Tíminn - 22.10.1975, Page 6

Tíminn - 22.10.1975, Page 6
6 TtMINN Miövikudagur 22. október Gerður Steinþórsdóttir: í SAMTAKAMÆTTINUAA FELST SIGUR KVENNA Eftir tvo sólarhringa, 24. okt., gerist merkilegur og einstæður atburöur i þjóðarsögunni. Kon- ur úr öllum stéttum þjóðfélags- ins til sjávar og sveita, helming- ur þjóðarinnar, leggur niður vinnu i einn dag. Hvernig getur slikt gerzt? Vegna þess að jarð- vegurinn er undirbúinn. Hugmyndinni um kvennafri var fyrst varpað fram hér á landi 1973 og hlaut þá litinn hljómgrunn, en henni óx ásmeg- in. Fyrsta opinbera viljayfirlýs- ingin um kvennafri kom fram á ráðstefnu um kjör láglauna- kvenna i janúar s.l. En veruleg- an stuöning hlaut hugmyndin ekki fyrr en á aðalkvennaráö- stefnu ársins að Hótel Loftleið- um i júni. Skorað var á konur á Islandi að taka sér fri frá störf- um á degi SÞ, 24. okt. 1975, til aö sýna fram á mikilvægi vinnu- framlagssins. Athyglisvert var, að flutningsmenn tillögunnar, átta að tölu, voru konur Ur ólik- um stjórnmálaflokkum, til hægri og vinstri, og var styrkur- inn fólginn i breidd fylgisins. 1 ágúst mynduðu flutnings- menn tillögunnar bráðabirgöa- starfshóp ásamt fulltrúa frá rauösokkahreyfingunni, sem frá upphafi hafði sýnt málinu áhuga. Var sent bréf til stéttar- félaga,- kvenfélaga og annarra áhuga- og hagsmunahópa og þeim boðið að tilnefna fulltrúa i viötæka samstarfsnefnd um kvennafrl. Undirtektir urðu góðar, kannanir voru gerðar á vinnustööum, og 11. sept. stofn- uðu fulltrúar frá u.þ.b. 50 félög- um og samtökumi Reykjavik og nágrenni samstarfsnefnd um framkvæmd kvennafris 24. okt. Var skipuð tiu manna fram- kvæmdanefnd og fimm starfs- hópar,sem um 80 konur eru I, til að vinna að ákveðnum verkefn um. Framhaldið er ævintýri lik- ast. Verkalýðshreyfingin veitti málinu þegar stuðning, og stjórn Sóknar varð fyrst til að styrkja framkvæmdina fjár- hagslega. Siðan hafa borizt stuöningsyfirlýsingar og fjár- framlög úr ólikum áttum, svo sem frá stórum stéttarfélögum og pólitiskum samtökum til hægri og vinstri. Mikill áhugi rikir um allt land, og ljóst er, að atvinnulifið lamast þennan dag. Frystihúsin stöðvast, verzlanir, skrifstofur, barnaheimili og skólar, og karlmennirnir verða að gæta ungra barna og sjá um matargerð, þvi aö 24. okt. verð- ur frldagurkvenna. Þó er þetta ekki hátiö i venjulegri merkinu, heldur liður i baráttunni til að ná raunverulegu jafnrétti. Konur hafa lagalegan rétt á borð við karla, en á sama tima hefur þjóðfélagsgerðin ekki breytzt. Auk þess eru hefðbund- in kvennastörf lægstlaunuðu störf þjóðfélagsins. Störf hús- mæðra eru einskis metin á vinnumarkaðinum, vinnufram- lag bændakvenna i búrekstri eru metin til tæpra tveggja klst. á dag, og konur, sem vinna utan heimilis, hafa tvöfaltvinnuálag. Konur eru farnar að skilja, að aðeins þær sjálfar geta breytt stöðu sinni með þvi að koma saman og leita úrbóta. Við erum öll, karlar og konur, sjálfstæðir einstaklingar með jafnan rétt og verðum að geta staðið á eigin fótum, ekki sizt fjárhagslega. Þaö er ekki rétt að ala konur upp til að treysta þvl að þær giftist og verði á framæfri eigin- manns. Já, verkefnin eru mörg. Við erum öll meira og minna bundin af fordómum um eðli og hlutverk kynjanna, og þeir birt- ast alls staðar i athöfnum okkar i hversdagslegustu hlutum. Skólabækur sýna telpur við innileiki og húsleg störf, prUðar og kvenlegar, en drengi við Uti- leiki og skapandi störf. Enn heyrast þær raddir, að konur - sem leggja Ut I langskólanám séu að leika sér eða „dUtla”, en öðru máli gegnir um karlmenn- ina. Þó hlýtur menntun kvenna, verkleg og bókleg, að vera lykil- orðið til að ná jafnstöðu. Enn fá karlar mun meiri hvatningu i þjóðfélaginu til að láta að sér kveða. En um leið og