Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN Sjö manna nefnd til að f jalla um lóða- úthlutanir ÞEIR Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson munu á borgarstjórnarfundi í dag leggja fram tillögu um sjö manna nefnd til að f jalla um lóðaúthlutanir. Tillaga þeirra Kristjáns og Sigurjóns er svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að kjósa sjö manna nefnd, er hafi það verkefniað gera til- lögur til borgarráðs og borg- arstjórnar um lóðaúthlutan- ir. Kjörtlmabil nefndarinnar skal vera það sama og borg- arstjórnar." ER GULLSKIPIÐ LOKSINS FUNDIÐ? Þ.ö.-Reykjavík — Fyrirtækið Björgun hf. hefur enn í sumar gert út leiðangur til þess að leita að gullskipinu hollenzka, sem talið er vera á Skeiðarársandi — og leitarmenn telja sig nú vera búna að finna skipið. Kristinn Guðbrandsson, for- stjóri Björgunar hf., hefur ekki viljað gefa neinar upplýsingar um leitina. Hins vegar hefur Tim- inn fregnað, að áður en leit hófst i sumar hafi forráðamenn Björg- unar hf. fengið sérfræðinga varnarliðsins á Keflavikurflug- velli til að staðsetja skip á af- mörkuðu svæði á sandinum með segulmælingum. Þegar sú skrá hefði legið fyrir, hafi verið leitað I gömul skjöl og annála I þeim til- gangi að nafngreina hvert og eitt skip. Þeim hafi síðan tekizt með útilokunaraðferð að ákvarða þann stað er gullskipið er að finna. í sumar hófst svo leit og hefur hUn staðið yfir nær sleitu- laust, en þó með litilsháttar töf- um. Við sanddælinguna er notaður afkastamikill prammi, en grafa þarf mjög stóran ,,gig" niður að skipinu, sem talið er vera á riím- lega 20 metra dýpi. Siðast er fréttist höfðu leitarmenn verið búnir að grafa um 14 metra og áttu þá von á þvi hvað úr hverju að sjá glitta i efstu toppa skipsins. Það óhapp varð fyrr i sumar, þegar grafiðhafði veriðniður á 10 metra dýpi, að bakkarnir hrundu og tafði það leitina nokkuö. Búrfell: LEIÐARI BRANN I RAFAL gébé Rvik — Leiðari brann I rafal i Búrfellsvirkjun og olli skemmd- um. Tók það starfsmenn virkjun- arinnar þrjá daga að vera við skemmdirnar. —.Að þessu sinni kom ekki til neinna truflana frá biluninni, sagði Gisli Gislason stöðvarstjóri, þvi að álagið var ekki mikið. Það var á föstudaginn var, að leiðari brann i rafalnum, sem gerður er i Japan. Sagði GIsli að talið væri að bruninn hefði stafað frá galla i lóðningu. Starfsmönn- um Búrfellsvirkjunar tókst að gera við skemmdirnar- Sagði GIsli að bilunarinnar hefði án efa gætt, ef um miðjan vetur hefði verið, en þar sem álag er ekki mikið á þessum tima, gætti bil- unarinnar ekki i þetta skipti. Sovézkir togarar eru farnir að sækja Jónsmio Ármannsfelli bannað að hyggja meðan á rannsókn stendur? „MEÐAN rannsókn Ármanns- fellsmálsins stendur yfir sam- þykkir borgarstjórn, að ekki skuli gefið út leyfi fyrir byggingum á 5000 ferm. lóð þeirri neðan Hæð- argarðs og austan Grensásvegar, sem Byggingarfélaginu Ar- mannsfelli h.f. var úthlutað á fundi i borgarráði hinn 26. ágúst s.l. Jafnframt samþykkir borgar- stjórn, að taka ekki á móti frekari greiðslu á gatnagerðargjaldi fyrir umrædda lóð, fyrr en rann- sókn málsins er að fullu lokið og niðurstöður liggja fyrir." Þannig hljóðar tillaga frá Kristjáni Benediktssyni borgar- ráðsmanni, sem hann mun flytja á borgarstjórnarfundi i dag. í greinargerð með tillögunni ikemst Kristján svo