Tíminn - 02.10.1975, Side 8

Tíminn - 02.10.1975, Side 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 2. október 1975 Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN Iðnaðardeild SIS flytur norður Rætt við Hjört Eiríksson, framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar SIS, um iðnrekstur Sambandsins Iljörtur Firfksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS. Glerárgötu 28 á Akureyri, en þar er Iðnaðardeildin nú að koma sér fyrir. Við spurðum fyrst, hvers vegna iðnaðardeildin væri flutt norður á Akureyri. — Ég hefi nú ekki lesið greinar- gerðum það, en þetta var ákveðið af stjórn Sambandsins. Auðvitað hafa legið margar ástæður til þessa. Ný hugsun, byggðastefna, er staðreynd f landinu og Sam- vinnuhreyfingin hefur lagt henni lið. Iðnaðardeildin, eða verk- smiðjur hennar eru á Akureyri. Sérstakir verksmiðjustjórar sjá um daglegan rekstur undir yfir- stjóm Iðnaðardeildarinnar. Þetta eru Ullarverksmiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fata- verksmiðjan Hekla, Skóverk- smiðjan Iðunn, Efnaverksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Akureyr- ar, en þá siðasttöldu á Sam- bandið ásamt Kaupfélagi Eyfirðinga. — Við þennan verksmiðjuiðnað starfa 7-800 manns og þessar verksmiðjur eru allar stærstar i sinum greinum hér á landi. Iðnrekstur i hálfa öld — Hver eru framleiðsluverðmæti þessara verksmiðja? — Fyrstu sex mánuði þessa árs var framleitt fyrir um 1650 milljónir króna, svo við reiknum með að framleitt verði fyrir á fjórða milljarð króna á þessu ári. — Það er mikið rætt um aö auka framieiðni i iðnaði. Hvernig hefur þáö tekizt hjá verksmiðjum Sam- bandsins? — Verksmiðjuiðnaður Sam- bandsins á Akureyri stendur á gömlum merg. Byrjun á iðnaði ^ambandsins má rekja allt til um við eina milljón gæra. Af þessu sútum við aðeins um 300.000 eðá fullsútum. Alls væri hægt að gera ráð fyrir að um 500.000 gær- ur séu sútaðar hér á landi, hitt fer úr landinu ósútað. Þeir sem kaupa þessar gærur eru lika samkeppnisaðilar okkar á erlendum mörkuðum. — Það er þvi miður langt i land ennþá að hægt sé að fullsúta allt hér heima, en hinsvegar mætti hugsa sér að hluti af þessum gær- um yrði þveginn og hálfsútaður hér heima. UUin — En ullin. Þvi hefur verið haldið frain, að ekki svari lengur kostnaði að rýja féð og uliin af fé bænda skili sér ekki i ullar- iðnaðinn. Er þetta rétt? — Jú, þetta er alvarlegt mál. Bændur telja að þeir hafi ekki fengið nægjanlegt verð fyrir ullina, þannig að það svaraði kostnaði að leggja á sig smala- mennskur og rúning fjár. Þetta er sumsé peningamál, fyrstog fremst. Nú hefur verð á ull á hinn bóginn hækkað veru- lega og það varð til þess að meira af ull barst til kaupenda. — Við höfum ákveðnar skoðanir á þessu máli. Teljum til dæmis að það sé ekkert ódýrara fyrir bóndann að rækta ullina en kjötið og þess vegna eigi að verðbæta ullina alveg eins og gert er með kjötið. Það er ekki gert núna. Við teljum að allir partar kindarinnar ættu að vera verðbættir, ekki bara vissir hlutar. Það er augljós styrkleiki i þvi að fullnýta allar sauðfjárafurðir úr þvi að við á annað borð ræktum sauðfé. 20% ullar fer forgörðum — Hvað vantar mikið upp á að þiö fáið alla uliina af fénu? —Það er taliðað við fáum 2 kg af ull af hverri kind, en ættum að fá 2.5 kg— eða um 20% fara forgörö- um, þrátt fyrir hráefnaskort i ullariðnaði. — Hvað vilt þú segja um ís- ienzkan iðnað almennt? — Það er sjálfsagt mikið mál. Ég tel að viss iðnaður i landinu sé undirstöðuiðnaður, þ.e. sá iðnaður er framleiðir vörur úr innlendum hráefnum. Sjávarút- vegur er undirstaða fiskiðnaðar og landbúnaður okkar er lika undirstaða undir margvi'slegan iðnað i landinu. Iðnaður, sem byggir á aðkeyptu innfluttu hrá- efni getur ennig verið hagkvæm- ur, en þó ber að leggja höfuðáherzluna á