Tíminn - 08.11.1975, Side 7
TÍMINN
7
Laugardagur 8. nóvember 1975.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:'
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500
— afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi.
EHaöaprent h‘.L
Reynslan verði látin ráða
Undanfarna daga hefur staðið yfir heldur lág-
kúruleg leiksýning á fjölum Alþingis, sem Gylfi
Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, hefur
fært i búning. Er hér átt við þær maraþonumræð-
ur, sem átt hafa sér stað um frumvarp Gylfa um
breytingar á lögum um Framkvæmdastofnun
rikisins Taldi Gylfi klókt að flytja tillögu um að
leggja framkvæmdaráð stofnunarinnar niður og
setja embættismann yfir hana, i von um, að þessi
tillaga riðlaði stjórnarliðinu, en sem kunnugt er
börðust þingmenn Sjálfstæðisflokksins gegn
Framkvæmdastofnuninni, er hún var sett á lagg-
irnar i tið vinstri stjórnarinnar.
í þessu sambandi er rétt að rif ja upp, að næsta
móðursýkisleg hræðsla greip um sig meðal þing-
manna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins,
er frumvarp um Framkvæmdastofnun rikisins
kom fram á sinum tima, einkum vegna ákvæðis
um framkvæmdaráð stofnunarinnar. Töldu þing-
menn þessara flokka, að með skipan þess væri
verið að koma á póiitisku eftirlitsmannakerfi, er
hefði hættulega mikil völd.
Það er siður en svo óeðlilegt, að þingmenn
stjórnarandstöðu á hverjum tima hafi aðrar
skoðanir en stjórnarflokkar, ekki siist, þegar
bryddað er á nýmælum eins og Framkvæmda-
stofnun rikisins var á sinum tima. En verra er,
þegar menn neita að viðurkenna, að þeim hafi
skjátlazt. Hrakspárnar um Framkvæmdastofn-
unina hafa ekki rætzt. Reynslan hefur ekki leitt i
ljós, að hinir svokölluðu pólitisku eftirlitsmenn,
eða kommissarar, hafi misnotað aðstöðu sina á
einn eða annan hátt. A.m.k. hefur Gylfa Þ. Gisla-
syni vafizt tunga um tönn, þegar hann hefur verið
beðinn að nefna dæmi um slikt. Enda er störfum
stofnunarinnar hagað svo, að hver einasta lán-
veiting er borin undir kjörna stjórn Fram-
kvæmdastofnunarinnar til samþykkis. í stjórn-
inni eiga sæti bæði fulltrúar rikisstjórnarinnar og
stjórnarandstöðunnar.
Gagnrýni Gylfa Þ. Gislasonar er þvi marklaus,
og einungis sett á svið i von um að geta valdið
óróa innan stjórnarliðsins. Hefur málflutningur
þessa fyrrverandi ráðherra verið á svo lágu
plani, að hann hefur ekki skirrzt við að hlaupa
með hráar kjaftasögur upp i ræðustól Alþingis til
að reyna að koma höggi á Framkvæmdastofnun-
ina. Slikum mönnum er vorkunn, en varla flýtir
hegðun af þessu tagi fyrir þvi, að Gylfi setjist i
ráðherrastól á ný.
Þeim dýrmæta tima Alþingis, sem varið hefur
verið til að þvarga um Framkvæmdastofnunina,
hefði verið betur varið til annarra hluta. Ólafur
Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins,
sagði i upphafi umræðna um þetta mál, að merg-
ur málsins væri sá, að menn ættu að dæma um
stjórnarfyrirkomulag Framkvæmdastofnunar-
innar eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefði, en
ekki eftir spám, sem hafðar voru uppi, áður en
Framkvæmdastofnunin tók til starfa.
í samræmi við það, og i samræmi við stjórnar-
sáttmála núverandi rikisstjórnar, verður innan
tiðar lagt fram frumvarp á Alþingi um breyting-
ar á lögum um Framkvæmdastofnunina, sem
byggt verður á þeirri reynslu, sem fengizt hefur
af störfum hennar.
