Tíminn - 09.10.1975, Síða 1

Tíminn - 09.10.1975, Síða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf 230. tbl. —Fimmtudagur 9. október — 59. árgangur iPRIMUS I HREYFILHITARAR I I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐVR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 ÉG TEFLI TIL SIGURS í MÓTINU SEGIR FRIÐ- RIK ÓLAFS- SON í VIÐ- TALI VIÐ TÍMANN Geigvænlegur skortur á vinnuafli í fisk- vinnslustöðvar og ekki síður á bátana BH-Reykjavlk. — Þaö er orðiö af- skaplega erfitt aö manna fisk- vinnslustöövarnar og ekki siður bátana. A suma þeirra fæst ekki nokkur maöur, öörum er reynt aft NÝ VATNSVEITA í FLÓANUM BH-Reykjavikl — Þaö var hafizt handa á siðastliönum vetri um vatnsveitu til bæja hérna i Flóan- um, sem búið hafa viö ómögulegt vatn um árabil. Fyrst var rann- sakað, hvar gott vatn væri aö finna.ogsvovargrafiöeftir þvi. t febrúar-lok var svo fariðað draga að efni og rör og unnið viö vatns- veituna sleituiaust siöan, og nú er svo komiö, aö öll rör eru komin i jöröina, og fyrstu bæirnir eru aö fá nýja vatniö. Þetta skiptir okkur afskaplega miklu máli, og erfitt aö gera sér i hugarlund viðbrigöin hjá mörgum, sem hafa ekki haft annað en þetta ómögu- lega vatn árum saman. Timinn ræddi I gær- við Guöjón Sigurðsson, oddvita I Gaulverja- bæ, og innti hann fregna af nýju vatnsveitunni i Flóanum, sem er að komast i gagnið þessa dagana. — Þetta hefur verið vandræðaá- stand hjá okkur, sagði Guðjón, lítið vatn og vont, sérstaklega leirmikið, og einkum þó helzt á bæjunum meðfram Þjórsá. Við spurðum Guöjón hvaða hreppar ættu þessa yatnsveitu. — Það eru tveir hreppar, Gaulverjabæ jarhreppur og Villingaholtshreppur, sem standa að þessari veitu, auk bónda- býlanna i Stokkseyrarhreppi. Sandvikurbæi-c fá vatn frá Selfossi og Hraungerðishreppur er með sérveitu frá Neistastöðum og Bitru. Við fáum okkar vatn úr landi Þingdals og Hurðarbaks. — Hvenær tekur veitan til starfa? — Fyrir viku skoluðum við úr rörunum og nokkrir bæir eru þeg- ar farnir að nota vatnið. Næstu daga kemst það i gagnið um alla sveitina. Langþráðir voru þeir fyrstu droparnir, sem nýja vatns- veitan skilaöi af sér. Tima- mynd: Stjas. halda úti meöhálfum mannskap. Það er mikil og hroðaleg breyting orðin á þessu miöaö viö þaö, þeg- ar áöur fyrr sóttust fullfriskir og góöir starfsmenn cftir aö komast f störf viö sjávarsiðuna. Núna sækjast ailir eftir að komast i bæjarvinnu, i Sigöldu eöa á Grundartanga, eöa til starfa hjá einhverjum verktökum. Það er þaö eina, sem gildir i dag. Og fólk, sem vinnur á þessum stöö- um, það hefur tvö- þre- og jafnvel fjórfait kaup á viö þá, sem vinna vift sjávarútveginn, hvernig svo sem það er til komiö. Þaö getur ekki hjá þvi farið, aö á næstu þrem-fjórum mánuðum gerist eitthvaö rosalegt. Efnahagskerfiö þolir ekki, að svona sé að málum staöiö. Min skoöun er sú, að þarna sé fyrsti visirinn að falli sjálf- stæöis okkar. Þannig komstTómas Þorvalds- son, útgerðarmaður i Grindavik að orði, er Timinn ræddi við hann i gær. — Það er alveg sama, hvort þú talar við bændur til sveita eða fólk við sjávarsiðuna, það dettur engum i hug að hrófla upp ein- hverri yfirbyggingu án þess að hugsa um grundvöllinn, en i mál- um sjávarútvegsins hefur grund- völlurinn orðið útundan. Þetta eru engin ný visindi, en mér hefur aldrei fundizt voðinn jafn greini- legur og núna, og held ég að ég BYGGINGA- LÖG í EINUM LAGABÁLKI FJ-Reykjavik.Nefnd hefur samið frumvarp til byggingalaga, sem ætlað er að ná