Tíminn - 24.10.1975, Page 9

Tíminn - 24.10.1975, Page 9
Föstudagur 24. október 1975. TtMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: l>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprenth'.f. Á kvennadegi Þessi haustdagur, sem nú er runninn upp, ber að minnsta kosti i sumum byggðarlögum landsins, nokkuð annan svip en aðrir dagar á íslandi. Þennan dag mun engin kona sjást á fjölmörgum vinnustöðum, þar sem þær bera annars uppi dag- leg störf að meira eða minna leyti. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur sprottið upp f jöldahreyfing með það að markmiði, að konur leggi niður vinnu þennan dag til þess að sýna öllum og sanna, hve framlag þeirra er mikið á hinum svonefnda -vinnumarkaði, þótt enn gegni þær ekki þeim störfum, sem betur eru launuð og meira metin alla jafna, að réttri tiltölu við karla. Er liklegt, að þetta nýmæli muni ekki einungis leiða i ljós, að mörg hjól stöðvast i þjóðfélagi oidc- ar, þegar konur koma ekki til vinnu nema fáar og óviða, heldur einnig vekja athygli utan landstein- anna. Til sliks verkfalls hefur sem sé ekki komið áður i neinu landi. í dag munu konur safnast saman á torgum og i samkomuhúsum til þess að reifa mál sin og ræða. Samt sem áður mun dagurinn ekki bera neinn styrjaldarsvip. Mörg atvinnufyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi sinum við ákvörðun kvennanna, og sum beinlinis kveðið upp úr með það, að kaup þeirra verði ekki skert, þótt þær komi ekki til vinnu sinnar þennan dag. Það er talandi vitnis- burður um þann skilning, sem jafnréttisbarátta kvenna nýtur, þrátt fyrir það sem enn er áfátt. Þetta er eðli sinu samkvæmt fyrst og fremst dagur þeirra kvenna, sem vinna i annarra þágu utan heimilis sins — i fiskverkunarstöðvum og verksmiðjum, skrifstofum og búðum, skólum og heilsugæzlustöðvum og viða annars staðar. En samt sem áður er þetta lika dagur til þess að minnast þess mikla og mikilvæga starfs, sem þús- undir kvenna vinna á heimilunum i landinu og er að skammarlega litlu getið og litlu metin i löggjöf þjóðarinnar. Að þessu er einmitt vikið i greinar- gerð þeirri, sem framkvæmdanefndin um kvenna- friið hefur látið prenta og dreifa. Kjörorð þessa dags er: Jafnrétti— framþróun — friður. Þau orð eru ekki aðeins töluð til íslendinga, karla og kvenna, heldur eiga erindi út fyrir land- steinana — til heims, þar sem sifellt er verið að ala á dylgjum og flokkadrætti, togstreitu og sundur- þykkju, og fólki ekki aðeins skipað á bekkieftir kynferði, heldur einnig dregið i dilka eftir þjóð- erni, kynþáttum, hörundslit og lifsskoðunum. Rödd islenzkra kvenna er að sjálfsögu veik, þeg- ar til umheimsins er horft, og svo væri þótt allir Is- lendingar töluðu i einum kór. En þó að við séum fá og smá, þá er þó upphaf allra mannbóta i hug og hjarta einstaklinganna. Þegar til kastanna kemur, er það hver og einn, sem verður að velja og hafna, hvað hann vill þekkjast, jafnt hvort sem hann er fæddur af stór- þjóð eða smáþjóð. Vitur maður, alþýðuspekingur, sagði eitt sinn, að vandinn væri ekki annar en sá að kjósa jafnan það, sem betur færi. En það hefur viljað vefjast fyrir mörgum, af þvi að hjartalagið er ekki nógu hreint. Um leið og Timinn ber fram þær óskir, að það nýmæli, sem konur landsins stofna til i dag, megi ná tilgangi sinum fyrir þær sjálfar og stallsystur þeirra, skal sérstök áherzla á það lögð, hversu brýnt erindi kjörorð dagsins á við alla menn og allar þjóðir. — JH Reglur friðsamlegrar þróunar og hömlu- laust glæfraspil Eftir Spartak Beglov, stjórnmálafréttaskýranda APN VIÐ getum ekki annaö en viðurkennt glöggskyggni þeirra stjórnmúlafréttaskýr- enda, sem meta ákvörðunina um aö veita A. Sakarov friðar- verðlaun Nóbels sem þátt I miklu glæfraspili, sem viss vestræn öfl beina gegn friöar- þróuninni I Evrópu og sam- skiptum austurs og vesturs I heild. Sú staðreynd vekur ekki lengur neina furðu, að sovét- fjandsamleg stefna nýtur nú einstaks áhuga og hvatningar. En vissar athyglisverðar að- stæður vekja sérstaka um- hugsun: Þessi atburður á sér stað á sama tima og baráttan fyrir þvi nær hámarki að koma á I evrópsku lifi reglum gagnkvæmrar viröingar fyrir þjóðfélagslegu og pólitisku skipulagi, sem þjóðirnar sjálf- ar hafa valið sér, meginregl- um um jafnrétti fullvalda rikja og ihlutunarleysi um innanrikismál i tengslum