Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. september 1975. TÍMINN Athyglisverður samanburður á verðlagi i fróðlegri grcin eftir Inga Tryggvason alþm. sem b ir t is t i laugardags- blaði Tim- ans, er sýnt fram á, að bændur hér fá öllu lægra verð fyrir afurðir sinar en finnskir bændur. Samkvæmt verðskráningu i júlilok fengu finnskir bændur kr. 426.06 — 524.44 fyrir kg. af nautakjöti, en á sama tima var verðið til isl. bænda kr. 122.05 — 550.33. Þá fengu finnskir bændur kr. 304.75 fyr- ir kg. af svinakjöti, en hér munu bændur hafa fengið kr. 310.00 — 320.00. Þá fengu finnskir bændur kr. 6533.00 fyrir lamb með 14 kg. fall- þunga, en svipað verð hér mun hafa verið kr. 5700.00. Þá fengu finnskir bændur kr. 46.44 fyrir litra af mjólk, en hér var verðið til bænda kr. 48.45. Svipað kaupgjald Eftir að hafa borið saman áðurgreindar tölur og nokkrar fleiri, farast Inga Tryggva- syni þannig orð: „Samanburður sá, sem hér er gerður á verðlagi ákveð- inna landbúnaðarvara hér og i Finnlandi, er islenzkum neyt- endum hagkvæmur. islenzki bóndinn skilar framleiðslu- vörum sínum á lægra verði til vinnslu og dreifingarkerfisins en sá finnski gerir. Vafalaust má finna þætti, sem ólíkir eru hjá þessum þjóðum með tilliti til verðmyndunar. Sumir þeirra kunna að vera islenzk- um bændum i hag, aðrir finnskum. Samanburður við Finnland er að nokkru valinn af tilviljun en þó einkum vegna hins, að kaupgjald i löndunum er svipað og á- kvörðun verðlags er i báðum löndum miðuð við, að bændur njóti sambærilegra kjara við aðrar stéttir, þótt hin öra verðbólga og fleira hafi orðið þess valdandi, að íslenzkir bændur a.m.k., hafa ekki i raun náð kjarajafnrétti við viðmiðunarstéttirnar. Verð- bólga f Finnlandi er nú tain 17- 18% en yfir 40% hér á landi.” Stöndum Finnum ekki að baki Að lokum segir Ingi Tryggvason: ,,Ef viðlitum á þann saman- burð, sem hér hefur verið gerður á verðlagi á fram- leiðslu bænda á tslandi og i Finnlandi, þá sýnir hann fyrst og fremst, að við stöndum Finnum ekki að baki um af- köst i landbúnaði miðað við aðrar starfsstéttir og hafa þó Finnar ekki verið taldir neinir aukvisar i verklegum efnum. Þeirsem raunverulega þekkja til islenzks landbúnaðar, vita líka fullvel, að islenzkir bænd- ur hafa verið fljótir að tileinka sér nýjungar i starfsgrein sinni og hafa stóraukið á skömmum tima afköst i at- vinnugreininni. En veður eru válynd i landinu og lega þess slik, að ekki er sanngjarnt, að ætlast til að hér séu fram- leiddar ódýrari landbúnaðar- vörur en annars staðar i Norð- ur-Evrópu. Þess vegna meg- um við áreiðanlega vera ánægðir með, að framleiðslu- kostnaður landbúnaðarvara á tslandi skuli nú ekki vera hærri en raun ber vitni.” Þ.Þ. Söngskólinn í Reykjavík auglýsir Söngskólinn i Reykjavik tekur til starfa 6. okt. Umsóknareyðublöð fást i Bóka- verzlun Eymundssonar i Austurstræti og er umsóknarfrestur til 10. sept. n.k. Inntökupróf nýrra nemenda verða haldin 1. okt. kl. 5. Upplýsingar um nám og inn- tökuskilyrði gefnar á skrifstofu skólans að Laufásvegi 8, og i sima 21942. Skólastjóri. Tlmlnn er peníngar Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna AAITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna BARNASTÆRÐIR FRA 4-16 Verð frá kr. 3950-5950 Verð síðan fyrir gengisfellingu PÓSTSENDUAA §PORT&41 L S HITEMMTORGj 1 Prjónakonur Kaupum handprjónaðar lopapeysur. Nýhækkað verð. Móttaka kl. 9-12 og 1-4 i verzluninni, Þing- holtsstræti 2, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga og á miðviku- dögum að Nýbýlavegi 6, Kópavogi. Álafoss h.f. Tímamótamarkandi tískusýningar meó tónlist og Ijósagangi Tvisvar á dag alla daga nema laug- ardaga og sunnudaga, kl. 4,30 og 8,45 eru tískusýningar í veitingasalnum. Modelsamtökin og Karon sýna. Við höfum útbúið sérstakan Ijósa- búnað sem blikkar allavega litum Ijósum í takt við tónlistina, og teljum okkur brautryðjendur á sviði svo glæsilegra tískusýninga. Á laugar- daginn verður sýning á barnafatnaði kl. 2,30 og 4,30, -sem verslunin Bimm Bamm sér um. HAPPDRÆTTISVINNINGURINN I DAG ER: FERÐ FYRIR TVO TIL KAUP- MANNAHAFNAR Á SCANDINAVI- AN FASHION SHOW 15.-17. SEPT- EMBER. ÚTSÝN SKIPULEGGUR DVÖLINA i KAUPMANNAHÖFN. Tískusýningar í dag kl. 4,30 og 8,45. Karon samtökin sýna. Verð aðgöngumiða 350 kr. fyrir full- orðna og 100 kr. fyrir börn. Ej m ALÞJÓÐLEG VÖRUSYNING REYKJAVlK 1975 |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.