Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 15. nóvember 1975. a2on Jackie vill giftast Ted mógi sínum Nú er Kennedy-fjölskyldan i þann veginn að springa i loft upp, vegna þess að Jackie Onassis hefur hugsað sér að giftast mági sínum, Ted Kenne- dy, að þvi er fréttir herma. Frá þessu segja blöðín Chicago National og London Daily Ex- press. Þegar Ted hefur fengið skilnað frá Joan konu sinni mun Jackie enn einu sinni verða briiður. Nú er Jackie ein af þeim, sem hafa hæfileika til þess að krefjast og fá það sem þeir hafa hugsað sér. Hún hefur heldur ekki minnstu áhyggjur af þvi, hvað fólk hugs- ar um hana eða segir. Það verð- ur líka að viðurkennast, að hún er kjarkmikil kona. Ted hefur ekki búið með konu sinni i nær þvi eitt ár. Og þegar á skilnaðarviðræðunum stóð, sagði faðir Joan við blaðamenn, að það eina sem gæti bjargað dóttur hans frá algjörri glötun væri að losna undan áhrifavaldi Kennedy-fjölskyldunnar, en Joan hefur bæði drukkið úr hófi fram að undanförnu og er mjög langt leidd andlega. Jackie og Ted hafa umgengizt hvort annað mjög mikið frá þvi að Ari Onassis dó á siðasta vetri. Þau hafa farið saman f ferðalög til útlanda, og einnig hafa þau fylgzt að i veizlum og á opinber- um skemmtistöðum. Ted fer meira að segja með Jackie i búðir, og þau leika saman tenn- is. Illar tungur segja, að Ted haldi, að hann eigi meiri mögu- leika á að komast í forsetafram- boð, ef hann gengur að eiga Jackie. Þau yrðu sannarlega óvenjuleg hjón, sem fólk hefði gaman af að tala um. Það mun þó vera staðreynd, að öll Kenne- dy-fjölskyldan hefur lýst yfir stuðningi við framboð mágs hans, Sargent Shriver, sem einnig vill verða forseti. Þau Ted og Jackie, eru sannarlega vinaleg hvort við annað hér á myndinni eins og þið getið séð. Jackie ætti enn aö ganga i svört- um sorgarklæðum samkvæmt grískri venju, en hún er fyrir löngu búin að kasta sorgarslæð- unni og farin að ganga klædd eins og henni bezt likar sjálfri. Hér er svo að lokum mynd af hinni óhamingjusömu Joan Kennedy, sem hefur sannarlega ekki átt sjö dagana sæla undan- farin ár, og hún hefur vist ekki þrif izt innan Kennedy-f jölskyld- unnar. Það er eins gött að halda fast í töskuna sína Golda Meir, fyrrum forsætis- ráðherra tsraels, var eitt sinn svo fátæk, að hún átti varla fyrir mat handa sér og börnum sin- um. í dag er hún 77 ára gömul og orðin milljónamæringur. Sjálfsævisaga hennar ,,LÍf mitt" hefur komið út i 17 lönd- um, og fram til þessa hefur hún fengið 450þúsund dollara frá Ut- gefandanum, Weidenfeid & Nicholson i London. Fari svo, að hún selji kvikmyndaréttinn að ævisögunni, mun hún fá álika mikið fyrir það eitt. Fyrir hluta peninganna hefur Golda hugsað sér að lagfæra tveggja her- bergja fbúðina sina i einu af út- hverfum Tel Aviv, en svo veit hun ekki, hvað hún á að gera við afganginn. DENNI DÆAAALAUSI fíg var nú eiginlega búinn að skUja eftir pláss fyrir eftirmatinn, en nú lield ég að það sé orðið i'tilll líka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.