Tíminn - 24.10.1975, Qupperneq 11

Tíminn - 24.10.1975, Qupperneq 11
10 TÍMINN Föstudagur 24. október 1975. Föstudagur 24. október 1975. TÍMINN 11 r Kristin Karlsdóttir. konur að ná fullu jafnrétti á við karla, þá liggur leiðin i gegnum stjórnmálaflokkana, og alla leið upp i löggjafarvaldið — öðruvisi næst jafnrétti ekki. Eins og vit- að er hefur þátttaka kvenna i stjórnmálum verið mjög litil. Hvert orsakanna er að leita verður erfitt að svara. Að nokkru er þarna áhugaleysi og vanmetakennd kvennanna sjálfra um að kenna, að þær hafa ekki náð lengra á stjórn- málasviðinu, enda ekki kröfu- harðar fyrir sina hönd, þegar til átaka kemur, og allt of fljótar til að gefa eftir ef á reynir. Konur mega ekki álita, að þær séu að troða sér inn á verksviö, sem þeim sé óviðkomandi og einung- is ætluð körlum, enda er helm- ingur þjóðarinnar konur. Og hver ætti að þekkja betur og þótti nægja, að viðkomandi hefði óheppilegar skoðanir. Nú á dögum eru það fjölmiðlar, sem sjá um áróðurinn og honum er beitt miskunnarlaust. Sterk- asti áróðurinn, sem beitt verður gegn konum, þegar þær fara að sækjast eftir áhrifum i stjórn- málum, er að konur treysti ekki kynsystrum sinum, og þar af leiðandi þýði ekki að tefla þeim fram. Staðreyndin er sú, að eigi kona að teljast hæf, þá þarf hún að búa yfir yfirnáttúrlegum hæfileikum á móti meðalmenni af KARLKYNI. Til þess að kon- ur geti tekið þátt i þeim átökum, sem óhjákvæmilega virðast vera innan flokkanna, þá verða þær að sætta sig við, að þau séu eitt af þvi, sem tilheyri stjórn- málum og þróun þeirra, og um- fram allt, að taka átökin ekki of alvarlega, heldur taka þátt i gamninu og lita á sem leik, — ef það auðveldar leiðina að settu marki. Jafnrétti — Framþróun — Friður Þessi orð hafa verið valin ein- kunnarorð kvennaársins. Þetta eru innihaldsrik, sterk og á- hrifamikil orð, sem framfylgja þarf samkvæmt meiningu hvers og eins þeirra, þvi að ekki er nægjanlegt að hafa góð orð ef hug og festu vantar. Okkur er sagt, að friðvænlegt sé i heiminum þessa stundina og heimsstyrjaldar sennilega ekki að vænta, þrátt fyrir það að á sama tima keppist stórveldin við að vigbúast. Þegar atom- og vetnissprengjan voru fundnar hugmyndaflugið i þessa átt er ekki með öllu útdautt, siður en svo. En alltof sjaldan er hugsað um afleiðingarnar og þá hættu sem af tilraununum stafa. Þvi öllu virðist mega hætta og ekk- ert til spara, þegar unnið er að nýjungum til hernaðar. Orðið, penninn og kosningarétturinn t þeim löndum, þar sem her- skylda er, hafa konur litt verið kvaddar til herþjónustu, nema þá til hjúkrunar- og þjónustu- starfa. Ef við leiðum hugann til Bandarikjanna, sem er eitt af stórveldunum þar sem her- skylda er, þá eru þar einungis karlmenn skyldaðir til aö gegna herþjónustu. Ef rétturinn á undantekningarlaust að vera sá sami á milli kynjanna, þurfa konur engrar miskunnar að vænta af körlum. Þær hljóta að taka á sig sömu kvaðir og þeir, og geta hæglega kallað yfir sig það böl, að þurfa nauðugar að gegna herskyldu, og yrðu þá meðal annars að sjálfsögðu látnar i fótgöngulið og sendar á fremstu viglinu til jafns viö karlmenn. Vel má vera, að kon- ur yrðu ekki verri hermenn en karlar þegar á vigvöllinn er komið, og yrðu ekki lakari i þvi að drepa