Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 2
2 i TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 Atta umsóknir um fræðslu- stjórastöður á Norðurlandi FRÆDSLUSTJÖRASTOÐUR i Noröurlandsumdæmi eystra og vestra voru auglýstar lausar til umsóknar 5. september með um- sóknarfresti til 1. október. Um- sækjendur eru: um fræðslustjórastöðu i Norö- urlandsumdæmi vestra: dr. Bragi Jósepsson, Skipasundi 72, Reykjavik, Helga Kristin Möller, kennari, Skipholti 43, Reykjavik, Sveinn Kjartansson, skólastjóri, Hafralækjarskóla, S.-Þing. Val- garö Runólfsson, skólastjóri, Reykjamörk 12, Hverageröi og Þormóður Svavarsson, phil. kand., Skaröshllö 31d, Akureyri. um fræðslustjórastöðu I Norð- urlandsumdæmi eystra: Nanna Úlfsdóttir, B.A., Hraunbæ 90, Reykjavlk, Valgaröur Haralds- son, námsstjóri, Hamarsstíg 41, Akureyri og Þormóður Svavars- son, phil Kand., Skarðshllð 31d, Akureyri. Öf/ þjónusta, sem varðar Spán, iögð niður i 2 daga — í mótmælaskyni við hryðjuverk fasistastjórnarirtnar HHJ—Rvlk — ASÍ og BSRB hafa Iátið frá sér fara áskorun til allra félaga samtakanna um að leggja niður alla þjónustu, sem varði samskipti og sam- göngur við Spán, þ.á.m. af- greiðslu flugvéla og hvers konar störf I þvf sambandi, svo og alla póst- og slmaþjónustu. Askorun þessi á að taka gildi á hádegi i dag og gilda til mið- nættis á föstudag. 1 tilkynningu frá ASÍ og BSRB segir, að þessar aðgerðir beri að skoða sem mótmæli Islenzku launþegasamtakanna gegn hryðjuverkum spænsku einræð- isstjórnarinnar og morðum á verkalýðssinnum og frelsisunn- andi fólki á Spáni. Þessar aðgerðir eru líður I sams konar aðgerðum annarra launþegasamtaka I Evrópu. Samkvæmt upplýsingum, sem Tlminn aflaði sér frá ferða- skrifstofunum I gær, eru engar Spánarferðir áætlaðar þessa daga. Utanríkis- ráðherra heimsækir NATO-stöðvar EINAR Agústsson, utanrlkisráð- herra, hefur þegið boð yfirflota- foringja Atlantshafsbandalags- ins, Kidd aðmiráls, og yfirmanns loftvarna á Norður-Atlantshafi, James hershöfðingja, að heim- sækja aðalstöðvar þeirra I Nor- folk, Virginia, og Colorado Springs, Colorado. Ferð pessi er farin I framhaldi af dvöl utanrlkisráðherra i Bandarikjunum vegna hins 30. allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Ný endurskinsmerki: „SLAPPAÐU AF — hjartalöguð merki fyrir unglinga rr gébé Rvík — Umferðarráð er nú að hef ja árlega kynningu sina á endurskinsmerkjum og gildi þeirra fyrir umferðaröryggið þegar skammdegistiminn fer i hönd. Aö þessu sinni beinist at- i '.n HLAUT TÆPA MILLJÓN í STYRK —Jóhann Eyfells prófessor hefur fengiö tæplega einnar milljón króna styrk (6000 dollara) til að geta eihbeitt sér að listsköpun i þrjá mánuði. Jóhann er nú prófessor við listadeild Tækniháskólans I Florida, en ekki þarf hann að sinna kennslustörfum þessa þrjá mánuði sem hann nýtur styrksins. Jóhann Eyfells er þekktur um allan heim fyrir listaverk sin, sem eru að rnestu unnin Ur járni og steini. Verk hans hafa verið sýnd vlða um heim og vakið mikla athygli. hyglin sérstaklega að unglingum og fullorðnu fólki, þvi að þrátt fyrir mikilvægi endurskins fyrir gangandi vegfarendur, hefur reynzt örðugt að koma á almennri notkun merkjanna. Það virðist Utbreiddur misskilningur, að endurskinsmerki séu fyrst og fremst fyrir