Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 23. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 47 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Huh? — Hvaðan varstu að koma? — Ég var heima hjá vinstúlku minni. — Hvar? — i húsinu beint á móti því sem ég bý i. — Hvað varstu að ger þar? — Ég — ja þú veizt. — Nei. Við vitum það ekki, sagði Willis. — í guðanna bænum, Hal. Leyfðu manninum að eiga sín einkamál í friði, sagði Meyer. — Þakka þér fyrir, sagði Parry. — Þú f órst að heimsækja vinstúlku þína. Klukkan hvað var það, spurði Meyer. — Ég fór þangað klukkan hálf tíu. Mamma hennar fer að vinna klukkan níu. Þess vegna fór ég klukkan hálf tíu. — Ert þú atvinnulaus, hvæsti Willis. — Já herra, svaraði Parry. — Hvað er langt síðan þú hefur unnið? — Ja — þannig, er að... — Svaraðu spurningunni. — Gefðu piltinum tækifæri, Hal. — Hann er að tef ja fyrir. — Hann er að reyna að svara þér, sagði Meyer mjúk- lega... — Hvað kom fyrir þig, Alan? — Ég var með vinnu, en svo missti ég eggin. — Hva ertu að rausa, drengur? — Ég vann í nýlenduvöruverzlun sem lagermaður. Einn daginn kom eggjasending. Ég var að bera þau í kælinn, þegar ég missti tvo kassa. Þá var ég rekinn. — Hvað vannstu þar lengi? — Frá því ég hætti í menntaskólanum. — Hvenær var það, spurði Willis. — í júní. — Laukstu prófi? — Já, herra. Ég fékk prófskírteinið. — Hvað hef ur þú haft fyrir stafni síðan þú misstir at- vinnuna í nýlenduvörubúðinni? Parry ypptu öxlum: — Ekkert. — Hvað ertu gamall, spurði Willis. — Ég verð nítján ára.... hvaða dagur er í dag? — Níundi. — Ég verð nítján ára í næstu viku. Fimmtánda marz. — Þú verður kannski í fangelsi á af mælisdaginn þinn, sagði Willis. — Hættu þessu nú. Ég líð ekki að þú sért að ógna mann- inu, sagði Meyer... — Hvað gerðist eftir að þú fórst heiman að frá vinkonu þinni, Alan? — Ég hitti þennan náunga. — Hvar? — Fyrir utan Corona. — Hvar þá? — Corona. Kannast þú ekki við bíóið, sem er í fimm- hundruð metra fjarlægð héðan? — Við könnumst við það, sagði Willis. — Þar hitti ég hann. — Hvað var hann að gera þar? — Hann stóð þar einsog hann biði eftir einhverjum. — Hvað gerðist svo? — Hann spurði hvort ég vildi vinna mér inn f imm dali. Ég spurði hvað ég ætti að gera. Hann sagði, að í skrúð- garðinum væri nestisskrína, og ég fengi fimm dollara fyrir að sækja hana fyrir sig. Þá spurði ég hann, hvers vegna hann gæti ekki farið og sótt hana sjálf ur, en hann sagðist vera að bíða eftir einhverjum. Hann var víst hræddur um að náunginn kæmi á meðan og héldi sig vera farinn. Þess vegna bað hann mig að sækja skrínuna f yrir sig og koma með hana að bíóinu til að hann missti ekki af vini sínum. Þeir ætluðu að hittast fyrir framan bíóið, skilurðu? Þú kannast við staðinn. Það var einu sinni skotinn lögreglumaður þar fyrir utan. — Ég sagði, að við könnuðumst við staðinn, sagði Willis. — Þá spurði ég hvað væri í skrínunni, og hann sagði, að það væri aðeins nestið sitt. En hann sagðist vera með sitthvað fleira líka. Ég spurði hvað það væri. Þá spurði hann, hvort ég vildi fimm dollarana eða ekki. Ég tók auðvitað peningana og fór að sækja skrínuna fyrir hann. — Gaf hann þér fimm dollara? — Já. — ÁÐUR EN ÞÚ SÓTTIR SKRÍNUNA? — Já. — Hvað svo? — Hann lýgur þessu öllu, sagði Willis. — Þetta er dagsatt. Ég get svarið það. — Hvað heldur þú að haf i verið í skrínunni? Parry yppti öxlum: — Nesti og sitthvað annað líka, rétt eins og hann sagði. — Nei, hættu nú. Ætlastu til að við trúum þessu? spurði Willis. er hér með fræ til að planta, tómata, salatblöð og fleira. Við eigum þá érænmeti i a*lt sumar. 111 1111 I FIMMTUDAGUR 23. október 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessf eftir Dorothy Canfield i þýöingu Silju Aöalsteinsdóttur (16). Til- kynningar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frfvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: ,,A fullri verð” eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthíasson les (8). 15.00 Miðdegistónleokar. Ilana Vered leikur á piano verk eftir Chopin. Janos Starker og György Sebök leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Mendelssohn. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatfmi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Flestir girnast gullið. — Aðalefni timans er sagan af Midasi kóngi. 17.30 Manniif í mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá upp- vaxtarárum f Miöfiröi (10). cf þig Nantar bíl Tll aö komast uppi svelt.út á land eða i hinn enda borgarlnnar.þá hrlngdu i okkur á l míTHi r \n j án LOFTLEIDIR BlLALEIGA Stærsta bllalelga landslns Qj||| HENTAL ^21190 BILALEIGAN EKILL Ford Bronco Land-Rover Cherokee Blazer Fiat VW-fólksbilar Nýtt 1 vetrarverð. SIMAR: 28340-37199 Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin Við sækjum ykkur á flugvöllinn, ef ykkur vantar bíl á ,—, leigu. BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL Laugaveg 66 2-44-60 & 2-88-10 DATSUN . 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental •. QA Sendum 1-94-92

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.