu erlendis. Titó hefur tek- ið það til bragðs siðustu miss- erin að sýna öllu meiri hörku en áður, og m.a. hreinsað til i deildum kommúnistaflokksins i Króatiu og Slóveniu sökum of mikillar þjóðernisstefnu. Mik- ið má vera, ef þetta hefur ekki frekar ýtt undir þjóðernis- stefnuna i viðkomandi lands- hlutum en hið gagnstæða. Þvi er almennt spáð, að þjóðernishreyfingarnar muni færast i aukana, þegar Titó fellur frá. Persónuleg áhrif hafa vafalítið verið mesta sameiningaraflið i Júgóslaviu. Þeir svartsýnustu spá þvl, að Júgóslavia muni skiptast skömmu eftir, að. Titó fellur frá. ÝMSAR siðustu ræður Titós benda til þess, að hann sé allt annað en bjartsýnn á framtið- ina. Hann hefur siðustu miss- erin unnið að þvi að styrkja kommúnistaflokkinn i þeirri von, að hann verði það afl, sem geti haldið rikinu samán, og dregið úr þeirri stéttaskipt- ingu, sem leitt hefur af efna- hagskerfinu. Þannig ætlar Titó Ðokknum aukið vald til I- hlutunar og afskiptaog hallast hann þannig meira að hinu staliniska kerfi en áður, sem byggist á alræði rikisins og flokksins. Þá hefur Titó látið i ljós þann ugg, að stórveldin kunni að sækjast til aukinna á- hrifa I Júgóslaviu eftir fráfall hans. Titó hefur sagt opinber- lega, að hann óttist öllu meira afskipti Bandarikjanna en Sovétrikjanna, en ýmsir telja, að þessu sé 'ófugt farið, en Titó telji hyggilegt að orða þetta á framangreindan hátt. Að sjálfsögöu eru komnar á kreik ýmsar ágizkanir um það, hver muni verða eftir- maður Titós. Eftir flokksþing- ið i fyrra, skipaði Titó þriggja manna ráð, sem á að ráða þessu máli til lykta eftir frá- fall hans. 1 þvi eiga sæti Edvard Kardelj, sem lengi hefur verið einn nánasti sam- verkamaður Titós, Vladimir Bakaric, sem hefur verið tal- inn hægri hönd Titós á sviði efnahagsmálanna, og Stane Dolanc, sem hefur verið talinn mikill andstæðingur Rússa og Stalinismans. Kardelj, sem er 65 ára, og Bakaric, sem er 63 ára, eru báðir frá Króatiu, en Dolanc, sem er 51 árs, er frá Slóveniu. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.