við reglur friðsamlegrar sambúð- ar, er útiloka að fullu og öllu strið, styrjaldarhótanir og valdbeitingu. Með undirritun lokaályktunar ráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál komu leiðtogar 35 rikja sér saman um, að eigin áliti, aö Helsinkisamkomulagið skyldi túlkað og framkvæmt sem ein heilcL Skuldbindingar um að koma I veg fyrir beina styrjöld réttlæta það á engan hátt, að horfið sé aftur til aðferða kalda striðsins. bótt árangur friðarþróunar- innar sé styrktur, þá þýöir það engan veginn, að hugmynda- fræðilegur ágreiningur hafi verið upprættur og hug- myndafræðilegri baráttu hætt. Þetta er alkunna. Sams konar frumatriði er Helsinkisam- komulagiðum.að enginn skuli reyna að segja öðrum þjóðum fyrir um það, hvernig þær eigi að stjórna málum sinum. ÞAÐ væri barnalegt að halda, að áhangendur andsósialisma og andkommúnisma muni breyta skoðunum sínum eða smekk. En þeir hafa enga heimild til þess aö gleyma þvi, að friðarþróunin er sameign þjóðanna. Þegar t.d. Warren Nutter, fyrrverandi aðstoðar- varnamálaráðherra Banda- rikjanna, birti skýrslu með þeirri eindregnu niðurstöðu, að Bandarikin ástundi mjög friösamlega stefnu og spennu- slökun, þá eru þær niðurstöður á ábyrgð höfundar. En vand- ræðin eru þau, samkvæmt gamalli venju, að oft, þegár valdar eru aðferðir á sviði ut- anrlkismála, þá er gripið til ofstækisfulls andsósialisma, en fengin reynsla, lærdómar heilbrigðrar skynsemi og reglur friðsamlegrar þróunar lagðar á hilluna og geymdar til betri tima. Ef þvi er t.d. lýst yfir, að reglurnar að virða fullveldi og hlutast ekki til um innanrlkis- mál annarra rikja, séu gild- andi fyrir gervalla Evrópu, er þá hægt að taka þær úr notk- un, að þvi er varðar suður- hluta meginlandsins? Svarið er aðeins eitt, og það þekkja allir. En þegar ofstækisfullur andsósialismi kemur i spilið, hefst hið hömlulausa glæfra- spil. Fundir Nató og Efna- hagsbandalagsins meta fjár- hagsaðstoð okkar við Portúgal á þann.veg, að hún „tryggi” þessum löndum, að þau geti valið þær leiðir, sem þeim bezt hentar. Vestur-þýzki varnar- málaráðherrann G. Leber, fer til Portúgal i þeim tilgangi, að þvi er blaðið Kölner Stadt-An- zeiger fullyrti, að fá það á hreint ,,i þágu Nató”, að hve miklu leyti megi lita á Portú- gal nú sem „traustan aðila innanvébanda bandalagsins”. AMBASSADOR Bandarikj- anna á ttaliu leyfði sér að ráð- ast opinberl. gegn kommún- istaflokknum og hlutdeild hans i stjórn málefna rikisins á sama tima og Bandarikin sjálf fögnuðu hjartanlega leið- toga italskra nýfasista. Frankóstjórnin á Spáni brýtur á óskammfeilinn hátt reglur lýðræðis og mannréttinda, beitir fullkominni pólitiskri kúgun og viröir að vettugi mótmæli alls almennings I Evrópu. Og einmitt á sömu stundu lætur Pentagoni ljós sérstaka velþóknun sina á rikisstjórninni I Madrid: Nýr samningur um bandariskar herstöövar á Spáni er gerður með 500 milljón dollara trygg- ingu. Verðlaun fyrir andkommún- isma eru orðin að nokkurs konar reglu i hinu „hömlu- lausa glæfraspili”. Það er engin tilviljun, að samtimis fór fram „tenging á braut andstæðrar spennuslök- unar” milli hægri afla stjórn- arandstöðunnar i Vestur- Þýzkalandi i gervi Strauss og Maóistaleiðtoganna i Peking. Þróun friðsamlegrar sambúð- ar i Evrópu er greinilega ekki að geðþótta þeirra, sem enn hafa ekki hætt að hugsa um hið óhugsandi. Maóistar klifa svo þrákelknislega á þvi, að „styrjöld i Evrópu sé óhjá- kvæmileg”, aö ætla mætti að þjóðir Evrópu réðu ekki sjálf- ar örlögum sinum. Andkomm- únistar og andstæðingar Sovétrikjanna á öllum sviðum flokkast saman og hnita hringi yfir Evrópu, þar sem ekki hefur verið háð styrjöld i 30 ár, eins og gammar, sem biða eft- ir nýju hræi. AÍlar þessár staöreyndir,' svo og sú ákvöröun að veita friðarverðlaun Nóbels manni, sem hvað eftir annað hefur talað um „hættur” friðar- þróunarinnar og jafnframt hefur látiö vinsamleg orð falla um Pinochet fasistastjórnina i Chile, minna okkur aftur og aftur á þá skyldu aö verja efl- ingu friðar i Evrópu og gagn- kvæms skilnings þjóða i milli fyrir ágangi og árásum þjóöa og afla, sem vinna i þágu of- stækisfulls afturhalds. Evrópa hefur stigið stórt skref fram á við og það má ekki þröngva henni aftur til tima kalda striðsins. Bréznjef og Kissinger

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.