konur taka virkari þátt I störfum utan heimilis, verða karlar að verða virkari innan heimilis. Þannig eiga konur og karlar að vinna saman öll störf, axla byrðarnar i sameiningu sem félagar og jafningjar. Geröur Steinþórsddttir 24. okt. verður hámark kvennaársins hér á landi. Konur um allt land safnast saman og halda fundi. Til Reykjavikur streyma konur Ur nágranna- byggðunum. Einnig safnast konur saman við vinnustaði og halda fylktu liði til Utifundarins á Lækjartorgi, þar sem verður eftir öllum sólarmerkjum að dæma haldinn stærsti fundur til þessa. Stemmningin er mikil, og þennan dag munu konur skynja, að i samtakamættinum felst sigur þeirra. Dagbjört S. Höskuldsdóttir: HVERS VIRÐI ERKONAN? HVE mikils virði er konan i dag? Er hUn verð þeirra lof- kvæða og ástarljóða, sem henni hafa verið kveðin allt frá timum Salómons? Þar sem hUn er sett upp á stall og lofsungið eðli hennar, og þó aðallega likami. Hve mikils virði er hún, ef utan af er flett hinu fagra skinni? Það er kalt upp á stallinum, og ekki eru allar konur fagrar. Hve margar konur hafa ekki dáið einar og gleymdar, og átt þess engan kost að sýna verðleika þá, er þeim voru gefnir, aðeins vegna þess að móðir náttUra var ekki örlát við þær á snoppufritt andlit og lögulegan skrokk? Allt of oft eru konur dæmdar eftir þvi, hvernig þær lita Ut, en minna hugsað um það, sem innifyrir býr. NU veit ég að einhver hugsar — nU, er það þá aðalatriðið hjá konum að láta taka eftir sér — hvað þá um allt jafnréttistal? Það er nU einmitt það, jafnrétt- ið á enn töluvert langt i land i samskiptum kynjanna, sérstak- lega i ástum og kynlifi. Enn má konan sitja og biða eftir að ein- hverjum þóknist að lita á hana. Og ef þær eru ekki s'æmilega út- litandi, mega þær oft sitja lengi. Og hvað sem hver segir, þá hafa þær sinar hvatir, rétt eins og karlmenn, sama hvernig þær lita Ut. En það má vist helzt aldrei nefna. Og svo eru haldnar fegurðar- samkeppnir, þar sem kosnar eru fegurðardrottningar þetta eða hitt. Þarna keppa stUlkur um fáeina millimetra af holdi hér og þar, og er hart barizt. Slik samkeppni á sér það mark- mið eitt að afla þeim, sem fyrir þeim standa, fjár. Sem betur fer virðist aðsókn að þeim fara sifellt minnkandi, og færri og færri stúlkur gefa kost á sér i slika samkeppni. Auglýsingar eru að verða einn mesti áhrifavaldurinn i lifi margra, og þá sérstaklega barna og unglinga. Og hvað er það þá, sem þau heyra og sjá? Jú, i flestum tilvikum snúast húsmæðurnar i eldhúsinu og stúlkunum er sagt að þær verði svo fallegar, ef þær noti þessa sápu og þetta krem, og að karl- mönnum liki þetta ilmvatn svo vel. En á hinn bóginn eru það karlmenn sem lesa bækur, fara að veiöa og koma heim úr vinnunni og maturinn biður á borðinu, framreiddur af bros- andi tannkremsauglýsingu. Hvaða tilgangi þjónar það svo sem að setja hálfberan kvenmann upp á bilhúdd? Kannski viö fáum bráðum beran karlmann sitjandi uppi á þvottavél? Það ætti að vera ein krafa okkar ,,i tilefni ársins.” Og hvernig hefur okkur svo gengið á kvennaári? Þetta leit vel út, að ætla að helga konum heilt ár, svona rétt eins og ár dýranna og ár gam- alla húsa o.s.frv. En ekki voru einu sinni komin áramót, þegar byrjað var að gera grin að öllu saman. Ekki veit ég hvernig skemmtikraftar hefðu farið að, ef S.