til alls landsins og verður frumvarpið lagt fram á næsta Alþingi. Þetta kom fram i ræðu iðnaðarráðherra, Gunnars Thoroddsen, á iðnþingi i gær en ræðan i heild er birt á hafi þó nokkra reynslu til þess að geta gert mér grein fyrir, hvað er um að vera. Það hefur gengið upp ogofan i þessum málum, en þetta er eitt af verstu köstunum, sem ég hef orðið var við, og ekkert er gert til að sporna við fótum og kippa málunum i lag. Það getur vel verið, að það megi tala um góða atvinnu af skuttogurunum, en það getur aldrei staðið lengi, sem þýtur svo hátt upp á svo skömmum tima. Þaðerekki hinn trausti grundvöllur atvinnulifs- ins. Við spurðum Tómas eftir þvi, hvernig gengi að fá fólk til sildar- söltunar og kvað hann sömu sög- una að segja þar og um aðra vinnu við sjávarútveginn. • — Vinnuafliö i sildarsöltuninni og i hraðfrystihúsunum byggist á húsmæðrunum, og þær láta ekki á sér standa. Vandamálið er það að karlmenn fást ekki til starfa. Yfir heildina eru bátarnir, að tiltölu- lega fáum undanskildum, undir- mannaðir, eða komast alls ekki út vegna þess að það vantar mann- skap á þá. Þó er ástandið tiltölu- lega gott hjá okkur i Grindavik miðað við ýmsa aðra staði. Það er til dæmis óhugnanlegt ástandið i Keflavik, veit ég. Og þetta getur ekki gengið til lengdar. Ég fæ ekki betur séð en það verði á 3-4 næstu mánuðum sem eitthvað gerist, og það verður ófagurt. MATTHÍAS BJARNASON, RAÐHERRA: Alltof mikil spenna um vinnuaflið BH-Reykjavik. — Ég geri mér fyllilega grein fyrir þvi, að spennan um vinnuaflið i landinu er alltof mikil, og það hefur verið dregið of mikið vinnuafl frá grundvallaratvinnuvegun- um til ýmissa framkvæmda. En undirstöðuatvinnuvegirnir mega ekki liða fyrir fram- kvæmdir i landi. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en draga verði úr þeim framkvæmdum til þess að treysta undirstöðuat - vinnuvegina, áður en voði hlýzt af. Þannig komst Matthias Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, að orði við Timann i gær, er við höfðum samband við hann og inntum hann fregna af aflabrögðum og atvinnu- ástandinu hjá sjávarútveginum. — Afli fyrstu átta mánuði ársins er nokkru betri en i fyrra samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins. A svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms er svipaður afli og i fyrra, eða 142,6 þúsund lestir nú móti 142,2 þús.i fyrra. Heildarþorskaflinn er meiri nú eða 128,3 þúsund lestir á móti 106,6 þús. i fyrra. Hins vegar skal það aðgætt, að það var ekki úrháum söðli að detta, og heldur lélegt ár var i fyrra, en I ár voru stóru togararnir i verkfalli ill vikur á þessu tima- bili, og minni sókn bátaflotans, sem eitthvað dróst saman frá þvi i fyrra. Hafnarfjörður tekur erlent lón til gatnaframkvæmda BH-Reykjavik. — Hafnarfjarðar- bær er um þessar mundir að ráðast I mikla erienda iántöku, sem stcndur i sambandi viö lagningu hitaveitu um bæinn, en fénu verður varið til undir- byggingu gatna vegna hitaveitu- lagnarinnar. Lánið er tekiö með milligöngu Seölabankans og er 750.000 dollarar, og er lánstiminn fjögur ár. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér er lántakav þessi forsenda þess að unnt sé að leggja hitaveituna i gatnakerfi Hafnarfjarðarbæjar, en holræslagnir eru orðnar slæmar viða, svo og vatnslagnir, auk þess sem hitaveitulögnin kallar á kostnaðarsaman frágang gatnaundirvaranlegt slitlag, sem er þá flýtt meir en annars hefði verið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.