að orði: „Eins og kunnugt er hefur hinu svokallaða Ármannsfellsmáli verið visað til opinberrar rannsóknar hjá Sakadómi Reykjavlkur. Ekki verður séð á þessu stigi málsins, hve langan tíma sú rannsókn kann að taka og hvenær niðurstöðurnar liggja fyrir. Þá má fastlega gera ráð fyrir, að borgarfulltrúar telji sig þurfa að fá eitt og annað upplýst frekar, eftir að rannsókn sakadóms er lokið. SU varð a.m.k. reyndin varðandi mál, sem borgaryfir- völd visuðu til sakadóms á s.l. ári. Umræddri lóð á horni Grensás- vegar og Hæðargarðs var úthlut- að 26. ágúst sl. Innan mánaðar átti að greiða helming gatnagerð- argjaldsins, kr. 1.825.050.-. Eftir- stöðvar áttu að greiðast, áður en byggingarleyfi yrði gefið út. Óeðlilegt verður að teljast, að byggingarframkvæmdir hefjist á lóðinni, meðan málið er i rann- sókn. Til að koma i veg fyrir slikt er framangreind tillaga flutt." JG RVK. — Sjómenn, sem verið hafa að veið- um við Austur-Græn- land hafa tjáð okkur að ný þjóð hafi nú bætzt i togaraflotann þar — Rússar — en rússneskir togarar hafa ekki áður sézt á þessum slóðum. Var þarna um að ræða 2 eða 3 mjög stóra verksmiðjutogara ,ryksuguskip" eins og þau eru stundum nefnd, og mun nafnið dregið af því, að skipin hafa fiski- mjölsverksmiðju um borð og geta þvihagnýttminnstu seiði, án þess að verið sé að halda þvi fram að rússnesku skipin veiði smáfisk. Togarar þessir voru að veiðum á Jónsmiðum, sem eru skammt utan við nýju 200 milna landhelgi íslands. Blaðið bar fregn þessa undir Auðunn Auðunsson skipstjóra sem nú styrir Karlsefni, og kvað hann þetta vera rétt og hefðu is- lenzkir togarasjómenn nú áhyggjur af aukinni sókn á þessi mið. Nokkuð mun farið að þrengja að rússneska úthafsflotanum, þar eð veiðar þeirra við strendur Bandarikjanna og Kanada hafa verið harðlega gagnrýndar, og jafnvei taldar hafa útiýmt sum- um fiskistofnum viö strendur Norður-Ameriku. Kanadamenn settu hafnbann á rússnesk fiski- skip og hafa Rússar nú fallizt á að draga Ur sókn á kanadisku miðin. Þá verða skipin að leita annað og ef til vill á miðin við Austur- Grænland og tsland. Nýr borbíll, sem fer til Blönduóss BH-Reykjavik — Jarðboranir rikisins eru heldur betur að bæta við tækjakost sinn þessa dagana, en á þriðjudag kom með Bakka- fossi borbifreið'frá Failing-verk- smiðjunum i Bandarfkjunum og vakti strax athygli við komuna fyrir stærð og þyngd, en bílliuu er á sextán hjólum, með fimm hás- ingar og vegur um 35 tonn núna, en svo er eftir að setja á hann mastur, sem er 50 metra hátt og vegur með Utbúnaði um 5 tonn, svo að þyngd borbllsins með öllu verður um 40 tonn. Hjá Jarðborunum rikisins fékk Tlminn þær upplýsingar, að þetta væri þriðja borbifreiðin, sem Jarðboranirnar tækju I notkun, og sú stærsta. Með borum þessarar bifreiðar væri hægt að bora allt níður á 2000 metra dýpi, en borar hinna bifreiðanria ná ^niður á 600 og 1000 metra dýpi. Þeir borar eru staðsettir núna á Siglufirði og Súgandafirði, og trúlega verður nýja borbifreiðin send til Blöndu- óss að uppsetningu mastursins lokinni, en hvenær því verki verð- ur lokið og bifreiðin tilbúin til starfa, er ekki unnt að segja enn. Hin nýja borbifreið Jarðborana rikisins. Timamynd: Gunnar. á 11. VEIÐIMANNAKASTMOT Akranesi laugardaginn október. Hjá Hákoni Jóhannssyni, for- manni Landssambands stanga- veiðifélaga, hefur Veiðihornib aflað sér eftirfarandi upplýs- inga: „Veiðimannakastmót verbur haldiðá vegum Landssambands stangaveiðifélaga laugardaginn þann 11. okt. n.k. á Iþróttavell- inum á Akranesi og hefst kl. 1 e.h. Keppt verður I kvenna, ungl. og kárlaflokkum eftir þvl sem þátttaka verður I eftirfarandi greinum: Flugulengdarköst, einhendis. Stöng: 9 1/2 fet eða styttri, Lína: Venjuleg veiðilina AFTM 10 (18 gr) eða léttari, ekki skotlfna. 