Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. október 1975. TÍMINN 9 I Ingi Tryggvason: Fjölmiðlar og skoðanamyndun í fréttapistli i rikisútvarpinu um miöjan september s.l. var sagt frá tekjum bænda. og tekjur annarra starfshópa, kennara og verkmanna, teknar til samanburðar. Heimildir voru sóttar i fréttabréf Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins og til Kjara- rannsóknarnefndar. Fréttin var þannig upp byggð, að hlustandi hlaut að bera saman annars vegar áætluð fjölskyldulaun verðlagsgrundvallarbús sam- kvæmt verðlagsgrundvelli 1. sept. 1975, sem gert er ráð fyrir að þarfnist 4500 árlegra vinnustunda, og hins vegar ca. 2000 dagvinnustundum verka- manns og jafnvel enn færri dag- vinnustundum kennara. Ekki var þó samanburður gerður á vinnustundafjölda, heldur að- eins áætluðum heildartekjum fyrir ósambærilegt vinnufram- lag og hlustendum vafalaust ætlað að draga sinar ályktanir I samræmi við málflutninginn. Skylt er að geta þess, að Rikisútvarpið flutti leiðréttingu á þessari frétt, en það breytir i engu þeirri staðreynd, að frétta- maðurinn hafði með frásögn sinni gert tilraun til að blekkja hlustendur og skapa tortryggni stétta i milli. Vandséð er, hvernig slikt má verða i hlut- lausum fjölmiðli, sjálfu Rikisút- varpi Islendinga. Ekki er þetta eina dæmi þess á undanförnum mánuðum, að fjölmiðlar hafi beint eða óbeint reynt að gera bændastéttina tortryggilega i augum þeirra, sem bændastéttinni riður mest á að hafa góð samskipti við, neytendann i landinu, launþegana, sem nota drjúgan hluta tekna sinna til að kaupa fyrir framleiðsluvörur bændanna. Allir þekkja skrif Visis, en misjafnlega illa rök- studdar skoðanir fyrrverandi ritstjóra voru mánuðum saman fastur liður i morgunhugvekjum Rlkisútvarpsins. Til var, að menn fögnuðu þessum skrifum á þeim grundvelli, að ekki veitti af að segja þjóðinni sannleikann um landbúnaðinn. Ekki situr á þeim, sem þetta ritar, að amast við rökræðum um landbúnaðar- mál eða aðra atvinnustarfsemi i landinu. Hins er ekki að dyljast, að óheppilegt er, ef þeir, sem mestu ráða um al- menningsálitið i landinu, flytjendur talaðs og ritaðs máls I fjölmiðlum þjóðarinnar, haga þannig málflutningi, að helzt litur út fyrir að skoðunin fæðlst fyrst og röksemdirnar séu fundnar eða búnar til á eftir. Gott dæmi um það, hvernig fjölmiðlar nota aðstöðu sina, kemur fram i sambandi við viðtal, sem Frjáls verzlun átti við ungan og duglegan bónda norður á Svalbarðsströnd, Hauk i Sveinbjarnargerði. Haukur rekur stórbú og nýtir nýjustu tækni við öflun fóðurs og hirðingu bústofns sins. 1 viðtalinu segirhann kost og löst á búskaparháttum sinum og kemur auk þess að ýmsum al- mennum vandamálum islenzks landbúnaðar. Hann gagnrýnir það fyrirkomulag niður- greiðslna að sumar kjöttegundir séu svo mjög greiddar niður sem raun ber vitni, en aðrar alls ekki, slikt valdi óeðlilegri markaðs- og framleiðsluþróun, auk þess sem útflutningur verði óhagkvæmari en vera þyrfti. Eru skoðanir Hauks i þessu efni i fullu samræmi við skoðanir allflestra bænda i landinu ef ekki allra. Ummæli Hauks um niðurgreiðslur og útflutnings- bætur