Tíminn - 24.10.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 24.10.1975, Qupperneq 3
Föstudagur 24. október 1975. TÍMINN 3 UNDANTEKNINGIN SANNAR REGLUNA gébé Hvik— Augljóst er að gifur- leg þátttaka kvenna um land allt verður i friinu í dag. Ekki eru þó allarkonurá einu máli, þó að þær teljist til örfárra undantekninga, sem ekki styðja kvennafri. Hlust- endur rikisútvarpsins heyrðu i gær áskorun frá einni slikri undantekningu og hljóðaði hún á þessa leið: Konur, þið sem eigið góðan húsbónda. i dag, mætið til vinnu 24. október! Kristin. Guðmundsdóttir, Gerð- um, heitir hún sem þessa áskorun setti i útvarpið og sagðist Kristin i viðtali við Timann eiga við vinnu- veitenda, þegar hún talaði um húsbónda. Hvað hún þetta sina meiningu um kvennafri, og svo gæti hver og ein tekið þessari áskorun eins og hún vildi. Sagðist hún hafa unnið úti frá heimili sinu i fjölmörg ár og ætið haft góða húsbændur, og' að sér dytti ekki i hug að taka sér fri frá störfum á þessum degi. Húsavíkurbátar róa BH-Reykjavik. — Húsavikurbát- ar róa eftir sem áður, þrátt fyrir mótmælaaðgerðirnar, og telja áhafnir þeirra sig ekki eiga i neinum þrætum út af fiskverði — að vonum. Fiskiðjusamlagið á Húsavik greiðir sjómönnum nefnilega 5 krónum hærra verð fyrir kilóið af linufiski en kveðið er á um i hámarksverði þvi, er Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað fyrir nokkru. Telur Fiskiðjusamlagið þetta heppilegustu aðferðina til að tryggja sér betra hráefni og að sjálfsögðu meira, en nyrðra hafa aflabrögð farið versnandi upp á siðkastið. Suðureyri I gær voru allir bátar i höfn á Suðureyri, svo og togarinn, en sjómenn taka þátt i mótmælaað- gerðunum, sem nú standa meðal stéttarbræðra þeirra um land allt. Sveitarstjóri kvaðst gera ráð fyrirþvi, að konur i þorpinu legðu yfirleitt niður vinnu i dag, eins og kynsystur þeirra annars staðar á landinu. Enn er óunnið úr afla i frystihúsinu, þótt ekki sé róið, og auk þess starfa konur i skrifstof- um, verzlunum, skólanum og við- ar i þorpinu. „Höfum styrkt Alþýöuflokkinn" — segir framkvæmdastjóri sænska sósíaldemókrataf lokksins ET-Svfþjóð — Það er rétt, að sænskir sósialdemókratar hafa látið fé af hendi rakna til flokks- bræðra sinna á islandi, sagði Sten Anderson, Iramkvænida- stjóri sænska sósialdemókrata- flokksins, i viðtali við Timann i gærkvöldi. Samkvæmt venju hittast flokksleiðtogar sósialdemó- krata á Norðurlöndum reglu- lega einu sinni á ári til við- ræðna, sagði Anderson, og þá er venjan, að flokkurinn i þvi landi, þar sem fundurinn er haldinn, greiði kostnað af hon- um. 1 fyrra var þessi fundur haldinn i Reykjavik. Alþýðu- flokkurinn átti að greiða kostnaðinn, en vegna þess hve bágur fjárhagur hans er, hlupu sænskir sósialdemókratar undir bagga og greiddu kostnaðinn, sem mun hafa verið um tiu þús- und krónur sænskar. Þá hafa sænskir sósialdemó- kratar einnig styrkt Alþýðu- blaðið. Hagur þess er mjög bág- ur og við sendum þéss vegna sérstakan ráðgjafa til Islands, sem átti að vera hinum islenzku flokksbræðrum okkar hjálpleg- ur við að koma blaðinu á réttan kjöl, sagði Anderson. Við greiddum allan kostnað af þessu. I þessu tvennu hefur fjárhags- stuðningur okkar við Alþýðu- flokkinn verið fólginn. Við vild- umfúslega styrkja hann frekar en fjárráð okkar eru ekki svo mikil, að okkur sé það fært, sagði Anderson ennfremur. Þess skal að lokum getið að Gylfi Þ. Gislason neitar þvi ákveðið i viðtali við Þjóðviljann i gær, að Alþýðuflokkurinn hafi þegið fé erlendis frá. Svar Gylfa við spurningu Þjóðviljans var orðrétt: „Ekki grænan eyri. Þér er alveg óhætt að trúa þviÞú hefurhausinn á mér að