Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 17. september 1975.
TÍMINN
3
KONUR HYGGJAST LEGGJA
NIDUR VINNU 24. OKTÓBER
Aform um útifund, göngu og kvennalúðrasveit
SJ-Reykjavík — Á kvennaráð-
stefnunni i sumar var ákveðið að
konur leggi niður vinnu kauplaust
24. október næstkomandi til að
leggja áherzlu á mikilvægi vinnu-
framlags þeirra. Undirbúnings-
nefnd hefur starfað að málinu
siðan, og á mánudag var haldinn
fundur um mál þetta i Norræna
hiisinu og kosin framkvæmda-
nefnd, sem tekur við af undirbún-
ingsnefndinni. Á þeim fundi var
samþykkt að halda einnig fund 24.
október, á degi Sameinuðu þjóð-
anna, annað hvort Utifund eða
samkomu i einhverju stóru hUs-
næði. I ráði er einnig að efna til
göngu þennan dag i Reykjavik, og
að kvennalUðrasveit leiki fyrir
henni. Eflaust má búast við að
margar stofnanir verði óvirkar,
ef konur taka almennt þátt i að-
gerðum þennan dag. í fram-
kvæmdanefndinni eru Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Asdis Guð-
mundsdóttir, Erna Ragnars-
dóttir, Gerður Steinþórsdóttir,
Stella Stefánsdóttir, Björk Thom-
sen, Ásthildur ólafsdóttir, Val-
borg Bentsdóttir og Margrét
Einarsdóttir.
Um siðustu helgí efndi Slysavarnafélag tslands og Björgunarfélag Vestmannaeyja til æfinga f Vest-
mannaeyjum með nýja gerð af sjúkrabörum, sem sérstaklega eru hannaðar til þess að draga sjúk-
ling á milli skipa, eða milli skips og lands, I neyðartilvikum. Þá efndu sömu aðilar til æfingar með
slökkvitæki, og var kveikt i gömlum bát. Rcynd voru reykköfunartæki og ný gerð af kastfroðutæki til
þess að slökkva elda I skipum. Með æfingunni fylgdust fulltrúar frá Siglingamálastofnun, Bruna-
máiastofnun rfkisins og sjóslysanefndar. Var það samdóma álit þeirra, sem með fylgdust, að þessi
nýju kastfroðutæki væru mjög gagnleg.
Myndin sýnir nokkra þátttakendur I æfingunni virða fyrir sér hina nýju gerö af sjúkrabörum.
Varmá og
Þorleifslækur
— Það hefur verið gott sumar
hjá okkur, sagði Þorleifur Kol-
beinsson, þegar hann hringdi i
Veiðihornið i gær til þess að
segja okkur fregnir af Varm-
ánni og Þorleifslæknum.
— 1 sumar komu tæpir 100
laxar upp úr ánni, og við erum
vist með þann stærsta á þessu
sumri, eða 30 punda lax, og enn
eru ekki öll kurl komin til graf-
ar, þvi að veiði lýkur ekki fyrr
en þann 20.september.
Þá sagði Þorleifur okkur frá
þvi, að það hefði borið við fyrir
skemmstu, að i ánni hefði veiðzt
5 punda hnúðlax, hvað svo sem
það hefur nú að segja.
Við inntum Þorleif eftir sjó-
birtingsveiðinni, og kvað hann
sjóbirtinginn veiðast vel. Hann
væri ekkert sérstaklega stór, en
það virtist vera nóg af honum,
að minnsta kosti hefði hann ekki
heyrt kvartað undan ónógri
veiði.
Stangveiðifélag
Reykjavikur
— Það er enginn vafi á þvi, að
þetta verður metveiðiár hjá
Stangveíðifélaginu, sagði Frið-
rik Stefánsson framkvæmda-
stjóri við Veiðihornið i gær.Ætli
það verði ekki um að ræða
svona 40% aukningu frá þvi i
fyrra, og aflinn verður áreiðan-
lega meiri en á fyrra metári,
sem var 1973.Ég geri alveg ráð
fyrir, að það verði hátt á niunda
þúsund laxar, sem koma á land i
sumar.
Veiðitimanúm er lokið i þrem
ám, sem Stangveiðifélagið
hefur á leigu, og vilja nú sumir
meina, að þær séu i hópi þeirra
beztu, en hér er um að ræða
Elliðaárnar, Grimsá og
Norðurá.
