Tíminn - 02.09.1975, Side 20

Tíminn - 02.09.1975, Side 20
SlM112234 •HERRA GflR-ÐURINN AÐALSTR-IETI8 GEBI fyt'ir ffóóan maM KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - ísrael víkur úr fjallaskörðunum Samkomulag undir ritað í gær að við- stöddum Kissinger utanríkisrdðherra AAótmæla dauða dómi Baskanna — settust að í Notre Dame í Reuter Jerusalem/London — tsraelska stjórnin samþykkti, með átján samhljóða atkvæðum, nýtt samkomulag við Egypta i gær, eftir fund sem stóð meiri hluta dagsins. Samkomulagið átti að undirrita i gærkvöldi að við- stöddum Henry Kissinger utan- ríkisráðherra Bandarikjanna og Yitzhak Rabin forsætisráðherra tsrael. Siðan ætlaði Henry Kissinger að fljúga til Alex- andriu, þar sem Egyptar undirrita samkomulagið. Ygal Allon, utanrikisráðherra tsrael sagði um samkomulagið ,,að þetta væri mjög góður samningur fyrir tsrael”. Skilmálar samkomulagsins voru ákveðnir af bandariska sáttasemjaranum eftir 12 daga erfiöar samræður og fundi i Jerú- salem og Alexandriu. I staðinn fyrir að tsraelir víkja frá mikil- vægum fjallaskörðum og hinum dýrmætu oliulindum i Sinai, fá þeir staðfestingu frá Egyptum um endurnýjum S. friðarsáttmál- ans og loforð um að nota ekki hernaðaraðgerðir til að koma á friði I deilum sem upp kunna að risa. Þá leyfa Egyptar israelskum flutningaskipum umferð um Suez-skurðinn og draga úr áróðri og efnahagslegum aðgerðum gegn Gyðingum. Þá munu Bandarikin sjá ísrael fyrir veru- legri fjárupphæð til hemaðar- legrar og efnahagslegrar hjálpar, IRA stelur bandarískum vopnum Reuter Washington— Ólöglegi irski lýðveldisherinn (IRA) hefur staðið að ránum á bandariskum vopnum úr her- stöövum til að senda til Norð- ur-írlands, eftir upplýsingum sem komu frá varnarmála- ráðuneytinu i gær. Þessir þjófnaðir voru gerðir af ýms- um hópum, en verið haldið leyndum þar til að þingmað- urinn Les Aspin, upplýsti þá i gær. Aspin sagði, að i hinni löngu skýrslu hersins um málið, en hún er 368 blaðsiður, hefði komið i ljós, að ýmsir hópar skæruliða og auk þess einstak- lingar, hefðu að mestu staðið að ránum þessum og að i allt hefðu horfið um 6,900 vopn á- samt 1,2 millj. skotfæra á ár- unum 1971 og 1974, sem væru nógar birgðir til að vopna átta þúsund manns. Vopnunum og skotfærunum var m.a. stolið úr stöðvum hersins i Camp Lejeune, N- Karolinu, og þaðan flutt á skipi til Norður-lrlands. Einn- ig hurfu birgðir úr Fort Bragg, einnig i Norður-Karólinu- fylki. ekki var upphæðin fastákveðin þegar siðast fréttist. Fjallaskörðin verða varin her- mönnum Sþ og þvi munu Egyptar fá þá ánægju að sjá israelska her- menn hverfa frá þessum mikil- vægu stöðum. Aftur á móti fær Israel yfirráð yfir svæðum um- hverfis hin tvö fjallaskörðin, og mun það auðvelda Israelum, segja yfirmenn i israelska hern- um, að umhringja þessi fjalla- skörð á stuttum tima ef i odda skærist aftur á milli landanna. Þó að Israelir væru yfirleitt ánægðir með samkomulagið, viöurkenndu opinberir aðilar, aö það væri ekki eins og þeir hefðu vonazt til. Við Sinai-fjallaskörðin, munu verða tvær stórar stöðvar önnur fyrir Egypta og hin fyrir fsraela, auk þess sem sex bandariskum stöövum verður komiö upp, þrjár verða mannaðar en hinar þrjár útbúnar sjálfvirkum elektrónfskum tækjum. Siðan dr. Kissinger mistókst að komá á samkomulagi i marz á þessu ári, hefur ísrael látið undan og samþykkt afturhald i Sinai meö skilyrðum sem þeir vildu ekki sámþykkja áöur. Yfirmenn israelska hersins, sem áður sögðu að ekki kæmi til greina að vikja úr fjallaskörðum, þar sem þau hefðu mikla hernaðarlega þýö- ingu, segja nú aö þetta sé bezta lausnin, enda muni Bandarikja- menn borga brúsann við kostnað stöðvanna og þar af leiöandi þyrftu þeir ekki fleiri menn við gæzluna, eins og þeir héldu þó fram áður. Þetta samkomulag er álitið vera mikill sigur fyrir Henry Kissing- er, utanrikisráðherra Bandarikj- anna en hann hefur þeytzt á milli Jerusalem og Alexandriu og verið óþreytandi i sáttasemjarastarfi sfnu. Mikill viðbúnaður var i . Alexandriu i gærkvöldi til að taka á móti