veði fyr- ir þvi.” I gærkvöldi barst Timanum tilkynning frá Alþýðuflokknum þar sem viðurkennt er að Al- þýðuflokkurinn og Alþýðublaðið hafi verið styrkt með þvi móti, sem frá er greint hér að ofan. Viðbótarriflaun í síðasta sinn FB-Reykjavik. Væntanlega verð- ur úthlutað viðbótarritlaunum i siðasta sinn nú á næstunni, þar sem á vcgum menntamálaráðu- neytisins og rithöfundasamtak- anna er nú unnið að þvl að semja nýjar reglur i þessum efnum á grundvelli laga nr. 29 frá 1975 um launasjóð rithöfunda, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá menntamálaráðinu. Reglur um viðbótarritlaun voru staðfestar i menntamálaráðu- neytinu 22. september sl. Fjalla reglur þessar um úthlutun 12 milljón króna fjárveitingar sam- kvæmt fjárlögum fyrir árið 1975 til islenzkra rithöfunda og höf- AUGLÝSIÐ í TÍMANUM unda fræðirita. Úthlutun að þessu sinni miðast við ný ritverk útgefin eða flutt opinberlega á árinu 1974. Hefur ráðuneytið nú auglýst eftir upplýsingum frá höfundum um verk þeirra á þessu timabili. Veiting til hvers höfundar á að nema 300 þús. kr., en þó getur út- hlutunarnefnd ákveðið þessa fjárhæð nokkru hærri eða lægri, verði nefndin sammála um það. Þriggja manna nefnd skipuð af menntamálaráðherra annast út- hlutun þessa og eiga sæti i nefnd- inni: Bergur Guðnason, héraðs- dómslögmaður, Bergljót Kristjánsdóttir, B.A., bæði sam- kvæmt tilnefningu stjórnar Rit- höfundasambands Islands, og Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, samkvæmt tilnefningu kennara i islenzkum bókmennt- um við Háskóla tslands, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Nefndin hefur þeg- ar auglýst eftir upplýsingum um verk höfunda á árinu 1974, og þurfa þær að hafa borizt mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. desem- ber nk. Sjómenn fjölmenntu á fund i Sjómannaskólanum I gærkvöidi en til hans var boðað af samstarfsnefnd undir- og yfirmanna á fiskiskipaflotanum, sem nú er kominn til hafnar. Sigurpáll Einarsson frá Grindavik hafði framsögu málsins og rakti orsakir þess, að sjómenn á fiskiskipaflotanum skuli komnir iland og lýsti hinni almennu þátttöku. Minntist hann á viðræðufundinn við forsætisráðhferra I gær, og kvað þaö eitt hafa fengizt með honum, aö forsætisráðherra heföi lofað aö beita sér fyrir endurskoðun á sjóðakerfinu. Vegna þess hve blaöið fór snemma i prentun var ómögulegt að segja frekar af honum, en Ijóst, að hann myndi standa fram á nótt. Síldveiðarnar: Veiðikvótínn hækk- aður Gsal-Reykjavik. — Sjávarútvegs- ráðuneytið heimilaði um siðustu helgi hækkun á vciðikvóta þeirra báta, sem stunda sildveiðar i herpinót hér við land og nam hækkunin 30 tonnum á hvern bát. Sildveiðibátarnir hafa þvf leyfi til a veiða 215 tonn hver. Nokkrir bátar liafa þegar náð því marki ogeru hættir veiðum. Átján bátar sem fengið hafa leyfi til sildveiða hér við land eru enn á sildveiðum i Norðursjó, en að sögn Þórðar Asgeirssonar, skrifstofustjóra i sjávarútvegsráðuneyti er nú verið að kanna hvort þeir muni s ekki allir snúa heim til veiða á næstunni. Þórður sagði að Norðursjávar- bátarnir ætluðu sér að vera komnir á miðin hér i siðasta lagi viku af nóvember, og mætti það ekki dragast lengi, að þeir hæfu veiðarnar. — Við höfum ekki fast- ákveðið neina dagsetningu ennþá en það mun verða gert von bráðar. Ef á þarf að halda munum við. að sjálfsögðu svipta þá báta veiðileyfum, sem ekki hafa byrjað veiðar fyrir þann tima, sem við tilgreinum, sagði Þórður. Hækkun á veiðikvóta sild- veiðibátanna hér hefur ekki i för með sér hækkun á heildarafla- magninu, að sögn Þórðar. Akvörðun um hækkun veiðikvótans var tekin, þar eð ljóst var, að