Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 LÖGREGLUHA TARINN 30 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Þannig er herra, að við höfum fengið tvö bréf frá manninum, sem við grunum um að hafa myrt Cowper lögreglufulltrúa. ( þessum bréfum er lífi Scanlons varaborgarstjóra ógnað með morðhótun, svaraði Byrn- es. — Hvað ert þú að gera í málinu, spurði lögreglustjór- inn? — Viðhöfumþegar sentbæði bréfin á rannsóknarstofu okkar til frekari rannsóknar. Einnig höfum við fundið herbergið, sem skotið var úr í gærkvöldi. Einnig höldum við að ástæða sé til að ætla að glæpamaðurinn sé þekktur í þessu lögregluumdæmi. — Hver er það, spurði lögreglustjórinn. — Við vitum það ekki. — Sagðir þú ekki að hann væri þekktur..... — Jú herra. Við höfum átt í höggi við hann fyrr. En eftir því sem við bezt vitum haf a ekki verið borin kennsl á hann. — Hversu mikla peninga heimtar hann nú? — Fimmtíu þúsund dollara, herra. — Hvenær á að drepa Scanlon? — Við vitum það ekki, herra. — Hvenær vill þessi maður fá peningana sína? — Við vitum það ekki, herra. — Hvar eigið þið að afhenda peningana. — Við vitum það ekki, herra. — Hvern fjandann VITID ÞIÐ EIGINLEGA, BYRN- ES? — Ég veit að við gerum nú okkar bezta til að berjast við skilyrði, sem aldrei haf a verið f yrir hendi f yrr. Við erum þess reiðubúnir að fá varaborgarstjóranum alla lög- reglusveit okkar til umráða ef og þegar hann óskar verndar. Ennfremur er ég viss um, að ég get fengið Frick lögregluforingja, sem stjórnar öllu umdæminu eins og þú veizt, til að..... — Hvað áttu við „Eins og þú veizt"? — Þannig förum við að í þessari borg, herra lögreglu- stjóri. — Þannig er f arið að í f lestum borgum, Byrnes. — Auðvitað, herra. Samt sem áður þykist ég þess f u11- viss að geta fengið hann til að leysa nokkra einkennis- klædda lögreglumenn frá daglegum skyldustörfum. Hann gæti jafnvel kallað þá sem eru í frí til skyldu- starfa, ef herra lögreglustjóranum finnst það nauðsyn. — Mér f innst nauðsynlegt að vernda líf og limi vara- borgarstjórans. — Auðvitað. Um það erum við allir sammála, herra. — Hvað er eiginlega að þér, Byrnes? Er þér í nöp við mig, spurði lögreglustjórinn. — Ég reyni að blanda ekki persónulegum tilf inningum mínum inn í störf mín, svaraði Byrnes. — Þetta er miöq erfitt mál. Ég veit ekki um þig, en sjálfur hef ég aldrei lent í neinu, sem svipar til þessa. Ég er með góða liðs- sveit hérna. Við gerum allir okkar bezta. AAeira getum við ekki gert. — Svo getur farið, Byrnes, að þið verðið að gera MEIRA. Byrnes ætlaði að andmæla þessu, en lögreglusjórinn varð fyrri til og lagði tólið á. XXX Arthur Brown sat í kjallara gagnfræðaskólans með heyrnartæki á höfðinu. Hægri hönd hans var á kveikju- rofa segulbands. Brown var reiðubúinn að taka upp öll samtöl. Síminn á heimili La Bresca-fólksins, hinum megin götunnar hringdi í þrítugasta og annað sinn þenn- an dag. Brown beið þess að Concetta La Bresca lyfti tól- inu. Það haf ði hún gert undanf arið þr játíu og eitt skipti. Brown setti upptökuna á og beið þess sem koma skyldi. Það var mjög kænlegt af lögreglunni að hafa komið fyrir leynilegum hljóðnema í íbúð La Bresca fólksins Oeinkennisklæddur lögreglumaður frá rannsóknarstof- unni, sem kynnti sig sem símaviðgerðarmann vann þetta óþrifaverk í borðstofu þeirra La Bresca hjúanna. Þar næst leiddi han víra frá þakinu á húsi þeirra hjúa að símastaurnum fyrir utan, þaðan í símastaur fyrir utan skólann og þaðan á þak skólabyggingarinnar, niður vegginn og inn um kjallaraglugga,#inn í örlítið herbergi. Það var stafli stílabóka og sextan millimetra mynd- varpa, sem