2. Beitulengdarköst, einhend- is með 12. gr. spún Stöng frjáls, nema hvað kasta skal með ann- arri hendi. 3. Beitulengdarköst, tvlhendis með 18 gr. spún. Stöng: hámark 10 fet. Llnur I beitulengdarköstum eru frjálsar að öðru leyti en þvl, að enginn hluti hennar má vera grennri en sá, sem festur er við beitu. Athugið! " Aðeins venjuleg stangaveiðitæki leyfö. Þátttaka er öllum stanga- veiðimönnum heimil (nema hvað menn, sem tekið hafa þátt i mótum, þar sém keppt hefur verið eftir I.C.F. kastreglum verða ekki með). Það skal tekið fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, sem hefur orðið vart við, að þátttak- endur verða aðeins með sln venjulegu stangaveiðitæki, sem þeir nota til veiða, en alls ekki keppnistæki, eins og reyndar er tekíð fram hér að ofan. Þá geta þátttakendur fengið lánuð stangaveiðitæki, á staðnum til afnota I keppninni. Á veiðimannakstamótinu I fyrra í Keflavik, var kona, i fyrsta sinn meðal þátttakenda, og stóð sig vel, þrátt fyrir kalsa- veður. NU, á kvennaárinu, von- um við að konur láti ekki sinn hlut eftir liggja, heldur mæti til þátttöku. Þá skal bent á að „Akraborg- in" fer frá Reykjavík kl. 10 ár- degis og frá Akranesi kl. 5.30 e.h. mótsdaginn, samkv, áætl- un." Við röbbuðum við Hákon og báðum hann að segja okkur nánar af kastmótum fyrr og slðar. — Það er að sjálfsögðu eitt af verkefnum Landssambandsins að stuðla að kastlþróttinni, og við höfum gengizt fyrir kast- keppni frá 1964. Fyrstu árin voru þau mót fyrir keppnis- menn eftir reglum Alþjóðlega kastsambandsins ICF, en þegar Kastklúbburinn gekk I ISI, þá breyttum við um form og höfum haldið veiðimannakastmót siðan, en það fyrsta var haldið i Hafnarfirði 1972. Nú, þessi mót hafa verið lialdin I Reykjavik og nágrannabæjunum, og njóta mikilla vinsælda og hafa tvi- mælalaust orðið til að auka gildi kastlþróttarinnar. svo sem sjá má á þvi, að fyrir t.uttugu árum var bezti árangunnn á kast- múti hér, einhendis með flugu- - stöng 23 metrar, en sami áraug- ur á mótinu I fyrra hjá okkur 30,9 metrar. Að visu bafa orðið miklar framfarir I veiðitækjum, og núna er til dæmis notuð framþung lina, sem gefur meiri möguleika, en það er lika um að ræða miklar framfarir hjá veiöimönnunum sjálfum. Við biðjum Hákon að svara okkur samvizkuspurningu eftir beztu getu, og hann hugsar sig vel um. — Ja, ætli þáð séu ekki eitt- hvað I kringum 20.000 manns, sem stundar stangveiðar hér á íslandi. Það er að visu erfitt að segja um þetta, en ég held, að það sé ekki fjarri lagi að nefna þessa tölu. Og af þessum fjölda eruum 5.000 laxveiðimenn. AUa vega er óhætt að'fullyrða, að það" er mikill áhugi á stang- veiðum hér á landi. '.. fltfr-. Jón Finnsson hrl. að veiðum i veiðivatni Hafnfirðina, Hllðarvatni. Jón er mjög snjall fluguveiðimaður, og fyrrverandi formaöur Landssambands stangaveiðifélaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.