Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦^¦^^¦¦¦¦¦¦¦^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦^¦(¦¦^¦¦^¦¦¦¦(¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦l •tr Einar Gísli, l>vers: Gunnar, í felum Ingi Steirm Auöur Guörún Asta María Vilborg Elísabet Rósa Villa Mar^rét visu ekki fullkomna mynd af lifi verkafólksins." Um verkiö má sjálfsagt margt segja til góðs og ills, en þrátt fyrir augljósa galla, sem leikhúsverk, þá ber það i sér einhvern fögnuð, sérislenzkan fögnuð, sem maður einmitt finnur svo oft i gömlum islenzk- um leikritum, eins og honum Skugga-Sveini og Nýársnótt- inni, og gerir það að verkum, að menn kjósa að setja þau upp og sjá þau aftur og aftur, þrátt fyr- ir bókmenntastefnur og annan hroða i kollinum á spekingum landsins, „jafnvel þó að allt bendi til þess að arðurinn lendi i vasa Eyva grútar". Margt i verkinu bendir til þess, að það sé samið við sér- stakar þjóðfélagslegar aðstæð- Kristján Ounnar ur og þær virðast enn vera til staðar. Það bentu undirtektir áheyrenda svo sannarlega til, er við sáum leikinn siðastliðinn þriðjudag innan um skólaæsku — mestan part. Aðalpersónur leiksins eru 12, en auk þess koma fram einar 9 sildarstúlkur, sjö sjómenn og fjögurra manna hljómsveit, en alls standa um 50 nemendur persónulega að þessari sýningu, auk Steinunnar Jóhannesdóttur^ leikstjóra, Atla Heimis Sveins- sonar sem æfði söngva og Stefáns Benediktssonar, sem gerði leiktjöld með Byggingar- list 5. bekkjar. Leikstjórn Steinunnar Jó-' hannesdóttur er hnökralaus og oft frumleg. Sér i lagi þá fjölda- senurnar, sem oft eru upplifg- andi á vondum stöðum i hand- ritinu og söngurinn mjög góður. Sér i lagi hópsöngvarnir og framburður söngtextanna. Gætu „stóru" leikhúsin af honum töluvert lært, þvi maður skildi hvert einasta orð, en undir þvi á leikurinn auðvitað talsvert lif. Leiktjöldin voru ágæt, þótt naumast væru þau viðhafnarmikil. Hér verða ekki einstökum hlutverkum gerð skil, né heldur einstökum leikendum. Þetta var skemmtilegt, fallegt fólk, hátt til hnésins og bjart i augunum og setti það sinn stil á allan leik- inn, færði hann i ákveðna leik- ræna tóntegund, án þess áð glata þó inntaki nans og alvöru, sem býr bak við allt grinið. Söngvarnir eru þegar allir kunnir og inni á brjósti á hverjum manni á íslandi, bæði laglausum og söngvnum. Eins og sagt var hér að fram- an, hafa margir af aðalleikend- um „stóru" leikhúsanna komið fyrst fram á Herranótt M.R. Vafalaust á sumt af þvi fólki, sem þarna kom fram margt, vantalað við leikhúsin i fram- tiðinni. Um það verður ekki reynt að spá hér hverjir það verða sérstaklega, en hitt erum við viss um, að við eigum enn fallega, gáfaða æsku, sem býr yfirmiklum hæfileikum. Herra- nóttin getur þess vegna haldið áfram að leggjast yfir þetta land. Jónas Guðmundsson Byggingarlist 5. belclcur ásamt kennara slnum Stefánl Benediktesyni. „Landbúnaður er fyrst og fremst landvernd, vökumanns- starf. Innan skamms þurfum við á öliu byggilegu landi að halda þjóðinni til lifsframfær- is." (Bls. 128). Orðasambandið „innan skamms" er að visu teygjan- legt, en annars er engu likara en að þessi orð séu svar við tiltekn- um aulaskrifum tiltekins blaðs á þvi herrans ári 1975. Það er eins og Skúli Guðjónsson hafi séð