Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 Undarlegur sjóvargróður hrjóír franska sjómenn Eitraður sjávargróöur hefur valdií) sjómönnum, sem stunda fiskveiðar skammt frá Le Havre I Frakklandi, vand- ræöum að undanförnu, en gróður p>>ssi er mjög eitraður. Þessi gróður er kallaður „engi- ferölsbrauö" vegna þess hvernig hann lítur út, en hann kemur upp í netum sjó- mannanna á sumrin. Ekki eru nema 10 ár frá þvi sjómenn fóru fyrst að veita þessum gróöri athygli, og ekki er vitað til þess að hann sé annars staðar, en i nánd við Le Havre. Gróðurinn er i smáum brúnum, svamp- kenndum flækjum, og vex á sjávarbotni. Er menn komast titt i snertingu við þennan óvenjulega grtíður f á þeir útbrot á hendurnar og siðan springur skinnið. Að lokum koma svo rauðir flekkir, sem fylgir mikill kláfii og geta þessir flekkir dreifzt um allan likamann. SjUkdómur þessi er flokkaður með atvinnusjúkdómum i Frakklandi, og geta menn fengið styrk úr tryggingum, ef þeirhafa tekið sjUkdóminn, rétt eins og verði þeir fyrir slysi á sjó. Aðeins einn maður hefur verið lagður á sjúkrahUs af þessum sökum, en allmargir hafa fengið þau ráð hjá læknum slnum, að þeim sé bezt að hætta sjómennsku, ef þeir ætli að halda heilsu. Nýlega komu svo veirufræðingar frá rikisrann- sóknastofnuninni i Nantes til þess að kanna þennan merki- lega gróður og þau áhrif, sem hann hefur á mannshUðina. Sérfræðingarnir hafa fylgzt með bátum, þegar þeir koma Ur róörum og tekið sýnishorn af gróðrinum úr netum bátanna. Einnig hafa sérfræðingarnir safnað saman dauðum fiski, sem sjómenn telja að drepizt hafi vegna eitrunar frá þessum gróðri. Allt verður þetta rann- sakað nákvæmlega á rann- sóknastofum siðar. Sjómenn- irnir telja að eiturefnin i gróðr- inum stafi að einhverju leyti frá allri þeirri mengun, sem berst niður eftir Signu og út á haf frá verksmiðjum og öðru(.., sem á bökkum árinnar má finna. Sjómennirnir telja, ab eitrið frá iðnaðarsvæðunum hafi gengið i gróðurinn, eða þá að mengunin hafi valdið stökkbreytingum i gróðrinum, sem siðan hafi orðið eitraður. Sérfræðingarnir frá Nantes segja hins vegar, að þess séu engin dæmi að mengun af mannavöldum hafi haft þau áhrif, sem hér um getur. Læknar á Havre sjúkra- hUsinu halda þvi fram, að hér sé um einhvers konar ofnæmi að ræða, en á sjúkrahúsinu hafa, legið fjórirsjómenn, sem fengið hafa þetta ofnæmi, eða orðið fyrir eituráhrifum. Læknar þarna segjast halda, að mun fleiri sjómenn þyrftu á læknis- aðstoö að halda, en þeir hafi ekki komið vegna þess að þeir óttist, að þeim verði sagt að snúa sér að öðrum störfum, af þvi að þeir þoli ekki snertinguna við þessar eitruðu plötur. Nýbyggingar á húsafriðunarári Það þurfti ekki evrópskt húsa- íriðunarár til þess að fá borgar yfirvöldin I Bensberg I Þýzka- landi til þess að huga að þvi, á hvern hátt nýtt og gamalt félli sem bezt saman, eins og sést hér á myndinni A miðri myndinni sjáið þið ráðhils Gottfrieds Böhm en ráðhUsið er byggt á grunni tuttugu alda gamals kastala, og fellur ótrU- lega vel að umhverfi slnu. Turnar ráðhUssins og kapellunnar gömlu falla mjög vel saman, og steypan og glerið I hinu nýja hUsi virðast heldur ekki stinga I stUf viö umhverfið. # Færri gifta sig en skilja Þróunin virðist nU sU I Noregi, að sifellt færri gangi þar I hjónaband, og fleiri en áður skilja. Samkvæmt skýrslum frá því i fyrra fóru fram 27.344 hjónavígslur, þar sem brUð- guminn var bUsettur i Noregi. Þettaersamsvarandiþvi.að 6.9 af hverjum 1000 ibUum hafi gift sig, en árið á undan var hlutfall- ið 7.1. En þá voru hjónavigslur 28.141. Hjónavígslum hefur far- ið sifellt fækkandi allt frá árinu 1967, en þá var hlutfallstalan 7.7 af hverjum 1000 ibUum. Arið 1974 voru hjónaskilnaðir 5156 og er það aukning um 500 frá árinu á undan. Skilnaðir að borð og sæng voru 1974 samtals 6460 en árið d undan voru þeir 6185. Þessar tölur hafa farið sihækk- andi slðustu 10 til 15 árin. Arið 1975 voru 53% brUðguma innan við 25 ára, en 73% kvennanna, sem giftu sig voru yngri en 25 ára. Þá má geta þess að 10% bæði karla og kvenna höfðu ver- ið gift áður. Meðalaldur karla, sem gengu i hjónaband i fyrsta sinn, var 25.3 ár, og kvennanna 22.8 ár. 1 þessu kemur fram sU staðreynd, að fölk giftist eldra nU en áður. Meira en 23% hjóna- bandanna, sem leystust upp I fyrra höfðu staðið minna en 5 ár, en 31% hafði staðið i fimm til 10 ár. Samtals 8100 börn voru á framfæri þeirra, sem skildu I Noregi árið 1974. — En hvaö þetta er sætur lítill hundur fröken. Hvar á hann — Ég veit vel, að þú gerðir ekki eiginlega heima. vitleysuna, en ég verð þó að fá að skamma einhvern. DENNI DÆAAALAUSI Sjáðu nii hvað þú ert búinn að gera. Ég ætlaði að láta drauginn detta um þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.