Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 15. nóvember 1975. Páll Pétursson alþingismaður: Höfuðlausn Gylfa HÉR A eftir fer úrdráttur úr ræöu I'áls Péturssonar alþm., er hann flutti i umræöunum um Fram- kvæmdastofnunina á dögunum: „Virðulegi forseti. Frumvarp það, sem hér er til umræðu fund eftir fund, er i sjálfu sér ef til vill ekki mjög stórt mál — og þó. Það getur orðið afdrifarikt fyrir at- vinnurekendur i landinu, hvernig þvi reiðir af. Einn háttvirtur ræðumaður, sem hefur talað hér i þessum umræðum likti þessu frumvarpi við Trójuhest, sem háttvirtur flutningsmaður Gylfi Þ. Gislasonhefði laumaðhér inn i deildina. Mér finnst þessi samliking ekki að öllu leyti hitta i mark. Þetta minnir mig miklu fremur á sög- una af Agli heitnum, þegar hann, gamall og lúinn, lét sig dreyma um að fara til Þingvalla með silfrið sitt, dreifa þvi þar út um vellina, og þá myndi þingheimur allur fara að berjast. Þetta hefur gengið nokkuð eftir. Hér hafa menn tuskazt nokkuð og það kann að vera, að þeir hugsi svipað, Gylfi og þessi framliðna sögu- hetja. Báðir eru þeir listamenn miklir, garpar og kjarkmenn, margreyndir i orrustum. Báðir hafa þeir lagt höfuð sin að veði. Egill orti sina Höfuðlausn, og , Gylfi á sjálfsagt eftir að yrkja sina. Pólitísk stjórn réttmæt Þessi skipulagsbreyting á stjórn Framkvæmdastofnunar- innar, sem hér er farið fram á með þessu frumvarpi, fæ ég ekki séð, að sé nauðsynleg eða eigi rétt á sér. Það er alveg rétt, að þessi stofnun nýtur pólitiskrar leið- sagnar — pólitiskrar stjórnar. Hún er i vissum tengslum við stjórnarvöld, og i nánari tengsl- um heldur en aðrar peningastofn- anirilandinu. Enég tel,að það sé rétt aðferð. Ég tel, að rikisstjórn i lýðræðislandi þurfi nauðsynlega að hafa mjög ákveðin áhrif á þró- un peningamála i þjóðfélaginu, á meðan hún er við völd. Fjármála- valdið á að vera lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar undirgefið á hverjum tima, þvi annars getur þetta farið allt sitt i hvora áttina, vinstri höndin ekki vitað hvað sú hægri er að gera og rfkisstjórn, sem nyti meirihluta stuðnings Alþingis, gæti orðið meira og minna óstarfhæf. Ég vil geta þess, að þegar ég kom hér fyrst til starfa á Alþingi á sumarþinginu 1974, — þá var undrun min mjög mikil, þegar Seðlabankinn hækkaði vextina og þáverandi viðskiptamálaráð- herra, háttvirtur 2. þingmaður Austfirðinga, Lúðvik Jósepsson, sór og sárt við lagði, að hann réði ekkert við þetta. Hann hefði ekki staðið fyrir þessu. Við höfum einnig séð dæmi þess, að einstakir bankastjórar hafa meira að segja brotið á bak aftur fyrirmæli Seðlabankans og samráð við rikisstjórn um yfirdráttarlánveit- ingar til einstakra sveitarfélaga. Hugleysi hefnir sín Ég held, að það sé grundvallar- atriði, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins i landinu geti haft tækifæri til þess að hafa yfir- stjórn á peningakerfinu, a.m.k. að talsverðu leyti. Nú mega menn ekki taka orð min sem sérstakt vantraust á embættismenn. Embættismenn eru auðvitað góð- ir og nauðsynlegir, og sem betur fer eigum við ýmsa mjög hæfa embættismenn, sem hafa-gott vit á þessum hlutum og geta tekið þátt i stefnumótun ásamt með stjórnmálamönnum, en þeir eru með nokkrum hætti, og vegna eðlis starfa sinna, f jarlægari fólk- inu I landinu. Pólitiskir fulltrúar þurfa að standa fyrir máli sinu a.m.k. fjórða hvert ár, og standa eðafalla með verkum sinum. Það eru sumir, sem væna má um hug- leysi. Þeim er álasað fyrir að þora ekki að taka nauðsynlegar ákvarðanir eins og embættismað- ur, sem er inniluktur i sinum ævi- ráðningarkastala, kynni að hafa haft dug til þess að taka, en stjórnmálamenn dæmast li'ka fyrir hugleysi. Ekki kannski ein- göngu i næstu kosningum. Það má segja, að þær séu nokkurs konar héraðsdómur eða undir- réttur. Þeir dæmast fyrst og fremst af sögunni, og það er sá hæstiréttur, sem allir verða að hlita. Aætlanir þurfa að vera skynsamlegar Það hefur komið fram ákveðin og mjög snörp gagnrýni á vissa þætti i starfsháttum Fram- kvæmdastofnunarinnar, t.d. um áætlanir, sem háttvirtur siðasti ræðumaður gerði að umtalsefni. Ég held, að áætlanir séu góðar og nytsamlegar, sérstaklega ef að þær eru lika skynsamlegar, en þær eru engan veginn einhlitar. Þær eru viss þáttur, en þær eru ekki meginþátturinn. Meginþátt- urinn er náttúrlega framtak og dugnaður þeirra, sem verkin framkvæma, ásamt með eðlileg- Húsmæðraskóli kirkjunnar að Löngumýri Nokkur pláss laus á námskeiði skólans i hússtjórnar og handiðargreinum er hefst 6. janúar. Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóra, simi um Varmahlið. Verkfræðingur óskast Orkustofnun óskar eftir að ráða vélaverk- fræðing. Starfssviðið verður rannsóknir og at- huganir á hagnýtri notkun jarðvarma. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf, sé skilað til starfsmannastjóra Orkustofnunar fyrir 15. desember n.k. Orkustofnun. Páll Pétursson alþm. um stuðningi hins opinbera, m.a. með áætlunargerð, með fjár- magnsútvegun og fleiri þvílíkum þáttum. Það hefur verið fárazt hér yfir þvi, að Byggðasjóður lán- aði út um hvippinn og hvappinn, en ekki endilega til Reykjavfkur eða Reykjaneskjördæmis. Mér finnst nú bafa nafnið a þessari stofnun, Byggðasjóði, benda nokkuð i áttina til hvað honum hafi verið ætlað að gera, þegar hann var myndaður. Mig minnir, að það hafi verið svokallaður At- vinnujöfnunarsjóður, sem var fyrirrennari Byggðasjóðs. At- vinnujöfnunarsjóður var, ef að ég man rétt, myndaður á svipuðum tima og tekin var ákvörðun um Alverið i Straumsvik, og ég man ekki betur en að hann hafi átt að vera til mótvægis við byggða- röskun, sem af þvi stafaði. Þess vegna finnst mér, að þeir vílji ganga nokkuð langt, sem vilja gleyma þvi núna, að þetta hafi verið ætlunin i upphafi. Það er býsnazt yfir þvi, að þessi sjóður hafi lánað stórfé, meðan sam- dráttur væri einhvers staðar ann- ars staðar i lánveitingum. Ég vil minna á það, að efling sjóðsins var eitt af ákvæðunum f stjórnar- sáttmála núverandi stjórnar, og það var einmitt eitt af þeim atrið- um, sem gerði mér unnt að styðja núverandi stjórnarsamstarf. Lánveitingar þessa sjóðs eiga að minum dómi að fara út um land, en hér er verið að fárast yfir þvi að Reykjavik fái litla fyrir- greiðslu." Þá ræddi Páll um mörg tilfelli, þar sem Reykjavik hefði for- gangsaðstöðu til fjármagnsfyrir- greiðslu, svo sem úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þá rakti hann lánveitingar annars fjár- festingaraðila, Byggingarsjóðs rikisins, og sagði: ,,Af E og F lánum fékk Reykja- vik árið 1974 45,4%, Reykjanes fékk sama ár af þeim lánum 24,57%. Af útborguðum lánum til kaupa & eldri ibúðum var sama ár (1974) 46,68% i Reykjavik, en á Reykjanesi 29,7%. Lán til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæðis eru svokölluð C-lán. Af þeim hefur Reykjavík fengið hvorki meira né minna en 84,44%. Úr byggingarsjóði verkamanna fékk Reykjavik 64,40%. Svona er hægt að halda áfram að þylja lengi. Það er hægt að telja upp hvern sjóðinn á fætur öðrum og sýna fram á það, að Reykjavik hefur fengið sinn skerf og fyllilega það. Það er undantekning með Byggðasjóðinn, en mér finnst þið ættuð að leyfa okkur að hafa hann i friði, þvi að við höfum brýna þörf fyrir hann úti á landsbyggð- inni. Bankakerfið hefur mið- stöðvar i Reykjavik, stjórnsýslan er i Reykjavik og af hvoru tveggja drýpureinnig mjög mikið á höfuðborgarsvæðið. Ég vil svo láta máli minu lokið. Ég óska háttvirtum 9. þingmanni Reykjavikur, Gylfa Þ. Gislasyni, til hamingju með þær róstur, sem hérhafa orðið hjá þingheimi. Ég get nú ekki, eins og sumir aðrir háttvirtir þingmenn, talað f nafni þjóðarinnar, en ég vil i nafni a.m.k. allmargra ibúa i dreifbýl- inu mótmæla þessari árás á Framkvæmdastofnunina, og ég vil láta það koma skýrt i ljós, að ég er á móti þessu frumvarpi." Peningapakkinn ófundinn: Hrein hending ao peningar eru sendir í pökkum milli staða Oó-Reykjavik. Enn er allt á huldu um hver greip peninga- pakkann með 1.5 millj. kr. á af- greiðslu Vængja i fyrradag. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær var þetta sending frá Bún- aðarbankanum og átti að fara I útibú bankans á Hólmavik. Er Timinn spurði Magnús Jónsson, bankastjóra, að þvi i gær hvort það væri venja bank- ans að senda peninga með flug- fragt til útibúa sinna. Magnús kvað það alls ekki vera. Atburð- ur þessi væri nánast röð af til- viljunum. Útibú^tjórinn hringdi i aðalbankann og bað um peningasendinguna, þar sem seðla vantaði i útibúið. Ekki hefði unnizt timi til að senda upphæðina i pósti, eins og gert er i slíkum tilvikum þar sem stuttur timi var til stefnu. Hefði þvi sú leið verið valin að senda peningana með flugi. Einhverra hluta vegna var pen- ingapakkinn skilinn eftir i vöru- geymslu eftirlitslaus og einhver fingralangur gripið hann úr hillu, en ekki snert við öðrum pökkum þar. Sagði Magnús, að þetta væri leiðindaatvik, þótt bankinn verði ekki fyrir fjár- hagslegum skakkaföllum vegna þess, þvi peningasendingin var tryggð hjá tryggingafélagi, eins og ávallt er gert, þegar pening- ar eru sendir, og var viðkom- andi tryggingarfélagi gert við- vart um sendinguna áður en hún fór af stað. Annars er reglan sú, að Seðla- bankinn hefur peningageymslur i bönkum og bankaútibúum viða um land og er reiðufé sótt i þær géymslur þegar þörf er á. A Hólmavik er ekki slik peninga- geymsla og verður þvi að senda peningana þangað eftir öðrum leiðum. Timinn hafði i gær samband við féhirða tveggja stórra fyrir- tækja og spurðist fyrir um hvernig peningasendingum á þeirra vegum væri háttað. Hjá SIS fengust þær upplýsingar, að vart kæmi fyrir að reiðufé væri sent i landshluta á milli. Kæmi það fyrir væri það sent i ábyrgðarpósti. Áður fyrr voru peningar oft sendir með pósti, aðallega isláturtið, þegar senda þurfti peninga til sláturhúsa til launagreiðslna. Var þá farið með peningapakkana innsigl- aða i póst og þeir tryggðir. Komust þeir ávallt i réttar hendur. Annars eru peninga- sendingar nú nær eingöngu bankaviðskipti. Ég get greitt inn á reikning aðalbankanna og viðkomandi tekur þá út úr úti- búunum, þar sem þau eru. Reikningar eru iðulega greiddir með þvi að senda ávisanir i pósti.l' ru tékkarnir þá yfirstrik- aðir og eru ónýt blöð i höndum annarra en þeirra sem þeir eru stilaðir á. Aðalféhirðir Flugleiða sagði, að fyrirtækið sendi aldrei pen- inga i pósti. Fjárhæðir væru ein- göngu sendar i ávisunum og ein- göngu strikuðum. Milli landa eru greiðslur simaðar en ekki sendir peningar i reiðufé. Kvaðst Flugleiðamaður samt muna að hér áður fyrr hefðu bankarnir iðulega sent fé út á land með flugvélum. Var þá sá háttur yfirleitt hafður á að starfsmaður viðkomandi banka kom út á flugvöll og bað um að flugstjóri tæki flutninginn að sér og afhenti gegn kvittun,. Gekk það ávallt snurðulaust. Aðalféhirðir Samvinnubank- ans sagði að fé úr aðalbankan- um væri annað hvort boðsent eða sent i ábyrgðarpósti. Þegar boðsent er taka ákveðnir aðilar að sér að koma peningunum á leiðarenda. En þótt fjármagn sé flutt á milli er þar oftast um að ræða alls konar millifærslur, aðrar en peningasendingar, aðallega gegnum sima. Fé i flutningum og geymslu er tryggt með sérstökum trygging- um þannig að það er ekki fjár- hagslegt tap bankanna þótt það hverfi. O Hæsta lán unum. Hefur greiðsluhalli rikis- sjóðs átt verulegan þátt i þvi að veikja stöðu þjóðarbúsins út á við á undanförnum tveimur árum, enda voru nettóskuldir rikissjóðs við Seðlabankann i lok október- mánaðar komnar upp i 7366 millj. kr., en hækkunin frá áramótum nemur 3500 millj. kr. Það er yfir- lýst stefna rikisstjórnarinnar, að fjárlög fyrir næsta ár verði af- greidd með greiðsluafgangi og séð verði fyrir eðlilegum niður- greiðslum þeirra skulda, sem safnazt hafa að undanförnu. Þessu markmiði verður að ná, enda er óhugsandi, að Seðlabank- inn geti fjármagnað frekari hallarekstur rikissjóðs, ef hann á að standa við þær skuldbindingar, sem hann hefur þegar tekið á sig gagnvart erlendum aðilum. Sunnlendingar! Leitið ekki langt yfir skammt. öll okkar húsgögn eru valin af þekkingu og reynslu. Verðið er ótrúlega hagstætt, og húsgögnin komin heim i liérað. Kjörhúsgögn Eyrarvegi 15, Selfossi. Simi 1540.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.