Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. september 1975 TÍMINN Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsia- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu vio Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26501) — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Vérö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuöi. Blaoaprenth.f. Lánamál landbúnaðarins Eins og vænta mátti, bar lánamál land- búnaðarins mjög á góma á nýloknum aðalfundi Stéttarsambands bænda. Ýmsar ályktanir voru samþykktar um þau mál og þykir hér rétt að minna á þær helztu. Fyrst er þá að nefna ályktanir fundarins um stofnlánadeild landbúnaðarins. Fundurinn lýsti óánægju sinni yfir þvi, að ekki hefði verið hægt að fullnægja lánsbeiðnum, sem sjóðnum hafði borizt, og benti jafnframt á, að taka bæri tillit til sérstöðu landbúnaðarins i sambandi við gengis- og visitölutryggð lán. í sambandi við lánareglur stofnlánasjóðs, lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni, að eðlilegt væri „að lánareglur stofnlánadeildar yrðu miðaðar við ákveðna hámarksstærð þannig, að reynt yrði að byggja upp hagkvæman búskap um land allt, en ekki stuðlað að óskynsamlegum stórbúskap byggðum á aðkeyptu vinnuafli." Þá fól fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að vinna að þvi hið bráðasta, ,,að stofnlánadeildinni verði gert kleift að lána til vinnslustöðva landbúnaðarins svipaðan hundraðshluta af stofnkostnaði og lána- sjóðir sjávarútvegsins lána til fiskvinnslustöðva, og að Byggðasjóður láni til vinnslustöðva, land- búnaðarins á sama hátt og til annarra atvinnu- vega, enda telur fundurinn þaðótvirætt verkefni hans." Næst er svo að vikja að rekstrarlánum. Fund- urinn itrekaði f yrri samþykktir um nauðsynlegar hækkanir á rekstrar- og afurðalánum land- búnaðarins. 1 þvi sambandi benti fundurinn á að rekstrarliðir verðlagsgrundvallar landbúnaðar- vara væri nú i fyrsta sinn hærri en launaliðurinn. Loks er svo að vikja að ályktun fundarins um lán til jarðakaupa. Fundurinn fól stjórn Stéttar- sambandsins að vinna að þvi, að lán til jarða- kaupa verði stórhækkuð frá þvi, sem nú er. Þá lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni, að eðlilegt sé, að Byggðasjóður láni viðbótarlán til jarða- kaupa hliðstætt þvi, sem gerist um stofnun annars atvinnurekstrar á landsbyggðinni. Allar eru þessar ályktanir hinar athyglis- verðustu og verður það nú verkefni rikisstjórnar og Alþingis að taka þær til meðferðar og úrbóta. Óheppilegur dráttur Auk ályktana þeirra um lánamál, sem rætt er um i greininni híl á undan, samþykkti aðaKund- ur Stéttarsambands bænda margar aðrar at- hyglisverðar tillögur. Ekki sizt þykir ástæða til að vekja athygli á þeirri ályktun hans, að „drátt- ur á framgangi frumvarps til jarða - og ábúðar- laga skapi vissum sveitum og byggðarlögum mikla erfiðleika og geti verið hættulegur, þar sem ásókn þéttbýlisfólks i jarðir fer vaxandi, en kaupgeta sveitarfélaga er takmörkuð. Fundurinn itrekar fyrri samþykktir aðalfunda sambandsins um að stjórn þess beiti sér fyrir samþykkt þessara frumvarpa". Hér er vissulega hreyft mjög aðkallandi máli. Umrædd frumvörp hafa legið fyrir siðustu þing- um, og er þess að vænta, að þau geti komið til af- greiðslu á næsta þingi. Framangreind aðvörun aðalfundar Stéttarsambandsins ætti að reynast gagnleg hvatning i þessum efnum. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Loks sækir kreppan V.