Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN 11 SKÚLI STEFNIR AÐ HEIMSMETI — hann tekur þótt í HAA í Birmingham GÚSTAF AGNARS- SON.... hefur átt við aö striða meiðslí ökla, sem hann hlaut i Moskvu. SKtLI ÓSKARS- SON.....æfir nú af kappi fyrir HM i kraftlyfting- um, sem fer fram I Birmingham. Lyftingakappinn Skúli Óskarsson stefnir að þvi að tryggja sér heimsmet i réttstöðulyftingu I kraftlyftingum. Skúli æfir nii af kappi fyrir heimsmeistarakeppn- ina i kraftlyftingum, sem fer fram I Birmingham 21.-23. nóvember. Skúli er nú i mjög góðri æfingu, hann setti nýlega glæsilegt islandsmet i réttstöðu- lyftingu — 290 kg, sem er aðeins 15 kg minna en núverandi heims- met — 305 kg. Hann hefur mikla möguleika á að komast á verð- launapallinn i Birmingham — og jafnvel að setja heimsmet, ef honum tekst vel upp. GOSTAF AGNARSSQN, sem hefur tryggt sér farseðilinn. á ólympiuleikana i Montreal, hefur ekki getað æft sem skyldi að undanförnu. Gústaf á við meiðsl i ökla að striða, en hann tognaði illa, þegar hann var I keppni i Moskvu. Meiðslin hafa komiö i veg fyrir, að Gústaf gæti æf t snörun og jafnhendingu — þar sem hann má ekki reyna mikið á fótinn með snöggum hreyfingum. Þrátt fyrir þessi meiðsl hefur Gústaf ekki slegið slöku við, hann æfir léttar æfingar, sem hann þyngir smátt og smátt. Gústaf er nú byrjaður að undirbúa sig fyrir ÓL, og æfir hann eftir rússnesku prógrammi. — SOS FH-INGAR TIL NOREGS íslendingar eru erfiðir heim að sækja — Við gerum okkur ekki alltof miklar vonir um sigur gegn FH-liðinu. Við vitum að það er sterkt og með þvi leika margir snjallir hand- knattleiksmenn, eins og t.d. Geir Hallsteinsson, sagði norski landsliðs- maðurinn Alan Gjerde, sem er einn bezti leik- maður norska liðsins Oppsal, mótherja FH-inga i Evrópukeppni bikarhafa. — íslending- ar eru erfiðir heim að sækja, og þess vegna Haraldur og Steinar til Svíþjóðar IIARALDUR KORNELÍUSSON og STEINAR PETERSEN taka þátt i Norðurlandamótinu i bad- minton, sem verður haldið i Stokkhólmi i Sviþjóð um helgina. Haukar mæta Ármanni Haukar og Ármenningar mætast i Hafnarfirði á sunnudagskvöldið i 1. deildar keppninni i handknatt- leik. Þá leika einnig Grótta og ný- liðar Þróttar — sá leikur hefst kl. 20.15. Staðan fyrir þessa leiki er nú þessi i 1. deildar keppninni: Valur...........6 4 1 1 122:91 9 FII..............(i 4 0 2 124:113 8 Haukar.........5 3 1 1 89:78 7 Víkingur........6 3 0 3 124:123 6 Fram...........6 2 2 2 94;94 6 Grótta..........5 2 0 3 88:94 4 Armann.........5 1 1 3 69:97 3 Þróttur.........5 0 14 77:97 1 Eins og á þessu sést, geta Haukar skotizt upp að hliðinni á Valsmönnum. — segir landsliðsmað urinn Gjerde, sem gerir sér ekki of miklar vonir um sigur gegn FH verðum við að sigra FH-liðið á heimavelli, ef viðeigumaðgera okkur vonir um að komast áfram i keppninni, sagði Gjerde i viðtali við riorskt blað. Róðurinn verður örugglega þungur fyrir FH-inga á sunnu- daginn, þegar þeir mæta Oppsal i Osló. — Þetta verður erfiður leikur, en við munum gera allt til að halda markatölunni niðri, segir Reynir Ólafsson, þjálfari