Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 4. september 1975 LÖ GREGL UHA TARINN eftir 8 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal eyðilega túndruna og hófu einmannalegt eftirlit með þnðja bekknum á Clinton-götu gangstíqnum, sem lá inn í Grover-skrúðgarðinn. Flestir göngustígar i garðinum lágu frá norðri til suðurs og var þess vegna hægt að koma eftir þeim úr báðum áttum. í fyrstu héldu þeir að einhvers misskilnings gætti um Clinton-götu gangstíg- inn. En þegar þeir athuguðu yfirlitsmynd af göngu- stígunum í aðalstöðum sínum — þá sáu þeir, að aðeins var hægt að ganga inn á þennan stíg á einum stað, við Grover-götu. En stígurinn endaði við svolítið stöðuvatn. Wills og Brown komu sér fyrir á grjóthleðslu. Þaðan sáu þeir hinn marggrunaða þriðja bekk. Eina skjólið sem þeir höfðu voru berangursleg trén. Það var mjög kalt. Auðvitað áttu þeir ekki von neinna tíðinda. Að minnsta kosti ekki fyrr en Haws setti frá sér nestisskrínuna á umsaminn stað. En þeir gátu tæpast tekið sér varðstöðu að því loknu. Því var það að Byrnes fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að senda þá á staðinn áður en nokkur sá, sem hugsanlega ætti að fylgjast með bekknum tæki sérstak- lega eftir þeim. Þeir börðu sér ákaft til hita með höndun- um og stöppuðu niður fótum, nudduðu dofna f ingurna og andlitið. Þá sveið undan frostinu. Hvorugur mannanna hafði fyrr á ævi sinni verið svo iila haldinn af kulda. Þegar Cotton Haws gekk inn í skrúðgarðinn klukkan níu — þennan sama morgunn, var hann nærri eins illa haldinn af kuldanum. Hann gekk fram hjá tveimur manneskjum á leið sinni að bekknum. önnur var gamall maður í svörtum frakka. Sá gekk hratt í átt að járn- brautarstöðinni á Grover-götu. Seinni manneskjan var ung stúlka í minkakápu utan yfir bleikum náttslopp. Hún var að viðra lítinn hvítan púðluhund, sem klæddur var í rautt ullarvesti. Stúlkan brosti við Haws í því er hann gekk fram hjá henni með nestisskrínuna. Enginn var í námunda við þriðja bekkinn. Haws gaut augunum kring um sig og leit í átt að miðju garðsins og endamörkum hans. Hann leit á röð íbúðar- bygginga, sem stóðu við Gróver-götu. Morgunsólin geisl- aði á þúsundir glugga. ( sérhverjum þessara glugga gæti falizt maður með sjónauka og fylgst óhindrað með allri mannaferð við bekkinn. Haws lagði nestisskrínuna á bekkinn, yppti öxlum og færði skrínuna inn á miðjan bekkinn. Hann leit enn einu sinni í kring um sig og fannst þetta hálf kjánalegt. Að svo búnu gekk hann út úr skrúð- garðinum ogfór á lögreglustöðina. Bert Kling leynilög- reglumaður sat við skrifborð sitt. Hann handfjatlaði vasatalstöð, en Hal Willis, sem staddur var I skrúð- garðinum var .með hitt tækið. — Hvernig gengur ykkur þarna niðurf rá, spurði Kling. — Við erum að f rjósa í hel, svaraði Willis. — Hefur eitthvað gerzt? — Hver heldur þú að sé svo vitlaus, að hann f ari út f yr- ir hússins dyr í þessu veðri, svaraði Willis. — Hertu upp hugann, sagði Kling. Ég var að frétta að það eigi að senda ykkur til Jamaica eftir þessa f rægðar- för. — Gerðu okkur ekki gyllivonir, sagði Willis.. BIDDU VIÐ... Þögn sló á alla í skrifstofusal lögreglustöðvarinnar. Haws og Kling biðu með öndina í hálsinum. Loksins heyrðist rödd Willis aftur í senditækinu. — Það var bara stráklingur. Hann nam staðar við bekkinn, leit á nestisskrínuna en gekk f ram hjá án þess að snerta hana. — Vertu vel á verði, sagði Kling. — Við erum