Tíminn - 24.10.1975, Page 14
14
TÍMINN
Föstudagur 24. október 1975.
LÖGREGLUHA TARINN
48 Ed McBain
Þýðandi Haraldur Blöndal
— Hvað heldur þú að haf i verið í skrínunni í RAUN OG
VERU, drengurinn minn, spurði AAeyer mjúklega.
— Ja....sko...ekki getið þð gert neitt við mig, þó ég segi
hvað ég HELD AÐ HAFI VERIÐ í HENNI?
— Það er rétt sonur, sagði AAeyer. — Ef setja mætti
menn í fangelsi fyrir hugsanir sínar, þá værum við öll
bak við lás og slá, ekki satt?
— Einmitt, sagði Parry og hló.
AAeyer hló með honum, gríski kórinn hló líka. Allir
hlógu nema Willis, sem starðiþrákelknislega á Parry.
— Hvað hélztu þá að væri i skrúnunni?
— Eiturlyf, sagði Parry.
— Notar þú eiturlyf? spurði Willis.
— Nei herra. Ég hef aldrei snert á slíku.
— Brettu upp ermina.
— Ég nota ekki eiturlyf, herra.
— Láttu mig sjá á þér handlegginn.
Parry bretti upp skyrtuermina.
— Allt i lagi með það, sagði Willis.
— Þetta sagði ég þér, sagði Parry.
— Jæja þá. Þú sagðir okkur það. Hvað ætlaðir þú að
gera við nestisskrínuna?
— Hvað áttu við?
— Corone-bíóið er þrem húsalengdum AUSTAN við
okkur. Þú tókst upp skrinuna og fórst i VESTUR. Hvað
ætlaðist þú fyrir?
— Ekki neitt.
— Hvers vegna gekkst þú þá í ÖFUGA ÁTT við þann
stað, þar sem þú ætlaðir að hitta heyrnardaufa mann-
inn?
— Ég fór ekki i neina átt.
— Þú fórst í vestur.
— Nei. Ég hlýt að hafa ruglazt í ríminu.
— Þó ekki svo ruglaður, að þú skyldir gleyma hvernig
og hvar þú komst inn i garðinn? Varstu svo ruglaður að
gleyma, að inngangurinn var að BAKI ÞÉR?
— Nei. Ég gleymdi ekki hvar inngangurinn var.
— Hvers vegna f órst þú þá lengra inn í garðinn?
— Ég hlýt að hafa ruglazt eitthvað.
— Hann lýgur bölvaður. Ég ætla að bóka hann AAeyer,
sama hvað þú segir, sagði Willis.
— Bíddu nú andartak, sagði AAeyer... — Þú veizt, að ef í
skrínunni eru eiturlyf, þá ert þú í alvarlegum vanda, Al-
an.
— Hvers vegna? Þó það séu eiturlyf — þá á ég ekkert í
þeim.
— ÉG veit það, Alan. ÉG trúi þér. En lögin eru skýr og
greinargóð, þegar um er að ræða menn, sem hafa eitur-
lyf undir höndum. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir þvi,
að sérhver sölumaður, sem við handtökum, heldur þvi
f ram, að einhver haf i laumað eitrinu á sig. Hann þykist
ekkert vita, segist ekkert eiga i þessu og annað ámóta.
Allir gefa þeir sama svarið, þó svo þeir séu næstum
staðnir að verki.
— Já — það er líklega rétt, sagði Parry.
— Þess vegna hlýtur þú að skilja, að ef þetta eru í raun
og veru eiturlyf, þá get ég lítið f yrir þig gert.
— Ég skil það, sagði Parry.
— Hann veit að þetta eru ekki eiturlyf. Félagi hans
sendi hann til að sækja peningana, sagði Willis.
— Nei, alls ekki, sagði Parry hinn ákafasti.
— Þú vissir þá alls ekki um þessa þrjátíu þúsund doll-
ara, spurði AAeyer í sama blíðutóninum.
— Alls ekki neitt, sagði Parry og hristi höfuðið... —
Eins og ég sagði, þá hitti ég náungann f yrir utan Corona.