eru notuð i fyrirsögn viðtalsins og á þann hátt, að sá, sem ekki les aðalefnið vand- lega, fær ekki rétta mynd um viðhorf Hauks til vanda- málanna. Visir tók nokkur atriði upp úr viðtalinu við Hauk og valdi fyrirsögn, sem var á þá lund, að 800 bændur gætu séð landinu fyrir kjöti og mjólk, en bændur væru nú 5220. Hvorug þessi tala gefur rétta mynd af - þvi, sem hún á aðtúlka. Haukur I Sveinbjarnargerði segir ekkert um vinnuaflsþörfina i viðtalinu. Sú var tið, að nær allir Is- lendingar lifðu á landbúnaði. Bændur voru þó ekki endilega miklu fleiri en nú, vinnumenn og vinnukonur voru þá stórir starfshópar. Fyrirsögnin i VIsi er valin til að ýta undir ákveðið sjónarmið, þ.e. bændum þurfi og eigi að fækka. Haukur tekur þó skýrt fram i viðtalinu, að stórbú séu liklegri til að hækka verð landbúnaðar- vara fremur en lækka það, kostnaður komi betur i ljós á stórbúum. Orðrétt segirhann: „Ef dæmið væri reiknað raunsætt og ekki gert ráð fyrir veröbólgunni, værirekstur stór- býlis út i hött”. Hvers vegna eru varnaðarorð Hauks um rekstur stóru búanna ekki notuð i fyrirsögnina i fjölmiðlunum? Er það ekki vegna þeirrar á- ráttu sumra fréttamanna, að flytja fremur það, sem rennur stoðum undir fyrirfram mótaðar skoðanir, heldur en aö fréttaflytjendur liti á sig sem hlutlausa túlkendur staðreynda? Forystumenn bænda hafa verið ásakaðir um það opinber- lega að þola illa almennar umræðurogeðlilega gagnrýni á stefnu i landbúnaðarmálum, ll I Ingi Tryggvason. búskaparhætti og ýmislega framkvæmd verðlags og fram- leiðslumála. Þetta er auðvitað alrangt. íslenzkir bændur hafa veriðundrafljótir að tileinka sér nýjungar i búskaparháttum, og félagskerfi þeirra og opinber leiðbeiningarstarfsemi tryggir árvekni og sifelldar umræður inn á við og út á við um hin ýmsu vandamál landbúnaðar. Þau eru bændur auðvitað ekki lausir við fremur en aörar stéttir. En hver láir bændum, þótt þeim falli ekki skrif eða aörar umsagnir fjölmiðla, sem sniðganga alla þætti heiðar- legrar frétta- og upplýsinga- miðlunar, þekkingu, sanngirni og dómgreind? Bændur skorast ekki undan almennum, opnum og drengi legum umræöum um vandamál stéttar sinnar. En þeir lúta ekki I auðmýkt hverjum þeim, sem kallaður þykist. Og þeim finnst lika eðlilegt, að þeir, sem vilja vera svipa þjóðfélagsins láti eitt yfir alla ganga, en leggi ekki einstaka starfsstéttir i einelti. 10/10 '75 Sigurður Steinþórsson: Af öðrum hijómleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar Sinfóniuhljómsveit íslands hélt 2. tónleika vetrarins i Háskólabiói sl. fimmtudags- kvöld. Stjórandi var Alun Francis frá Belfast, en einleikari á pianó Agnes Löwe. A efnisskránni voru þrjú verk, eftir Leif Þórarinsson, Mozart og Schumann. Aður en hljóm- listin hæfist tilkynnti Gunnar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri sveitarinnar, að bætt yrði framan við efnisskrána forleiknum Ruslan og Ludmilla eftir Glinka. Skipti nú engum togum að stjórnandinn geystist fram á sviðið vopnaður blóm- vendi, og vonuðu menn að hann ætlaði að stjórna með vendin- um. Svo fór þó ekki, þvi vöndur- inn var ætlaður Guðnýju Guðmundsdóttur