nokkuð færri bátar ætluðu sér að stunda veiðarnar, en uppraunalega var gert ráð fyrir. Ennfremur vegna þess að hagkvæmt þykir að veiða sem mest af sildinni nú, þvi hún horast eftir þvi sem lengra liður á veturinn og i þriðja lagi vegna þess að i upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir þvi að 2500 tonn myndu veiðast i reknet, en engar likur eru á að það muni verða. — Samkvæmt tillögum fiski- fræðinga Hafrannsóknarstofn- unarvoru heimilaðar veiðar á 10 þús. tonnum i sild i herpinot og reknet og sá aflakvóti mun ekkert breytast, sagði Þórður. Eins og áður segir, eru nokkrir herpinótabátar þegar hættir veiðum, þar sem þeir hafa náð hámarkskvóta. Að sögn Þórðar er eðlilega erfitt fyrir bátana að hætta nákvæmlega á mörkunum, en hann gat þess, að ef i ljós kæmi að einstaka bátar færu langt fram yfir mörkin, ættu þeir á hættu að það kæmi þeim siðar i koll. Fjögur innbrot í miðborginni Gsal—Reykjavik. — i fyrrinótt var brotizt inn á fjórum stöðum i miðborginni, og er ekki ósenni- legt að sömu menn hafi veriö að vcrki i öll skiptin. Að sögn rannsóknarlögreglunnar virtist sem cngu hefði verið stolið á þcssum stöðum, cn hins vegar var rótað i skrifborðsskúffum, brotnar rúður, hurðum spyrnt upp og ýmsum hlutum kastað á víð og dreif. Aðeins á einum stað var þó um umtalsverð skemmdarverk að ræða. Málin eru i rannsókn. ÁHÖFNIN Á JÚNI AFSKRAÐ BH—Reykjavfk. — ÖIl áhöfnin á togaranum Júni frá Hafnarfirði hefur verið afskráð. Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn aflaði sér hjá Guðmundi Guðmunds- syni, skrá ningarfulltrúa i Hafnarfirði, hafði skrifstofa Bæjarútgerðar Ilafnarfjaröar, samband við cmbætti hans sl. þriðjudag, þann 24. október, og kemur næst út á sunnudaginn og verður 40 síður. Ekkert blað á laugardag fór þess á leit, að öll áhöfnin á togaranum Júni væri afskráð þann dag, en þá var Ijóst að togarinn myndi ekki fara aftur á vciðar l'yrr en lausn fengist á baráttumáluin sjómanna. Skipstjóriá Júni er Guðmundur Jónsson og stýrimaður Ólafur G. Gislason. en þeir eru báðir i sam- Ræða Geirs rikisstjórnarinnar, að kaup- breytingar á næstu misserum megi alls ekki fara fram úr þess- um fyrirsjáanlegu verðbreyting- um. Launabreytingum verður að stilla svo i hóf, að við komum verðbreytingum hér á landi frá upphafi til loka næsta árs niður i það bil, sem hér hefur verið að jafnaði siðustu áratugi, 10-15%. Siðar hljótum við að stefna að þvi að draga enn meira úr verðbólg- unni. Þetta tekst ekki nema með lið- sinni aðila vinnumarkaðarins. Þessa liðsinnis er nú leitað. Það er allra hagur, ekki sist launþega og fjölskyldna þeirra, að verð- bólgan verði hamin og úr henni dregið til mikilla muna. Til þess starfsnefndyfir-ogundirmanna á fiskiskiptaflotanum, sem staðið hefur i forsvari fyrir sjómenn i seinustu baráttumálum þeirra. Timanum er ekki kunnugt um. að afskráð hafi verið af fleiri tog- urum, a.m.k. hefur ekki verið af- skráð af öðrum Hafnarfjarðar- togurunum. o að þetta markmið náist telur rikisstjórnin ekki ráðlegt, að visi- tölubinding launa verði upp tekin að nýju með sinu eldra lagi, held- ur verði farnar aðrar leiðir til .þess að tryggja kaupmátt launa. Vegna þeirrar miklu óvissu, sem rikir um framvindu efnahags- mála i heiminum á næstunni, er án efa hyggilegast að setja kaup- máttarmarkið fremur lægra en hærra i upphafi hins nýja samningatimabils, sérstaklega, ef ráðast á til atlögu við verðbólg- una. Loks gerði forsætisráðherra fjármál rikisins að umræðuefni, lánamál og lánsfjáráætlanir 1976, en rúmsins vegna er ekki hægt að gera þeim þáttum skil.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.