iðnað sem byggir á sjávarútvegi og land- búnaði. Orkufrekan iðnað verður einnig að skoða sérstaklega. — Ef vikið er að afurðum land- búnaðarins sérstaklega, þá er rekinn margvislegur iðnaður hér á landi i framhaldi af búskap. — Kjötiðnaður er fyrirferðar- mestur, en siðan kemur ullar- og skinnaverkun. Margt er samt ógert. Við töluðum um gæru- sútun, sem fer að miklu leyti fram erlendis, vegna skorts á tækjum hér heima. Við sútum hrosshúðir en leðursútun er ekki framkvæmd hér, þannig að nautshúðir eru fluttar út ósútaðar. Selskinneru lika flutt út ósútuð. — Viðhöfum mikinn áhuga á að fara útileðursútun á kálfshúðum og nautshúðum. Ekki aðeins vegna skóverksmiðjunnar, heldur einnig i fataskinn, þvi leðurflikur eru ávallt vinsælar. Dapurleg af- drif skógerðar — Itvað með skóverksmiðjuna og skógerðina? — Skógerðin hefur átt mjög örðugt uppdráttar hér á landi. Skemmst er að minnast þess, að nýlega, fyrir hálfum mánuði, var skóverksmiðja úti á landi lýst gjaldþrota og þær vonir sem við hana voru bundnar eru úr sögunni i bili. — Það eru ekki mörg ár siðán að starfandi voru hér á landi 7 eða 8 skóverksmiðjur, en núna er að- eins ein eftir, Skóverksmiðjan Iðunn. — Hvað veldur þessu? — Það sem veldur er einkum hinn þröngi markaður, sem við búum við. Hér verður að fram- leiða fleiri gerðir, en verksmiðjur af sambærilegri stærð myndu gera erlendis, og auk þess nausynlegar stærðir af skóm Þetta veldur erfiðleikum og nú er um við að athuga þann möguleika að framleiða eina eða tvær gerðir af skóm til útflutnings og þá i verulegu magni, til þess að auka hagkvæmnina. Þetta er ekki að- eins viðskiptamál, heldur lika metnaðarmál okkar allra, að menn geti gengið á islenzkum skóm. Það væri hörmulegt — og mikið tjón fyrir verkmennt þjóöarinnar — ef skógerð leggðist af i landinu, sagði Hjörtur Eiriksson, fram kvæmdastjóri Iðr.aðardeildar SÍS að lckum. -JG. Á slðastliðnu vori urðu framkvæmdastjóra- skipti hjá Iðnaðardeild SíS en þá féll frá Harry Frederiksen, sem hafði verið framkvæmda- stjóri deildarinnar um árabil, en hann hafði byrjað störf hjá Sam- vinnuhreyfingunni, þeg- ar á sinum unglingsár- um. Við starfi hans tók Hjörtur Eiriksson, ull- artæknifræðingur, sem verið hafði verksmi.ðju- stjóri hjá Gefjun á Akur- eyri við ágætan orðstir. Jafnframt fór fram mikilvæg breyting á skipulagi SíS, fram- kvæmdastjóri iðnaðar- deildar og iðnaðar- deildin flutti búferlum til Akureyrar, en hafði áður, eins og aðrar deildir Sambandsins haft aðsetur i Reykja- vik. Rætt við Hjört Eiriksson Við hittum Hjört Eiriksson, framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar SIS i skrifstofu hans að Myndirnar eru úr verk- smiðjum Sam- bandsins á Akureyri ársins 1923, er Þorsteinn Daviðs- son hóf gærusútun. Hann byrjaði á leðursútun árið 1935 og á skógerð árið 1936- Þorsteinn vinnur enn við þessar verk- smiðjur og hefur gert það frá upphafi. Við höfum einnig fjölda manns, sem hefur áratuga reynslu i verk- smiðjuiðnaöi. Gefjuni keypti Sambandið árið 1930, og árið 1946 keypti það prjónastofu Asgrims Jónssonar, en hún er upphaf Fataverk- smiðjunnar Heklu. — Þessi mikla reynsla i iðnaði hefur verið mikils virði, menn skilja ekki aðeins nauðsyn á nýjungum og framleiðni, heldur vita að þetta er i rauninni lifs- spursmál. Framleiðni i iðnaði SÍS Framleiðni hefur verið mikil i verksmiðjuiðnaðinum. Sem dæmi má nefna að árið 1972 voru unnar i Ullarverksmiðjunni Gefjuni 342 vinnustundir á móti 306 þús. vinnustundum árið 1973. A sama tima var magnaukning á framleiðsluvörum 14.5%. Arið 1974 voru vinnustundimar 291 þúsund, en magnaukning á framleiðslu var 9%. Miðað við óbreytta framleiðni hefði þannig þurft að vinna 461 þúsund vinnustundir i stað 291 þús. stunda til þess að framleiða sama magn, ef miðað er við af- kastagetu og framleiðni ársins 