þarna nokkur ár fram i tim- ann. Og þó. Heilbrigð skynsemi hefur fyrr átt i höggi við and- stæðu sina. Ekkert er nýtt undir sólinni. Hitt er annað mál, að auðvelt er að vera Skúla ósammála um suma hluti. Hann talar um styttan vinnutima og fleiri tóm- stundir, dregur i efa að þær verði mönnum eingöngu til góðs og nefnir aukna brennivins- drykkju þvi til sönnunar, en segir siðan i framhaldi af þessu: „Menn mega að visu leggja hart að sér ef þess er gætt, að áreynslan verði hvorki þeim sjálfum né öðrum til nokkurra nytja, t.d. ganga á fjöll." (Bls. 134). Hér hefur hinn ágæti maður, Skúli Guðjónsson, gleymt sér andartak i hita ræðunnar. Það er hin mesta fjarstæða, að fjall- göngur séu ekki til neinna nytja þeim er þær stunda, og ættu sveitamenn að geta borið um það manna bezt, þvi að heil- brigði sina, andlega og likam- lega, eiga þeir ekki sizt að þakka fjallgöngum, eða þvi sem jafngildir þeim: vinnu undir beru lofti. Langsamlega merkilegasti hluti þessarar bókar er fyrsti kaflinn, sem ber heitið Vér vit- um ei hvers biðja ber. Þar segir höfundur frá æskudraumum sinum, þegarhann ól með sér þá von að geta gengið menntaveg- inn og . orðið lærður maður. Hann bað guð þess oft og inni- lega, að hann léti þessa ósk ræt- ast, og i staðinn ætlaði Skúli að gera Drottni þann greiða að verða þjónn i vingarði hans, — prestur. En þessi draumaborg hrundi, eins og svo margar aðrar, eitt kvöld i nóvembermánuði. „Ég fann þá', að það var ekki fiskur heilagleikans, sem hlaup- iðhafði á snæri lifs mins, heldur hákarlinn, harður og miskunn- arlaus, næstum ódrægur með köflum. Allan ævidaginn myndi ég standa i þvi að færa þennan hákarl vinnuþrældómsins undir borð." (Bls. 16). En Skúli tók gleði sina á ný. Hann fann, þegar hann hugsaði sig betur um, að það hefði lika getað orðið dálitið erfitt að vera heilagur maður alla ævi. Um það farast honum svo orð — og ekki bregzt honum gamansem- in: „Mér fannst ég vera léttur á mér eins og nýrúinn gemlingur á vordegi, sem hleypur frjáls og fagnandi i átt til afréttarins." (Bls. 17). Siðan segir höfundur, að: „Varanlegasta gleði lifs mins öll þessi ár hefur verið gliman við hákarlinn..." Það er karlmannlega mælt, þvi að vissulega hefur hlutskipti Skúla Guðjónssonar ekki verið neinn dans á rósum. Hann varð blind- ur á bezta aldri, en hélt þó á- fram búskap og hefur siðan, áratugum saman, stundað flest algeng sveitastörf, og auk þess gerzt ágætur rithöfundur. Sann- arlega hefur hann sigrað „há- karlinn". Þessi nýja bók Skúla Guðjóns- sonar, Vér vitum ei hvers biðja ber, er snyrtilega út gefin hjá Heimskringlu. Samt eru prent- villur óþarflega margar, og á einum stað (á bls. 41), rakst ég á stilhnökra, þar sem orðasam- bandið „....hitt er svo...." er tvi- tekið með fárra lina millibili. Slikar misfellur stafa auðvitað af þvi að Skúli getur ekki lesið handrit sin yfir sjálfur, og ættu aðrirað laga smámuni af þessu tagi i samráði við höfundinn. Að lokum má gjarna bera fram þá frómu ósk að islenzkir bókaútgefendur láti okkur fá fleiri erindasöfn á næstu árum. Auðvitað er mörg ræðan, sem hvorki þolir pappir né prent- svertu, en hitt er lika vist, að viða liggja i fórum manna er- indi, sem betur eru geymd- en glevmd. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.