Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. október 1975. TÍMINN 13 Er Oddur nú bilaður? Oddur Sigurjónsson skrifar aö staöaldri I Alþbl. Grein hans ein heitir: Eins og „þarfanaut”. Þar standa þessi orö: „Væriþaö nokkur furöa, þótt einstakling- ar, sem óbilgjarnir ráöherrar hagnýta á svipaöan hátt og tiök- aöist i sveitinni um þarfanaut, slökuöu endrum og eins á strangasta eftirliti.” Flestir munu vita, aö þarfa- naut voru til þess að kelfa kýr. Þaö var alls ekki um neina ofþjökun á þeim aö ræða yfir- leitt. Ef til vill hefur Oddur rugl- aö þarfanauti saman við ak- neyti, sem raunar munu aldrei hafa tiökazt almennt hér á landi. Þessi samliking er vitanlega þess eölis, að ótrúlegt er, að maöur með réttu ráði og ódrukkinn hafi skrifað. Ég man ekki i svip eftir neinu dæmi um þaö, aö ráöuneytis- stjórar séu i nefnd, sem óeöli- legt er aö þeir sitji. Þegar skip- uö er nefnd til að fjalla um verk- efni sem heyrir undir ráöuneyti er oft svo eölilegt aö kalla má sjálfsagt, aö maöur frá ráöu- neytinu eigi þar sæti. Hitt er svo annaö mál, aö þegar sæti i nefndinni leiöir beint af embætti mannsins er ekki vist að eölilegt sé aö borga sérstaklega fyrir nefndarstarfiö. Þaö er lika svo um ýmsar nefnir sem ráðuneyt isstjóri á sæti i,segir: Þóknun engin greidd á árinu, eöa jafn- vel: Nefndin er ólaunuö. Þess kunna aö vera dæmi, aö nefndir hafi fundi á miðdags- tima, nefndarmenn eti þar á kostnaö viökomandi stofnunar og forstööumaöur hennar sitji til borös meö þeim og fái sér- stakt kaup fyrir. Um slikt væri meiri ástæöa aö tala en aö skrifa ropgrein um þaö, aö emb- ættismenn séu til kvaddir aö fjalla um þaö sem er i þeirra verkahring. Alþýöublaöiö ætti aö gæta sóma sins. X H.Kr. TRYGGVI ÓLAFSSON SÝNIR í GALLERÍ SÚM Tryggvi ólafsson list- málari sýnir verk sin i Galleri Súm um þessar mundir. Sýningin er op- in daglega frá fjögur til tiu að kvöldi. Tryggvi Ólafsson er Reykvikingum að góðu kunnur, þvi hann hefur haldið nokkrar sýningar áður, en Tryggvi er sem kunnugt er búsettur i Danmörku og hefur verið það undanfarin ár. Hann mun dveljast hér á landi I fáeinar vikur, en hann hefur tekiö aö sér kennslu við Myndlistar- og handiöaskólann um eins mánaðar skeiö og mun þar kenna meðferð ollulita og annað málinu skylt. Tryggvi Ólafsson hefur nokkra sérstööu meðal listmálara, hefur m.a. starfaöað pólitiskri list, þar sem sérkenni samfélagsins eru dregin fram. KVENNAKÓR SUÐURNESJA í SÖNGFÖR UAA VESTFIRÐI Kvennakór Suöurnesja er nýkominn úr söngför til Vest- fjaröar, og meö þessari för hefur kórinn íokiö hringferö um landiö. Kórinn hélt tvo samsöngva á ísafirði laugardaginn 18. okt. viö frábærar undirtektir áheyrenda. Einn samsöngur var I Bolunga- vík á sunnudag, 19. okt, einnig viö frábærar undirtektir. Kórkonur róma mjög gestrisni og fyrirgreiðslu Vestfiröinga, sem munu veröa þeim ógleyman- leg og mikil lyftistöng I komandi starfi. Kórstjóri er Herbert H. Agústs- son, einsöngvari Snæbjörg Snæbjarnardóttir, undirleikarar Eagnheiöur Skúladóttir, pianó, Pétur Björnsson, kontrabassa, Hálfdán Ingólfsson, ásláttar- hljóöfæri, Hrönn Sigmundsdóttir harmónika og Sigrlöur Þorsteins- dóttir gltar. Nú er aö hefjast níunda starfsár Kvennakórsins og æfingar hafnar af miklum krafti. I kórinn hafa bætzt margar ungar konur I i vetur munu 38 konur syngja I kórnum. Einnig hefur kórinn ný- lokiö viö aö syngja inn á plötu, sem mun koma á markaðinn i næsta mánuöi. Sunnukórnum á Isafirði og kirkjukór og tónlistarfélaginu I Bolungavik