börn, þvi að fullorðn- ir og unglingar eru meira á ferð- inni eftir að skyggja tekur og eru þar af leiðandi oftar i hættu. Til þess að hvetja unglinga til að ganga með endurskinsmerki hafa verið gerð hjartalaga merki I fjórum litum, bláum, grænum, gulum og rauðum, með áletrun- inni: „Slappaðu af". Annars kon- ar merki, sem unnt er að fá i mjólkurbiiðum í Reykjavik og i kaupfélógum um land allt, eru hringlaga merki með myndum til að sauma á flikur svo og glærar endurskinsplötur, sem einkum eru ætlaðar fullorðnu fólki. Arið 1973 seldi Umferðarráð 28 þúsund endurskinsmerki, en hvorki meira né minna en fimmtlu þiísund merki I fyrra. Er það von ráðsins að á þessu ári seljist ekki færri merki en á s.l. ári. Fyrirtækjum, skólum, stofn- unum og sveitarfélögum var gefinn kostur á að fá merki með nafni og/eða merki, og notfærðu sér það margir, og verður sami háttur hafður á áfram. AUir ættu að nota endurskins- merkin, — ungir sem aldnir. AAiklar f ramkvæmdir hjá sláturhúsunum í samræmi við áætlun um skipulagða endurtryggingu sláturhúsakerfisins EINS og kunnugt er hefur undanfarin ár verið unnið að skipulegri endurbyggingu sláturhúsakerfisins I landinu I samræmi við áætlun um það efni, sem gerð var 1970. Agnar Tryggvason sagði, I viðtali við nýútkomnar Sam- bandsfréttir að nú væri lokið við að reisa ný færibandahús eða endurbyggja önnur á sjö stóðum á landinu, þ.e. i Borgarnesi, BUðardal, Hólmavik, Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavik og á Sel- fossi. öll þessi hús eru i eigu kaupfélaganna á viðkomandi stöðum, nema hUsið á Selfossi, sem er i eigu Sláturfélags Suöurlands, Teiknistofa Sam- bandsins hefur séð um alla framkvæmd þessarar endur- byggingar, og hafa starfsmenn hennar teiknað og hannað öll ofangreind hUs. 1 yfirstandandi sláturtið er slátrað samtals I þessum husum um 15-16 þUsund fjár á dag, eða alls 300-350 þUs- und f jár. Þá sagði Agnar, að áfram- haldandi yrði unnið eftir þessari áætlun, og væru næstu verkefni aö reisa færibandahUs á Hvammstanga og á Egilsstöð- um. Auk þess væri fyrirhugað að bUa þannig að sláturhUsinu á Kópaskeri, að það yrði I fyrsta flokki sem UtflutningshUs, þótt ekki hefði enn verið ákveðið, hvort það yrði byggt upp með færibandakerfi. Þar að auki væri full nauðsyn á að byggja upp færibandahUs á fleiri stöðum á landinu, þótt það hefði enn ekki verið hægt vegna skorts á fjármagni og vegna þess að kaupfélögin á viðkom- andi stöðum hefðu verið bundin af öðrum verkefnum. 1 þessu sambandi nefndi Agnar Vest- firði sérstaklega, en þar hefði verið ráðgert að reisa tvö hUs, sem sérstaklega sinntu innan- landsmarkaðnum. Þv.i miður hefði ekki enn verið hægt að hefja framkvæmdir við þau af óviðráðanlegum ástæðum. Agnar gat þess sérstaklega, að þegar væri bUið að gera gifurlegt átak I málefnum sláturhUsanna. Þar væri ekki aðeins um að ræða þessar endurbyggingar, heldur hefðu verið haldin fjölmörg leiðbein- ingarnámskeið til að þjálfa starfsfólkið I hUsunum og búa það sem bezt undir störf sin. Nú I ár væri fyrirsjáanleg aukin þörf fyrir útflutning vegna óvenjumikillar slátrunar, og kæmi gagnsemi þessa starfs þá hvað bezt í ljós. Kröfurnar er- lendis væru ákaflega strangar, og kæmi ekki til greina að flytja Ut kjöt - frá öðrum húsum en þeim, sem hefðu