Þ. hefðu ekki útnefnt árið 1975 kvennaár. Það hafa verið haldnar marg- ar ráðstefnur og fundir á árinu, sem hafa átt það sameiginlegt að fjalla um málefni kvenna. Frægust er tvimælalaust ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna, er haldin var i Mexikóborg. Við hana voru bundnar miklar von- ir, og ég segi þaö bara fyrir mig að ég vænti mér mikils af henni, og hlakkaði til að heyra, hvernig konum ólikra þjóða gengi að ræða vandamál sin. En i ljós kom, að rikisstjórnir hinna ýmsu rikja höfðu meiri áhuga á að nota ráðstefnuna til póli- tiskra hrossakaupa, heldur en að láta konurnar um að ræða sin mál á breiðum grundvelli. Ekki er ég með þvi að segja,að konur eigi ekki að ræða heimsmálin og þau vandamál, sem við blasa. Siður en svo. Þar eiga þær mikil verkefni fram- undan. Heimurinn er nú á barmi gjár, sem bæði kynin verða að sameinast um að bjarga honum frá. Karlmenn hafa stjórnað honum i gegn um aldirnar, en konurnar enga ábyrgð boriö, nema gagnvart sjálfum sér, og kannski börnum sinum. Og nú er svo komið, að við erum að drepa hvert annað úr mengun og offjölgun og auðlindir á þrot- um. En jafnframt þessu fram- leiðir heimurinn vopn fyrir stjarnfræðilegar upphæðir, vopn sem geta gereytt öllu mannkyni. Ekki einu sinni, heldur margoft. Á hinn bóginn eru milljónir manna að deyja úr hungri viðs vegar um heiminn. Þessu hungraða fólki fjölgar mjög ört, þvi það veit ekki hvernig koma á i veg fyrir frjóvgun, og þarf tiltölulega litla fæðu. En það getur komið að þvi að augu þess opnist og það sjái auðinn og matinn allt i kring um sig. Þá gerir það uppreins gegn hinum riku i heiminum. Og i krafti fjölda sins gæti það fengið miklu ráðið, ef það vaknaði til vitund- ar um mátt sinn. Riki heimsins ættu að vera fyrri til að verja þeim fjármunum, sem til her- gagnaframleiðslu og her- væðingar fara, til bjargar þjóð- um, sem ekki geta leyst mat- vælavanda sinn. Það er full- reynt, að ekki nægir að senda matvæli. Þar hljóta að koma til aðrar ráðstafanir, og einn liður þeirra er að leysa konur þessara landa úr þeirri ánauö, sem þær búa viöast hvar við. Þvi þó viö vestrænar konur kveinum yfir skorti á jafnrétti kynjanna, þá biðja þær aðeins um að á þær sé litið sem menn, en ekki dýr eða söluvarning. Þær biðja um brauð fyrir sig og börn sin. Við getum auðvitað hugsað sem svo, að þetta komi okkur ekki viö, og samþykkt þannjg þá kenningu að láta hungrið stjórpa fólksfjöldanum. En hér erum við, á þessum hnetti sem kallast jörð, og hann er að verða okkur of litill, og þegar þrengist um fólk, fer það að ryðja frá sér og brjótast um. Við, þótt hér á tslandi séum, gætum lent I þeim umbrotum. Hve oft hristum við ekki höf- uðið og segjum — hverju skiptir það mig, þótt fólk deyi úr hungri hinum megin á hnettinum, eða einhvers staðar sé styrjöld, þar sem bræöur berjast? Mér liður vel i flotta steinkassanum min- um, sitjandi I leðursófasettinu fyrir framan sjónvarpið, sem kannski sýnir öðru hverju myndir af fólki með hrædd and- lit og beinin út úr skinninu og börnum með hungruð augu og bólginn kvið. Við viljum ekki taka afstöðu. Við segjum að visu, að þetta sé hræðilegt og að eitthvað verði að gera, en hugs- um svo ekki meira um það. Einn einstakur getur að visu ekki mikið gert, og litlu bjargar hann i sjálfu sér, þótt hann selji sjónvarpið sitt og sendi andvirð- ið hungruðu fólki. En hugsun er til alls fyrst, og sterkt almenn- ingsálit getur orðið til að knýja hervæddar og auðugar þjóðir til aðgerða. Þaö finnst kannski sumum ég vera komin langt frá þeirri spurningu, hve mikils virði kon- an sé I þeim heimi, sem við lif- um i. En það eru konur i öllum rikjum heims, bæði auðugum og fátækum. Þær eiga að vinna að þvi að breyta almenningsálit- inu. Það er komið að þvi að viö getum ekki lengur stungið höfð- inu i sandinn og látið karlmenn eina bera ábyrgð á þvi, sem Framhald á bls. 19 Dagbjört S. Höskuldsdóttir Stjórn SUF lýsir yfir fyllsta stuðningi við að- gerðir islenzkra kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október n.k., og telur þær merkan áfanga í baráttunni fyrir raunverulegu jafn- rétti karla og kvenna. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.