FH-liðs- ins. FH-ingar munuþvi ekkitefla á tvær hættur, þeir ætla sér að leika yfirvegaðan handknattleik, halda knettinum eins og þeir mögulega geta og skjóta ekki nema i góðum færum. Ef FH-ing- , um tekst vel upp, ætti þeim að takast að veita leikmönnum Oppsal harða keppni. Og þeir Geir Hallsteinsson og Viðar Simonarson ættu að geta hrellt markvörð Oppsal-liðsins — með lúmskum skotum sinum. —sos f GEIR HALL- STEINSSON... son...... hvernig tekst honum og félög- um hans i FH upp á móti Opp- sal í Osló? Okkar beztu skíðamenn farnir til Austurríkis ° -*¦¦• -¦«___ og Noregs — til æfinga fyrir OL i Innsbruch Skiðamenn okkar eru nu á faraldsfæti — 9 af okkar bcztu skiðamönnum héldu til Noregs og Austurrikis í morg- un, þar sem þeir munu dveljast við æf- ingar og keppni fram að jólum. Þetta cr landsliðshópur islands, sem æfir fyrir vetrarólympiuleikana í Inns- bruch i Austurriki. Alpagreina-liðið, sem mun dveljast i Austurriki, er skipað þessu skiðafólki: Akureyringunum Margréti Baldurs- dóttur, Árna Óðinssyni, Hauki Jó- hannssyni, Tómasi Leifssyni og tsfirð- ingunum Sigurði Jónssyni og Hafþóri Júliussyni, Reykiavikurstúlkunum Jórunni Viggósdóttur og Steinunni Sæmundsdóttur. Þessi hópur mun væntanlega fá að ferðast með landsliði Austurrikis og þjálfa með þvi, en þjálfari hópsins verður Austurrikismaðurinn Kurt Jenny, Göngumennirnir Halldór Matthiasson frá Akureyri og Fljóta- maðurinn Trausti Sveinsson héldu til Noregsm þar sem þeir æfa og keppa. — SOS • AAARSH FER EKKI TIL BELGÍU BELGÍA. — Belgi'ska stórliðið Anderlecht hefur hætt við að kaupa Rodney Marsh — fyrrum fyrirliða Manchester City. Ástæðan er sú, að forráðamönnum félagsins finnstof mikið að borga MARSH 100 þús. pund fyrir Marsh. Aston Villa hefur augastað á Marsh, en Birrningham-liðið hefur boðið Manchester City 60 þús. pund fyrir hann. • AAANSFIELD AAÆTIR CITY LONDON.— Mansfield, 3. deild- arliðið sem vann óvæntan sigur (1:0) i leik gegn Úlfunum i deild- arb ikarkeppni nni, mætir Manchester City á heimavelli sin- um — Field Mill Ground — i 8-liða úrslitum keppninnar, en þá mæt- ast þessi lið: Doncastle—Tottenham eða VVest II am Notts C. eða Everton—Newcastle Mansfield—Man.City Burnley—Middlesborough • AAcFARLAND ER AAEIDDUR DERBY. — Ray McFarland, fyrirliði Englandsmeis tara Derby, mun að öllum likindum ekki leika með enska landsliðinu gegn Portúgölum i Lissabon á miðvikudaginn — hann á við meiðsl að striða i fæti. Þrir af lykilmönnum enska liðsins — Colin Bell, Stan Bowles og Ray McF'raland — leika ekki i Lissa- bon. • AAARTEINN ÆFIR Á FULLU REYKJAVÍK — Marteinn Geirsson, landsliðsmið- vörður Fram. sem æfði með v - þý z k a 1 . deildar liðinu Kicken Offen- bach, fvrir stuttu. æfir nú MARTEINN þrisvar sinnum i viku. Offenbach hefur sýnt áhuga á að fá Martein til liðs við sig. og ætlar félagið að hafa samband við Martein um áramót — en þá mega v-þyzk lið kaupa leikmenn. Marteinnheldur sér i æfingu á meðan, ef svo skyldi fara að hann tæki boði Offenbachum að gerast leikmað- ur með liðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.