Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI v-...__u^ TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhí c 224. tbl. —Fimmtudagur 2. október — 59. árgangur HF HORÐUR 6UNNARSS0N SKULATÚNI 6 - SIMI (91)19460 Gullskipið loks fundið? m > O Sovézkir togarar á Jónsmiðum Ólafur Jóhannesson: EFNAHAGSVANDINN EKKI LEYSTUR MED GENGISFELUNGU — verulegur niðurskurður í fjárlögum nauðsynlegur „Vonum , að ASÍ styðji kröfu BSRB um verk- fallsrétt á þessu ari ~- -------------> © Þingflokksfundur Ákveðiö hefur verið, að þingflokkur Framsóknarmanna komi saman til fundar i Alþingishúsinu. kl. 14 n.k. þriöjudag hinn 7. október. Rætt verður um væntanleg þingmál o.fl. HHJ-Rvik — Við islendingar höf- um ekki farið varhluta af þeirri efnahagslægð, sem þjakar heim- inn, en höfum þó til þessa sloppið við atvinnuleysið, sem viða hefur fylgt efnahagsvandanum. Þvi miður eru batahorfur litlar enn sem komið er, og enn er ekki hægt að fullyrða um það, hvort okkur tekst að sneiða hjá atvinnuleysi i framtiðinni, þvi að grundvöllur flestra atvinnugreina er veikur. Þannig komst ólafur Jóhannes- son að orði i upphafi ræðu um efnahagsmálin og stjórnmálavið- horfið, sem hann hélt á fjölmenn- um fundi i Framsóknarfélagi Reykjavikur i gærkvöldi. Fjármálum ríkisins er nú svo háttað, sagði Ólafur, að reikna má með, að verulegur halli verði á árinu. Undanfarið heíur verið unnið að fjárlagagerð svo sem venja er. Samkvæmt frumvarpinu verður hækkun fjárlaganna mun minni en sem svarar dýrtiðarvexti i landinu og þvi er f raun um niður- skurð að ræða. Fyrirhugaður niðurskurður bitnar bæði á rekstri og framkvæmdum og hann er að minu áliti nauðsynleg- ur, vegna of. mikillar þenslu i landinu þótt hann verði á hinn bóginn ekki sársaukalaus. En nú verðum við að spyrna við fótum i þessu efni. Aætlað er, sagði Ólafur, að meðaltalsverðhækkanir hér nemi um 48% á þessu ári, sem er miklu meira en gerist viðast annars staðar. Þessi hækkun á þvi ekki nema að hluta rætur að rekja til hærra verðs á innfluttum vörum. Orsakirnar eru auðvitað margar, gengisbreytingar eiga mikinn þáttiþessu, aukhækkanaá ýmsri opinberri þjónustu, landbúnaðar- vörum og byggingakostnaði, svo aö nokkuð sé nefnt. — Þó vil ég benda á, að verðhækkanahraðinn hefur minnkað mjög, sagði Ólafur og ef hægt verður að halda i horf - inu verða hækkanir næsta ár þó ekki nema 25% að meðaltali, sem væri mikil breyting. Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsáætlun munu tekjur af vöruiitflutningi reiknað á föstu gengi lækka um 4,450 milljónir kr. frá fyrri áætlun og nema 49.000 milljónum árið 1975. Þaðer nærri 6% magnlækkun og 4% meiri verðlækkun útflutningsafurða en talið var. Veiki hlekkurinn er minnkandi eftirspurn eftir vörum okkar og er tali'ð, að verðlækkun útflutnings verði 11% á árinu. Nokkuð kemur á móti, að al- mennur innflutningur hefur Framhald á bls. 13. REIKNINGAR VESTMANNA- EYJAKAUPSTADAR EKKI SAMÞYKKTIR SÍDAN 1967 gébé-Rvik — 1 Vestmannaeyjum liggja fyrir bæjarreikningar allt frá og með árinu 1968, sem enn hafa ekki verið samþykktir. