Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 Geta eða getuleysi íslenzkra byggingarmanna „Byggingar- iðnaðurinn er einskorðaður við gamlar venjur sem munu valda þvi að hér er bæði efnisnotkun, og þó sér- staklega vinnustunda- notkun, miklu meiri á byggingareiningu, en hjá nágrannaþjóðum pkkar." Þessa yfirlýsingu mlna i smá fréttaklausu um starfsemi Rann- sóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins kallar Arni Brynjólfs- son vitnisburð um getuleysi iðnaðarmanna. Ég verö hins vegar að lýsa þvi yfir, að slika túlkun get ég ekki fundið I setningunni hér að framan. Til þess þyrfti byggingariðnaður að vera sama og iðnaðarmenn. Þrátt fyrir það er ég Arna Brynjólfs- syni raunverulega þakklátur fyrir að gefa mér þetta tækifæri til þess að finna orðum minum nokkurn stað þvi vera má að orð min nái næmari eyfum, ef þau eru sögð sem svar við áskorun byggingameistra heldur en þau á undanförnum árum hafa náð I hrópum mínum til opinberra aðila umlagfæringu á rannsókna- starfsemi fyrir byggingar- iðnaðinn. Arni Brynjólfsson er ekki heldur einn um þaö að hafa lltils- virðingu fyrir rannsóknum setja orðin i gæsalappir og gefa til kynna að þar sé nú um vinnubrögð að ræða, sem minni stéttvíslega á fiisk. Vera má að skoðun hans _' eigi fylgi að fagna meðal byggingarmeistara, og kannski ekki slður utan byggingariðnaðar, t.d. sennilega meirihlutafylgi meðal stjórn- málamanna, enda má Hta svo á, að staða rannsóknastarfseminnar I Islenzku samfélagi sé klárlega sönnun þess. Byggingameistari getur ef til vill hugsað til eigin stöðu I sam- félaginu til þess að átta sig á hlutunum. Honum er þá ljóst aöhann myndi ekki marka sér háan sess I þjóðfélaginu, ef hann hlyti aðeins brot af þóknun sinni. Samt gæti þetta brot nægt honum til einhverra umsýslustarfa, en sjálfur myndi maðurinn þá ekki vera I verktakastöðu, heldur handverksmabur, ef hann þá ekki hyrfi úr starfsgreininni. Llkt er á komið I Islenzkri rannsóknastarfsemí. Til hennar rennur aðeins brot af því fjár- magni, sem henni er nauðsynlegt til þess að gegna sómasamlega hlutverki sinu. Til staðfestingar á þessari umsögn minni vlsa ég til töflunnar hér á eftir um rannsókna- og þróunarstarfsemi á Norðurlöndum á árinu 1971. Tafla 1 — Rannsókna- og þróunarstarfsemi á Norðurlönd- um 1971 Ljóst er af þessari töflu, að við leggjum almennt minna fé I rannsóknir en hinar Norður- landaþjóðirnar. Taflan gerir þó ekki grein fyrir þvi, hvernig þetta fé skiptist á hina einstöku at- vinnugreinar. Það kemur hins vegar fram I upplýsingum frá Rannsókriaráði fyrir sama ár. Þvi er stundum haldið fram, að við þurfum ekki að leggja eins mikið I rannsóknir og aðrar þjóðir, vegna þess að við erum meira háðir fiskveiðum og sauðfjárrækt, þ.e. veiði- og hjarðmenn. í skýrslu Rannsóknarráðs kemur þó fram, að tiltölulega miklu betur er séð einmitt fyrir þessum at- vinnugreinum, og að byggingar- iðnaður fær tiltölulega lang- minnst rannsóknafé, eða aðeins 0,07% af virðisviðauka I atviiinu- greininni.