Tíminn - 17.09.1975, Side 4

Tíminn - 17.09.1975, Side 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 17. september 1975. miðöldum var hún flokkuð undir svartagaldur, og þeir, sem iþk- uðu dáleiðslu voru brenndir fyrir. Nýrri tima saga i þessum vis- indum byrjar með Anton Mess- mer, lækni í Vin um 1800, sem eftjr að hafa náð góðum árangri meö dáleiðslu, var rekinn af séttarbræðrum sinum til Paris- ar, þar sem hann hélt áfram með velheppnaðar lækningar sinar. Síðan hafa ýmsir komið við sögu og stöðugt er verið að gera tilraunir — stundum hafa kukl- arar verið að verki. Fyrir Svein Schutt er dá- leiðslasama og verkfæri, hvorki meira né minna. — Eigi maður að skilgreina dáleiðslu, er nokkurn veginn rökrétt skýring, að maður meti óhlutdrægt i vakandi ástandi. Maður tekur við áhrifum, flokk- ar og metur þau, svo að eitthvað meira og kannski eitthvað ann- að kemur út úr viðfangsefninu. 1 dáleiðslunni dregur maður út sjálfstætt mat i eins konar svefni og færir miðlinum ýmis konar áhrif, sem hann eða hún meðtekur gagnrýnislaust. Þaö er vitað mál, að ég hef talaö við marga lækna um dá- leiöslu sem lækningaaðferð, og sumir hafa viðurkennt að dá- leiösla getur verið mjög áhrifa- mikil lækning við ýmsum sálrænum sjúkdómum. Það liggur mjög nærri að reyna dáleiðslu til að venja fólk af tóbaksreykingum og vfn- drykkju, og þó nokkrir dáleiðar- ar f Danmörku hafa náð góðum árangri á þvi sviði. Til Schutts hefur mikið verið leitað i þessu augnamiði — þar með taldir eiturlyfjaneytendur — en hjá langflestum er sjúkdómurinn i sinninu. — Það merkilega er, að fólk sem þjáist af geöklofa virðist hafa ónæmi fyrir dáleiðslu, en ég hef fengið undraverðan árangur af lækningu á ýmsum stöðum sálrænum sjúkdómum. Oft er hægt að lækna hræðslutil- finningu einfaldlega með þvi að leiða sjúklinginn til baka til þess tima i æsku sjúklingsins, þegar hræðslan greip hann. Nú er svo komið að hægt er að hafa dáleiðslusvefn svo djúpan að hægt er að gera aðgerðir og uppskurði án annarrar deyfing- ar. Kostir dáleiðslu fram yfir deyfingar er auðsær. Eftirköst eru engin eftir dáleiðslu. Eitt ber að athuga. Hægt er aö fjarlægja sársaukatilfinningu með dáleiðslu án þess að lækna orsökina fyrir verkjunum. Þess vegna skyídi fólk ekki reyna dá- leiðslu til lækningar án þess að á undan fari gaumgæfileg læknis- skoðun. A meðfylgjandi mynd sést aö Sveinn Schutt notar ekki stifar augnagotur til að dáleiða. Til þæginda fyrir sjúklinginn einþeitir hann sér að horfa á glerkúlu. Rödd Schutts sér um allt annað. __ Hjóluðu yfir Ermarsund Fimm brezkir slátrarar, bræður, settu nýlega nýtt met I að hjóla yfir Ermarsundib. Þeir gerðu það á þann hátt, að þeir höfðu komið reiðhjólum sinum fyrir á fleka, og voru afturhjólin tengd spaða, sem flekinn var knúinn áfram með. Þeir stigu siðan hjólin sin stanzlaust i fimm klukkutima og 57 minútur og komust I mark þremur minútum fyrr en gamla metið segir til um, en það var sex klukkutfmar. Hagsýn húsmóðir Þrátt fyrir umtalsverða launa- hækkun er Elisabet Englands- drottning alltaf sama hagsýna húsmóðirin. Þegar hún ferðað- ist til Hong Kong nýlega lét hún, eins og flestir feröamenn gera, kinverska klæðskerann Soong sauma sér þrjá nýja kjóla fyrir tiunda hluta af þeirri upphæð sem hirðklæðskerinn Norman Hartnell er vanur að fá. t kaup- bæti fékk hún sniðin með sér heim til Buckingham hallar, svo aö hún getur pantað sér fleiri. Hér sjáið þið mynd af drottning- unni. Þvi miður sést ekki nýi kjóllinn hennar. Ddleiðsla getur fjarlægt sdrsauka Nú á timum eru margir, sem hafa áhuga á dáleiðslu. Þeir, sem vilja kynna sér, og einnig þeir, sem vilja kynna út á við, reyna að brjóta niður 'eðlilega fordóma kringum þetta fyrir- brigði. Eðlilega vegna þess að hingað til hefur fólk aöallega kynnzt dáleiðslu i gegnum leik- rit, teiknimyndir eða glæpa- reyfara. Sveinn Schútt í Esju- bergi i Danmörku hefur haft áhuga fyrir dáleiðslu frá blautu barnsbeini. Nú er fólk farið að hafa áhuga fyrir Sveini SchUtt og hugmyndum hans, hvernig hægt væri að notfæra sér dá- leiðslu. A daginn er hann kenn- ari I menntaskóla, en á kvöldin eru þaðekki nemendur hans úr skólanum, sem berja að dyrum hjá honum. Þaö er sjúkt fólk — flest af þvi, með sálræna sjúk- dóma og erfiðleika, sem ekki geta læknazt af lyfjum. Dá- leiöslumeðferð hjá Schutt er fyrirmarga.sem þarkoma, sið- asta hálmstráið. Nýlega byrjaði hann I samvinnu við fyrrver- andi sjúklingjörgen Tofte verk- fræðing, að gera viðtækar til- raunir,sem þeir kölluðu „Audio Terapi”, sem með segulbandá- upptöku, á að geta náð til margra samstundis. A löngum tima hafa þeir tveir gert ýmsar til- raunir, bæði með segulbönd og önnur hjálpartæki. Schútt hefur lært af sjálfum margt af þvi sem hann kann og það er hreint ekki svo litið. Aður fyrr var hann liðsforingi i sjóhernum, stýrimaður hjá A.P. Möller, brunaliðsmaður — og áður en hann ákvað að fara i kennara- skólann var hann sölumaður i 15 ár með kvensokka sem sér- grein. Hann er skákmeistari i sinu hverfi, Danmerkurmeistari i bridge, fyrrv. meistari i sundi o.s.frv. En hann hefur ætið og alltaf fundið sér tima fyrir dá- leiðslu og alltaf haft áhuga fyrir að geta komið henni i gagnið. Hvað er þá dáleiðsla? Aður fyrr þótti hún yfirnáttúr- leg, og fólk setti hana i samband við guðdóminn, og hún var iðu- lega notuð við trúarathafnir. A DENNI DÆMALÁUSI Ég skýrði hann Pylsu, en hvers vegna segir pabbi, að vcrði hann hér verði hann að heita ,,Sk J!ur”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.