ERLENT YFIRLIT
Juan Carlos fær
vandasamt hlutverk
Enginn veit hvað hann ætlast fyrir
Juan ('arlos de Borbón
í GREIN, sem Jónas Jóns-
son skrifaði i sambandi við
forsetakosningar, komst hann
svo að orði, að ákveðinn mað-
ur væri tilvalinn forseti, ef
kjósendur hefðu þá hugmynd,
að forsetinn ætti að vera sömu
hæfileikum og menntun búinn
og svissneskur hótelþjónn.
Það er ekki ofmælt, að Juan
Carlos de Borbón prins, sem
verður fyrst um sinn eftir-
maður Francos á Spáni, sé öll-
um þeim kostum húinn, sem
prýtt geta svissneskan hótel-
þjón. Hann er myndarlegur
maður i sjón og ber sig vel,
enda þjálfður i mörgum
iþróttum. Hann kann allar
umgengnisvenjur út i yztu æs-
ar og er vel að sér i tungumál-
um, talar t.d. bæði ensku og
frönsku. Hann hefur aflað sér
mikillar menntunar og
þjálfunar til þess að búa sig
undir leiðtogastarfið að þessu
leyti. Hins vegar eru menn al-
veg ófróðir um skoðanir hans
og hvernig hann sé liklegur til
að reynast, þegar til þess
kemur, að hann verður að
taka ákvarðanir. Hann hefur
forðazt að taka afstöðu til
mála eins og frekast hefur
verið kostur, eða að láta nokk-
uð uppi um það, hvernig hann
hyggist stjórna, þegar hann
tekur við völdum af Franco.
Sumir halda þvi fram, að
þetta stafi m.a. af þvi, að hann
hafi engar sjálfstæðar hug-
myndir i þessum efnum. Aðrir
telja þetta merki um klókindi.
Prinsinn telji rétt að flika ekki
fyrirætlunum sinum fyrir-
fram, enda gæti það leitt til
þess, að hann væri að óþörfu
búinn að afla sér ýmissa
óvina, áður en hann hlyti völd-
in.
ÚR ÞESSU fæst fyrst skor-
ið, þegar prinsinn tekur
endanlega við völdum af
Franco. Enn hefur hann að-
eins tekið við völdunum til
bráðabirgða.
Það þarf ekki mikinn
kunnugleika til að fullyrða, að
sjaldan hefur ungur og
óreyndur maður tekið við
erfiðara og flóknara starfi en
Juan Carlos, þegar hann sezt
endanlega i stól Francos.
Hvað sem menn vilja um
Franco segja, hefur hann
haldið fastar um stjórnvölinn
sem einræðisherra en flestir
kollegar hans fyrr og siðar.
Þvi er næsta erfitt að átta sig
á, hvað tekur við eftir fráfall
hans. Siðustu stjórnarár hans
hafa verið að myndast
sundurlausir hópar til hægri
og vinstri og i miðiö, sem allir
búa sig undir það að hrifsa
völdin, þegar Franco fellur
frá. Juan Carlos verður að
sýna mikla stjórnvizku, ef
koma á i veg fyrir að algjör
upplausn komi til sögu, þegar
Franco fellur frá. Ástandiö i
Portúgal er vissulega vis-
bending um það.
JUAN Carlos Alfonso Victor
Maria de Borbón y Bordón
fæddist i Rómaborg 5. janúar
1938. Faöir hans er Don Juan,
sonur Alfonso konungs, sem
afsalaöi sér völdum 1931.
Samkvæmt spænskum erfða-
venjum er Don Juan nú rétt-
borinn til konungserfða á
Spáni, þvi að eldri bræður
hans hafa forfallazt, og heldur
Don Juan fast fram þessum
rétti sinum, en Franco ákvað
að sniðganga hann og velja
heldur son hans til konungs.
Astæöan var m.a. sú, að Don
Juan gerði tilraun til þess, rétt
eftir sfðari heimsstyrjöldina,
að komast til valda og steypa
Franco af stóli. Það hefur
Franco ekki fyrirgefið honum.