eða limlesta óvinina með þar til gerðum morðtólum. En litið hefur reynt á hæfni kvenna á þvi sviði enn sem komið er — sem betur fer og vonandi kemur aldrei til þess. Enda breytist hertækni mjög ört og verið getur, að þó að til styrjaldar kæmi yrðu fáir her- HVERS VEGNA KVENNAFRÍ? Texti: Valborg Bentsdóttir Lag: Frjálst er i fjallasal Hvers vegna Kvennafri? Konurnar fagna þvi, takast mun allsherjar eining. Vanmetin voru störf, vinnan þó reyndist þörf. Aðeins i kaupi kyngreining. Nú á að brjóta i blaö bráðlega sannast það, við sigrum, ef saman viö stöndum. Konan á vilja og vit, vilji hún sýna lit. Tengjumst þvi baráttuböndum. Metin skal maðurinn, manngildi er hugsjónin. Enginn um ölmusu biður. Hljómar um fjöll og fjörð: Frelsi skal rikja á jörð, jafnr.étti, framþróun, friður. SVONA MARGAR Svona margar, nær meirihlutinn af mannfólki þessa lands. Það skýrslur segja til sanns. Svona margar, meirihlutinn, já meirihluti mannkynsins er við, kvenfólkið. Svo duttlungafullir hafa veð- urguöirnir verið á nær öllu árinu 1975, að ætla mætti að þeir séu ósáttir við mannanna börn. Og væri tárum kvenna i gegnum aldirnar safnað saman i eitt, yrðu þau sem dropi i öllu þvi regni, sem guðirnir hafa sent frá scr og vætt hefur jafnt rétt- láta sem rangláta. Ef til vill hefur þaö verið veðúrguðunum ofraun, hve mildir og ljúfir þeir voru okkur íslendingum a sið- astliönu ári, þvi segja má, að þá hafi þeir dekraö við okkur eins og titt er um afmælisbörn. En það ár var ætlað öilum lands- mönnum, án tillits til kynja. Eins og vera ber varð mönnum tiðrætt um þjóðhátiöarárið i fjöliniölum, sem og manna á meöal, og var fátt, sem ekki átti aö gera, og var gert, i tilefni af þvi. Einn stórviöburður varð þó ekki i tilefni af þjóðhátiðarár- inu, en það var myndun nýrrar rikisstjórnar. En eilifðin stöðvaðist ekki, þó hiö merka ár 1974 lyki göngu sinni. Nei, tlminn hélt áfram að tifa sinn vanagang, og þá upp- liföum við hið óvænta, sem aldrei hefur gerzt áður. Boðuð voru mikil tiðindi fyrir konur: þaö var kvennaár i vændum, og þar meö hrint af stað hugmynd finnskrar konu um baráttuár konum til handa. Að visu liafði undirbúningur að kvennaárinu tekiö nokkur ár, en varð loks að raunveruleika árið 1975. Eins og vænta mátti, var frcgn þcssi, og það sem henni fylgdi, ekki öllum jafnkær. Og gæti það ef til vill veriö skýr- ingin á kenjum veðurguðanna á árinu. Allur er varinn góður En það eru fleiri en máttar- völdin, sem hafa látið ófriölega á kvennaárinu. Margir jarð- neskir spekingar ætla að ærast af þvi einu að heyra kvennaárið • nefnt, og hafa viðbrögð margra þeirra oft verið hálfbrosleg gagnvart veikara kyninu, þess- um verum, sem að öllu jöfnu búa yfir minni likamskröftum og þyngd en karlar. Ekki er laust við aö framkoma þeirra hafi einkennzt af ótta — senni- lega um valdamissi eða hugsun- in um að konur hyggðu á hefndir ef til áhrifa kæmust. Tækist að vekja konur ærlega upp til fullnustu gætu þær ef til vill búið yfir ýmsu óvæntu og orðið til alls visar i jafnréttis- baráttunni. Aldrei er þvi að vita nema allur sé varinn góður þegar kon- ur eru annars vegar, og ótti karla þvi réttlætanlegur. Áhrifamáttur stórra samtaka Þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að tileinka