1972. — Þessi árangur er fyrst og fremst að þakka frábæru starfs- liði og auknum vélakosti. — Mikið og stöðugt hagræðingar- starf hefur verið unnið og fram- leiðsluháttunum breytt i þvi skyni að auka framleiðni og alla hag- kvæmni. Komið hefur verið á bónuskerfi i launagreiðslum, svo að starfsliðið hefði arð af fram- leiðni. — Unnið er nú að samskonar hagræðingu i skinnaverk- smiðjunni. Þar hefur verið tekið upp bónuskerfi og eru starfsmenn ogstjómendur mjög ánægðir með þann árangur, sem náðst hefur. — Vélbúnaður verksmiðjanna kostar milljarða króna. Við get- um nefnt sem dæmi að ein kembivél með spunavélasam- stæðu kostar á annað hundrað milljónir króna, eða eins og tveir nýir 50 tonna fiskibátar. Þessi búnaður er af fullkomnustu gerð og árvissendurnýjun á vélakosti á sér stað. Sambandið styður iðn- að um allt land. — Um það hefur verið rætt að Sambandið láti nií framleiða fyrir sig ullarvörur viðsvegar um land. Hver er ástæðan fyrir þessu nýja starfssviði Iðnaöardeildar SIS? — Ástæðan er sú að mikili verk- efnaskortur var hjá ýmsum smá- fyrirtækjum, prjónastofum og saumastofum, sem hafði verið komiðupp viðsvegarum landið til þess að bæta atvinnuástandið. Þessar saumastofur og prjóna- stofur höfðu haft einhver verkefni og þá flestar á vegum Alafoss. Nú dróst þetta saman og þessar stofur bjuggu við mikinn verk- efnaskort. Þær eru of litlar til þess að geta séð sér fyrir nægum framleiðsluverkefnum og hrá- efni, þvi til þess þarf ýmsa hluti, sem ekki eru fýrir hendi á þessum stöðum. Það var leitað til Sambandsins um aðstoð við að afla verkefna og var sú aðstoð veitt i þvi formi að Samvinnusamband Sovét- rikjanna kaupir af okkur verulegt magn af prjónaflfkum sem siðan eru unnar i þessum litlu stofum. Við leggjum þeim til hráefni, eða prjónagarnið og i sumum tilvik- um fá þeir einnig sniðin hér lika, þvi Iðnaðardeildin er með fullkomna hönnunarstofu, sem sinnir þessu verkefni. Við erum aö stækka þessa deild til þess að geta skipulagt þennan smáiðnaö og fært i samræmt horf. Iðnaður um allt land í þessari stofu verða unnin sýnishorn af flikum.sem siðan er unnt að framleiða eftir viðsvegar um land. — Þessar stofur, sem við vinnum með eru niu talsins en þær eru á Hvammstanga, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Egils- stöðum, Blönduósi, Húsavik, Vik i Mýrdal og i Borgarnesi. Mér er nú ekki kunnugt um það hversu margir hafa vinnu við þessi fyrirtæki, en það er tölu- verður hópur manna. — Þessar framleiðsluvörur eru seldar á föstu verði og við fáum svo umboðslaun fyrir okkar vinnu vegna þessa iðnaðar. Þessir aðilar framleiða út- flutnirigsverðmæti fyrir um 200 milljónir króna á ári. — Er þessi vinnumiðlun komin i fast form? — Hún er á þróunarstigi, þótt vissir hlutir hafi nú komizt i fastar skorður. Við gerum ráð fyrir að þegar hönnunardeildin hér á Akureyri verður komin i það form, sem henni er ætlað, þá verði unnt að skipuleggja þetta starf betur. Skipulags- og tækniaðstoð við þessa aðila er eitt af frumatriðunum. — Eru nokkrar stórfram- kvæmdir á döfinni hjá Iðnaðar- deild StS? —■ Ekki i venjulegum skilningi. Við erum hins vegar með mörg á- form um tækni og iðnþróun. Verksmiðjurekstur krefst sifelldrar endurnýjunar og nýrra úrræða. Þetta er ekki einasta á sviði vélfræði, heldur lika i markaðsmálum. Við erum um þessar mundir að reyna að auka sölu á afurðum okkar, bæði i Evrópu og i Bandarikjunum. Ennfremur i Kanada. — Við leggjum mikla áherzlu á úrvinnslu i skinnaiðnaðinum. Við teljum það ákaflega stórt og mikið mál að geta sútað öll skinn hér heima. Viö flytjum út mikið af ósútuð- um gærum og geysileg verðmæti fara þarna forgörðum. Ef’ hér er slátrað um 1.000.000 fjár, þá höf- 800 manns starfa í verksmiðjum Sambandsins á Akureyri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.