Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 4. september 1975 LÉNHARÐURSÝNDURí NORSKA SJÓNVARPINU BH-Reykjavik. — tslenzka kvik- myndin um Lénharð fógeta var sýnd i norska sjónvarpinu f fyrra- kvöid. Að sögn Agnars Kl. Jóns- sonar, sendiherra i Osló, hefur myndinni verið nokkuð vel tekið, og hefur hún bæði hlotið hrós og gagnrýni i blöðum og umtaii manna á meðal. Agnar Kl. Jónsson skýrði Tim- anum svo frá i gærdag, að norsku morgunblöðin, sem hann hefði séð, hefðu yfirleitt skrifað vin- sámlega um myndina, sem tók upp undir klukkustund i sýningu, Dómar Aftenposten væru frekar góðir, ýmislegt væri gagnrýnt, en mörgum atriðum hrósað og þau talin mjög vel gerð. Dagbladet gagnrýnir nauðgun- arsenurnar og telur, að þar hefði mátt láta koma fram á finni hátt, hvað um var að vera, og hefðu sum atriði myndarinnar verið helzt til hrjúf og nánast ruddaleg. Agnar Kl. Jónsson kvaðst hafa rætt við marga um myndina, og hefðu dómar manna verið mildir. Kvað Agnar marga hafa haft orð á þvi, að Norðmenn hefðu lika haft danska konungsfógeta og fengið.að kenna á þeim á svipað- an hátt og Islendingar, og þvi hefðu þeir skilið myndina mæta- vel. UPPSKERAN ER BARA GÓÐ HJÁ OKKUR Sagan af útlenda stráknum, sem veiddi laxinn af Elliðaárstiflunni. Það var fyrir þó nokkru siðan — þú sérð seinna af hverju við timasetjum söguna ekki nákvæm- lega, að útlendur strákpatti, sem var hér I heim- sókn, og bjó uppi i Breiðholtinu, fékk veiðileyfi I Elliðavatni frá gestgjöfum sinum. Strákurinn átti fyrir veiðistöng, prikbUt einn, sem færið skauzt Ut úr, heldur ólánlegt apparat, sem hann bar gjarnan i vasa sinum. En hann arkar semsé af stað I veiðiferð I Elliðavatnið, og er ekki fjarverandi nema smá- stund, þá kemur hann aftur og rogar heljarmikl- um laxi, sjálfsagt 10 pund að þyngd, upp á eld- húsborðið. HUsfreyju bregður heldur en ekki I brún og spyr, hvort hann hafi fengið laxinn I Elliðavatni. Nei, ekki kvaðst strákur hafa fengiö hann þar. Hann hefði hins vegar labbað fyrst niður að stiflu og hent færinu I vatnið þar fyrir neðan, og þá hefði fiskurinn bitiö undireins á, og hann heföi kippt honum i land! Fyrsta hugsun dauðhræddrar húsmóöurinnar var að sjálfsögöu, að einhver hefði nú séð til hans, og nú væri lögreglan á leiðinni. JUjU, það góndi fjöldi manns á stráksa, meðan hann rykkti fiski sinum á land. Hvað með það? Það fylgir ekki sögunni, hvernig fiskurinn bragðaðist um kvöldið, en svo mikið er vist, að ekki fór sagan hátt lengi vel — og ekki kom lögg- an til að hirða veiöiþjófinn. Voru þau gestgjafahjón stráksa loks komin á þá skoðun, að menn heföu álitið þarna vera álf eða huldumann á ferð, plnulitinn, skringilegan I klæðaburöi, eða a.m.k. óvenjulegan, skálmandi uppi á stiflunni, rifa prikbút upp Ur vasa sínum og galdra lax samstundis á krókinn, rykkja hon- um á land og hlaupa með hann Ut I buskann! Hrútafjarðará MagnUs Ólafsson frá Sveinsstöðum hafði sam- band viö Veiðihorniö I gær og sagði okkur nýjar fregnir af HrUtafjaröará. NU eru komnir um 300 laxar upp Ur HrUta- fjaröará á þessu sumri, þar af veiddust 50 laxar á 3 dögum fyrir siðustu helgi. Þetta er mun betri veiði en I fyrra, en þá veiddust alls rúmlega 200 laxar. Mest hefur veiðzt I ánni á einu timabili um 400 laxar, en það var fyrir fimm árum. Þann 1. september sl. var veiðisvæðið minnk- að og var þá ekki lengur leyfilegt að fara upp I ána, eins og kallað er. Hins vegar má veiða á neðsta svæði árinnar alveg