Það hefur ekki hvarflað að mér að kenna byggingar- meisturum eða byggingarmönn- um almennt um þessa óhagstæðu niðurstóðu, en ekki er heldur hægt að þakka þeim hagstæða fram- vindu i rannsóknastarfsemi I þágu byggingariðnaðarins. Framkvæmdastofnun rlkisins hefur nýlega látið frá séra fara greinargerð fyrir áætlaðri hús- næðisþörf á árunum 1976 til 1985 og eru niðurstöður þær, að þörf sé fyrir framleiðslu á 2778 Ibúðum á ári yfir tlmabilið. Þetta sam- syarar 68% aukningu frá þvl meðaltali, sem gildir fyrir árin 1965 til 1971, en þá voru 1608 Ibúðir byggðar á ári. Þetta meðaltal er skv. upplýsingum úr Nordisk Statistisk Arbok 1973 töflu 60. Ef gluggað er nánar i þessa töflu, má sjá að Ibúðaframleiðsla á Norður- löndum hefur verið svo sem fram kemur I töflu 2 hér á eftir. Þá er i tóflu þessarar sömu ársskýslu að finna skiptingu starfsmanna eftir atvinnugreinum, annars vegar iQfiO oe hins "egar 1970 og eru þær tSÍHí- ííka sýndar I töflu 2. Tafla 2 — Ibúðaframleiðsla og starfsfólk I byggingariðnaði og við mannvirkjagerð (Hundraðs- hluti starfandi borgara) viðbrögðum mlnum við áskorun Arna Brynjólfssonar er sú, að ég sat á þessum tlma þing norrænna byggingarrannsóknarmanna, sem haldið er þriðja hvert ár. A þessu þingi kom fram, að hvergi nema á íslandi er þörf fyrir f r a mleiðslua ukningu I byggingariðnaði, og að sums staðar eru íbúðamarkaðirnir yfirmettaðir. 1 töflu 3 hér á eftir er sýnt verð á efni og vinnu, eins og það var I júnímánuði 1973 og. er nú I septembermánuði 1975, og hundraðshlutahækkun á tima- bilinu- Einnig eru sýndar breytingar á framfærsluvísitölu og vlsitölu byggingarkostnaðar. Upplýsingar þessar eru að hluta unnar við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, en megnið af þeim kemur frá Hagstofu Is- lands úr Hagskýrslum. Efni: Juní 1973 Sept. 1973 9 ihækl Mótatimbur 25x150 mm kr/lm 50 159 218 Steypujárn 10 mm Steinsteypa, S160 rúmm. Sement, 50 kg pokar kr/kg 32 2820 202 95 6978 600 197 150 197 Útseld vinna: Trésmiða Múrara Málara Rafvirkja Pipulagningamanna kr/ein. > > ií >> 225,08 53,17 248,61 302,00 245,17 453,85 110,11 530,35 620,00 494,98 102 107 113 105 102 Vísitöluhækkanir: Framfærsluvísitala 201 459 128 Byggingavisitala 853 1881 120 Gengi isl. krónunnar kr/DM Timakaupshækkanir: Aðstoðarm. I byggingav. kr/klst Alm. hafnarverkamaður " BSRB, sérhæfðir smiðir 34,74 61,38 77 135,70 279,90 106 160,12 323,21 102 204,52 409,81 100 Ég viðurkenni það, að byggingarmáti okkar hefur að mestu leyti þróazt i nuverandi form vegna þess að hann hefur reynzt hagkvæmastur fyrir byggingariðnaðinn. Valið gerðist hins vegar á allmörgum árum og fyrir löngu, t.d áður en þreföldun Danmörk Finnland ísland Noregur Svlþjóð Meðalframl. ibúða 1960starfsf., 1970 starfsf. 9,47 7,5 9,2 9,36 8,7 9,3 7,98 10,7 10,6 8,75 9,5 8,7 12,93 9,1 9,7 £t "B Framlög til :e E s S a rannsóknastarfsemi s Heildarframlög % af Q E þjóðartekjum (GNP) 0,9 0,9 Útgjöld á ibúa, reiknað i dollurum 32 23 Reiknuð i vinnuárum á 10.000 íbiia 26 22 Þar af vinnuár háskólaborgara 9 9 Tölurnar sýna meðalfram- leiðslu á 1000 íbúa 1965-1970, Tafla 60. Við þessa skráningu verður ljóst, að tiltölulega flest fólk er bundið i byggingariðnaði og við mannvirkjagerð á Islandi, eða um 20% fleiri en á hinum Norður- löndunum, þrátt fyrir að hér eru framleiddar verulega færri Ibúðir að tiítölu en þar. Það að framleiðslutala okkar er 3 «o bc ¦o 03 u e > Z C/i 0,5 12 13 1,1 32 25 11 1,5 65 38 11 Taflan er dregin út úr skýrslu Nordforsk,sem útkom á sl. ári og nefndist Forskningsvirksomhet I Norden I 1971. svo iág, skýrir vissulega