vill Kvennakórinn færa hjartans þakkir fyrir höfðinglegar móttökur. Hjörleifur ræðir um iistaverkagjöf AAömmu Göggu Sýningin á listaverkagjöf Mar- grétar Jónsdóttur I Listasafni ASl veröur opin I kvöld kl. 20.30 til 22. Hjörleifur Sigurðsson forstööu- maöur safnsins mun þá ganga meö gestum um sýninguna og ræöa um listaverkin. VERÐ AKVEÐIÐ Á FISKI TIL MJÖLVINNSLU YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverö á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 1. október til 31. desember 1975. A) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur hvert kg .............................kr. 1.15 Karfabeinogheillkarfi,hvertkg ............................kr. 2.45 Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg................kr. 0.75 Fiskslóg, hvert kg kr. 0.52 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvertkg........................................kr. 1.00 Karfi, hvertkg............................................kr. 2.13 Steinbitur, hvert kg......................................kr. 0.65 Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni i verk- smiðjuþró. Krafabeinum skal haldið aðskildum. Verðið var ákveðið með samhljóða atkvæðum allra yfirnefndar- manna. I yfirnefndinni áttu sæti: Olafur Daviðsson, sem var oddamað- ur nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Jónas Jónsson af hálfu kaupenda og Eyjólfur Martinsson og Ingimar Einarsson af hálfu selj- enda. Laust starf Staöa deildarfulltrúa viö Gjaldheimtuna I Reykjavik er laus til umsóknar. Laun ákvarðast eftir kjarasamningum starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituöum fyrir 5. nóv. n.k. Reykjavik 22. okt. 1975 Gjaldheimtustjóri. hamingjan má vita hvað þær kosta næsta vor Þeir bændur, sem hyggja á kaup einhverra neðangreindra véla hringi í okkur sem fyrst, og ræði málin nánar, telji þeir sig geta klofið fjárfestinguna með nokkurri aðstoð frá okkur. Claas LWG heyhleðsluvagnar, 24m3,7hnífa. Kostaði 352.531 sumarið '74. 699.087 sl. sum og um verðið '76 þorum við engu að spá. VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 663.203 ClaasWSD stjörnumúgavél. Vinnslubreidd 2.80m Kostaði 166.624 sumarið '74. 201.588 sl. sumar og um verðið '76 þorum við engu að spá. VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 191.508 ClaasW450 heyþyrla, 4ra stjörnu, 5 arma. Vinnslubreidd 4.50 m Kostaði 114.700 sumarið '74. 256.112 sl. sumar og um verðið '76 þorum við engu að spá. VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 243.307 MentorSM135 sláttuþyrla, 2ja tromlu. Vinnslubreidd 1.35m Kostaði 113.560 sumarið '74. 216.432 sl. sumar og um verðið '76 þorum við engu að sþá. VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 205.610 MF70 sláttuþyrla, 2ja tromlu. Vinnslubreidd 1.70m Kostaði 156.860 sumarið '74. 248.719 sl. sumar og um verðið '76 þorum við engu að spá. ^rr*°°T1Li r*-i VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 236.284 þúT^-sJlJLJjLÍ- Hart baggafæriband, lengd 7.9 m með einfasa rafmagns- mótor og breytidrifi. Kostaði 89.410 sumarið '74. 184.888 sl. sumar og um verðið 76 þorum við engu að spá. VERÐLÆKKUN: HAUSTVERÐ* kr. 175.643 * ATH. HAUSTVERÐ gildir til 15. nóvember 1975. Þrjóti birgðir fyrr, fellur það að sjálfsögðu úr gildi. Einnig geta óviðráðanlegar ástæður valdið þvi að fella verði haustverðið úr gildi án fyrirvara. Söluskattur er innifalinn I öllu verði sem tilgreint er I auglýsingunni. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.