fram að 20. septem- ber. A neösta svæðinu er fremur litið um lax. Hins vegar er þar mikið um silung, og er það aðal- lega bleikja. Að sögn er hún að meðaltali 4-5 pund, en hefur veiðzt allt upp I sjöpund. Það er alltaf verið að segja Veiðihorninu veiði- sögur. Hérna kemur gébé Rvik ■— Lif og fjör er i skólagörðum Reykjavikurborg- ar þessa dagana. Krakkarnir eru nú i óða önn að taka upp grænmetið sitt og koma siðan færandi hendi heim til sin með fullar fötur og poka heim til mömmu og pabba. Fimm skóla- garðar eru starfræktir i borg- inni i ár og lætur nærri að þar séu um 850 börn á aidrinum 9—12 ára. Þau borga 1.200,00 krónur fyrir að fá reiti í görðun- um, sem veröur að teljast litið þegar miðað er við allt þaö magn af grænmeti sem þau rækta og fá til eignar. Það voru broshýr og áhugasöm andlit sem rétt gáfu sér tima til að lita upp frá vinnunni i ægrdag þegar við lögðum leið okkar i skóla- garðinn í Breiðholti I. „Uppskeran er bara ágæt núna,” sagði litil hnáta þegar við spurðum um hvernig gengi. HUn heitir Lisa María Karls- dóttir og var að enda við að taka upp uppskeru sina Ur þeim þrem reitum sem henni hafði verið Uthlutað. HUn fékk góða hjálp frá þrem vinkonum sin- um. Bræðurnir Styrkár og Hlynur Hendrikssynir, niu og tiu ára, koma aldeilis færandi hendi heim til sin með mikið af græn- meti sem þeir rækta i sinum sex reitum. Auk þess eru þeir með kartöflur i tveim reitum. Þeir voru önnum kafnir við að taka upp næpurnar og blómkálið þegar viö trufluðum þá augna- blik. Hlynur gaf blm. Timans myndarlega næpu sem bragð- aðist með ágætum. SigrUn Franklin heitir verk- stjórinn i skólagarðinum i Breiðholti I, og sagði hún aö 130 krakkar á aldrinum 9—12 ára væru i garðinum i sumar. Hver krakki fær þrjá grænmetisreiti og auk þess reiti fyrir kartöflur og sumarblóm. 1 grænmetisreit- unum finnast m.a. næpur, hreðkur, salatblöö, spínat, róf- ur, hvltkál, blómkál og grænkál. kál. SigrUn sagði að uppskeran væri nU miklu betri heldur en i fyrrasumar, sérstaklega væri blómkálið fallegt. — Við gefum krökkunum einkunnir meðan þau vinna i þessu yfir sumarið og erum nU að gefa þeim loka- einkunnir sinar áður en þau hætta, sagði hún. SigrUn sagði, að þau myndu vera búin að taka allt upp fyrir helgi, enda væru flestir hinna ungu garöyrkju- manna aö byrja i skóla. Auk SigrUnar unnu i sumar sex stúlkur i skólagarðinum, þegar flestar voru, en að þær væru aðeins fjórar núna seinni hluta sumarsins. Sigurður Runólfsson kennari er yfirumsjónarmaður skóla- garðanna i Reykjavik og sagði hann, að stefnt væri að þvi ,aö Kálhöfuðin voru stór og fall- eg hjá Aksel Jansen, það er vinkona hans Helena sem hjálpar til við að hlaða græn- metinu á hjólbörur. Timamyndir: Róbert lokið væri við uppskeru i öllum görðunum um 12. september. — Uppskeran er yfirleitt heldur lé- leg og er það mest um að kenna ákaflega erfiðu tiðarfari, sagði hann. Krakkarnir hafa unnið i görðum sinum meira og minna i allt sumar, en vegna veðurs hafa þau ekki getað verið þar eins oft og þau vildu. Hlynur Hendriksson, 9 ára er einn af hinum ungu áhuga- sömu garðyrkjumönnum, sem voru önnum kafnir viö að taka upp grænmetið sem þeir hafa ræktað i sumar i skólagarðinum i Breiðholti I. Hlynur heldur á myndarlegu blómkálshöfði og ánægju- svipurinn leynir sér ekki. Helga Sigurðardóttir, 10 ára fékk hjálp hjá vinkonu sinni óiafíu Laufdal við að taka upp kartöflurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.