Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN ^^^^^BHHHBHi n, framkvæmdastjóra m idnrekstur Sambandsins geta skipulagt þennan smáiðnað og fært i samræmt horf. Iðnaður um allt land I þessari stofu verða unnin sýnishorn af flíkum, sem siðan er unnt að framleiða eftir viðsvegar um land. — Þessar stofur, sem við vinnum með eru niu talsins en þær eru á Hvammstanga, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Egils- stöðum, Blönduósi, Húsavik, Vík i Mýrdal og i Borgarnesi. fastar skorður. Við gerum ráð fyrir að þegar hönnunardeildin hér á Akureyri verður komin i það form,semhennier ætlað, þá verði unnt að skipuleggja þetta starf i>etur. Skipulags- og tækniaðstoð við þessa aðila er eitt af frumatriðunum. — Eru nokkrar stórfram- kvæmdir á döfinni hjá Iðnaöar- deild StS? — Ekki i venjulegum skilningi. Við erum hins vegar með mörg á- form um tækni og iðnþróun. Verksmiðjurekstur krefst sifelldrar endurnýjunar og nýrra úrræða. Þetta er ekki einasta á fa í verksmiðjum i á Akureyri Mér er nú ekki kunnugt um það hversu margir hafa vinnu við þessi fyrirtæki, en það er tölu- verður hópur manna. — Þessar framleiðsluvörur eru seldar á-föstu verði og við fáum svo umboðslaun fyrir okkar vinnu vegna þessa iðnaðar. Þessir aðilar framleiða út- flutnirigsverðmæti fyrir um 200 milljónir króna á ári. — Er þessi vinnumiðlun komin i fast form? — Hiín er á þróunarstigi, þótt vissir hlutir hafi nU komizt i sviði vélfræði, heldur lika i markaðsmálum. Við erum um þessar mundir að reyna að auka sölu á afurðum okkar, bæði i Evrópu og i Bandarikjunum. Ennfremur i Kanada. — Við leggjum mikla áherzlu á Urvinnslu i skinnaiðnaðinum. Við teljum það ákaflega stórt og mikið mál að geta sútað öll skinn hér heima. Viö flytjum út mikið af ósútuð- um gærum og geysileg verðmæti fara þarna forgörðum. Ef\ hér er slátrað um 1.000.000 fjár, þá höf- Hjörtur Éiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS. um við eina milljón gæra. Af þessu siítum við aðeins um 300.000 eða fullsútum. Alls væri hægt að gera ráð fyrir að um 500.000 gær- ur séu sútaðar hér á landi, hitt fer úr landinu ósútað. Þeir sem kaupa þessar gærur eru lika samkeppnisaðilar okkar á erlendum mörkuðum. — Það er þvi miður langt i land ennþá að hægt sé að fullsúta allt hér heima, en hinsvegar mætti hugsa sér að hluti af þessum gær- um yrði þveginn og hálfsútaður hér heima. Ullin — En ullin. Þvl hefur verið haldið fram, að ekki svari lengur kostnaði að rýja féð og ullin af fé bænda skili sér ekki I ullar- iðnaðinn. Er þettá rétt? — JU, þetta er alvarlegt mál. Bændur telja að þeir hafi ekki fengið nægjanlegt verð fyrir ullina, þannig að það svaraði kostnaði að leggja á sig smala- mennskur og rúning fjár. Þetta er sumsé peningamál, fyrstog fremst. Nú hefur verð á ull á hinn bóginn hækkað veru- lega og það varð til þess að meira af ull barst til kaupenda. — Við höfum ákveðnar skoðanir á þessu máli. Teljum til dæmis að það sé ekkert ódýrara fyrir bóndann að rækta ullina en kjötið og þess vegna eigi að verðbæta ullina alveg eins og gert er með kjötið. Það er ekki gert núna. Við teljum að allir partar kindarinnar ættu að vera verðbættir, ekki bara vissirhlutar. Það er augljós styrkleiki i þvi að fullnýta allar sauðfjárafurðir Ur þvi að við á annað borð ræktum sauðfé. 20% ullar fer forgörðum — Hvað vanta r m ikið upp á a.ð þið fáið alla ullina af fénu? —Þaðertaliðað viðfáum 2 kg af ull af hverri kind, en ættum að fá 2.5 kg— eðaum 20% fara forgörð- um, þrátt fyrir hráefnaskort i ullariðnaði. — Hvað vilt þú segja um fs- lenzkan iðnað almennt? — Það er sjálfsagt mikið mál. Ég tel að viss iðnaður i landinu sé undirstöðuiðnaður, þ.e. sá iðnaður er framleiðir vörur úr innlendum hráefnum. Sjávarút- vegur er undirstaða fiskiðnaðar og landbUnaður okkar er lfka undirstaða undir margvi'slegan iönað i landinu. Iðnaður, sem byggir á aðkeyptu innfluttu hrá- efni getur ennig verið hagkvæm- ur, en þó ber að leggja höfuðáherzluna á iðnað sem byggir á sjávarútvegi og land- bUnaði. Orkufrekan iðnað verður einnig að skoða sérstaklega. — Ef vikið er að afurðum land- bUnaðarins sérstaklega, þá er rekinn margvíslegur iðnaður hér á landi í framhaldi af bUskap. — Kjötiðnaður er fyrirferðar- mestur, en siðan kemur ullar- og skinnaverkun. Margt er samt ógert. Við töluðum um gæru- sútun, sem fer að miklu leyti fram erlendis, vegna skorts á tækjum hér heima. Við sUtum hrosshuðir en leðursútun er ekki framkvæmd hér, þannig að nautshúðir eru fluttar út ósUtaðar. Selskinn eru lika flutt út ósUtuð. — Viðhöfum mikinn áhuga á að fafa Utíleðursútun á kálfshuðum og nautshúðum. Ekki aðeins vegna skóverksmiðjunnar, heldur einnig i fataskinn, þvi Ieðurflíkur eru ávallt vínsælar. Dapurleg af- drif skógerðar — Hvað með skóverksmiðjuna og skógerðina? — Skógerðin hefur átt mjög örðugt uppdráttar hér á landi. Skemmst er að minnast þess, að nýlega, fyrir hálfum mánuði, var skóverksmiðja Uti á landi lýst gjaldþrota og þær vonir sem við hana voru bundnareru Ur sögunni i bili. — Það eru ekki mörg ár siðan að starfandi voru hér á landi 7 eða 8 skóverksmiðjur, en nUna er að- eins ein eftir, Skóverksmiðjan Iðunn. — Hvað veldur þessu? — Það sem veldur er einkum hinn þröngi markaður, sem við bUum við. Hér verður að fram- leiða fleiri gerðir, en verksmiðjur af sambærilegri stærð myndu gera erlendis, og auk þess nausynlegar stærðir af skóm Þetta veldur erfiðleikum og nú er um við að athuga þann möguleika að framleiða eina eða tvær gerðir af skóm til útflutnings og þá i verulegu magni, til þess að auka hagkvæmnina. Þetta er ekki að- eins viðskiptamál, heldur lika metnaðarmál okkar allra, að menn geti gengið á islenzkum skóm. Það væri hörmulegt — og mikið tjón fyrir verkmennt þjóðarinnar — ef skógerð leggðist af I landinu, sagði Hjörtur Eiriksson, fram kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SIS að lckum. -JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.