Tíminn - 22.10.1975, Side 3

Tíminn - 22.10.1975, Side 3
Miðvikudagur 22. október TÍMINN 3 Gatnagerð í Breiðholti: Lægsta til- boðið var 36,6 millj. — kostnaðar áætlun nam nærri 54 milljónum BH-Reykjavik. — Tilboð i gatna- gerð milli Stekkjarbakka við Hamrastekk og Vesturhóla, gerð ræsa og undirganga undir Stekkjarbakka og vegleiðara, voru opnuð hjá Innkaupastofnun Reykjavikurborgar I gær kl. 11. f.h. Lægsta tilboðið barst frá Ástvaidi & Halldóri sf. og var það upp á kr. 36.602.222.- en kostnaðaráætlun gatnamála- stjóra og Fjarhitunar h.f. hljóðar upp á kr. 53.928.000.00. Alls bárust niutilboðog voru sex þeirra lægri en kostnaðaráætlunin. Hér verða talin upp tilboðin, sem bárust i þeirri röð sem þau voru opnuð: 1. Völur sf. kr. 45.118.990.- 2. Aðalbraut hf. kr. 45.411.323.- 3. Miðfell hf. kr. 48.218.060,- 4. Ýtutækni hf. kr. 41.685.473,- 4. Sveinn Skaftason, kr. 63.590.800,- 6. K.R. Vinnuvélar h.f. kr. 65.626.768.- 7. Þórisós hf. kr. 54.028.430,- 8. Hlaðbær hf. Fjölvirkinn h.f. kr. 52.875.673.- 9. Astvaldur & Haíldór hf. kr. 36.602.222,- Læknaritarar lýsa stuðningi við kvennaf rídaginn SJ-Reykjavik „Fundur i Félagi islenzkra læknaritara lýsir full- um stuðningi við kvennafridaginn og hvetur sem flestar konur til að mæta á fundinum 24. október, þótt ekki teljist stætt á að allir læknaritarar leggi niður vinnu þennan dag.” Þessi samþykkt var gerð á fundi i Félagi islenzkra læknarit- ara 16. október sl., en meirihluti læknaritaranna i félaginu er fylgjandi kvennafrideginum. Að sögn formanns félagsins, Berg- ljótar Guðmundsdóttur, varð það að samkomulagi, að hver og einn læknaritari yrði að vega það og meta, hvort fært væri að hann legðiniður vinnu. Hún sagðistt.d. ekki telja rétt að allir læknaritar- ar á Landakoti, þar sem neyðar- vakt er þann 24., legðu niður störf, en það þýddi ekki að kon- urnar i félaginu vildu ekki leggja áherzlu á vinnuframlag islenzkra kvenna. Bóti stolið við Ægisgarð gébé—Rvik.—Ungur piltur nem- andi i menntaskólanum að Laugarvatni, varð fyrir þvi óláni að vatnabát hans var stolið ný- lega. Báturinn lá við legufæri vestur við Ægisgarð, og er siðast vitað meö vissu að þár var hann fyrir viku siðan. Báturinn, sem gerður er fyrir utanborðsmótor, er trébátur, hvitur að ofan, grænn að neðan og með grænum þóftum. Þegar pilturinn kom til höfuð- borgarinnar i gær og ætlaði að huga að bát sinum, þá var hann horfinn og tilkynnti hann þegar rannsóknarlögreglunni um stuld- inn. Eru allirþeir, sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál, beðnir að láta rannsóknar- lögregluna i Reykjavik vita. Svæðismótið í r S k< r a ii k FRIÐRIK i: Ribli n 3 mmm* mmmm " 2. Pouriainen T VANN 3. Hartston m t T 1 4. Hamann 1 BJÖRN 5. Friörik ~0 1 6. Zwaig T A B.K. Reykjavik.— önnur um- 7. Timman T % ferð svæðamótsins i skák var tefld i gær. úrslit urðu sem 8. Liberzon ■ hérsegir: Friðrik vann Björn i 311eik. Hartston vann Van den 9. McMurray ■ Broeck i 24 leikjum. Jafntefli gerðu Jansa og Timman i 24 10. Ostermeyer O leikjum, sömuleiðis Parma og Zwaig I 27 leikjum. Þá gerðu 11. Jansa o % ogjafntefliLaineog Hamann i 24 leikjum. 12. Parma 1 % Biðskákvarð hjá Ostermey- er og Liberzon og hefur Oster- 13. Björn 0 0 WL meyer peð yfir. Biðskák varð einnig hjá Ribli og Pouriainen 14. Laine 0 14 ru og er staðan tvisýn og flókin. 15. VandenBroeck o o LU Fundur námsmanna á Austurvelli Uppástunga um, að verkfalli I heimspekideild verði haldið áfram, var samþykkt I einu hljóði. Tlma- mynd: Gunnar. — AAótmælt skerðingu námslána — Verkföll í mörgum deildum Háskólans VSÍ REIÐUBÚIÐ TIL AÐ HEFJA S AMNING A VIÐRÆÐU R FB-Reykjavik. Vinnuveitenda- samhand tslands hefur lýst sig reiðubúið til að hefja nú þegar viðræður við verkalýðs- hreyfinguna og rikisstjórnina um ástand og horfur i efnahags- og kjaramálum þjóðarinnar og leiðir til lausnar aðsteðjandi vanda. t þessum efnum má engan tima missa, að þvi er segir I fréttatil- kynningu frá VSt. Framkvæmdastjórn VSl hélt fund