fastir hérna, skaut Brown inn í. Við erum frosnir fastir við djöfuls grjótið hérna. XXX I garðinum var nú talsvert um mannaf erðir. Þrátt f yr- ir aðvaranir í útvarpi og sjónvarpi hættu menn sér út á götur borgarinnar. Og þótthitamælarnirtöluðusínu máli og kaldur vindurinn gnauðaði urðu menn að sannfærast af eigin raun. Þeirsemglæptusttil að opna glugga skelltu honum aftur hið snarasta. Enginn klæddist eftir tízku- venjum. Karlmennirnir trónuðu með feikimiklar eyrnahlífar og þykka hanzka. Konurnar tróðust í ótal peysur og settu á fætur sér loðstígvél, vöfðu um sig ullartreflum til að hlífa eyrum og höfði. Fólkið gekk hratt gegn um garðinn og leit varla í átt að bekknum, þar sem svört nestisskrínan trónaði á honum miðjum. Borg- in er f ræg f yrir afskiptaleysi sitt. Veðrið virtist enn auka á þetta kæruleysi borgaranna. Þeir skunduðu hver f ram hjá öðrum án þess svo mikið sem að gjóa augunum hver á annan. Sérhver maður sveipaði sig í hlýjan einkaheim til varnar kuldanum. Samræða hefði gefið á þeim högg- Þetta var tlmi martraöar, vísindin gátu ekkert gert, fólk var skelfingu lostiö.______________/ Alþjóöaráöiö biöur alla aö vera > rólega, allt er gert sem stendur Róleg? Viö deyjum öll! liliH I Fimmtudagur 4. september 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (10). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Dr. Björn Dagbjarts- son flytur erindi. Morgun- tónleikarkl. 11.00: Telman- yi-kvintettinn leikur Strengjakvintett eftir Carl Nielseri / Jörgen Fischer Larsen leikur Prelúdfu og Presto op. 52 fyrir einleiks- fiölu eftir Carl Nielsen / Hallé-hljómsveitin leikur „Karelíu” svitu op. 11 eftir Sibelius, Sir John Barbirolli stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriöur Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (2). Einnig flutt tónlist eftir Þeódórak- is. 15.00 Miödegistónleikar. Fil- harmóniusveitin i London leikur „Rómeó og Júliu” forleik eftir Tsjaikovsky. Eduard van Beinum stj. Hljómsveit Tónlistarskól- ans I Paris leikur „italskar kaprisur” op. 45 eftir Tsjai- kovský, Karl Schuricht stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin i Bambert leikur danssýningarlög Ur „Coppellu” eftir Delibes, Fritz Lehmann stj. György Cziffra leikur „La Campan- ella” eftir Franz Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli bai-natlminn. Finn- borg Scheving fóstra sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Lifsmyndir frá liönum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur.Höfundur les (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jaröfræöi Is- lands. Dr. Siguröur Þórar- insson talar um gjóskulög. 20.00 Kórsöngur I útvarpssal. Kór Menntaskólans viö Hamrahllö syngur lög frá ýmsum timum. Þorgeröur Ingólfsdóttir stjórnar. 20.25 Leikrit: Vakið og syngiö eftir Clifford Odets. Þýö- andi: Asgeir Hjartarson. Leikstjóri: Eyvindur Er- lendsson. Persónur og leik- endur: Bessie, Sigurveig Jónsdóttir. Ralph, Gestur Jónasson. Hennie, Saga Jónsdóttir. Moe, Ingimund- ur Jónsson. Jakob, Kjartan Ólafsson. Myron, Jóhann ögmundsson. Morty, Mari- nó Þorsteinsson. Sam, Aöal- steinn Bergdal. Schlosser, JUlius Oddsson. Kynnir: Jón Múli Árnason. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.Ólfur Hjörvar les þýö- ingu sina (11). 22.35 Létt tónlist á slökvöldi. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. er peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.