Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 Iðnaöardei Rætt við Hjört Eiríkssc Iðnaðardeildar SIS, urr Á siðastliðnu vori urðu framkvæmdastjóra- skipti hjá Iðnaðardeild SÍS en þá féll frá Harry Frederiksen, sem hafði verið framkvæmda- stjóri deildarinnar um árabil, en hann hafði byrjað störf hjá Sam- vinnuhreyfingunni, þeg- ar á sinum unglingsár- um. Við starfi hans tók Hjörtur Eiriksson, ull- artæknifræðingur, sem verið hafði verksmpVju- stjórihjá Gefjun á Akur- eyri við ágætan orðstir. Jafnframt fór fram mikilvæg breyting á skipulagi SÍS, fram- kvæmdastjóri iðnaðar- deildar og iðnaðar- deildin flutti búferlum til Akureyrar, en hafði áður, eins og aðrar deildir Sambandsins haft aðsetur i Reykja- vik. Rætt við Hjört Eiriksson Við hittum Hjört Eiriksson, framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar SÍS i skrifstofu hans að Glerárgötu 28 á Akureyri, en þar er Iðnaðardeildin nú að koma sér fyrir. Við spurðum fyrst, hvers vegna iðnaðardeildin væri flutt norður á Akureyri. — Ég hefi nú ekki lesið greinar- gerðum það, en þetta var ákveðið af stjórn Sambandsins. Auðvitað hafa legið margar ástæður til þessa. Nýhugsun, byggðastefna, er staðreynd i landinu og Sam- vinnuhreyfingin hefur lagt henni lið. Iðnaðardeildin, eða verk- smiðjur hennar eru á Akureyri. Sérstakir verksmiðjustjórar sjá um daglegan rekstur undir yfir- stjórn Iðnaðardeildarinnar. Þetta eru Ullarverksmiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fata- verksmiðjan Hekla, Skóverk- smíðjan Iðunn, Efnaverksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Akureyr- ar, en þá siðasttöldu á Sam- bandið ásamt Kaupfélagi Eyfirðinga. — Við þennan verksmiðjuiðnað starfa 7-800 manns og þessar verksmiðjur eru allar stærstar i sinum greinum hér á landi. Iðnrekstur i hálfa öld — Hver eru framleiðsluverðmæti þessara verksmiðja? — Fyrstu sex mánuði þessa árs var framleitt fyrir um 1650 milljónir króna, svo við reiknum með að framleitt verði fyrir á fjórða milljarð króna á þessu ári. — Það er mikið rætt um að auka framleiðnifiðnaði. Hvernig hefur þáö tekizt hjá verksmiðjum Sam- bandsins? — Verksmiðjuiðnaður Sam- bandsins á Akureyri stendur á gömlum merg. Byrjun á iðnaði ^ambandsins má rekja allt til ársins 1923, er Þorsteinn Davíðs- son hóf gærusútun. Hann byrjaði á leðursutun árið 1935 og á skógerð árið 1936- Þorsteinn vinnur enn við þessar verk- smiðjur og hefur gert það frá upphafi. Við höfum einnig fjölda manns, sem hef ur áratuga reynslu i verk- smiðjuiðnaði. Gefjuni keypti Sambandið árið 1930, og árið 1946 keypti það prjdnastofu Ásgrims Jónssonar, en hún er upphaf Fataverk- smiðjunnar Heklu. — Þessi mikla reynsla i iðnaði hefur verið mikils virði, menn skilja ekki aðeins nauðsyn á nýjungum og framleiðni, heldur vita að þetta er i rauninni lifs- spursmál. Framleiðni i iðnaði StS Framleiðni hefur verið mikil i verksmiðjuiðnaðinum. Sem dæmi má nefna að árið 1972 voru unnar i Ullarverksmiðjunni Gefjuni 342 vinnustundir á móti 306 þús. vinnustundum árið 1973. A sama tima var magnaukning á framleiðsluvörum 14.5%. Arið 1974 voru vinnustundirnar 291 þúsund, en magnaukning á framleiðslu var 9%. Miðað við óbreytta framleiðni hefði þannig þurft að vinna 461 þtisund vinnustundir i stað 291 þus. stunda til þess að framleiða sama magn, ef miðað er við af- kastagetu og framleiðni ársins 1972. — Þessi árangur er fyrst og fremst að þakka frábæru starfs- liði og auknum vélakosti. — Mikið og stöðugt hagræðingar- starf hefur verið unnið og fram- leiðsluháttunum breytt i þvi skyni að auka framleiðni og alla hag- kvæmni. Komið hefur verið á bónuskerfi i launagreiðslum, svo að starfsliðið hefði arð af fram- leiðni. — Unnið er ntf að samskonar hagræðingu I skinnaverk- smiðjunni. Þar hefur verið tekið upp bónuskerfi og eru starfsmenn ogstjórnendur mjög ánægðir með þann árangur, sem náðst hefur. — Vélbúnaður verksmiðjanna kostar milljarða króna. Við get- um nefnt sem dæmi að ein kembivél með spunavélasam- stæðu kostar á annað hundrað — Ástæðan er sú að mikill verk- efnaskortur var hjá ýmsum smá- fyrirtækjum, prjónastofum og saumastofum, sem hafði verið komiðupp viðsvegar um landið til þess að bæta atvinnuástandið. Þessar saumastofur og prjóna- stofur höfðu haft einhver verkefni og þá flestar á vegum Alafoss. Ntí drdst þetta saman og þessar stofur bjuggu við mikinn verk- efnaskort. Þær eru of litlar til þess að geta séð sér fyrir nægum framleiðsluverkefnum og hrá- efni, þvi til þess þarf ýmsa hluti, sem ekki eru fyrirhendi á þessum stöðum. 800 manns starf Sambandsin milljónir króna, eða eins og tveir nýir 50 tonna fiskibátar. Þessi biínaður er af fullkomnustu gerð og árvissendurnýjun á vélakosti á sér stað. Sambandið styður iðn- að um allt land. — Um það hefur verið rætt að Sambandiðlátimi framleiða fyrir sig ullarvörur vlðsvegar um land. Hver er ástæðan fyrir þessu nyja starfssviði Iðnaðardeildar SiS? Það var leitað til Sambandsins um aðstoð við að afla verkefna og var sú aðstoð veitt i þvi formi að Samvinnusamband Sovét- rlkjanna kaupir af okkur verulegt magn af prjónaflikum sem siðan eru unnar i þessum litlu stofum. Við leggjum þeim til hráefni, eða prjónagarnið og i sumum tilvik- um fá þeir einnig sniðin hér lika, þvi Iðnaðardeildin er með fullkomna hönnunarstofu, sem sinnir þessu verkefni. Við erum að stækka þessa deild til þess að Myndirnar eru úr verk-, smiðjum Sam- bandsins á Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.