skólinn átti. Þarna hafði Arthur Brown stjórnstöð sína. Þá var það ekki siður kænlegt af lögreglunni að láta Arthur Brown sjá umþessar hleranir. Brown var þraut- reyndur lögreglumaður og hafði fyrr haft umsjón eð hlerunum. Hann var fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum í símtölum manna. Þó var einn galli á þessu öllu. Arthur Brown skildi ekki stakt orð i ítölsku. Concetta La Bresca talaði hins vegar nær eingöngu ítölsku er hún HVELL I Hinn stóri Bengala frumskógur meirihlutinn ókannaður. Maðurinn hefur ekki ' komiö I miBju skógarins, í Djúpu skógum, þorir enginn aB fara aB ótta viB eiturörvar dverganna En, jafnvel dvergarnir eru hræddir viB Hella- löndin.... Mér fyndist það ættu að vera forsetar i stað kónga i skákinni. Hvað "\ myndirðu þá ] kalla hrókinn?/ í Leyni- w 1 þjónustu- 1 JfPP a \ mann. Æ^\m "^jpf W r~7 ^B ¦u^ 1 ^2©^!^^^ Fimmtudagur 2. október 7.00 Morgunútvarp VeBur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl),9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún SigurBardóttir les „Dísu og söguna af Svartskegg" eftir Kára Tryggvason (2). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriBa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræBir viB Tómas Þorvaldsson i Grindavik. Morguntónleik- arkl. 11.00: Concertgebouw- hljómsveitin i Amsterdam leikur Spánska rapsódiu eft- ir Ravel, Bernard Haitink stj. Janos Starker og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert i d-moll eftir Lalo, Stanis- law Skrowaczenski stjórn- ar/ Artur Rubinstein og Sinfóniuhljómsveitin i St. Louis leika „Nætur í görB- um Spánar" eftir Manuel de Falla, Vladimir Goisch- mann stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis" Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna Olafsdóttir les (22).-Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð eftir Þeódórakis og flutt er tónlist við þau. 15.00 Miðdegistónleikarlngrid Haebler leikur Pianósónötu I a-moll op. 42 eftir Schu- bert. Jacqueline Du Pré og Stephen Bishop leika Sónötu nr. 5 i D-dúr fyrir selló og pianó eftir Bt^.hoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving fóstra sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri rekur endurminning- ar sinar frá uppvaxtarárum 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Svipast um á Suðurlandi Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri ræðir við tvo þykkvbæinga, Sigurbjart Guðjónsson oddvita og Ingva Markússon, formann búnaBarfélagsins. 20.00 Frá sumartónleikum i Skálholti Elin GuBmunds- dóttir og Helga Ingólfsdóttir leika á tvo sembala. a. „For two virginals" eftir Farna- by. b. „A verse for two to play" eftir Carlton. c. ,,A fancy for two to play" eftir Tomkins. d. Svita fyrir tvo sembála eftir Couperin. 20.25 Leikrit: „Albert á brúnn- i" eftir Tom Stoppard ÞýB- andi: Olga Guðrún Arna- dóttir. Leikstjóri: Þórhallur SigurBsson. Persónur og leikendur: Albert: Hjalti Rögnvaldsson. Fraser: Gisli Alfreðsson. Fitch: Bessi Bjarnason. Kata: Guðrún Alfreðsdóttir. For- maðurinn: Valur Gislason. Georg: Ævar Kvaran. Móðirin: Þóra Friðriksdótt- ir. Faðirinn: Árni Tryggva- son. Aðrir leikendur: Valde- mar Helgason, Pétur Einarsson, Jón Aðils, Rand- ver Þorláksson og Klemenz Jónsson. 21.25 Strengjakvintett i G-dúr op. 77 eftir Antonin Ovorák Dvorák-kvartettinn og Frantisek Posta leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk'.' cftir Paul VadÞýðandinn, Úlfur Hjör- var, les (23). 22.35 Létt tónlist á sfðkvöldi Frægir pianóleikarar leika rómantiska tónlist. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.