-Þjóðverja heim Hallinn á ríkissjóði 15 milljarðar dollara. VESTUR-ÞÝZKALAND hef- ur minni verðbólgu um þessar mundir en nokkurt annað vestrænt land eða um 5%. Af þvl mætti ráða, að efnahags- málin væru þar í bezta lagi og stjdrnarflokkarnir, sosial- demokratar og frjálslyndir demokratar, gætu horf t björt- um augum til þingkosning- anna, sem eiga að fara fram i september 1976. Þessu er þó ekki að heilsa. Efnahagsvand- inn er fyrst nú að koma alvar- lega til sögu i Vestur-Þýzka- landi og getur orðið kristileg- um demokrötum til mikils ávinnings i kosningunum, ef rlkisstjdrninni tekst ekki að ráða verulega bót á honum fyrir næsta haust. Þrennt er það, sem veldur vestur-þýzku stjórninni nii mestum áhyggjum I sambandi við efnahagsmálin. í fyrsta lagi er það atvinnuleysið, sem heldur áfram að vaxa, og nemur tala atvinnuleysingja nú orðið nær 1.1 milljón. Auk þess vinna um 500 þúsundir manna ekki nema hálfan vinnudag eða skemur og fær- ist þetta I vöxt. Hitt er versn- , andi afkoma rlkissjóðs. Fyrir- sjáanlegt virðist nii, að hallinn á vestur-þýzka rlkissjóðnum verður um 15 milljarðar doll- ara á þessu ári. Sameiginleg- ur halli á rikissjóði, f ylkissjóð- um og borgarsjóðum er áætlaður 27 milljarðar dollar- a á þessu ári, en sambærileg tala var 10 milljarðar dollara á árinu 1974 og 5 milljarðar dollara. á árinu 1973. 1 þriðja lagi kemur svo samdráttur Ut- flutningsins. Eins og nU horfir mun Utflutningurinn minnka um 15 milljarða dollara á þessu ári og jafnvel meira. Þar veldur mestu minnkandi kaupgeta I viðskiptalöndum Vestur-Þjdðverja. SÉRFRÆÐINGAR ríkis- stjtírnarinnar hafa undanfarið unnið að þvl undir stjórn Apels fjármálaráðherra að gera sem gleggsta úttekt á efna- hagsástandinu og reyna jafn- framt að athuga leiðir til Ur- bóta. Að ddmi þeirra er at- vinnuleysið mesta vandamál- ib, þvi að það mun vafalitiö halda áfram að aukast, ef ekk- Apel fjármálaráoherra. ert verður að gert. Tvennt hef- ur þegar verið gert til að reyna að draga úr þvi. Annað er lækkun vaxta og eru vextir þó hvergi lægri en I Vestur- Þýzkalandi. Vextirnir eru lækkaðir f trausti þess, að það örvi atvinnureksturinn. Hitt er 2.2 milljarða dollara framlag til ýmissa opinberra fram- kvæmda, eins og vega og bygginga, og er ætlunin að auka atvinnu á þann hátt. A fundum Alþjóðabankans og Alþjóðlega gjaldeyrisvara- sjóðsins, sem nU standa yfir i Washington, hefur Apel lýst yfir þvi, að hann telji það nú mikiívægasta verkefni vest- rænu þjóðanna að hamla gegn atvinnuleysinu, enda þótt það verði til þess að auka verð- bólguna. Annað litlu auðveldara verkefni er að koma saman fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Undanfarin ár hefur verið Genscher og Schmidt eru áhyggjufullir. litill halli á rikisrekstrinum, en hann hefur margfaldazt á þessu ári og mun nema um 15 milljöroum dollara, eins og áður segir. Þessu veldur eink- um tvennt. Annað er rýrnun teknanna, sem m.a. stafar af því að skattar voru verulega lækkaðir fyrir áramótin I fyrra. Hitt er að útgjöld til félagsmála hafa verulega aukizt, einkum þd vegna at- vinnuleysisins. Horfur eru á, að fjárlögin hækki talsvert á næsta ári vegna þessara Ut- gjalda. Báðir stjdrnar- flokkarnir eru sammála um, að nauðsynlegt sé að draga Ur rekstrarhallanum og það verði ekki gert nema með auknum sparnaði, þvi að skatta sé ekki hægt að hækka sem neinu nemur. Einkum leggja frjálslyndir demokrat- ar mikla áherzlu á aukinn sparnað i rikisrekstri, en þeir Schmidt kanslari, leiðtogi sosialdemokrata, og Genscher utanrikisráðherra, leiðtogi frjálslyndra demokrata, leggja þd áherzlu á, að þetta muni °kki sundra stjdrnar- samstarfinu, eins og kristileg- ir demokratar hafa gert sér veika von um. I öllum ráðu- neytum er nU unnið að þvi að reyna að lækka Utgjöldin og mun fjárlagafrumvarpið bera svip þess. Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði á mörgum Utgjaldaliðum. AF HALFU Schmidt, Apels og fleiri hefur verið lýst yfir þvf, að Vestur-Þjóðverjar muni ekki geta sigrazt á at- vinnuleysinu með einhliba ráðstöfunum innanlands. Sizt af öllu verði það gert, ef Ut- flutningurinn heldur áfram að dragast saman. Hér þurfi þvi að koma til sögu viðtæktsam- starf.milli þjóða Vestur- Evrópu, Bandarikjanna og Japans, jafnframt þvf sem viðskiptin verði aukin við kommUnistarikin og þrdunar- löndin. Heimurinn er meira og meira að verða ein heild, og þjdðirnar verða að sætta sig við það og taka tillit til þess i stjdrnarathöfnum sinum, þdtt það skerði sjálfstæði þeirra á margan hátt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.