Hann gaf mér fimm dali fyrir að sækja skrínuna sína.
— Og þú ákvaðst að stela henni, sagði Willis.
— Huh?
— Ætlaðir þú að afhenda honum skrinuna?
— Ja — Parry hikaði ögn og leit á AAeyer, sem kinkaði
kolli uppörvandi.
— Nei. Ég hugsaði sem svo, að ef þetta væru eiturlyf,
þá gæti ég kannski nælt í auðfenginn gróða. Það eru
margir í hverf inu, sem vilja borga fyrir þetta stórfé.
— Eins og það sem er í skrínunni? Opnaðu hana, sagði
Willis.
— Nei. Það vil ég ekki, sagði Parry og hristi höfuðið.
— Hvers vegna ekki?
— Ef þetta eru eiturlyf, þá vil ég ekkert um það vita.
Og ef jaetta eru þrjátíu (DÚsund dollarar, þá er það ekkert
mér viðkomandi. Ég vil ekki svara fleiri spurningum.
— Ekki það?
— Það gerist þá ekki meira, Hal, sagði AAeyer.
— Farðu þá heim til þín, drengur, sagði Willis.
— AAá ég fara heim?
— Já, þú mátt fara, svaraði Willis þreytulega.
Parry stóð upp i skyndi og fór út, án þess að líta við.
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Það er ráðist á
bil — bát Geira
og Zarkov...
Eg er ekki ánægður yfir
að skilja hana þarna eftir,
'en hún vildi þetta...
iili
Íiíii' I
FÖSTUDAGUR
24.október
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: ,,A
fullri ferð” eftir Oscar Clau-
sen. Þorsteinn Matthiasson
les (9).
15.00 Miðdegistónleikar. Fritz
Wunderlich syngur lög eftir
Schubert, Hubert Giesen
leikur á pianó. Aaron
Rosand og Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Luxem-
burg leika Fiðlukonsert nr.
3 i g-moll op. 99 eftir Jenö
Hubay, Louis de Froment
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veöurfregnir).
16.25 Popphorn
17.10 Tónleikar
17.30 Mannlif f mótun. Sæ-
mundur G. Jóhannesson rit-
stjóri á Akureyri lýkur við
aö segja frá uppvaxtarárum
sinum I Miðfirði.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Jórunn Viðar leikur á
pianó verk eftir Debussy,
Chopin og Schumann.
20.30 Lygn streymir Laxá.
Jónas Jónasson ræðir við
Gunnlaug Gunnarsson
bónda i Kasthvammi.
21.20 Kórsöngur. Stúlknakór
Gagnfræðaskólans á Sel-
fossi syngur, Jón Ingi Sigur-
mundsson stjórnar.
21.30 (Jtvarpssagan: „Fóst-
bræöur” eftir Gunnar
Gunnarsson. Þorsteinn ö.
Stephensen leikari les (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Hvað
gerðist I dag? Fréttamenn-
irnir Friðrik Páll Jónsson,
Kári Jónasson o.fl. gera upp
reikninginn að kvöldi
kvennafridags. (Skákfréttir
kl. 22.35). Tónleikar.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
iillll
Föstudagur
24. október
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Kastljós Þáttur um
innlcnd málefni.
Umsjónarmaður Ólafur
Ragnarsson.
21.10 Hviti hreinninu Ballett-
þáttur. Bi.rgit Gullberg
samdi dansana, en tónlistin
er eftir Knudaáge Riisager.
Samastúlkan Aili er ást-
fangin af Nilasi. Seiökarl
einn b’'öst til að hjálpa
henni að vinna ástir
Nilasar. A tungllýstum
nóttum breytist hún i hvitan
hrein. En hún veit ekki, að
með hennar hjáip ætlar seið
karlinn aö fremja alls kyns
ódæðisverk. A undan
balleítinum er stutt viðtal
við höfundinn! (Nordvision
— Norska sjónvarpið)
22.00 Skálkarnir Breskur
sakamálamvndaflokkur.
Lokaþáttur Biily Þýöandi
Kristmann Eiðason.
Tímínner
peningar