1 Elliðaám veiddust 2066 laxar
á sumrinu á móti 2033 i fyrra, en
5 stangir eru leyfðar i Elliðaán-
um.
1 Grimsá veiddust 2100 laxar,
en i fyrra 1419, og eru 10 stengur
leyfðar i ánni.
1 Norðurá veiddust eitthvað
yfir 2000 laxar, en tölur eru ekki
fyrirliggjandi enn.Stangveiðifé-
lagið hafði ekki ána á leigu i
júlimánuði.
Veiöisagan
Og þá kemur veiðisagan okk-
ar i dag, en það var Þórður Pét-
ursson veiöivörður i Aðaldal,
sem sagði okkur hana.
Tveir laxar i einu
Laxveiðimaður fékk tvo
fjórtán punda laxa á i einu á
sömu stöngina i Laxá i Aðaldal.
Hvernig það má verða? Jú,
hann var rétt búinn að festa i
laxi og var að eiga við hann,
þegar hann tók eftir þvi, að ann-
ar lax stökk alltaf rétt fyrir aft-
an þann, sem hann hafði fest i.
Ekki skildi laxveiðimaðurinn
neitt i neinu, hefur sennilega
helzt haldið, að seinni laxinn
væri að gera grin af hinum fyrir
að láta góma sig svona.
Þegar tekizt hafði að koma
laxinum á land, sá veiðimaður-
inn, að bútur úr færi hafði vafizt
utan um laxinn og var annar lax
i hinum enda færisbútsins.Málið
skýrðist svo, þegar annar veiði-
maður sagði frá þvi, að
hann hefði misst lax 'á sömu
slóðim daginn áður.Hefði sá slit-
ið hjá honum færiö, en eftir
hafði orðið i honum nokkur bút-
ur af færinu, sem svo vafðist ut-
an um hinn laxinn.Geri svo aðr-
ir betur, tveir fjórtán pundarar I
einu!
Bílgreinasambandið -
vill láta lækka tolla
og fella niður inn-
flutningsgjöld á bílum
Gsal-Reykjavik — Bíll er nauðsyn
á tslandi, en ekki lúxus, segir i á-
lyktun aðalfundar Bilgreinasam-
bandsins sem nýlega var haldinn.
t ályktuninni vekur fundurinn at-
hygli á þvi, að islendingar séu sú
þjóð Evrópu, sem sé mest háð
bifreiðum til fóiks- og vöruflutn-
inga.Nægir aft minna á, segir i
ályktuninni, að landift er stórt og
strjálbýit, auk þess án járn-
brauta, sem gegna stóru flutn-
ingahlutverki annárs staöar i álf-
unni.Bilgreinasambandið hefur i
þessu sambandi látið gera lim-
miða með áletruninni „Bill er
nauðsyn”.
Aðalfundurinn varar alvarlega
við þeirri þróun, sem á Sér stað i
skattheimtu hér á landi á nýjum
bifreiðumSegir fundurinn í álykt-
un sinhi, að afleiðing þessarar
stefnu sé að bilum er haldið óeðli-
lega lengi i umferð, sem valdi
mjög auknum viðhaldskostnaði,
sem sé orðinn mikill baggi á
flutningafyrirtækjum og almenn-
um bifreiðaeigendum. Bendir
fundurinn á, að billinn sé ein ó-
dýrasta fjöldaframleidda varan I
heiminum i dag.
— Fundurinn skorar þvi á fjár-
málaráðherra að endurskoða
tekjuöflun rikisins með það i huga
að lækka tolla og afnema inn-
flutningsgjald af bifreiðum hiö
fyrsta.
Þá taldi aðalfundurinn að efla
þyrfti Iðnlánasjóð svo og að stór-
auka þyrfti lán Byggðasjóðs til
þjónustuverkstæða i dreifbýli til
hagræðisframkvæmda.
Ennfremur taldi fundurinn að
einnig eigi að stórbæta námsað-
stöðu bifvélavirkja i iðnskólunum
út á landi, ma.þyrfti að koma á fót
framhaldsnámskeiðum fyrir bif-
vélavirkjanema I iðnskólunum
utan Reykjavikur svipað og þég-
ar hefur verið komið á fót i
Reykjavik.