Arið 1947 voru sett lög á Spáni
um endurreisn konungdóms-
ins, en Franco heimilað að
ákveða, hvenær þau kæmu til
framkvæmda og hver ætti að
hljóta konungdóminn. Franco
ákvað það fyrst 1969, hver ætti
að verða konungur eftir sinn
dag, en konungdæmið yröi
ekki endurreist fyrr en við frá-
fall hans. Val hans féll á Juan
Carlos. Faöir hans hefur enn
ekki samþykkt þessa útnefn-
ingu, heldur telur sig hinn
réttboma arftaka. Vel getur
svo farið, að þetta eigi eftir að
valda meiri ágreiningi milli
þeirra feðga en þegar er orð-
inn.
Þótt Franco drægi það til
ársins 1969 að tilnefna Juan
Carlos sem rikisarfa, hafði
hann fengið augastað á honum
miklu fyrr. Hann náði sam-
komulagi um það við Don
Juan 1954, að Juan Carlos
héldi áfram námi sinu á Spáni,
en fram að þessum tima hafði
hann gengið i skóla i Sviss og á
ttaliu. Franco hefur lagt
áherzlu á, að Juan Carlos
fengisem viðtækasta menntun
með tilliti til væntanlegs starfs
hans. Hann hefur lagt stund á
stjórnfræöi, hagfræði, og
tungumál við ýmsa háskóla.
Hann hefur stundaö nám við
herskóla allra þriggja deilda
landvarnanna, þ.e. landhers-
ins, flughersins og flotans.
Yfirleitt hefur Juan Carlos
hlotið þann dóm aö vera
drjúgur og samvizkusamur
námsmaður. Jafnhliða þessu
margbreytta námi hefur hann
svo stundað iþróttir af miklu
kappi.
Siöan Franco tilnefndi Juan
Carlos sem rikisarfa, hefur
hann teflt honum fram i vax-
andi mæli við ýms hátiðleg
tækifæri, eins og t.d. vigslu
mannvirkja. Juan Carlos þyk-
ir hafa leyst slik verkefni
snoturlega af hendi. Þá hefur
hann ferðazt mikið, bæði
innanlands og utan. Siðustu
misserin hefur hann verið lat-
inn fylgjast nákvæmlega með
öllum stjórnarathöfnum.
Franco hefur bersýnilega haft
mætur á honum og viljað búa
hann sem bezt undir starf sitt.
Juan Carios er lika talinn hafa
gætt þess vel að sýna Franco
tilhlýðilega virðingu. Sambúð
þeirra er sögð hafa verið mjög
vinsamleg.
Arið 1962 kvæntist Juan
Carlos Soffiu, dóttur Páls
Grikkjakonungs og Friðrikku
drottningar hans. Þau eiga
tvær dætur og einn son. Soffia
ér sögð ráðrik og skapmikil
eins og móðir hennar. Þvi er
haldið fram, aö Friörikka hafi
haft óheppileg áhrif á mann
sinn, og þó einkum á
Konstantin son sinn, og eigi
hún sinn þátt i þvi, að hann
hrökklaðist frá völdum. Af
þessum ástæðum hefur Soffia
sætt nokkurri gagnrýni, en
ekki þykir hafa borið neitt á
þvi hingað til, að hún skipti sér
af stjórnmálum.
Erfitt er að spá þvi, hvort
Juan Carlos muni haldast
nokkuð betur á völdunum en
Konstantin mági hans. Af
hálfu vinstri manna hefur ver-
ið lýst yfir þvi, að þeir muni
ekki viðurkenna endurreisn
konungdæmisins, nema það
veröi samþykkt i þjóöarat-
kvæðagreiðslu. Bæði leiötogar
jafnaðarmanna, og
kommúnista hafa lýst yfir þvi,
að þeir muni sætta sig viö slik
úrslit. í augum þeirra eru það
litil meðmæli með Juan
Carlos, að hann hlýtur vald
sitt úr hendi Francos. Senni-
lega biöa þeir þó átekta, áður
en þeir snúast harkalega gegn
honum. Það mun hins vegar
valda honum gagnrýni meðal
hægri manna, ef hann reynir
eitthvað að vingast við vinstri
öflin. Juan Carlos verður að
þræða vandrataða leið, ef hon-
um á að haldast á völdunum til
lengdar.
Þ.Þ.
— a.þ.