konsert- meistara. Hófst nú tónlistin af miklu fjöri, þvi hvort tveggja var, að forleikur þessi er hinn hressilegasti, og að stjörn- andinn eggjaði lið sitt ákaft. Eru svo tilþrifamikil umsvif i stjórnandastóli fáséð, og eru þó Reykvikingar ýmsu vanir á þeim vettvangi. Lét mildgeðja skáld og neftóbaksmaður úr Kópavogi svo ummælt i hlénu, að þessi ungi Belfastbúi væri táfeti en ekki ilfeti. Annars hafa alvarlega sinnaðir menn i tónlistarmálum haft orð á þvi, að ólman blóðheitra stjórnenda Islenzku sinfóniunnar væri vart einleikin, og sé leikurinn til þess gerður að örva seinhrifna músikanta vora til dáða. Næsta verk var einþáttungur- inn Jó eftir Leif Þórarinsson, og var það frumflutningur. Stravinský á að hafa sagt um hið fræga verk John Cage ,,33 1/3 sekúnda”, sem er jafnlöng þögn, að vonandi væri að ungu skáldin ættu eftir að yrkja mörg stórverk af þessu tagi — og hverjir erum við að deila við Stravinský? Nú var fluttur A-dúr konsert Mozarts fyrir pianó og hljóm- sveit. „Hinn bjarti og unaðslegi tónn þessa konserts er talandi tákn um það, hvernig aðalsfólk- iðá þeim (Mozarts) timum vildi hafa i samkvæmum sinum”, svo vitnað sé i prógrammið, en „bakvið sérkennandi tónavef Mozarts leynistviða angurværð og tregi, ef betur er hlustað, og fela uppgjöf og vonlausa sorg i hinum undursamlega fögru lag- linum”. Þvi miður komst ekki nógu mikið af þessu til skila i þetta sinn, allar nóturnar voru á sinum stað, en brillians og til- þrif vantaði. Einhver pianisti hefur sagt, að hann gangi frá einum flygli á konsert — það þætti vafalaust fulllangt gengið hjá auralitilli smáþjóð, en hér mátti greinilega meira að gera. Stjórnandinn beitti öllum þeim brögðum sem tiltæk eru á opin- berum vettvangi til að „peppa upp” liðið: blómvöndum, „blikkum” og öðrum svipbrigð- um, en án fullkomins árangurs. „Boginn beit ekki”, eins og sagt er. Slðasta verk hljómleikanna var 3. sinf. Schumanns, Rinar- hljómkviðan, sem prógrammið segir vera merkasta framlag hans i starfi tónlistarstjóra i Dusseldorf. Þessi hljómkviða, sem er hin siðasta sem skáldið samdi, hefur notið þeirra minnstra vinsælda. Sumir segja, að skáldlegt flug hans hafi verið farið að daprast, en aðrir að stjórnandastarfið i Dusseldorf hafi spillt útsetn- ingarkúnst hans. En allir segjast heyra i þessari sinfóniu ána Rin, sem Guðmundur Hagalin hefur ort eftirminni- lega um, nið fljótsins, bláklukk- ur á.engi,bústnar sveitastúlkur, bjórdrykkju og lúðrasveit Selfoss. Þótt á ýmsu gangi er Sinfóniuhljómsveitin sögð i stöðugri framför, enda munu flestir þeir, sem tónleika sækja, á einu máli um það, að ekki geti ánægjulegri menningarviðburði hér i Faxaflóaþorpinu en hina hálfsmánaðarlegu hljómleika hennar. Þetta kann að virðast furðulegt þegar þess er gætt, að öll tónverk, sem á blað komast, eru nú til á plötum, og meira eða minna fullkomin hljómburðar- tæki til á hverju heimili. En Sinfóniuhljómsveitin er auk þessa vaxtarbroddur tónmennt- ar þjóðarinnar — i henni eru all- ir vorir beztu hljóðfæraleikarar, og I hana mun fara vort músi- kalska ungviði þegar fram liða stundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.