i gær, þar sem samþykkt var ályktun þess efnis, aö alvar- lega horföi nú i efnahagsmálum Islendinga og þjóöin héldi áfram að lifa um efni frám, gjaldeyris- vargsjóðir væru þrotnir og er- lendar skuldir hlæðust upp. „Verðbólgan geysist áfram, kaupmáttur rýrnar, rekstrar- grundvöllur atvinnuveganna er að bresta og vaxandi hætta á stöðvun atvinnugreina og at- vinnuleysi”, segir í ályktuninni. Ennfremur segir, aö von um að ástandiö i efnahagsmálum og greiðslugeta atvinnufyrirtækja breyttist til batnaðar eftir aö tvisvar sinnum hefði verið gengið til heildarsamninga milli aðila vinnumarkaðarins, hafi brugðizt. Þá segir i ályktuninni, að miðstjórn ASl hafi beint þvi til sambandsfélaga sinna, að þau segi upp kjarasamningum þannig aö þeir renni úr gildi á áramót- um. Samningaumleitanir séu þvi skammt undan. „Forysta ASl hefur bent á, að nauðsynlegt sé, að takast á við orsakir vandans i efnahags- og kjaramálum, en hætta aðglima við afleiöingarnar einar saman. Varað hefur verið við afleiðingum meiriháttar kauphækkana, þ.e. sivaxandi verðbólgu, gengisfellingum og at- vinnuleysi, og sagt að hóflegar kauphækkanir með viötækum hliðarráðstöfunum mundu skila raunhæfari árangri. 1 samþykkt miðstjórnar ASl 18. sept. s.l. sagði að stefnt skuli að þvi, að fullreynt verði á ára- mótum, hvort samningar geti tekizt án verkfallsátaka. Þjóöin stendur nú á timamótum. Ef ekki tekst skynsamlega til um skipan efnahags- og kjaramála á næstu mánuðum. er vá fyrir dyrum. 1 þeim efnum eru allir i sama báti, vinnuveitendur, launþegar og stjórnvöld. Vinnuveitendasamband Islands telur miklu varða, að sameinast verði um samræmt átak i efna hags- og kjaramálum og telur aö heildarlausn verði ekki við komið, nema með samvirku samráði og ákvörðunum aðila vinnumarkaðarins og rikis- valdsins. gébé—Rvik. — Verkföll voru i nokkrum deildum i Háskóia ts- lands i gær, en sem kunnugt er mótmæla námsmenn nú skerðingu námslána. Umræðu- fundir voru i gærdag hjá háskóla- nemum og fjölmennur fundur haldinn i Arnagarði á eftir, þar sem haldnar voru ræður. Þar var samþykkt i einu hljóði að halda verkfalli áfram i heimspekideild, en i dag var búizt við að guðfræöi- nemar myndu bætast í hópinn og jafnvel nemar úr læknadeild, við- skipta- og lagadeildum. Akveðið er að fjöldafundur verði klukkan 13:30 á Austurvelli i dag I mót- mælaskyni. Einn af ræðumönnum á fundinum i Arnagarði sagði i gær: Stúdentar hafa verið kallaðir þrýstihópar, nú við skul- um þá sýna það á fundinum á Austurvelli og þrýsta vel á! Var þessu tekið nieð dynjandi lófa- taki. Farið var þess á leit við kenn- ara i heimspekideild, verkfræði- og raunvisindadeild, þjóðfélags- fræðideild og hjúkrunarfræði- deild, að þeir myndu ekki mæta til kennslu meðan á verkföllum stæöi, og hafa þeir að sögn for- manns Stúdentaráðs tekið þess- um tilmælum vel. Fundurinn á Austurvelli hefst kl. 13:30 I dag, en fyrst munu námsmenn safnast' saman við skóla sina og ganga fylktu liði í fundinn. Kjörorð fundarins er: Efnahagslegt jafnrétti til náms. Kjarabaráttunefnd náms- manna hefur harðlega vitt þann villandi fréttaflutning, sem ráðu- neytin hafa haft um afgreiöslu námslána. t bréfi frá mennta- málaráðuneytinu segir meðal annars, að rlkisvaldið hyggist láta ganga til haustlána 240 milljónir króna. Ekki er þar þó tekið fram, að þar af eru 40 milljónir sem sjóðnum voru tryggðar 25. marz s.l. Kjara- baráttunefnd heldur þvi einnig fram, að þar sem ekki annað er tekið fram, gæti skilizt á bréfi ráðuneytisins að öll vandamál lánasjóðsins væru leyst, en þvi fer þó fjarri að svo sé. T.d. nægir þessi upphæð ekki til úthlutunar óskertra haustlána og 100 milljónir koma fyrst til afgreiöslt i janúar. At þessu leiðir, aö nu tær hver námsmaður sem svarar 70-80 þúsund krónum lægri upphæð i haustlán en orðiö hefði, ef fylgt hefði verið fyrri reglum og venjum — og nemur þvi skerð- ingin allt að 50% að meðaltali. Tíminn er peníngar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.