Tíminn - 22.10.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 22.10.1975, Qupperneq 1
Landvélarhf PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 - SÍMI (91)19460 Samstarfsncfndin, sem ræddi til blaðamenn i gærkvöldi um borð i togaranum Júni. Frá vinstri: Óskar Vigfússon, sjómaður, Gunnþór Ólafsson, Þorbirni II, Ólafur G. Gfsia- son, stýrim. Júni, Björn Ingólfssoná Frey, Jóhann Sig- urgeirsson, skipstj. Guðmund- ur Jónsson skipstj. á Júnf, og Sigurður Kristjánsson, skip- stjóri á Framtíðinni KE. FISKISKIPAFLOTINN Á LEIÐ TIL LANDS SKYRSLA HAFRANNSOKNA STOFNUNARINNAR STAÐ- FESTIR NAUÐSYN ÚT- FÆRSLU LANDHELGINNAR — segir Ólafur Jóhannesson FB-Reykjavik. — Það má segja, að skýrsla Hafrannsókna- stofnunarinnar um veiði fisk- stofnanna hérlensis sé i stórum dráttum staðfesting á þvi, að ekki mátti dragast lengur að taka ákvörðun um útfærslu landhelg- innar, sagði ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra, þegar Timinn spurði hann álits á skýrslunni, sem frá var skýrt i blaðinu i gær. — Staðreyndin um ástand fisk- stofnanna og ofveiðina hlýtur að verða sterkt vopn i okkar höndum gagnvart viðmælendum okkar i landhelgisviðræðum. Það má segja, að skýrslan sé tviþætt. Annars vegar er staðreyndatal, þar sem talað er um aflamagnið, sem fengizt hefur, og verður sá hluti skýrslunnar tæpást véfengd- ur. Hins vegar eru svo þær ályktanir, sem dregnar eru af þessum staðreyndum um það, hversu mikið megi veiða af hverri tegund. Ég hef ekki aðstöðu til þess að meta þessar ályktanir, né þær visindalegu aðferðir, sem þar er byggt á, en komist erlendir sérfræðingar að sömu niðurstöðu og þeir islenzku, þá styrkir það okkar málstað á allan hátt. — Gagnvart okkur sjálfum er þetta alvarleg áminning, sem kallar á það, að við setjum hér skynsamlegar reglur varðandi veiði, og það sem allra fyrst. Þá spurðum við ráðherrann, hvort nokkuð hefði verið athugað, Framhald á bls. 12 BH—Reykjavik. — Síðdegis I gær lagði Samstarfsnefnd yfir- og undirmanna á fiskiskipum fram við Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóra i sjávarútvegsráðuneytinu kröfur slnar varðandi verðlagn- ingu og endurskoðun sjóðakerfa sjávarútvegsins, og lýstu þvi jafnframt yfir, að fiskiskipaflot- inn myndi sigla I höfn og dvelja þar, þangað til samkomulag hefði náðst varðandi þessi atriði. Voru ailmörg fiskiskip komin tii hafnar I gærkvöldi og ijóst, að ekkert þeirra myndi fara út fyrr en að samkomulagi yrði, og velflest önnur fiskiskip á leið til lands, þannig að ekkert yrði af veiðum eftir miðnætti I gærkvöldi. A biaðamannafundi með sam- starfsnefndinni um borð I togaranum Júni I Hafnarfjarðar- höfn I gærkvöidi var að þvi spurt, hvort fiskiskipaflotinn væri að safnastsaman úti fyrir Malarrifi með það fyrir augum að sigla I fylkingu til Reykjavikur með morgninum. Var þvi svarað til, að ekki væri kunnugt um slik samtök, það væri undir hverjum og einum komið, hvernig aðgerð- um væri háttaö. Samstaða væri um það eitt, aö hætta veiðum i siðasta lagi á miðnætti og hefja þær ekki fyrr en samkomulagiö lægi fyrir. A blaðamannafundinum kynnti samstarfsnefndin kröfuatriði sjómanna, sem eru þessi (og er byrjað á fiskverðinu, sem krafizt er): „Þorskur 70cmogyfir 47.00 kr. 54cmtil70cm. 40.00 kr. 43til54cm. 20.00 kr. Ýsa 50cmogyfir 45.00 kr. 40til50cm 19.00 kr. Ufsi 75 cm og yfir 54 til 75 cm undir 54 cm Langa 75 cm og yfir undir 75 cm Steinbftur Karfi 500 gr.og yfir Keiia 54 cm og yfir Bláianga 54 cm og yfir undir 54 cm 27.00 kr. 23.00 kr. 14.40 kr. 34.70 22.40 26.50 kr. 22.00 kr. 22.00 kr. 23.00 kr. 14.40 kr. Þessa verðlagningu leggur samstarfshópur yfir- og undir- manna á fiskiskipum fram, sem grundvöll fyrir þvi að við getum haldiðáfram róðrum. Ennfremur gerum við þá kröfu að sjóðakerfi sjávarútvegsins verði tekið til rækilegrar yfirvegunar, og að sú nefnd sem að þeim störfum vinn- ur skili áliti eigi siðar en 1. desember 1975. Einnig gerum við þá kröfu að þegar málið verður tekið fyrir á þingi, að það hljóti skjóta af- greiðslu og sjóðakerfið verði lagt niður með öllu.” Breytingar frá þvi verði, sem sjómenn viðurkenna, en það var gefið út 20. júni sl., eru þær helzt- ar, að stærðarhlutföllum er breytt, þau eru lækkuð á stórum fiski en hækkuð á smáfiski, og kvað samstarfsnefndin, sem við blaðamenn ræddi,það vera und- irstrikun sjómanna á þvi, að þeir vildu alls ekki stuðla að smáfiskadrápi eða mæla með þvi. Fyrir máli sýnu gerði sam- Framhald á bls. 12 EINAR AGÚSTSSON, UTANRIKISRÁÐHERRA: Herskipahótanir herða okkur bara Skrifar um svaeðismótið FJ-Reykjavik. Bragi Kristjánsson mun skrifa greinar um svæðismótið i skák, sem nú fer fram hér á landi. Fyrsta grein Braga birtist á bls. 5, og rekur hann þar m.a. tapskák Friðriks Ólafssonar úr fyrstu umferð. Bragi Kristjánsson er kunnur skákmaður, og hefur hann áður skrifað skákþætti fyrir Timann. Bragi er að- stoðardómari á svæðismót- inu nú. FJ-Reykjavik. Hótanir hafa engin áhrif á okkur, nema ef vera skyldi að herða okkur, sagði Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, þegar Timinn hafði samband við hann i gærkvöidi vegna þeirra ummæla Haroids Wilsons, forsætisráðhcrra Breta, i brezka þinginu i gær, að „enginn brezkur togari myndi fara ó- verndaðurá tslandsmið, ef vernd reynist nauðsynleg.” Wilson sagði þingheimi, að brezka rikisstjórnin væri „staðráðin i að tryggja sanngjarnt samkomulag við ís- lendinga” og að slikt samkomu- lag yrði að tryggja brezkum togurum veiðar innan 50 milna. En, sagði forsætisráðherran enginn brezkur togari mun fara án verndar, ef slik vernd reynist nauðsynleg. Einar Agústsson sagði, að hann myndi að sjálfsögðu leggja skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um islenzku fiskistofnana fram á viðræðufundinum við Breta á morgun. Verðlagsstjóri kærir meint verðlagsbrot vegna ókvæðis- vinnu til saksóknarans ......> — Sjó þingfréttir Q

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.