Kissinger og átti að sjón- varpa frá athöfninni þegar sam- komulagið var undirritað. mótmælaskyni Reuter-Parls — Um tvö hundruð unglingar dvöldu I Notre Dame dómkirkjunni i tvær klukkustund- ir i gærdag til að mótmæla dauða- dómnum yfir tveim Böskum i Burgos á Spáni. Mótmælendurnir, sem sögöust vera „antifasistar og demókrat- ar”, hringdu klukkum dómkirkj- unnar og hengdu upp borða á milli hinna tveggja turna hennar, sem á stóö: Bjargið Garmendia og Otaegui. Baskarnir tveir. Jose Antonio Garmedia og Angel Ota- egui, voru dæmdir til dauða I sið- ustu viku. Eftir að unglingarnir yfirgáfu dómkirkjuna, veifuðu þeir rauð- um fánum og hrópuðu slagyrði til vegfarenda um að styðja þá i við- leitninni við að bjarga lifi Bask- anna tveggja. Allsherjar- verkfall á Korsíku Reuter Bastia, Korsika — Alls- herjarverkfall.hófst á Korsiku i gærdag sem lamaði allt at- hafnárlif eyjarinnar, er þetta gert i mótmælaskyni gegn frönsku stjórninni. Verksmiöj- um var lokað, ásamt verzlun- um, veitingastöðum, skrifstof- um, lestir og strætisvagnar hættu að ganga og var ástandi likt við að Korsika væri nú al- gjörlega liflaus eyja. Verkfallið hefur valdið um fimmtiu þúsund ferðamönnum sem dvelja á eynni miklum vandræðum, svo ekki sé meira sagt. Margir urðu að fresta heimferð um óákveðinn tima.' Floti smábáta lokaði höfnunum I Batia og Ajaccio i gærdag og hótuðu að stöðva ferjuferðir til ítaliu og Frakklands. Þá hindruðu verkfallsmenn i Ajaccio ferðamenn að komast um borð i ferju sem átti að fara til Frakklands. Hundruð verkfallsvarða héldu vörð á strætum úti til að tryggja að enginn bryti verkfallsbannið. Mótmæli gegn frönsku stjórn- inni stafa af þvi að þrjú þúsund herlögreglumenn voru sendir til eyjarinnar til að vera við öllu búnir er óeirðir meðal óháðra brutust út. Leiðtogi hins nú ó- löglega óháða flokks, dr. Ed- mond Simeoni, sem nú situr i fangelsi i Paris, sendi orðsend- ingu, sem var smyglað úr fang- elsinu til Korsiku og biður menn að sýna stillingu meðan á verk- fallinu stendur til að forðast frekari útistöður við lögregluna. Siðustu 10 daga, hafa þrir lög- reglumenn misst lifið i átökum á Korsiku. Ibúar Korsiku eru um tvö hundruð og áttatiu þúsund tals- ins, og samkvæmt fréttum nær verkfallið jafnvel til hinna smæstu fjallaþorpa. t stærri borgum eins og Corte og Calvi, var allt athafnalif lamað vegna verkfallsins. Leiðtogi óháða flokksins, dr. Simeoni, á von á þvi að fá dauðadóm vegna vopnaðar árásar nýlega á Korsiku. 1 baradaga við lögregluna, létust þá tveir lögregluþjónar. TUTTUGU OG SEX LÉTU LÍFIÐ í FLUG- SLYSI í A-ÞÝZKAL. — flugvélin fórst rétt við flugbrautina Reuter—Schkeuditz, A-Þýzka- land — Austurþýzk farþega- flugvél fórst nokkrum sek- úndum áður en hún átti að lenda i Schkeuditz i Austur- Þýzkalandi. Með flugvélinni voru vestur-þýzkir verzlunar- menn, sem voru á ieiö til Leip- zig til að taka þátt í verzlunar- sýningu þar. Alls létu 26 manns lífið i slysinu. Þrjátiu og fjórar manneskj- ur voru I flugvélinni, sem er sovézk af gerðinni Tupolog 134. Farþegar voru 28 og sex manna áhöfn. Fimm farþegar og þrir af áhöfninni komust lifs af úr slysinu og liggja nú þungt haldnir á sjúkrahúsi. Vélin, sem var að koma frá Stuttgart, átti aðeins stuttan spöl ófarinn að flugbrautinni er hún fórst. Stjórnin hefur þegar fyrirskipað rannsókn á slysinu en ekki var orsök þess kunn þegar siðast fréttist.. Mikill fjöldi lögreglumanna og björgunarliða vann við að leita að særðum og látnum i flugvélarflakinu I gærdag. 011 flugumferð um flugvöllinn i Schkeuditz sem er um 20 km frá Leipzig, var stöðvuð, en þar sem flugvöllurinn sjálfur varð ekki fyrir neinum skemmdum var búizt við að eðlileg umferð gæti hafizt fljótlega á nýt. Þetta er stærsta flugslysið i Austur-Þýzkalandi siðan fyrir þrem árum, er farþegavél fórst rétt við Berlin, en þá fór- ustu 156 manns. Sovézka vélin, Tupoleg 134 getur i allt tekið 72 farþega en eins og áður segir voru þeir aðeins 28 i þessari ferð, auk 6 manna áhafnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.