fullkomnustu aðstöðu að þvi er hreinlætis- kröfur varðaði, en þar væru nýj- ustu færibandahUsin efst á blaði. Viobótarsala á prjóna- vörum til Sovétríkjanna HINN 18. sept. var undirritaður samningur um viöbótarsölu til Sovétrikjanna á framleiðsluvör- um frá nokkrum prjónastofum, sem Sambandið hefur selt fyrir undanfarið að sögn Andrésar Þorvarðarsonar, viöskipta- fulltrúa Sambandsins fyrir verzl- un við Austur-Evrópu. — Þessi samningur var undir- ritaður hér I Reykjavlk á milli Sambandsins og sovézka sam- vinnusambandsins, og fjallar hann um sölu á viðbótarmagni við það, sem áður hafði verið samið um. Hér er um að ræða 30 þUsund barnajakka, að verömæti rUmar 42milljónir króna, sem afgreiddir verða nUna fyrir jólin. Þessar vörur eru framleiddar I ýmsum prjónastofum sem starfa vlðs vegar um landið. Nánar til- tekið eru þetta Samtök prjóna- og Iðnaðardeild SÍS flytur út beint frá Akureyri JÓN Arnþórsson, sölustjóri út- flutnings hjá Iðanðardeild, flutt- ist fyrir skömmu til Akureyrar, þar sem hann hefur nú aðsetur á aðalskrifstofu deildarinnar. Jafn- framt þessu var gerð sú fyrir- komulagsbreyting á starfsemi Iðnaðardeildar, að nú fer allur út- flutningur hennar og sala á er- lenda markaði fram beint frá Akureyri, og m.a. er nú gengið þar frá öllum tollskjölum. Þá hef- ur starfsemi Hugmyndabankans verið flutt norður, og verður hann framvegis á aðalskrifstofunni á Akureyri. Eins og kunnugt er hefur Hjörtur Eirlksson frkvstj. deildarinnar aðsetur á Akureyri, og er hann hinn eini af fram- kvæmdastjórum Sambandsins, sem situr utan Reykjavlkur. Að ArmUla 31 Reykjavík verður hins vegar áfram skrifstofa fyrir deildina, sem sinna mun verkefn- um hennar á Reykjavlkursvæð- inu. Þar er nýkominn til starfa Hans Kristján Arnason aðstoðar- framkvæmdastjóri, sem mun fara með stjórn þeirra mála. Auk hans starfar þar áfram Arni Jónsson gjaldkeri deildarinnar, sem annast innheimtur og önnur fjármál hennar hér syðra. Þá hefur einnig aðsetur þar Andrés Þorvarðarson viðskiptafulltrUi Sambandsins fyrir verzlun við lönd Austur-Evrópu, saumastpfa norðanlands, en innan þess eru sex stofur, sem vinna saman, og auk þess Dyngja á Egilsstöðum, Katla I Vlk I Mýr- dal, Sunna á Hvolsvelli og Prjónastofa Borgarness. Að meðtöldum þessum nýja samningi munU þessar stofur prjóna á þessu ári fyrir rUssneska mark- aðinn 150 þUsund barnajakka og 20 þUsund peysur. Allar þessar vörur eru unnar Ur hráefnum frá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri, og heildarverðmæti þ-jirra verður Hklega um 190 milljónir króna. Það gefur auga leið, að þessi viðskipti eru orðin hin mikilvægustu. þvl að það er ekki svo Htil atvinna, sem þau skapa á þessum stöðum úti á landi. — Það má taka fram, að þessi viðskipti koma til viðbótar þeim sölum á ullarteppum, peysum og öðrum ullarvörum sem fram hafa farið um mörg ár til Sovétrlkj- anna frá Sambandsverksmiðjun- um á Akureyri. Kaupandi þessar- ar framleiðslu sauma- og prjóna- stofanna er sovézka samvinnu- sambandið, og I samkomulagi þvi, sem undirritað var hér i Reykjavlk fyrr I þessum mánuði milli sovézka samvinnusam- bandsins og þess islenzka er gert ráð fyrir, að þessi viðskipti hald- ist með svipuðum.hætti allt næsta ár. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.