konum og baráttumálum þeirra árið 1975 þá var um leið vakin athygli al- heims á misrétti þvi, sem konur sæta hvar sem er I heiminum. Vonandi á árið eftir að marka timamót fyrir allar konur þeim til heilla. Hér á landi var hafinn undirbúningur hjá mörgum kvenfélögum fyrir þetta bar- áttuár kvenna. Þvi hefur veriö beint til stjórnmálaflokkanna, að þeir auki hlut kvenna I stjórnmála- starfi, ekki sizt i ýmsum pólit- iskt kjörnum nefndum. Þvi ætli skilja þarfir kvenna en konurn- ar sjálfar? t stjórnmálabarátt- unni eru alltof oft notaðar miö- ur heiðarlegar aðferðir, en þaö eru einmitt slik vinnubrögð, sem konur óttast og vilja ekki koma nálægt, enda eru konur almennt heiðarleeri. Leiö aö settu marki Sjálfsagt verður erfitt að fyrirbyggja bolabrögð, sem oft eru viðhöfð i stjórnmálum, enda eru þau ekkert nýtt og áöur ó- þekkt fyrirbæriheldur hafa þaú" fylgt stjórnmálum I gegnum aldirnar. Hér áöur fyrr voru. menn oft fangelsaðir eða drepn- ir fyrir tilbúnar sakir. Það eitt upp stóð mannkynið á öndinni af skelfingu og ótta við þessi ægi- legu gereyðingarvopn, og tæp- lega hugsanlegt að hægt væri að ná lengra i morðvopna-smiði. En nútiminn með alla sina tæknivæðingu lætur ekki stöðv- ast i hinni vegsömuðu framþró- un. Hvern hefði dreymt um, að tækniþróunin ætti eftir að verða slik, að hugsanlega verða þessi óhugnanlegu vopn aö fáum ár- um liðnum orðin safngripir. Þvi þaö nýjasta, sem tækni- og visindamenn glima við, er að beizla veðurguðina og beita þeim i hernaði við eyðingu gróð- urs og öðru þvi sem lifsanda dregur. Sýnir þetta fram á, að rnenn til kvaddir, en i staðinn kæmi tölvur og vélar. Allar konur óska eftir friði, — alheimsfriði — á það bendir eitt einkunnarorðanna. Vonandi þurfa þær þvi ekki að feta i fót- spor karla, sem hafa hafiö og stjórnað öllum styrjöldum mannkynssögunnar. Konur hafa deilt réttilega á allan styrj- aidarrekstur. Þótt fátt fáist án baráttu. er hægt að beita misiöfnum bar- áttuaðferðum. Ef rétt er að far- iö er hægt að nota vopn, sem geta verið miklu áhrifarikari en nokkur skotvopn geta orðið, þó seinvirkari séu. — Þessi vopn eru ORÐID, PENNINN OG KOSNINGARÉTTURINN. V Ef kúrum við hér ein og ein á okkar básum heima. Það verður okkar versta mein þvi vist ei skulum gleyma: Að meirihlutans sterka stoð þá styður okkur ekki. Þá setjum við hvorki bönn né boð Við bundnar erum i hlekki. Svona margar.... Þvi skulum við reyna að skriða út úr skelinni þarna heima og rétta úr okkar kvennakút ei krafti okkar gleyma. Þvi ef við stöndum hliö við hlið við hljótum að vera margar. Ef stelpa konu leggur lið það leiðin er til bjargar. Svona margar.... LOKASÖNGUR Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði og þótt við tölum, er sem það heyrist vart? Hvað gera stelpur, sem langar i ljóöi að leggja til svo fjarskalega margt? Og allir garga: Hvað er hún að þvarga? Það heyrist ekkert i henni. Hvað ætli sé að röddinni? Eiga þá stelpur alltaf aö þegja og aðeins vona að strákar túlki þeirra mál. Eða upp að risa og rétta úr kútnum og reka upp öskur: Ef þið bara hélduð kjafti, þá munduð þið heyra i okkar hljóðu sál. Ó, ó, ó stelpur.. Við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn. J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.