nokkuð ibúðaskortinn hér á landi. Ég skýt þvi hér inn I, að ástæðan fyrir slðbúnum á timburverði kom fram nú á sið- ustu tveim árum. Þvl er ekki heldur að leyna, að greiöslur fyrir einstaka verkþætti á þessu sama timabili hafa lltið lækkað, þrátt fyrir iðnþróun. tslenzkur almenningur þarf ekki að fara I neinar grafgötur með það, að það er einmitt hús- næðiskostnaður, sem hrifsar til sín hvað stærstan hluta af peningatekjum meðalheimilisins. Og þá er ef til vill lika rétt að hafa I huga, að kröfurnar um lág- markstekjur hljóta að bera keim einmitt af þessum útgiöldum. Mikið er rætt og ritað um það að við göngum I efnahagsbandalög, og þyrftum þá að sitja við sama borð og framleiða vörur fyrir sama markað og nágrannaþjóð- irnar. Þegar svo er komið, blasir við að við sitjum eftir með minni ráðstöfunartekjur en hinir, ef við þurium að verja svo stórum hluta af tekjum okkar I húsnæðiskostn- að. Byggingarmáti okkar er þannig, að við byrjum fyrst á þvl að slá upp timburmótum fyrir steinsteypu, og timbrið I þessum mótum slagar hátt upp I að vera jafnmikið, og ef við byggðum jafn stórt timburhús. Siðan steypum við i þessi mót, rífum mótin I burtu, og byrjum þá að múra utan á steypuna. Við éinangrum siðan að innan, og bleytum siðan allt husið upp með þvl að múra innan á þessa einangrun. Svo verðum við að blða alllangan tima, áður en við getum hafið það að marg- mála yfir bessa múruðu fleti. Þótt þessi aðferð hafi einhvern tima verið okkur ódýrust, þá dreg ég I efa, að hún sé það enn, og þvi eru aðrar byggingaraðferðir vissu- lega til yfirvegunar. Verksmiöjuframleidd eininga- hús eru nú farin að hafa veruleg áhrif I byggingariðnaðinum, og margt bendir til að með slikri verksmiðjuframleiðslu komi fram lækkun byggingarkostnað- ar. Einingahús þurfa þó að standa á grunni, og stundum verður grunnurinn jafn dýr einingahús- inu, sem á honum á að standa. Lang algengast er á Norðurlönd- um að þessir grunnar séu hlaðnir. Gætum við ef til vill gert það líka? Ég fagna þvl, að þessi mál eru nú vissulega komin I sviðsljósið, markviss þróun byggingariðnað- ar er vis til þess að hafa hagkvæm áhrif á allan efnahag lands- manna. Hverjum manni má vera ljóst, að það efnahagsástand, sem við búum nú við, er varla til frambúðar. Við höfum algerlega misst sjónar á gildi gjaldmiðils- ins, og samræmið milli reikninga, og þess sem að baki reikningi stendur er rofið. Verktaki getur nú varla staldrað við til þess að leita uppi hagkvæmustu fram- kvæmdaleiðir. Hann verður helzt að kasta sér út i framkvæmdirnar og nýta framkvæmdaféð, aður en verðbólgan gleypir það. . Ég fagna þvi lika, að þróun byggingariðnaðar verður tekin til hringborðsumræðu á vegum Rannsóknaráðs, og vænti mikils af tillögugerð byggingarmeistara þar. Á þessum fundi verða málin rædd frá ýmsum hliðum. Ég skal þvlekki gerast hér talsmaður eða andófsmaður neinnar stéttar. All- ar verða sjálfsagt að sæta gagn- rýni, en ég tel það undirstöðuat- riði Sð ná samstöðu til stefnu- mörkunar I þessu þýðingarmikla máli. Það gæti foröað okkar sam- eignarskútu frá frekari óförum. Reykjavik, 1975-09-29, Haraldur Asgeirsson, forstjóri. Nokkrar hugleioingar að gefnu tilefni Árna Brynjólfssonar, frkvstj. Landssambands ísl. rafverktaka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.