Forsætisráðherra
í opinbera heim
sókn til Noregs
HHJ-Rvik — Geir Hallgrimsson
og frú halda i dag til Noregs I
opinbera heimsókn. Á morgun
mun forsætisráðherra hitta Han-
sen, forseta Stórþingsins norska,
að máli, og að þviloknu mun hann
ræða við Bratteli, forsætisráð-
herra Noregs. Siðar um daginn
heimsækir hann Nylands verk-
sted og mun þar m.a. skoða oliu-
borpalla. Um kvöldið heldur
norska rikisstjórnin forsætisráð-
herrahjónunum og fylgdarliði
þeirra veizlu i Akershushöllinni.
Að morgni föstudags mun Geir
halda áfram viðræðum sinum við
Bratteli, en um hádegið er mót-
taka hjá Ólafi Noregskonungi,
sem siðan býður til hádegisverð-
ar. Um miðjan dag mun Geir
Hallgrimsson halda blaðamanna-
fund, og um kvöldið bjóða þau
hjónin til kvöldverðar. A laugar-
dag verður m.a. skoðað nýstár-
legt sjúkrahús i nágrenni Osló og
siðan farið i skoðunarferð.
Erna Finnsdóttir forsætisráð-
herrafrú mun m.a. skoða nokkur
söfn i Osló og Holmenkollen.
Heim halda þau hjónin um
miðjan dag á laugardag.
I fylgd með forsætisráðherra-
hjónunum verður Guðmundur
Benediktss-on ráðuneytisstjóri
forsætisráðuneytisins, og sex is-
lenzkir fréttamenn i boði utan-
rikisráðuneytisins norska.
Yfirmat taldi tjón
Sunnu nema 26,6millj.
— óbeina tjónið ekki talið með
BH-Reykjavik — Yfirmatið hefur
aðeins fjallað um mat á beinu
tjóni, sem Ferftaskrifstofan
Sunna hefur orftið fyrir vegna
sviptingarinnar á flugleyfinu.
Óbeina tjónið er ekki tekið inn i
þetta mat, og þaft verður ein-
göngu dómstólanna að fjalla um
það. Krafan hljóðaði upphafl. á
helmings skaðabætur af óbeinu
tjóni og helmings skaðabætur af
beinu tjóni.Við urðum fyrir þessu
tjóni á árunum 1970—’71, og þá
var doliarinn ekki nema 40 krón-
ur, efta fjórum sinnum iægri en
núna.Þar sem málið stendur um
erlent leiguflug og erlendar leigu-
flugvélar, er ekki nema eöliiegt,
að tjónið fylgi gengisfellingum.
Þannig komst Guðni Þórðar-
son, forstjóri Ferðaskrifstofunn-
ar Sunnu, að orði I gær, þegar
Tíminn ræddi við hann af þvi til-
efni, að yfirmat hefur nú fellt úr-
skurð sinn i sambandi við mála-
ferli Ferðaskrifstofunnar Sunnu
gegn samgöngumálaráðherra fh.
rikissjóðs, er ferðaskrifstofan
taldi sig hafa orðið fyrir 60
milljón króna tjóni vegna svipt-
ingar á flugrekstrarleyfi, sem
henni hafði verið veitt.
Undirmat komst aö þeirri
niðurstöðu, að tjónið myndi nema
kr. 3443041100 en yfirmat taldi
tjónið vera kr. 2663511500.
Búizt er við, að málflutningur
fari fram fyrir undirrétti i haust,
og skýrist þá enn frekar, hvort
Ferðaskrifstofan eigi bótakröfu á
hendur rikissjóði, og þá að sjálf-
sögðu, hversu há hún verður.
Fundu á fimmta
hundrað fjdr í
Fljótsdrögum
Mó-Stórasandi — Gangna-
menn úr Þingi og Vatnsdal
eru nú á leið norður Stóra-
sand með nokkuð á fimmta
hundrað fjár, sem þeir fundu
i Fljótsdrögum.
Búizt er við þvi, að
gangnamenn komi til byggða
á föstudag, og verður réttað i
Undirfellsrétt siðari hluta
þess dags og á laugardegin-
um.
Veður var gott efra i gær —
glampandi sól og bliða — en
daginn áður höfðu gangna-
menn hreppt leiðindaveður.
Fé virðist allt vera óvenju
vænt.