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum er áskilið, að tvær umræður fari fram I bæjarstjórnum áður en reikningar eru samþykktir. Að- eins hefur farið fram ein umræða um fimm ársreikninga bæjarins i Vestmannaeyjum, og að sögn bæjarstjórans þar, mun fyrsta umræða um reikningana 1973 og 1974 fara fram fljótlega. — Ég kann ekki skil á ástæðunum fyrir þessari seinkun, sagði núverandi bæjarstjóri Sigfinnur Sigurðsson, þetta hefur með einhverjum hætti farizt fyrir. Einar Haukur Eiriks- son, núverandi forseti bæjar- stjórnar tók I sama streng og bætti við, að þetta væri mál fyrr- verandi bæjarstjórnar. Að sögn forseta bæjarstjórnar, Einars Hauks Eirlkssonar, voru reikningar áranna 1968—1972 settir á dagskrá hinnar nýju bæj- arstjórnar sl. vor, en nýju bæjar- stjórnarmennirnir töldu ekki rétt að önnur umræða færi fram fyrr en þeir hefðu kynnt sér reikninga rækilega og skoðað athugasemdir endurskoðenda. Astæðuna fyrir þessari seinkun kvaðst Einar ekki vita, það væri mál fyrrverandi bæjarstjórnar. — Reikningar fyrir 1973 verða lagðir fram á bæjarstjórnarfundi nk. föstudag, sagði Einar, og er jafnvel vonazt til að reikningar 1974 verði þá til, til fyrstu umræðu lika. Sigfinnur Sigurðsson bæjar- stjóri sagði, að bæjarreikn- ingárnir verði teknir fyrir mjög bráðlega, en að hann kynni ekki heldur skil á áslæðunum fyrir seinkun á afgreiöslu þeirra, sem hefði með einhverjum hætti far- izt fyrir. Mikið fjöhiiiMiui sótti iiiiid Framsóknarfélags Reykjavlkur I gærkvöldi, þar sem ólafur Jóhannesson ræddi um efnahags- og stjórnmál. TimamyndGunnar r r MANAOARFRI I SKOLUM Á KVENNAFRÍDAGINN? gébé—Rvik — Er fræðsluskrif- stofa Reykjavikurborgar að reyna að bregða fæti fyrir kven- fólkið, sem stendur að kvennafrii 24. október? Að sögn fræðslu- stjóra var ákveðið fyrir löngu, að mánaðarfridagur skyldi vera i barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar þann 24. október, kvennafrfdaginn, én eins og kunnugt er, er meirihluti kennara I skyldunámsskólum borgarinnar kvenfdlk, og ef almenn þátttaka yrði hjá þeim á kvennafridaginn, myndi reynast nauðsynlegt að loka skólunum. Skólastjóri I skóla einum I borginni sagði, að hann hefði enga tilkynningu fengið um hvenær mánaðarfri yrði I oktriber, og sagði að það hefði yfirleitt alltaf verið ákveðið jafn- dðum, eða I byrjun hvers mánað- ar. Um 72-73% kennara i barna- skólum Reykjavikurborgar eru konur, og I gagnfræðaskólunum lætur nærri að konur séu um helmingur af kennaraliðinu. Það gefur þvi auga leið að ef kennslu- konur verða samtaka um að taka sér frí 24. október, þá verða fræðsluyfirvöld að loka skólunum þann dag. Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri sagði, að mánaðar- frl væru ákveðin tiltölulega snemma, eða jafnvel að sumar- lagi, þegar unnið er að skóladag- skrám. Sagði Kristján, aö það hefði lengi verið gömul hefð, að mánaðarfri I október bæri upp á fyrsta vetrardag, en hann ber jafnan upp á laugardag. Siðan fimm daga skólavikan var ákveð- in, hefur ekki verið neinn ákveð- inn dagur i þessum mánuði fyrir mánaðarfri, sagði fræðslustjóri. Hins vegar lægi það beinast fyrir, að mánaðarfriið yrði þá i staðinn siðasta sumardag, sem er hinn margumtalaði kvennafridagur, 24. október. Blaðið hefur fregnað, að mánaðarfri séu yfirleitt ákveðin jafnóðum af fræðsluskrifstofunni, þ.e.a.s. i byrjun hvers mánaðar. Þessi frl eru þó aðeins gefiri i þeim mánubum, sem engir aðrir lögboðnir i'ridagar eru. T.d. i september var mánaðarfri gefið þann tii)tt;ugasta og annan. sem var á mánudegi, og var þvibörn- um og unglingum gefinn kostur a að fara i réttir, sem voru um þá helgi. Framkvæmdanefndin um kvennafri, er að vonum mjög óhress yfir þessu, þar sem kven- fólk i kennarastétt er svo fjöl- mennt. Blaðið hefur fregnað. að for- ráðamenn skóla i borginni hafi enga tilkynningu enn fengið frá fræðsluskrifstofunni um það hvenær mánaðarfri i október mánuði yrði. Er ekki að efa, að þær verði ófáar kennslukonurnar sem verða óánægðar. ef svo verður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.